Morgunblaðið - 03.11.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.11.1957, Qupperneq 13
Sunnudagur 3. nóvernber 1957 MOHCT’TVfír 4010 IS Rétt þegar ég hafði lært að teikna Jóa frænda, safnaðist hann til feðra sinna. Ég hafði ekki einu sinni getað fullgert lauslega „skissu“ af Malenkov, þegar hann var allur á bak og burt. Nú er va nd I ifað fyrir te i kna ra na Þegar ég loksins hafði æfzt í að teikna þá Búlla og Krússa eftir minni, hvarf Búlli í skuggann. Og Molotov, sem hafði verið eins og bjargföst súla, brotnaði og datt. Og loksins var það Zhukov — áður en ég hafði lært að teikna aðra röðina af orðunum hans, hvarf hann í þykkt ský af alls konar get- gátum. Þannig lýsir brezki blaðateiknarinn Cummings því í „Daily Express“, hve erfitt sé fyrir teiknara að vera nógu handfljótir, þegar atburðirnir í Moskvu eru annars vegar. REYKJAVÍKUHBRÉF Laugardagux 2. nóv. Tveir mætir menn látnir ÞESSA dagana hafa látizt tveir rr.ætir menn, sem allir, er þá þekktu, munu ætíð minnast með hlýjum hug. Hinn fyrri þeirra, Bjarni Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Varðarfelagsins, átti sér einkennilegan æviferil. Hingað til bæjarins fluttist hann ekki fyrr en á efri árum, um það bil er flestir láta af störfum, eða a. m. k. fara fremur að draga sig í hlé. Þangað til hafði hann unnið um- svifamikið ævistarf á Austfjörð- um, lengst af á Eskifirði. Þar var hann í sveit forystumanna og naut margháttaðs trúnaðar. Um sextugt fluttist hann svo til Reykjavíkur og gerðist þar skjótt skrif stof ust j ór i V ar ðar f élagsins. Því starfi gegndi hann ætíð síð- an, fram á nítugasta og fyrsta aldursár. Hann hvarf frá störfum, að eigin ósk, aðeins örfáum dög- um áður en hann lézt. Þangað til gekk hann hvern vinnudag tein- réttur niður í Sjálfstæðishús og gætti þess, að halda öllu í röð og reglu. Áhugi hans og starfsgleði var með eindæmum, enda naut hann óskiptrar vináttu og virð- ir.gar allra samstarfsmanna sinna. Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi, fyrrv. skrifstofustjóri Al- þingis, var mun yngri, kominn nokkuð á sjötugasta og annað ár. Dauða hans bar því mun fyrr að en menn höfðu vænzt á þessum tímum, þegar æviskeið manna virðist stöðugt vera að lengjast. Jón Sigurðsson starfaði við þá stofnun, Alþingi, þar sem sam- komulag manna á milli er einna minnst hér á landi. Jón Sigurðs- son fór aldrei dult með sínar eigin stjórnmálaskoðanir. Allir vissu, að hann var eindreginn Sjálfstæðismaður. Engu að síður leituðu þingmenn úr öllum flokk- um stöðugt ráða hjá honum, og engum kom til hugar annað en, að Jón væri öllum jafnráðholl- ur. Hlutleysi hans og trúmennska var hafin yfir allan vafa. í fram- komu sýndi Jón ætíð sanna hæ- versku. Smekkur hans á íslenzkt mál var óbrigðull, og enginn var talinn honum fremri hér á landi í þýðingu erlendra skáldsagna á íslenzka tungu. Þingmenn von- uðu allir, að hinn holli ráðgjafi þeirra mætti njóta langs friðsæls ævikvölds, er honum ynnist tími til að sinna hugðarefnum sínum. Sú kvöldstund varð skemmri en skyldi. Mattías Þórðarson áttræður Matthías Þórðarson, fyrrum þjóðminjavörður, varð áttræður sl. miðvikudag. Matthías er einn 1 þeirra, sem með ónægju geta lit- ið yfir langan ævidag. Hann hef- ur verið sístarfandi, og ávöxtur- inn af starfinu er mikill og marg- breytilegur. Matthías er með