Morgunblaðið - 18.04.1957, Side 8

Morgunblaðið - 18.04.1957, Side 8
* MORCTriVfíT 4ÐIÐ Ffmmtudagttr 18. aprfl 1957 Þetta er fimmta vertíð Guðna Arthúrssonar frá Reyðarfirði en hann sótti fyrst suður þegar hann var 15 ára. Hann er á Snæ- fuglinum frá Reyðarfirði, á ver- tíð á vetrum og síld á sumrin. Við hittum hann að máli við löndun, og vel líkar honum lifið, segir hann. 1 VERTÍÐ Vestmannaeyjum ÍStutt stefnumót v/ð fjorsk- | inn á sjó og í landi ! i H [ANN var tregur daginn, sem við komum til Eyja. Það var á laugardagsmorguninn undir hádegi, að við lentum á Vestmannaeyjaflugvellinum, í blíðskaparveðri wi upp úr hádeginu byrjaði að rigna. Á leiðinni út í Eyjar sáum við báta víðs vegar um sjóinn með net sín, á Eyja- bankanum, allt vestur undir Selvoginn, ofur litla, á víðum silfurgljáandi haffletinum, að sjá úr fjarlægð. Vestmanna- eyjahöfn var auð, allir bátar höfðu lagt upp snemma um morguninn, fyrir birtingu, til þess að vera komnir á miðin upp úr ljósaskiptunum, eða strax og fullbjart var orðið, til þess að leggja netin. Hundrað voru þeir bátarnir, sem nú voru dreifðir allt í kringum Eyjarnar á þessum fiskisælustu mið- um við íslandsstrendur og á þeim einu miðum sem þessa dagana hefur veiðzt nokkuð að ráði. En þótt höfnin væri auð og hljóð þá mátti gjörla sjá, að það var vertíð í Vestmannaeyjum. Bærinn bar þess ljósan vott, að nú voru tímar þorskins. íbúar Eyja voru skyndi- lega orðnir hálfu öðru þúsundi fleiri og lögðu nótt við nýtan dag við að draga þennan sannnefnda gullfisk úr sjó og búa hann sem kræsilegast fyrir framandi þjóðir, er innan tíðar munu bera hann á borð sín úti um víða veröld. Þessa dagana var ekki mikið sofið í stærstu verstöð lands- íns. Þar var starfað baki brotnu og þar auðgast menn á einni viku meira en á heilum mánuði í landi. Og á kvöldin bland- ast söngurinn frá vertíðarböllunum við þunglyndislegar stemmur Færeyinganna, sem kveða um konuna og börnin smá heima, langt í burtu, meðan þeir draga fisk við íslands- strendur. Dagarnir eru langir, en nóttin stutt þessar vikurnar. Það er vertíð. ENGINN bær á íslandi tekur slíkum stakkaskiptum sem Vestmannaeyjar yfir vertíðarmán uðina. Upp úr nýjárinu hefst þessi skammvinna, en árlega þjób félagsbylting þeirra eyjaskeggja. Aðkomufólkið fer að drífa að. Norðlendingar koma, Austfirð- ingar koma með báta sína, sem hingað hafa sótt ár eftir ár, og menn úr nærsveitunum uppi í landi. Það er eins og fjöralda flæði yfir bæinn. Fólkinu fjölgar mjög á götunum, víða eru ver- menn vistaðir á heimilum um bæinn, og á þessari vertíðinni hafa menn Færeyinga víða á heimilum sínum ásamt íslending- um. Breytingin er næstúm áþreifan- leg. Verzlunin glæðist mjög og kaup mennirnir og kaupfélagsstjórinn vita, að nú eru gósentímar runnir upp, og hér gilda engir venjulegir lokunartímar sölubúða, sem tíðk- aðir eru uppi á landi. Skemmtan- irnar verða fjölsóttar og dans- leikunum fjölgar, því meðal að- komufólksins eru tugir og hundr- uð ungra stúlkna, ekki síður en ungir, hraustir sjómenn, sem á vertíð eru komnir. Og víst er, að mörgum er vertíðin ekki aðeins erfiður starfstími, sem færir gnægð gulls í aðra hönd, heldur líka ævintýraríkt sumarleyfi um miðjan