Morgunblaðið - 09.03.1958, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.03.1958, Qupperneq 11
Sunnudagur 9. marz 1958 MORCUNBLAÐIÐ 11 Þórsmerkurferð á þorraþrælnum ÞAÐ VAR á hádegi, að bílarnir renndu upp að benzíntanknum á bakkanum við Markarfljóts- brú. Hér skyldu geymar bílanna fylltir áður en lengra yrði hald- ið. Þetta voru tveir „trukkar", annar 10 manna en hinn 15 manna. Farþegar 18, bílstjórar 2. Ákvörðunarstaður: Þórsmörk. Og í dag Þorraþræll, laugardagur- inn 23. febrúar 1958. Eysteinn Einarsson vegavinnu- verkstjóri tekur vinsamlega á móti okkur og afgreiðir benzínið og lánar okkur tvo járnkarla og einn haka að auki til þess, að við getum brotið ísinn ef hann verði einhver á leiðinni. Hakinn er merktur V.R. og við segjum í gamni að hann sé merktur Ey- steini, það er: Vegamálastjóri Rangseinga. Síðan er lagt af stað. Við för- um framhjá Syðstu-Mörk, Mið- Mörk og í gegnum hlaðið á Stóru- Mörk, þá taka óbyggðir við. Það er sáralítill snjór á jörðu, en nokkuð frost mun hafa verið hér að undanförnu. Við hlið mér í bilnum situr alkunnur ferða- langur og farsæll fararstjóri hjá Ferðafélagi íslands, Eyjólfur Halldórsson. Hann hefur farið í þessa vetrarferð inná Þórsmörk árum saman. í fyrra, segir hann mér, var svo mikill snjór, að við urðum að skilja bílana eftir langt niður á aurum og ganga tveggja tíma gang og vaða snjóinn í hné. Það var ágætis ferð! Eyjólfur hef- ur í ýmsu lent bæði í Þórsmerk- urferðum og ferðum annarsstað- ar á landinu. Eitt sinn varð hann að ganga þriggja tíma gang nið- ur alla bakka, að Stóru-Mörk til þess að sækja hjálp vegna bíls- ins, sem hann var með og sat gikkfastur einhversstaðar langt inn á aurum, Og bílarnir klöngrast yfir Illa- gil, snjólaust að vísu, en ekki hótinu betra fyrir því. Þar heizt aldrei neinn vegur, því áin er alltaf að hlaupa og aurarnir eru afskaplega illir yfirferðar. Við verðum ekki fyrir neinum sérstökum erfiðleikum fyrr en við komum að Steinholtsá. Það er að vísu lítið í ánni, en bakk- arnir eru þá þeim mun verri, allháar ísskarir ekki sérlega á- rennilegar. Stærri bíllinn, sem Gísli Eiríksson, alkunnur öræfa- bílstjóri ekur, fer á undan út í. ísbrúnin brotnar undan öðru framhjólinu og bíllinn hallast hættulega mikið, vegur salt and- artak, en öllum til mikils léttis hættir hann við að fara á hlið- ina. Og nú voru teknar fjölmarg- Víða á leiðinni varð ferðafóikið að ganga yfir ísinn, þar sem liann var ekki talinn nægiiega traustur til þess að lialda full- fermdum bilunura. á bakkann. Síðan fer litli bíllinn sem Guðjón Jónsson keyrir, ung- ur piltur, en efnilegur langferða- bílstjóri. Hann ekur út í ána og allt gengur vel, en hann kemst ekki upp á hinn bakkann frem- ur en stærri bíllinn og því er hann líka dreginn upp á spilinu. Og þannig líður þessi yndis- legi dagur, heiðskýr og bjartur með stillu og frosti. Það er af og til númið staðar, þar sem þarf að kanna styrkleika íssins, eða mola úr ísskörunum til þess að auðvelda fyrir bílunum. Hvergi er um að ræða verulega tor- færu, en víða munar mjóu og á einu staðnum höldum við niður í okkur andanum, þegar bílarnir fara á hraðri ferð yfir ísbrú og skilja eftir sig göt í ísnum. Þar mátti ekki minnu muna. Þegar komið er á móts við Stakkholtsgjá er það ákveðið að fólkið gangi inn í gjána, en bíl- Tveir þjóðkunnir