Morgunblaðið - 13.10.1957, Side 12

Morgunblaðið - 13.10.1957, Side 12
12 MORCVISBI 4 ÐIÐ Sunnudagur 13. okt. 1957 Otg.: H.t. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ÖR HEIMI ■i Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarnl Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, símx 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Aúglýsingar og algreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði mnanlands. í lausasölu kr 1.50 eintakið. 79 APRÍL 7956 OG NÚ HINN 19. apríl 1956 var fyrsti dagur hinna miklu loforða, sem öll hafa ver ið svikin. Þá birtist málefnasamn ingur Hræðslubandalagsins, sem öll svikamylla núverandi stjórn- ar er byggð á. Þessi stefnuskrá hét í Tímanum: „Ýtarleg stefnu- skrá um alhliða viðreins efna- hagslífsins og þróttmikla fram farabaráttu". Aðalatriðin eru tal- in í 7 liðum og þriðji liðurinn hljóðar svo: „Tryggja skal hallalausan ríkis búskap.“ Þessi stefnuskrá Hræðslubanda lagsins varð svo undirstaðan að stefnuskrá ríkisstjórnarinnar; hin sömu loforð voru gefin og sömu heitstrengingarnar endurteknar. Það er ekki ófróðlegt, ein- mitt nú, að rifja nánar upp nokk- ur atriði úr hinni ýtarlegu stefnx skrá um „alhliða viðreisn efna- hagsmálanna". Hún hefst með því að lýsa ástandinu, eins og það kemur Hræðslubandalagslið- inu fyrir sjónir. Þar er því lýst að höfuðatvinnuvegum lands- manna sé haldið uppi „með bein- um styrkjum og gífurlegu álagi á neyzluvörur almennings". — Þjóðin búi við „römmustu gjald- eyrishöft“. Þjóðin safni skuldum erlendis. „Verðhækkanir innan lands“ fari í vöxt. Framleiðslu- kostnaður hafi aukizt og fram- færslukostnaður einnig. Og svo kemur þessi stóra setning: „Nú verður að brjóta blað í ís- lenzkum stjórnmálum.“ Því er síðan lýst hvað við taki, ef ekki verði „gripið fast í taum- ana“. Það var auðvitað „algert öngþveiti“. Og síðan kemur heit- strengingin: „Þessvegna ber nú brýna naw.ð- syn til þess að tekin sé upp ný stefna í efnahagsmálum þjóðar- innar.“ Það þarf auðvitað ekki langra útskýringa við hvað orðið hefur um öll þessi loforð og heitstreng- ingar. Atvinnuvegunum er nú haldið uppi með hærri styrkjum en nokkru sinni fyrr. Gjaldeyris- höft og gjaldeyrisskortur sverfa harðar að, en við höfum þekkt um langa hríð. Ríkissjóður hef- ur tekið hvert stórlánið á fætur öðru erlendis og þjóðin safnar því „hraðvaxandi skuldum". Gíf- urlegar verðhækkanir hafa orðið, sem hafa stóraukið framfærslu- kostnað. Hið gífurlega álag á neyzluvörur er miklu þyngra en nokkru sinni fyrr. Þyngri skattar hafa verið lagðir á en áður þekkt ust. Loforðið um hinn hallalausa ríkisbúskap geta menn svo hug- leitt í sambandi við hið nýja fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Hér hefur ekkert blað verið brot- ið í íslenzkum stjórnmálum, nema á ógæfuhliðina. Engin ný stefna hefur verið tekin í efna- hagsmálunum nema þessi stefna, sem allir þekkja og leiðir til enn nýrra skatta eða gengisfellingar. Hermann Jónasson núv. for- sætisráðherra hafði lýst því með mörgum orðum hve efnahagslífið væri „helsjúkt“. Þessi ummæli voru svo endurtekin í stefnx- yfirlýsingunni. Helsýkina átti að lækna. Boðuð voru hin „föstu tök“, sem allt áttu að lækna. Árangurinn er svo að sjúkling- urinn er enn sjúkari og hver kannast við „föstu tökin“? Stefna Hræðslubandalagsins og ríkisstjórnarinnar var svikamylla frá upphafi — svikamylla, sem þjóðin er að borga fyrir og á eftir að blæða enn meira fyrir, en orð- ið er. - f AFLEIDINGAR PÓUTÍSKRAR LÉTTÚÐAR EGAR Eysteinn Jónsson lagði