Morgunblaðið - 03.11.1957, Side 6

Morgunblaðið - 03.11.1957, Side 6
6 MORGUNBL AÐIÐ Sunnudagur S. nðvember 1957 Nýjar aðferðir við jarðhitarannsóknir Samtal við Gunnar Böðvarsson UNDANFARIN tvö ár hefur Gunnar Böðvarsson, verk- fræðingur, dvalizt í Banda- ríkjunum og stundað nám við California Institute of Techno logy, og notað jafnframt tím- ann til að fylgjast með nýj- ungum á sviði.jarðeðlisfræði Gunnar Böðvarsson ©g stjörnufræði. í vor tók hann doktorspróf við háskól- ann. — Gunnar Böðvarsson lauk verkfræðiprófi í Þýzka- landi 1943, kom svo heim eft- ir stríðið og vann við jarðhita- deild raforkumálaskrifstof- unnar. 1954 til 1955 dvaldist hann í Mexico og athugaði þar jarðhita til raforkuvinnslu á vegum stjórnar Mexicoríkis og Sameinuðu þjóðanna. — Morgunblaðið hefur hitt doktor Gunnar Böðvarsson að máli og spurt hann um nýj- ungar á sviði jarðhitarann- sókna. Bilið breikkar Á árunum eftir styrjöldina hefur komið meiri skriður á vís- indastarfsemi en nokkum tíma hefur þekkzt áður, bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu, og einkum er það mikill styrkur fyrir fram- farirnar, að nú er ekki sízt lögð áherzla á að veita mikið fé til hagnýtra vísinda. Vísindastarf- semi í dag er orðin skipulögð, en áður voru það örfáir áhuga- menn, sem fengust við grund- vallarvísindi. Þegar svona stend- ur á, verður æ erfiðara fyrir okkur hér úti á íslandi að fylgj- ast með í grundvallarvísindum, hvað þá í þróun einstakra sér- greina. Ein af ástæðunum til þess, að ég fór utan fyrir tveim- ur árum var sú, að mér fannst hættulegt að dveljast hér of lengi án þess að kynnast nýj- ungum í minni grein. Að vísu hafa allar aðstæður stórbatnað hér á landi á síðari árum, en hætt er við því að bilið breikki jafnt og þétt milli hinna smáu og stóru þjóða. Aðferð, sem gefst vel Aðalverkefni okkar á sviði jarðhitamálanna, heldur Gunnar Böðvarsson áfram, er. að kanna í grundvallaratriðum orsakir og eðli jarðhitans, leita nýrra jarð- hitalinda og gera okkur grein fyrir því, hve lengi við getum notazt við þann jarðhita sem nú er hagnýttur. — Ég held að mér sé óhætt að segja, að við séum nokkuð öruggir með skýringar á jarðhitanum almennt. Hins vegar vantar okkur að sjálfsögðu vitneskju um mörg atriði í sam- bandi við einstök jarðhitasvæði. Okkur skortir vitneskju um ein- stök mikilvæg atriði, jafnvel á þeim svæðum, sem eru þýðing- armest fyrir okkur, t. d. svæð- unum hér í nágrenni Reykjavík- ur. Sérstaklega er enn margt óljóst um rásir heita vatnsins neðanjarðar. Það, sem nú ligg- ur fyrst fyrir í þessum efnum, er að beita nýjum rannsóknar- aðferðum, og vil ég sérstaklega benda á tvær. 1 fyrsta lagi hina svokölluðu isótópa-aðferð, sem byggist á því, að kanna hve mik- ið magn af þungu vatnsefni eða vetni og þungu súrefni laugar- vatnið inniheldur og bera það síðan saman við samsetningu regnvatns á einstökum stöðum. Regnvatn inniheldur misjafnlega mikið af þungu vetni og þungu súrefni eftir því hvar það fellur niður á landinu. Hlutfallslega mest fellur af þungu vetni og þungu súrefni við ströndina, en svo minnka þessi efni örlítið í regninu, þegar iniiar dregur. Það má því segja, að regnvatnið sé þannig „merkt“. Nokkurn veg- inn er fullvíst, að laugarvatnið er ekki annað en regnvatn, sem hefur orðið fyrir smávægilegum áhrifum af berginu, sem það streymir