ferðalangar: Ingólfur Isólfsson (t. v.) og Þorsteinn Kjarval. — Þórólfsfell í baksýn. ar ljósmyndir. Járnkarlarnir hans Eysteins koma sér nú vel við það að brjóta ísinn og losa bílhjól- ið úr klemmunni. Innan tíðar er allt komið í lag, bíllinn laus og kominn út í miðja á. Hann renn- ir að hinum bakkanum og reynir að komast upp á bakkann þar. ísinn brotnar og það reynist ó- kleyft að koma bílnum upp á- brúnina. Eftir nokkra stund er stálvírinn úr spilinu framan á bilnum dreginn út og hann fest- ur við stein skammt framund- an. Spilið er sett í gang og á einu andartaki er bíllinn kominn upp arnir haldi áfram inn aurana og freisti þess, að komast sunnan megin alla leið inn í Langadal, þar sem sæluhús Ferðafélagsins, Skagfjörðsskáli, er. Þá var klukk an 5. Stakkholtsgjá er frábært nátt- úruundur, ógnardjúp og hrikaleg. Þverhniptir hamrar til beggja hliða og ekkert að sjá fyrir of- an nema blár himininn. Innst í gjánni eru grýlukertin stærri en ég hef áður séð þau, hanga þarna í klettabrúninni fjölmörg hlið við hlið eins og tennur ferlegri tröllagreiðu. Síðan förum við út úr gjánni (Ljósm. Har. Teits.) og göngum á eftir bílunum. Þeir eru komnir allnærri skálanum, svo sem 20 mínútna gang frá hon- um. Það óhapp hefur þó viljað til, að stærri bíllinn hefur festst út Brandur er kominn í þurr nær- föt og ofan í svefnpokann sinn. Ein af þremur stúlkum frá ljós- myndastofunni Azís, sem í för- inni voru, hafði lánað Brandi ullarnærföt, sem hún hafði með- ferðis aukalega, en Magnús Jó- hannesson, útvarpsvirki, sagði, að hún hefði farið úr þeim nær- fötum, sem hún var klædd í, svo ekkert hefði verið eftir „nema aumingja skinnið". En hvað sem það nú var, þá leið Brandi nú orðið vel eftir alla væt- una í Krossá! Á neðri hæðinni, í baðstofunni sátu menn og konur að snæð- ingi. Hinn aldni ferðalangur, Þorsteinn Kjarval, hafði með sér úrvals hákarl að vestfirskum sið, og átti ofurlitla glætu af brenni- víni til þess að renna hákarl- inum niður með. Magnús hafði komið til skálans með drápsklifjar af farangi'i. Hafði hann meðal annars tekið með sér frá bilnum allstóra tösku, sem ein stúlkan átti. Kom þá upp úr kafinu, að hún hafði vísvitandi skilið töskuna eftir þeg ar hún fór með fólkinu inn í skál- ann. Magnús hafði ekki vitað af þessu og rogast með töskuna alla leiðina. En í töskunni var m.a. nestisskammtur morgundagsins, snyrtilega merktur: „2. dags snæð ingur“ og annar pakki merktur: „Snarl á leiðinni". En mest var hlegið þegar það kom upp úr kaf- inu, að í töskunni voru tvö pör af mannbroddum. En á leiðinni hafði Magnús orðið að fara yfir flughála svellbunka og loks orð- ið að krafsa sig með höndum og fótum upp bratta og hála brekku. Hefðu broddarnir sannarlega komið sér vel fyrir hann þá. Nokkru eftir, að við erum Þarna er allur hópurinn (að undanteknum ljósmyndaranum). Myndin er tekin á Krossáraurum. í Krossá, lent í lausum botni og grafið undan -honum. Það lók okkur nokkurn tíma, að ná hon- um upp aftur. Það er mikið hróp- að og ferleg umbrot þegar þessi risaskeppna brýst um í vatninu og hinn bíllinn togar í. Þarna er enn einn þjóðkunnur ferðalangur, Guðbrandur Jör- undsson, eða öðru nafni Dala- Brandur. Hann stendur í mitti í vatninu vaðstígvélalaus og lætur ekki kvöldkulið á sig fá. Við hlið hans í vatninu, en í