fram fjárlagafrurr. varp sitt nú er Alþing kom saman, hrukku margir við Hinn „æfði“ fjármálaráðherra vinstri-flokkanna vissi nú sjálf- ur engin ráð. Hann hefur lengi þótzt hafa það að trúarjátningu, að fjárlög skyldu vera hallalaus Eysteinn Jónsson hefur margsagt að það væri hið fyrsta og æðsta boðorð sitt við samningu fjár- lagafrumvarps. Samt leggur hann þetta frumvarp fyrir með milli 70—80 millj. kr. tekjuhalla. Hér er því um fullkomna uppgjöf að ræða af hálfu fjármálaráðherr- ans sjálfs. Hann skýtur máli sínu til samstarfsflokkanna, sjálfur getur hann ekki leyst vandann Það er staðreynd, að meðan Eysteinn Jónsson var fjármála- ráðherra í samstjórn með Sjálf- stæðismönnum, gat hann lagt fram fjárlagafrumvörp sín án þess að um slíkan halla væri að ræða. En nú — eftir ársvist í samstjórn með kommúnistum og Alþýðuflokknum — er dæminu snúið við og stórfelldur halli á fjárlögum. Meðan Eysteinn Jóns- son naut stuðnings Sjálfstæðis- manna var honum unnt að halda fjárlögunum í réttu horfi. En eft- ir að tekið var uj p stjórnarsam- itarf með sundurleitum flokkum, :ins og kommúnistum og jafnað- irmönnum, snerist allt við. Þá temur stórfelldur halli. Þetta er ein afleiðing þess að hafa ríkis- stjórn, þar sem langstærsti og öflugasti flokkurinn, Sjálfstæðis- flokkurinn, er útilokaður. Það er ljóst að við íslendingar höfum ekki efni á þeirri pólitísku léttúð að útiloka flokk, sem hefur að baki sér yfir 40% kjósenda, frá stjórn landsins. Riðlaðir flokkar — eins og kommúnistar og Al- þýðuflokkurinn — geta ekki kom ið í stað þeirrar kjölfestu, sem svo sterkur flokkur hlýtur að vera í stjórn landsins. Enn verra er þó, þegar stjórnað er bein- línis af fullum fjandskap gegn flokki, sem er svo öflugur meðal þjóðarinnar. Ósigur Eysteins Jónssonar, er hann lagði fram fjárlagafrum- varpið, var mikill. Það var „svartur dagur“ fyrir ráðherrann, en þó enn dökkleitari fyrir lands- fólkið sjálft, sem skilur hvað slík veðrabrigði í fjármálum þýða. Nú blasa við nýir hundruð milljóna skattar eða gengisfell- ing. í hvaða átt sem fólk horfir er útlitið ljótt og almenningur ber þungar áhyggjur. Himalaja- Helgur maður frá fjöllum í Svíþjóð — ÉG vildi ekki kvænast; þess vegna varð ég munkur. Ég hljópst á brott að heiman til að lifa kyrrlátu og friðsömu lífi klaust- ursins, sagði Amritananda, yfir- maður í búddatrúarklaustrinu Ananda Kuti, sem liggur á heilögu fjalli í Himalaja-fjall- garðinum. Hinir guðræknu verða að klífa 300 þrep upp til klaust- ursins frá Kaþmandu, höfuðborg Nepals. — Amritananda var staddur í Stokkhólmi á dögun- um, sat þar á gólfinu í venju- legri íbúð, berfættur með fót- leggina í kross, sveipaður gulum ullardúk og fallegri en Yul Brynner með krúnurakaðan koll- inn. Ferðast um Evrópu Bhikkhu Amitananda kom til Stokkhólms í eins konar kurtéisis heimsókn, enda þótt hann hefðist lítið að annað en heimsækja vini sína og tala við hóp manna, sem kallar sig „Vinir Búddismans". Bhikkhu er raunar ekki skírnar- nafn munksins heldur titill heilags manns meðal búddatrú- armanna. Amritananda er á ferða lagi um Evrópu, heimsækir m. a. England, Þýzkaland, Danmörku og Svíþjóð. Hann hefur aldrei komið til Norðurlanda fyrr, Áhuginn hefur aukizt — En mig hefur oft dreymt um Norðurlöndin, sagði hann. (Hann virðist líta Norðurlöndin jafn rómantískum augum og t. d. Shangri La, enda hvort tveggja jafn fjarlægt!). Mig langaði að hitta alla hina mörgu vini mína í Evrópu, sem ég á bréfaskipti við. Fyrir 15—20 árum vissi naumast nokkur Evrópumaður, hvað