Morgunblaðið - 24.04.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.04.1958, Qupperneq 2
s MOnr.rvnr 4fílÐ Pimmtudagur 24. apríl 1958 Brezkir þingmenn rœða samstarf vestrœnna ríkja Tala í Háskólanum á morgun kl. 6 e h. BREZKU þingmennirnir John Rodgers og John Edwards, sem komu hingað til lands í gær, áttu fund við blaðamenn í brezka sendiráðinu i gærkvöldi. John Edwards sem er þingmað- ur Verkamannaflokksins kvaðst ekki hafa komið til íslands fyrr, en hins vegar væri hann kunn- ugur ýmsum íslendingum, bæði frá háskólaárunum í Leeds og frá fundum Evrópuráðsins, en hann ér einn af forustumönnum þess. Hann sagði, að þeir félagar væru hingað komnir til að kynnast landi og þjóð, og þá fyrst og fremst ýmsum leiðtogum á sviði stjórnmála og félagsmála. Fram- tíð Evrópu væri undir því kom- in, að þingmenn og aðrir for- ustumenn hinna ýmsu þjóða kynntust æ betur og lærðu að virða og íhuga sjónarmið hver annars. Þetta ætti ekki sízt við um minni ríki Evrópu, þar sem vandamál og viðhorf væru ekki kunn á alþjóðavettvangi. John Rodgers sem er þing- maður íhaldsfloksins kvaðst hafa komið til Islands nokkrum sinnum á leið til Ameríku, en aldrei haft hér viðdvöl. Sagðist hann hafa haft mikinn áhuga á Islandi, síðan Winston Churchill, sem er einn af kjósendum hans, sagði honum frá hverunum hér og hagnýtingu þeirra. Mér skild- ist að Churchill hefði átt ein- hvern þátt í þessu, sagði hann og brosti. Landhclgismal Þegar þingmennirnir voru spurðir um landhelgismál, kváð- ust þeir ekki geta látið uppi neina opinbera skoðun, en hins vegar væru þeir vissir um, að finna mætti friðsamlega lausn á deilumálum Breta og íslendinga. Hér verður að gera málamiðlun, sagði Edwards, og þið verðið að hafa hugfast, að hér er um lífsaf- komu fjölmargra brezkra fiski- manna að tefla. Fiskimiðin eru þeim ekki síður mikilvæg en ykkur, og lausnin fæst aðeins með því að báðir slái eitthvað af kröfum sínum og finni sam- komulagsgrundvöll. Löndunarbannið Þingmennirnir voru ennfrem- ur inntir eftir löndunarbanninu, og sögðu að það hefði ekki verið framkvæmt af opinberum aðil- um, heldur stéttarsamtökum tog- araeigenda. Hér var um að ræða hagsmunamái einnar stéttar. I þessu sambandi lögðu þeir áherzlu á, að ummæli ýmissa brezkra biaða væru einkaskoðan ir, sem alls ekki bæri að túlka sem skóðanir brezku þjóðarinn- ar eða leiðtoga hennar. Framfarir V-Evrópu Þingmennirnir ræddu einnig um samstarf ríkjanna í Vestur- Evrópu og bentu á, að þar hefðu orðið stórstígari efnahagsfram- farir en á nokkru öðru svæði í veröldinni. Um helmingur við- skipta íslendinga er við ríkin í Vestur-Evrópu, og það mundi verða þeim til mikilla hagsbóta, ef þessi viðskipti yrðu aukin. Þegar talið barst að forustu Bandaríkjanna í Atlantshafs- bandalaginu, kváðu þingmennirn ir það vera eðlilegt að Banda- ríkin hefðu forustu vegna að- stöðu sinnar á efnahags- og hern- aðarsviðinu, en hins vegar væri hér ekki um neina skilyrðislausa forustu að ræða. Evrópurikin hefðu sitt að segja í samstarfi Atlantshafsbar.dalagsins. Ed- wards