Morgunblaðið - 03.11.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 03.11.1957, Síða 11
Sunnudagur 3. nóv. 1957 MoncrnvnT 4F>io 11 Iðnaðurinn er sá afvinnuvegur, sem flestir lifa af Samræmdar aðgerðir íatvinnumál- um eru nauðsynlegar Úr ræðu Björgvins Frederiksen við setningu Iðnþingsins ER 19. Iðnþing íslendinga var sett í Hafnarfirði sl. þriðju- dag, flutti forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, Björg- vin Frederiksen, ræðu. Hann þakkaði í upphaf i iðn- aðarmönnum í Hafnarfirði fyrir að bjóða Iðnþinginu til sín að þessu sinni, en vék síð- an að sögu landssambandsins, sem varð 25 ára í júní sl. Þá ræddi formaðurinn um helztu mál, sem sambandið hefur fjallað um á undanförnum ár- um og lýsti ýtarlega hinni nýju skipan, sem gerð var á Iðnskólanum fyrir rúmum 2 árum. Taldi hann mikla nauð- syn til bera, að sá kafli lag- anna, sem fjallar um fram- haldsnám, komi til fram- kvæmda hið fyrsta, og að reynd yrði sú nýbreytni að halda námskeið til undirbún- ings iðnnámi. Benti Björgvin á nauðsyn aukinnar iðnmennt unar í sambandi við vaxandi samkeppni erlendis frá. Síðan komst Björgvin Fred- eriksen svo að orði: Lifskjörin og gjaldeyrisafkoman Á. undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um versnandi gjaldeyrisafkomu þjóð arinnar og sérstaklega eftir að hin mikla gjaldeyrislind, sem í daglegu tali er kölluð Keflavík, þraut að mestu, en áður veitti stríðum straumum gjaldeyris inn í landið fyrir vinnu iðnaðar- manna og annarra, sem unnu að margháttuðum framkvæmdum, aðallega fyrir flugsamgöngur. Afleiðingar þessara veðrabrigða eru öllum augljósar, en menn eru ekki á eitt sáttir, hvernig bregðast skuli við vandanum og auka gjaldeyrisöflunina, þannig að þjóðin þurfi eigi verulega að skerða þau góðu lífskjör, sem hún hefur búið við. Eðlilegasta leiðin til gjaldeyrisöflunar er aukinn sjávarútvegur og sem fjöl- breyttust framleiðsla úr sjávar- föngum. Sumir virðast aldrei sjá nema þessa einu leið. Aðrir telja það hið mesta bjargráð að flytja út kjöt og aðrar landbúnaðaraf- urðir, þótt mikið skorti á, að fram leiðslukostnaður fáist gceiddur fyrir afurðirnar á erlendum mark aði. En það er því miður allt of sjaldan rætt í fullri alvöru um það, hvernig er hægt að spara gjaldeyri og fullnýta á hagkvæm- astan hátt vinnuaflið í landinu. Sannleikurinn er sá, að engin ein leiðin er okkur fslendingum fær frekar en öðrum. Þarf því að taka þær allar til alvarlegr- ar yfirvegunar og án þess að ala á stríði milli stétta, en með það höfuðsjónarmið, hvað hentar þjóðinni bezt. I*að er ofur ein- falt að mæla þessi orð af munni fram eins og einlæga ósk, en það er vandasamara í Iandi frelsisins og hins mikla réttar stéttarfélaganna að framkvæma það sem hentar þjóðinni allri bezt. Ríklsstjórnirnar hafa verið hraktar af réttri leið cg hafa reynt að gera þessum eða hin- um hópnmm til hæfis um stund- arsakir, en alltaf á kostnað heild- arinnar, því að allt vald brestur til stöðvunar þótt þjóðarsómi, þjóðarhagur eða hvort tveggja sé í hættu. Ég dreg upp þessa mynd til þess að benda á hve vandasamt það er að gera samræmdar að- gerðir í atvinnumálum, sem allir gætu fellt sig við. Höfuðatvinnuvegirnir þrír Sjávarútvegurinn er okkar