vetur, það er lífið, eins og einn vinur minn orðar það. Allar flugvélar á Vestmanna- eyjaleiðinni eru þéttskipað- ar fyrstu dagana í janúar, g allir eiga sér eitt og sama tak- .nark. Vertíðin er sannkölluð gullöld. Aðkomufólkið kemur margt frá atvinnulitlum byggðarlögum, þar sem vetrarmánuðirnir eru daufir og tekjurýrir. En á vertíðarmán- uðunum vænkast efnahagurmn mjög, því að hér liggja pening- arnir. Aldrei er hægt að segja ná- kvæmlega hvað þeim muni á- skotnast af veraldlegum auðæf- um á vertíðinni, en alla jafnan koma um kr. 22—25 þús. í hlut þeirra, sem á bátunum eru, en nokkru minni eru tekjur þeirra sem í landi vinna. Það eru miklir peningar fyrir skamman tíma, og því er eðlilegt að mörgum ungum manninum þyki ábatasamt að leggja leið sína til Vestmanna- eyja upp úr nýjárinu. En þetta fé fellur heldur ekki vermönnum í skaut sem brauð af himnum of- an. Það er mikil vinna, sem ligg- ur að baki öflun þess, langur og strangur vinnudagur við netin á hafi úti eða í frystihúsi í landi. Það er komið um hádegi og í það mund sem klukkan slær tólf fyllist Bárugatan af fólki á leið til hádegisverðar. Vertíðarfólkið kemur gangandi upp götuna neð- an frá höfninni, frá frystihúsun- um fjórum, sem þar eru, beina- mjölsverksmiðjunni og fiskað- gerðarhúsunum. Það er flest um tvítugt, ungir piltar í bláum vinnufötum flestir, og stúlkurnar úr frystihúsunum með svuntur sfnar og hvítar húf- ur, sumar með alla vega lita skýlu klúta og aðrar með gul olíupils undir hendinna. Öllum liggur á og sumir hjóla, aðrir stökkva upp allir heimamenn, gömlum kunn. uglegum andlitum úr Reykjavík sést bregða þarna fyrir, líka a# norðan og austan, og gamlir kuna ingjar hrópa kveðjuorð. Þeir þurftu að sækja hann alla leið austur í Meðallandsbugt og veiðiferðin tók 3 daga. Myndina tók Ól. K. M. á sunnudagsmorg- uninn um borð í Björgu frá Eskifirði. á bíl sem framhjá ekur. Aðkomu maðurinn sér, að þarna eru ekki Hann er vænn þessi! (Ljósm. MbL: Ól. K. M.). Um einn vissi maður ekki bet- ur, en hann kenndi litlu börnun- um enn að draga til stafs norður í Eyjafirði. Annar sat allan dag- inn á Adlon í Reykjavík og var önnum kafinn við að gera ekki neitt, þegar síðast fréttist. Nú sofa þeir báðir í sama kjall- aranum hjá góðri Vestmannaeyja konu, borða í Vinnslustöðinni, og dansa á kvöldin í Samkoinuhús- inu eða drekka kók á barnum hjá Helga Ben. Þorskurinn hefir leitt þá saman, og gert út um örlög þeirra að minnsta kosti 3 márv- uði þessa árs, sem nú er að líða. Þeir líta út sem gamalkunnir sjó- menn ,sem kunna þá list einir manna að líta alla landkrabba hornauga, en raunar vinna þeir báðir í frystihúsi hér og hafa mér vitanlega aldrei spýtt í saltaa sjó á ævi sinni. En þeir eru báðir ævintýra- menn í eðli sínu og segjast hvergi kunna betur við sig en hér í þessum ágæta bæ, og Vest- mannaeyingar séu frjálslyndasta fólk, sem þeir hafi nokkru sinni fyrir hitt á lífsleiðinni, og stúlk- urnar hér fríðari en þær eru fyrir norðan, og það endurtekur barnakennarinn, þegar hann sér vantrúaðarsvipinn á andlitinu á mér. Við verðum samferða upp Bárugötuna spölkorn áleiðis, en svo skilja leiðir. Þeir gleypa í sig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.