af- kastamestu rithöfundum síns tíma, og hefur þó aldrei verið brugðið um að kasta höndum til þess, sem hann hefur gert. Út- gáfa hans á ritsmíðum Jónasar Hallgrímssonar er sígild og svo vönduð, að erfitt mun vera um að bæta. Markverðast af störfum Matthíasar er þó umhirða hans og uppbygging á Þjóðminjasafn- inu. Hann varð lengst af að vinna við erfiðar aðstæður á efsta lofti í Landsbókasafnshúsinu við Hvei'fisgötu. Þar og á skrifstofu sinni á neðri hæð hússins var Matthías öllum stundum, oft fram á nótt. Eitt sinn var hann spurður að því, hvort ekki setti stundum að honum beyg við að vera einn í myrkri í þessu stóra húsi innan um alla hina fornu muni. Matthías svaraði sam- stundis: „Hví skyldi maður vera hræddur heima hjá sér?“ Þetta svar lýsir vel umhyggju Matthí- asar fyrir þeim munum, er hon- um var trúað fyrir.' Það var ekki sízt vegna þeirrar umhyggju að vegur safnsins óx svo, að allir sameinuðust um að byggja nýtt Þjóðminjasafn, einmitt til minn- ingar um þann atburð, er ánægju legastur hefur orðið í sögu Is- lands á okkar öld, endurreisn lýð- veldisins 1944. Sa«a Akraness Á næðisstund, er gafst, renndi sá, sem þetta ritar, augunum skjótlega yfir nýútkomið fyrsta bmdi af sögu Akraness eftir Ólaf B. Björnsson. Þar er miklum fróð leik safnað um byggingu Akra- ness, ættir Akurnesinga og sögu útgerðar þar. Fyrir alla þá, er gaman hafa af slíkum fróðleik, og þá ekki sízt Akurnesinga sjálfa, er bókin hin eigulegasta. Þar má fá gleggri skil á ætt og uppruna ýmissa þeirra, er maður áður þekkti nokkuð til. Því ber þó ekki að neita, að stundum virð- ist meira hafa verið hugsað um það að draga efni að, en semja samfellda sögu. Má raunar segja hið sama um flestar þær byggða- sögur, er hér hafa verið gefnar út, enda er við búið, að svo fari oft í fyrsta skipti, þegar nýtt efni er kannað. Sumt af því, sem með er tekið og telja má, að strang- lega heyri efninu ekki til, er þó út af fyrir sig harla merkilegt, svo sem álit dýrtíðarnefndar í Reykjavík snemma árs 1918, þar sem gerðar eru tillögur um svip- aða ábyrgð á afurðaverði útvegs- ins og Alþingi fyrst tók löngu síðar eða 1946 og sumum þótti þá nokkuð fljótráðin. Meðal tillögu- mannanna um ábyrgðartökuna 1918 voru þó ekki meiri angur- gapar í fjármálum en Knud Zim- sen, borgarstjóri, Sveinn Björns- son, síðar forseti, Sighvatur Bjax'nason, bankastjóri, Jón Ól- afsson, síðar bankastjóri, og Har- aldur Böðvarsson, nú útgerðar- maður á Akranesi. Víst hlýtur þetta að rifja upp fyrir mönnum, hversu fá úrræði er í raun og veru um að velja, þegar svipaðan vanda ber að höndum, þótt með alllöngu millibili sé. Svipan, sem vofir yfir öllum Á ársafmæli frelsisstríðs Ung- verja, er eðlilegt, að menn rifji upp atburðina með því að líta í þær bækur, er um þá hafa verið ritaðar og fyrir hendi ex-u. Ein- mitt þessa dagana kom út í á- gætri íslenzkri þýðingu, gerðri af Tómasi Guðmundssyni skáldi, bókin „Þjóðbyltingin í Ungverja- landi“ eftir danska rithöfundinn og blaðamanninn Erik Rostböll. Atburðirnir, er bókin lýsir, eru svo hörmulegir, að engin skemmti rit verða um þá skrifuð. En bók Rostbölls er prýðilega rituð, og gefur glögga og lifándi hugmynd um þau ógnartíðindi, er þarna gerðust. Á þeim þurfa allir að kunna skil vegna þess, að þarna var ekki um einstæðan atburð að ræða, heldur afleiðing þeirrar hættu, sem öllum ógnar. Eins og Ungverji nolckur sagði við Rost- böll: „Gerðu frjálsum heimi grein fyrir því, sem oss gekk til að hefjast handa, segðu hon- um, að svipan, sem vér lifum undir, vofi einnig yfir honum og ykkur öllum.