stór felldasta tæki til beinnar gjald- eyrisöflunar. Iðnaðurinn er hins vegar sá af aðalatvinnuvegunum, sem sparar mestan gjaldeyri, því næst landbúnaðurinn, en iðnað- urinn styður uppbyggingu bæði sjávarútvegs og landbúnaðar, ef rétt er á haldið. Það er vitað mál, að vegna hinnar miklu tækni sem felst í veiðiútbúnaði nýtízku fiskiflota, bæði botnvörpunga og vélbáta, þá stunda nú færri íslendingar sjósókn hlutfallslega en áður var, en afla meira samanlagt, en þó minna á hvert skip. Á landbúnaði lifði um alda- mótin mikill meirihluti þjóðar- innar. Á seinustu árum hafa orð- ið þau straumhvörf, að fólki hef- ur fækkað stórkostlega í sveit- um landsins, en samt hefur fram- leiðsla landbúnaðarafurða aldrei verið meiri en nú. Hvað hefur þá skeð? Tæknin hefur gjörbreytt sveitunum og öllum framleiðslu háttum bænda, og offramleiðsla hrjáir nú landbúnaðinn. Offram- leiðsla, sem þjóðin getur ekki torgað. Framleiðsla sem er eng- an veginn samkeppnisfær á er- lendum markaði eins og nú hátt- ar efnahagsmálum þjóðarinnar. Tæknin hefur því valdið stór- kostlegri fólksfækkun í sveitun- um, en framleiðsluaukningu. Margir bændur, sem betur fer, eru orðnir allstórir framleiðend- ur landbúnaðarafurða. En hvað hefur þá orðið af fólkinu? Jú, þróttmikill iðnaður hefur þróazt hér á landi, með mestum hraða síðustu 20 ár, þannig að í dag er iðnaðurinn orðinn sá af aðal- atvinnuvegunum, sem framfleyt- ir flestu fólki. En það undarlega í öllu þessu er sú staðreynd, að ósjaldan mæta formælendur iðn- aðarins ótrúlega miklu skilnings- leysi hinna ýmsu yfirvalda, þótt breyting hafi á orðið til bóta fyr- ir harðfylgi félagssamtaka og umsvifamikilla framkvæmda-1 manna í iðnaði og verksmiðju- framleiðslu. Þetta skilningsleysi ríkir, þó að iðnfyrirtækin hafi tekið við mestu af fólksfjölgun- inni og við fólki frá þeim at- vinnugreinum, sem hafa dregizt saman, og skapað því góð lífs- kjör og stórbætt atvinnuástand- ið í landinu, og aukið á velmeg- un þjóðarinnar. Sanitök stéttanna Bændasamtökin hafa alltaf átt sterk ítök í Alþingi íslendinga, og var ekki nema gott um það að segja, á meðan sú stétt var fjölmennust. En hún býr að þeim áhrifum enn í dag, eins og hin margþættu lög, sem tryggja hags muni bænda, sýna. Eitt dæmi: Engum dettur í hug í dag, að flytja inn kjöt, smjör, osta eða egg og hvað er sjálfsagðara en að búa að sínu? En við iðnaðarmenn og iðn- rekendur ættum að taka okkur bændasamtökin til fyrirmyndar í þessum efnum. Að koma málum okkar þannig fyrir innan hins háa Alþingis á næstu árum, með samstöðu alls þess fólks sem hef- ur sitt framfæri af iðnaði, að eftir nokkur ár verði engum leyft að flytja til landsins fiski- báta, yfirbyggða almennings- vagna, raf-heimilistæki eða marg háttaða vandaða iðnaðarfram- leiðslu, svo nokkuð sé nefnt, frekar en kjöt, srajör, osta eða egg. Mundu þá milljónatugir sparast árlega og fiskimiðin um- hverfis landið endast svolítið lengur þeim, sem sjóinn sækja, því að á milli aðalatvinnuveg- anna hlýtur að finnast hlutfall, sem allir geta unað við og orðið þjóðinni fyrir beztu. Þróun iðnaðarins Þróun iðnaðarins hlýtur í fram tíðinni að fara mikið eftir því, hve víðsýnir valdhafarnir verða, þegar þeir vega og meta réttlát- an