um. Engin ástæða er til að ætla, að hlutfallslegt magn af þungu vetni og þungu súrefni hafi breytzt, meðan vatnið streymdi neðanjarðar. Þegar laugarvatnið er borið saman við grenninu er komið að norð-aust- an, þ. e. a. s. frá svæðunum við Hvalfjarðarbotn, en ekki frá svæðinu austur af Reykja- vík, eins og t. d. Heilisheiði. — Þetta kom mér ekki á óvart, því ég hef alltaf talið senni- legt, að vatnið streymdi eftir brotlínunum, en ekki þvert á þær. Þessi fyrsta tilraun með isótópa-aðferðina hefur gefizt vel og standa vonir til þess, að með henni megi rekja neðan- jarðarrás laugarvatnsins miklu betur en áður hefur verið hægt. 1 sek.Iítri — 1 millj. króna En til þess að geta beitt þess- Frá Námaskarði. mælingar á regnvatni á einstök- um stöðum á landinu, má með sæmilegri nákvæmni sjá, hvaðan laugarvatnið er komið. Þessi aðferð hefur þegar verið við- höfð á Reykjavíkursvæðinu og hefur greinilega komið í ljós, að vatnið úr Þvottalaugunum og öðrum heitum lindum hér í ná- shrifar úp 1 daglega lífinu j Happdrætti ÞAÐ kemur alloft fyrir, að hringt er eða skrifað til Morgunblaðsins varðandi happ- drættin, sem ýmiss i.onar félags- samtök efna til í fjáröflunarskyni. Að sinni verða þó almennar hug- leiðingar um þessi mál látnar bíða, en Velvakandi sneri sér í gær til Baldurs Möller deildar- stjóra í iómsmálaráðuneytinu og fékk hjá honum skrá um stærstu happdrættin, sem nú standa yfir. Er hún birt hér að ósk allmargra lesenda Torgunblaðsins: Happdrætti Knattspyrnusam- bands íslands: Dregið var 25. október. Skv. upplýsingum frá sambandinu verður vinnings- númerið birt eftir helgina, en leyndarmálið er sem stendur varð veitt i innsigluðu bréfi hjá borg- arfógetanum í Reykjavík, þar sem ekki hefur tekizt að fá fullnaðar- uppgjör frá öllum þeim, er miða hafa undir höndum. Happdrætti Neskirkju: draga átti í gærkvöldi. Happdrætti Leikfélags Reykja- víkur: draga á í kvöld. Happdrætti ÍR: skv. upplýsing- um forráðamannanna var dregið um 5 vinninga 13. september. Síð ari dráttur fer fram 13. nóvem- ber. Happdrætti til styrktar bygg- ingu félagsheimilis í Kópavogi. Draga á .. desember. Hinn 23. desember á að draga í happdrætti Náttúrlækningafélags ins og í símahappdrætti styrktar- félags lamaðra og fattlaðra. Hinn 23. desember á svo að draga í happdrættum Þjóðviljans og Sambands ungra Framsóknar- Sunnudagslögin Kæri Velvakandi. EG er svo sárreið yfir því, að útvarpið skuli hafa fellt nið- ur lang-skemmtilegasta þáttinn, eina þáttinn, sem var virkilega fyrir smekk unga fólksins þ.e.a.s. Sunnudagslögin hans Ólafs Step- hensen. í fyrra var það svoleiðis heima hjá mér, að við stúlkurnar neit- uðum og höfnuðum öllum útboð- um á sunnudagskvöldum vegna þáttarins, og ég veit, að fólk sat heima við útvarpið til að hlusta og hreyfði sig ekki út á fleiri heimilum en mínu. Það getur verið, að vetrardag- skráin sé ekki komin í fullan gang ennþá, svo að hann komi seinna, en væri þá ekki athugandi fyrir útvarpið að láta vinsælustu þætt- ina byrja fyrr á vetrum? Ein sárreið." Eftirskrift Velvakanda: Ég sé að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir á að kynna dansplötur í kvöld. Gargandi hljómlist Velvakandi fékk í fyrradag annað bréf um tónlistina í út- varpinu. Minnist hann þess ekki að hafa séð jafnlangt gengið í andmælum gegn tónaflutningi í útvarpinu og þar er