“ Það ætti enginn að láta und- an fallast að lesa þessa bók, og má þá gjarna minnast þess, að söfnun Rauðakross íslands til Ungverjalandshjálparinnar fær allan ágóða, sem af henni kann að verða. Fleiri Unjiverja- ^andsbækur Ýmsir telja, að áhrifamesta bókin, sem gefin hefur verið út um Ungverjalandsmálið sé sú, er Congress for Cultural Fi’eedom hefur látið taka saman á ensku og maður að nafni Lasky hefur annazt um ásamt hjálparmönn- um sínum, þ. á m. danska blaða- manninum Schleimann, er hér dvaldist í fyrra og síðan hefur nokkuð ritað um Islandsmál. Bók þessi er þannig samin, að birtar eru samtímafregnir um atburðina víðs vegar að. Eru það ekki ósvip uð vinnubrögð því, sem Gils Guð- mundsson, rithöfundur, hefur haft í öldinni okkar og fleiri sagnfræðiritum, er mjög vinsæl hafa orðið hér á landi. Því mið- ui er bók Lasky’s viðameiri en svo, að líklegt sé, að hún verði þýdd ó íslenzka tungu. Þeir, er þessi mál vilja kynna sér og ensku lesa, ættu að afla sér bók- arinnar. I erlendum ritdómi var sagt með réttu, að hún væri jafn- vel mun betri en skýrsla nefnd- ar Sameinuðu þjóðanna, og er þá langt til jafnað. Skýrsla þeirrar nefndar er hins vegar þess eðlis, að íslenzk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því, eins og áður hefur verið hreyft hér, að láta þýða hana á íslenzku, og gefa sem allra flestum færi á að kynna sér þær frásagnir, sem þar eru. Þær eru ekki aðeins lær- dómsríkar um atburðina í Ung- verjalandi, heldur og um starfs- aðferðir kommúnista og þeirra, er lært hafa af þeim vinnubrögð- in. — lVrit*m sogimnar Ekki þarf t. d. að fara til Ung- verjalands til að sjá dæmi þess, hvernig sumir valdamenn vilja láta umskrifa söguna eftir sín- um hentugleikum. Þetta kom glögglega í ljós hjá Eysteini Jóns ’ syni í ræðunni löngu, sem hann fékk ráðið að flutt yrði á þeim tíma, er sem flestir landsmenn gætu heyrt hann verða sér til minnkunar. Þá reyndi Eysteinn að túlka málin svo, að jafnvægi í efnahagsmálum hefði raskazt „upp úr 1953“, og gerði sem allra minnst úr þætti kommúnista en þeim mun meira úr að of mikil fjárfesting hefði orðið fyrir til- stuðlan Sjálfstæðismanna eftir 1953. Staðreyndin er sú, að verð- lag hélzt býsna stöðugt bæði 1953 og 1954 og fram á árið 1955, þangað til afleiðingar verkfalls- ins mikla fóru að segja til sín. A öllu þessu tímabili hækkaði vísitalan minna en hún hefur gert nú frá áramótum. Þetta veit Eysteinn Jónsson of- ur vel. Áður hafði hann sjálfur manna skelegglegast sýnt fram á höfuðsök kommúnista í þessum efnum, og vildi þá kenna „fjár- festingar-panikina", sem hann talaði um, því að Hannibal Valdi- marsson hefði með tilstuðlan kommúnista orðið forseti Alþýðu ■ sambandsins seint á árinu 1954. Þetta ásamt sjálfu verkfallinu, er Hannibai og kommúnistar hrintu af stað, taldi Eysteinn áð- ur hafa verið meginorsakir verð- þenslunnar, er varð 1955 og síð- an hefur ekki tekizt að stöðva. Um þetta fór Eysteinn áður oft mörgum og hörðum orðum. Nú brýtur hann blað í sögubók sinni og finnur allt aðrar skýringar á, til að dylja hlut sinna núver- andi samstarfsmahna sem allra