hlut aðalatvinnuveganna í Björgvin Frederiksen heildarrekstri þjóðarbúsins. Við vitum, að þeim sem með völdin fara á hverjum tíma, er ávallt mikill vandi á höndum, þegar taka skal ákvarðanir um það, hvað á að flytja inn og hvað á að vinna í landinu sjálfu. Við sem erum formælendur iðnaðar- framleiðslu, við fullyrðum og teljum okkur gera það með mikl- um rökum, að langmesti hluti alls kostnaðar framleiðslunnar sé innlent vinnuafl, innlend orka, greiðslur á tollum og sköttum og öðrum framleiðslukostnaði, allt er þetta íslenzkt, en minnsti hlut inn eru erlend hráefni. Það eru þessar staðreyndir, sem valda því, að stórveldin, sem að- stoða þjóðir, sem eru skammt á veg komnar, eins og það er oftast orðað, styðja fyrst og fremst að því að koma upp iðn- aði og tækniaðstoð í sambandi við iðnað. Yfirleitt er það mæli- kvarði á velmegun þjóða, hve framarlega þær standa í iðnaði. Það er ekki nokkur vafi á því, að síðustu tvo áratugi hafa lífs- kjör fslendinga stórbatnað, vegna þess hve iðnaður hefur vaxið. Iðnaður, sem hefur byggt upp landið á tiltölulega fáum árum. Iðnaður, sem hefur gert fólki kleift að kaupa margs konar neyzluvarning, sem annars hefði ekki verið til gjaldeyrir fyrir, ef kaupa hefði þurft erlendis frá — vinnuafl, orku, skatta og gjöld, álagt í öðrum löndum, að ó- gleymdri erlendri verzlunar- og framleiðsluálagningu. Fróðlegt væri að fá skýrslur um hlut iðn- aðarins í þjóðarbúinu. Hvað greiðir iðnaðurinn í vinnulaun, tolla, skatta og opinber gjöld? Hvað notar hann af hráefnum, erlendum og innlendum? Hvað notar hann af orku og hvað borg- ar hann fyrir hana? Og hvert er svo framleiðsluverðmætið allt? Vandamálin bíða úrlausnar Eins og ég gat um áðan á þjóðin við margháttuð vanda- mál að stríða og iðnfyrirtæk- in verða vissulega vör við sinn skerf af vandanum. sem horf- ast þarf i augu við, þegar svo er komið, að almennasta um- ræðuefni manna er: Útgjöld ríkis og bæja hækka stórlega og þar af leiðandi hækka toll ar, skattar og útsvör á atvinnu rekstrinum. Það er orðið dýr- ara að lifa, afleiðingarnar hafa verið sífelldar kauphækk anir. Það er þvi orðið dýrara fyrir alla i iðnaði að fram- leiða. Hærra kaup. Stígandi tollar. Aukin útgjöld. Hætta er á, að fyrirtækin verði að draga saman seglin. Fram- Ieiðslan minnkar í stað þess að aukast. Minnkandi véla- kaup og endurnýjun tækja dregur einnig úr samkeppnis- hæfni fyrirtækjanna. Allt eru þetta mikilvægar niðurstöður, en þó sannar. Allir þekkja þennan söng. Þetta er vissu- lega ískyggilegt viðhorf, þeg- ar við ef til vill stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að eiga að vera samkeppnis- færari við önnur lönd en nokkru sinni fyrr, vegna ut- anaðkomandi áhrifa, svo sem fríverzlunarsvæðis og tolla- bandalags, sem hlýtur að valda hér stórfelldri byltingu i at- vinnu- og efnahagsmálum, ef af verður, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Við þessar kringumstæður, vaknar alltaf þessi spurning. Hvað er hægt að gera? Hvernig er hægt að komast í gegnum þennan vanda? Fróðustu menn í hagfræði, fjármálum og skipu- lagningu hafa bent á leiðir, sem okkur finnst sumar góðar en aðr- ar óaðgengilegar, en þær eru eitt- hvað á þessa leið. — Að auka sparnað. Aukningu