klofstigvél- um, er Jóhannes Kolbeinsson, ekki síður kunnur ferðalangur og einn traustasti fararstjóri Ferðafélagsins. Og þegar bíllinn er kominn upp úr vatninu, er það skemmti- legasti atburður ferðalagsins, að hann skyldi hafa farið ofan í ! __;___i___ Það er Ijós í Skagfjörðsskála og búið að kveikja upp í ofninum í baðstofunni og innan skamms sýður á katlinum. Það fer nota- leg tilfinning um mann að koma í þennan vistlega skála utan úr frostköldu náttmyrki-inu. Við hugsum víst flest ef ekki öll hlý- lega til þess ágæta félagsskapar, sem reist hefur þetta myndarlega hús. í fjörutíu ár hefur Ferða- félag íslands unnið gifturíkt brautryðjendastarf hér á landi og byggt sæluhús víðs vegar í óbyggðum landsins. komin í Skagfjörðsskála, kemur þangað alla leið í hlaðið jeppi, sem í eru þrír ungir menn. Er þar kominn Guðmundur Jónas- son frá Völlum og tveir vinir hans. Þeir gátu ekið alla leiðina þar sem jeppinn er svo mikið léttari en þeir bílar, sem við vorum í. Verða nú fagnaðarfund- ir, því flest af fólkinu þekkir þá félaga. Og nóttin settist að. Tungl, stjörnur og norðurljós lýstu upp harðfennið og svellið á aurunum og það glampaði á kollinn á Eyja- fjallajökli. Inni í skálanum hafði fólkið nú Jóliannes Kolbeinsson hefur verið fararstjóri hjá Ferðafé- lagi íslands um áratugi og er einhver traustasti maður, sem finnst til slíks jafn- framt því að vera liinn ágæt- asti ferðafélagi. lokið snæðingi og notaleg værð færðist yfir það. Umræðuefnið var aðeins eitt: ferðalög: Flest átti þetta fólk það sameiginlegt, að vera þaul- vant ferðafólk og ekki margir þeir staðir, sem eitthvað er varið í hér á landi, sem það hafði ekki séð einu sinni eða oftar. Og þau ósköp sem það þuldi af örnefn- um! „Azís-stúlkurnar“ höfðu m.a. farið tvívegis á Vatnajökul og þeytzt þar fram og aftur í snjó- bílum og þær höfðu frá að segja ævintýraríkum sögum af þeim ferðum. En auðvitað höfðu þær svo ferðast til allra helztu staða hérlendis að auki. Dr. Cassens viðskiptafulltrúi í þýzka sendiráðinu og Gísli bíl- stjóri höfðu verið samferða í sumarleyfisferð á sl. sumri austur á Hornafirði og víðar, og það féll vel á með þeim. Magnús segir m.a. frá einni af sinum erfiðustu ferðum, en þá var hann á vetrar- ferð frá Akureyri til Reykjavík- ur með Guðmundi Jónassyni. Og þannig líður kvöldið í bráð- skemmtilegum frásögnum af ferð um þessa fólks, sem eyðir flest- um sínum frídögum til ferðalaga um landið sitt. Klukkan rúmlega ellefu tekur Þorsteinn Kjarval heyrnartækið sitt úr sambandi og leggst tii svefns. Innan skamms er hann farinn að hrjóta. Skömmu síðar leggjast aðrir lúnir ferðalangar til svefns og upphefst þá mikill hrotusöngur. ★ Klukkan er 8 að morgni. Kjarval stendur fyrir framan kojuna sína alklæddur og gerir sina daglegu morgunleikfimL Hann raular sér til gamans í sí- fellu: „Hraungrýtið kalt“ undir laginu: „Ó, Jesú bróðir beztiM. Hann hefur á einhvern hátt orðið viðskila við aðra hosuna sína; tekur því upp úr töskunni sinni vettling með einum þumal og klæðir annan fótinn í hann og sker þumalinn af. Þegar hann hefur fengið sér nokkra sopa úr pelanum sínum gengur hann út og nokkru síðar er hann kominn Framh. á bls. 17 Jóhannes Kolbeinsson óð með allan farangurinn yfir Krossa. Skagfjörðsskáli í Langadal í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.