mest. Slík sagnfræði þykir góð latína austan jórntjalds, en hér verkar hún aðeins á þann veg, að gera þann lítinn, er þá iðju stundar. Gera samstarfsmeimina sem minnsta Ekki er furða þótt þeir, er ger* sjálfa sig litla með þessum háetti, kappkosti að gera samstarfsmen* sína sem allra minnsta. Sú ec einmitt uppáhaldsaðferð Fram- sóknarmanna. Fyrir viku var hér minnst á gleði þeirra yfir óförum samstarfsmanna þeirra við stúd- entaráðskosningarnar. Ekki er síður lærdómsríkt að athuga um- mæli í bréfi Alþýðuflokksins í Reykjavík til meðlima sinna, dags. 25. sept. s.l. Þar segir, að Sósíall aflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og Þjóðvarnar- flokkurinn „leggi allt kapp á að gera Alþýðuflokkinn sem minnstan." I sjálfu sér er ekki svo mjög að undrast, þótt kommúnistar og Þjóðvarnarflokkurinn keppi að þessu. Þeir eru yfirlýstir and- stöðuflokkar Alþýðuflokksins. — Öðru máli gegnir um Framsókn- arflokkinn. Þessir tveir flokkar gerðu fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar einkar náið bandalag með sér, Hræðslubandalagið alræmda, og voru það nánari samtök en nokkrir aði'ir flokkar hafa áður gert í íslenzkum stjórnmálum. Þeir hafa síðan gætt fyllstu hlífð- ar í skrifum hvor um annan. Eftir stúdentaráðskosningarnar, sem voru vissulega ekki sérlega uppörvandi fyrir Alþýðuflokk- inn sjálfan, lýsti Alþýðublaðið t. d. barnslegri gleði yfir fram- gangi Framsóknarflokksins. En á meðan þessu fer fram í augsýn alþjóðar, er trúnaðurinn ekki meiri en svo, að Alþýðu- flokkurinn sendir meðlimum sín- um bréf, sem að vísu átti ekki að birtast, þar sem sagt er frá hinum sönnu vinnubrögðum Framsóknar og aðbúð hennar að bróðurflokknum. Þar er því ó- hikað lýst, að starf Framsókn- arflokksins miðist við það, að gera Alþýðuflokkinn „sem minnstan.“ Ákefð Þjóðviíjans Engin afsökun er þótt sagt sé, að þetta eigi aðeins við um Al- þýðuflokkinn í Reykjavík og áhrif hans í bæjarstjórn þar. Ef slík meðferð á honum heppnast hér, á hann sér vissulega lítillar viðreisnar von úti um land. — Þessi kappkostun um óvirðing og minnkun Alþýðuflokksins er og engan veginn takmörkuð við bæj- armálefni Reykjavíkur ein. Fram sókn hefur einmitt a ð undan- förnu lagt höfuðáherzlu á að kúga Alþýðuflokkinn undir á- hrif og yfirstjórn kommúnista í verkalýðshreyfingunni. Ey- steinn Jónsson, hinn fyrrverandi höfuðfjandi kommúnista, hefur öðrum fremur lagt sig fram í því kúgunarstarfi. Enn mun það þó ekki neinn árangur hafa bor- ið. Sumir segja, að forystumenn- irnir í fínu stöðunum séu tilbún- ir að láta undan, en ennþá standi á sjálfum verkalýðnum. Hann vilji fá að fara sínu fram. Mun ýmsum heldri mönnum í flokkn- um þykja slíkt mikil firn. Af skrifum Þjóðviljans er það bert, að hann vill ekki trúa því, að Alþýðuflokkurinn láti ekki undan, bæði um samstillingu til bæjarstjórnar og í verkalýðsfé- lögunum. Er það skiljanlegt, því að ekkert óttast kommúnistar nú meira en að þurfa að koma einir og óstuddir fram fyrir kjósend- ur. —• Yfirlýsing ilernharðs Ein af ástæðunum til þess, að Framsókn unir sér ver í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka er sú, að hann hefur ekki sömu tök á því við hann og aðra, að gera hann lítinn eða „sem minnstan" í samstarfi. Sjálf- stæðismenn láta ekki bjóða sér Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.