búddatrú er, en á síðustu árum hefur forvitnin og áhuginn aukizt. Okkur eykst stöðugt fylgi, og hvar sem ég kem í Evrópu er ég strax spurður: „Eruð þér búddatrúarmaður ? “ flannsakaði forn handrit — Ástæðan til þess að ég fór að ferðast um Evrópu var sú, að ég var að vinna að rannsóknum á nokkrum búddískum handrit- um á sanskrít í Rómaborg. Ég hafði verið kvaddur þangað af prófessori nokkrum, frægum vís- indamanni í Austurlandafræð- um, til að hjálpa honum að þýða handritin. Þau voru frá því um 300 fyrir Krist, sem er ekki sér- lega hár aldur frá okkar bæjar- dyrum séð. Það eru jú 2500 ár síðan Búdda fæddist. En þetta var mjög skemmtilegt. Ég hef tekið mikinn þátt í rannsóknum á heimspekikenningum búdda- trúarinnar, og þá er nauðsynlegt að lesa og bera saman mörg gömul handrit. Og þegar verkinu var lokið, hóf ég sem sagt ferð mína um Evrópu. Sænskur lærisveinn — Bhikkhu Amritananda er mjög lærður maður, skýtur sænski búddamunkurinn Anaga- rika Sugata inn í, en hann er gestgjafi og vinur Amritanandas og hefur verið lærisveinn hans í klaustrinu Ananda Kuti á Swayambhu-fjalli. (Ananda þýð- ir „eftirlæti Búdda“ og kuti þýð- ir ,,kofi“). Klaustrið er ein af höfuðstöðvum búdda-trúar í Nepal, en í þessu ríki fæddist Búdda á sínum tíma. Amritan- anda hafði numið mikið og látið mjög að sér kveða, áður en hann varð Bhikkhu. Fór að heiman 18 ára — Þegar ég var 18 ára flýði ég að heiman, sagði hann. Ég vildi ekki búa heima, kvongast og gangast undir lífsreglur hins veraldlega þjóðfélags. Ég vildi verða munkur, og það varð ég í Indlandi. Síðan ferðaðist ég um lönd búddatrúarmanna og lagði stund á búddísk fræði. Að námi loknu kom ég aftur heim til Nepal. Þar hef ég komið upp hofum og skólum, og í fyrra á 2500 ára afmæli Búdda, skipu- lagði ég heimsmót búddatrúar- manna. Annars gef ég mig eink- um við kennslu. Hver sem vill getur komið og numið hjá mér. Ekki fyrir útvalda — Kenningar Búdda eru ekki fyrir hina útvöldu, þær eru fyrir i alla. Búdda var prins, en lagði niður tign sína vegna þess að hann elskaði mennina. Sá sem þekkir Búdda vill frið meðal allra manna. Ég vildi, að ijjenn- irnir gætu nálgazt hver annan meira en þeir gera, kynnzt lífs- viðhorfum og trúarbrögðum hver annars, þá mundi stríðshættan ekki vofa yfir okkur. Að svo mæltu hneigir Bhikkhu Amritananda sig vingjarnlega og hagræðir sér á koddanum á gólf- inu í íbúð vinar síns í Stokk- hólmi. Nokkuri aivinnu- leysi i Siykkishólmi STYKKISHÓLMI, 8. október: — Fremur lítið hefur verið um at- vinnu hér undanfarið og á sein- asta fundi hreppsnefndar kaus hún nefnd til að fara á fund rík- isstj órnarinnar og ræða við hana um atvinnuástandið og horfur í bænum. Er nefnd þessi farin suður til Reykjavikur að ræða v^ð ríkis- stjórnina, en með henni mæta af hálfu atvinnurekenda hér Sig- urður Ágústsson alþm. og Krist- ján Hallsson kaupfélagsstjóri. —A. Erindi um tónlisf i!la sóti BOLUNGARVÍK, 11. október. — í gærkvöldi hélt dr. Hallgrímur Helgason tónskáld, erindi hér í félagsheimilinu að tilhlutan menntamálaráðs og Alþýðusam- bands íslands, Fjallaði erindið um tónlist og tónlistaruppeldi og var hið gagn- merkasta. Var erindið skýrt með tóndæmum. Einnig lék dr. Hall- grímur lög á píanó eftir Jean Sibelius og sjálfan sig. Því miður var aðsókn ekki góð og hefði listamaðurinn sannar- lega verðskuldað betri aðsókn. —Fréttar. Amritananda, hinn heilagi búddamaður, situr í venjulegum stellingum sínum í íbúð vinar síns og lærisveins í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.