gert. Má með sanni segja, að erfitt er fyrir blessaða útvarpsmennina að gera öllum til hæfis. En hér kemur bréfið: Áheyrendum Ríkisútvarpsins mun haf komið á óvart að heyra af munni sjálfs formanns útvarps ráðs iýrir nokkrum dögum, að hljómleikar frá útvarpstæki, sem enginn hlustaði á, væri „gargandi hljómlist" eins og hann orðaði það. Veit ég til, að itrekaðar til- raunir hafa verið gerðar til að koma útvarpsráði í skilning um þetta, en hingað til hefur verið skotið við því „skollaeyrum" sem svo er kallað og hljóðfæra „garg- ið“ verið aukið í stað þess að stytta það. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að hljómleikar gegnum út- varpstæki eru „garg“, jafnt hvort sem hlustað er á það eða ekki. Sannleikurinn er líka sá, að svo- kölluð „æðri tónlist", veitt i gegn- um útvarpstæki inn í önn og ys heimila og vinnustaða — og reyndar hvar sem er — getur ekki orðið annað en heldur óskemmtilegur og þreytandi hljóðfæraglymur. H. S.“ ari aðferð, þarf að mæla mikinn fjölda sýnishorna, og verður það ekki gert nema við eignumst okk- eigin mælistöð. Hafin er samvinna um þetta mál milli Háskóla íslands og raforkumála- skrifstofunnar og er í ráði, að þessar stofnanir komi upp mæli- stöð, sem annazt geti þessar mæl- ingar ásamt öðrum líkum verk- efnum, en skortur á fé hefur enn staðið framkvæmdum fyrir þrif- um. Við álítum, að hér sé um að ræða eitt mesta hagsmunamál á sviði hagnýtra jarðhitarann- sókna. Hér ber þess að gæta, a3 kostnaður mælistöðvarinnar yrði ekki ýkjamikill, líklega undir einni milljón króna, en verðmæti hvers sekúndulítra af 80—90* heitu vatni, sem bætist við hér í Reykjavík, er ein milljón kr. .Til að skýra þessar síðustu töl- ur, vil ég taka það fram, að hver virkjaður sekúndulítri af 80—90* heitu vatni á Reykjavíkursvæð- inu, sparar eldsneyti fyrir 120 þús. krónur á ári, ef hann er réttilega hagnýttur. Ef 'sparað eldsneyti er reiknað næstu 25 árin og heildarupphæðin er færð til dagsins í dag með 7% vöxt- um, verður þetta samtals um 1.4 milljónir króna. Borunar-, aðveitu- og virkjunarkostnaður hvers sekúndulítra mun hins vegar ekki fara fram úi 400 þús. krónum, og verður bá eftir ein milljón kr. sem hreim hagnaður á umræddu tímabili. Seinni aðferðin, sem ég vildi nefna, byggist á þv. að kanna betur en áður hefur verið gert rafleiðni berggrunnsins. Leiðnin er verulega háð hita, þannig að hár hiti gefur háa leiðni, og með því að kortleggja leiðni berg- grunnsins má fá vitneskju um staði með háum hita. Slíkar við- námsmælingar hafa að vísu verið notaðar talsvert hjá jarðborunar- deild raforkumálastjórnarinnar, en tækin, sem við höfum haft til umráða hingað til, hafa að- eins getað gefið staðbundnar upp- lýsingar. Þau hafa þó komið að mjög góðu haldi á einstökum svæðum og orðið til þess, að vísa leiðina að mörgum lindum, sem hafa verið hagnýttar. En við hefðum viljað geta gert þessar athuganir á miklu víðari grundvelli. Sökum kostnaðar hef- ur þetta ekki verið hægt. Nú hafa menn hins vegar veitt því eftirtekt, að hið svokallaða jóna- lag í háloftunum (,,ionosphere“) sendir mjög oft frá sér rafsegul- öldur með mjög lágri tíðni. Þess- ai öldur valda jarðstraumum, en ferill þeirra er háður leiðni Frh. á bls. 16. Buiað uftir guiu í Krýsuvík. — Ljósm.: Vigfús Sigurgeiissou.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.