skatta og rekstrarkostnaðar verð- ur að stöðva. Hinu frjálsa fram- taki og þeirri hugkvæmni, sem einstaklingarnir ráða yfir, sé gef- ið meira frelsi. Framleiðsla og allt atvinnulíf sé aukið. Fram- leiðslutækni sé stórbætt með full- komnustu vélum og betri aðstöðu. Með þessu ætti gjadleyrisstaðan að batna. Þetta eru framtíðarverkefni allra, sem vinna að framleiðslu- kerfi aðalatvinnuveganna, og trúa á það, að á íslandi verði hægt að lifa við góð lífskjör og bjarta framtíð. Starfið að undanförnu Góðir tilheyrendur. Ég hefi leitazt við að bregða upp nokkr- um skyndimyndum af þeim verk- efnum, sem iðnaðarsamtökin hafa unnið að og einnig reynt að gera í stuttu máli grein fyrir aðsteðj- andi vandamálum. Vona ég, að þetta Iðnþing megi benda á leiðir til úrbóta á ýmsum sviðum og gera margar gagnlegar og sann- gjarnar samþykktir. En þa'ó má einnig benda á stað- reyndir, sem allar eru ánægju- legar og árangur af samstarfi iðnaðarmanna. Mörg hagsmuna- og framfaramál hafa á undan- förnum árum komizt heil í höfn og önnur þokazt nokkuð á leið. Við höfum eignazt fullkominn Iðnskóla í Reykjavík, sem væntan lega ve.ður síðar tæknimiðstöð fyrir iðnaðarmenn af öllu land- inu. Lög um Iðnskóla hafa öðlazt gildi. Við höfum átt okkar þátt í því að koma upp Iðnaðarbanka, sem hefur orðið iðnaðinvun ómetanleg lyftistöng, þótt betur megi, ef duga skal. Við höfum fengið aukið fjár- framlag til Iðnlánasjóðs. Við höfum fengið Iðnaðarmálastofn- un, sem við eigum aðild að og væntum okkur mikils af er fram líða stundir. Við höfum eignazt mikinn og góðan vélakost og aðbúð á vinnustöðum hefur stórbatnað, og húsakostur margra iðnfyrirtækja er orðinn eins góður og bezt ger- ist erlendis. Og síðast en ekki sízt eigum við marga góða og dugmikla iðnaðarmenn, sem hafa haft næga atvinnu og allgóða af- komu. Við höfum því að mörgu leyti ástæðu til að vera ánægðir með okkar hlutskipti, ei»s og það hef- ur verið mörg undanfarin ár. Mér er því bæði Ijúft t_ skylt á þess- úm tímamótum Landssambands iðnaðarmanna, að þakka öllum þeim mörgu sem hafa lagt okkur lið til þess að koma þeim málum í framkvæmd, sem ég nefndi hér áðan, bæði ríkisstjórninni, bæjar- stjórninni, einstökum alþingis- mönnum og mörgum öðrum, sem ávallt veita okkar málstað góðan stuðning. En þeim sömu vil ég einnig segja það, að iðnaðarsam- tökin munu halda áfram að sækja á brattann og krefjast jafnréttis við aðra aðalatvinnuvegi þjóðar- innar. Ég trúi því, að vel rekin þróttmikil iðnfyrirtæki séu lík- legust til þess að efla atvinnulífið í landinu í góðu samstarfi við sjávarútveg og landbúnað. Að lokum færi ég fram þá ósk að takast megi að ná jafnvægi í atvinnu- og efnahagsmálum ís- lendinga. Jafnvægi sem tryggi þegnunum áframhaldandi góð lífs kjör. Vinnum öll að raunhæfustu leiðinni til kjarabóta og velmeg- unar. Meiri framleiðslu. Betri framleiðslu. Fullkomnari tæki og betri ástundun við öll störf. Að svo mæltu segi ég 19. Iðn- þing íslendinga sett. N ýkomið Gluggatjaldadamask Storesefni Pítugluggatjaldaefni Gardínubúðin LAUGAVEG 28 (Gengið um undirganginn.) Til sölu sólrík 3 herbergja ca. 90 fermetra íbúðarhæð í Laugarneshverfi. Upplýsingar í síma 19191.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.