lét svo ummælt, að kæmist Verkamannaflokkurinn til valda í Bretlandi, mundi hann ekki gera miklar breytingar á utan- ríkisstefnu Breta, en hann mundi þó krefjast þess, að lagt yrði blátt bann við kjarnorkutilraun' um. Þingmennirnir voru sammála um, að ekki hefði enn verið út- kljáð, hvort fá skyldi Vestur- Þjóðverjum kjarnavopn. Kosningarnar Um úrslitin í bæja- og sveita- stjórnarkosningunum í Bretlandi nýlega sagði Rodgers, að þau gæfu enga hugmynd um úrslitin í væntanlegum þingkosningum 1960. Gallup-rannsóknir á þessum vettvangi hefði jafnan reynzt rangar. Edwards var hins vegar vongóður um sigur Verkamanna- flokksins, en báðir voru þeir sam- mála um, að Frjálslyndi flokkur- inn hefði enga von um endur- reisn. Alsír Um Alsír-málið sagði Edwards, að það hefði komið Frökkum í mikinn vanda, og væri nú svo ástatt, að þeir gætu alls ekki leyst vandann sjálfir. Þess vegna væri mikilvægt að vinaríki þeirra kæmu þeim til aðstoðar og reyndu að finna leið út úr ó- göngunum. Hann sagði líka, að tekin yrði upp ný stefna í Kýp- ur-málinu, ef Verkamannaflokk- urinn kæmist til valda. Fyrirlestur annað kvöld Þingmennirnir ferðast um ná- grenni Reykjavíkur í dag í boði Alþingis, en heimsækja forseta fslands á morgiun. Annað kvöld kl. 6 tala þeir svo á vegum „Sam- taka um vestræna samvinnu“ í fyrstu kennsiustofu Háskóians. Þeir flytja fyrst stutt framsögu- erindi, en svara síðan spurning- um áheyrenda. Á dagskrá verða öll þau málefni sem snerta sam- vinnu Vestur-Evrópu, bæði póli- tísk, efnahagsleg og menningar- leg. Fyrirlesturinn er heimill öll- um, sem áhuga hafa á þessum málum. Þingmennirnir fara héð- an á laugardagsmorgun, ★ John Rodgers er fæddur árið 1906 og hefur verið þingmaður fyrir Sevenoake síðan 1950. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnað- arstörfum bæði á þingi og utan þess. Var hann m.a. einkaritari sir David Eccles á þingi, þegar sir David var orkumálaráðherra og síðar menntamálaráðherra. John Rodgers t. v. og John Edwards á blaðamannafund- inum í gær. son Co. Ltd. Þá var hann og skip- aður forstjóri brezku markaðs- rannsóknastofnunarinnar. I stríð inu vann hann fyrir utanríkis- ráðuneytið og gegndi ýmsum öðr um trúnaðarstörfum. Eftir stríð- ið var hann í ýmsum opinberum sendinefndum Breta, m.a. til Portúgals, á ráðstefnu Banda- ríkja Evrópu og félagsmálaráð- stefnunni í Róm 1950, á alþjóð- legu þingmannaráðstefnunni í Washington 1953 og á alþjóðaráð stefnunni um sameiginlegan markað og „Euratom' sem hald- in var í París 1957. Hann sat lengi í ráðgjafanefnd brezka útvarps- ins og hefur um skeið verið í stjórn Britih Council. Hann er útgáfustjóri tímaritsins „History To-Day“ og hefur skrifað fjölda bóka um efnahagsmál og sveita- líf. Eru margar bækur hans víð- lesnar í Bretlandi. Lewis John Edwards er fædd- ur árið 1904, var þingmaður fyrir Blackburn á árunum 1945—50, en hefur verið þingmaður fyrir Brighouse og Spenboraugh siðan 1950. Hann sat í borgarstjórn Leeds á árunum 1933—36 og starf aði um skeið við háskóla borgar- innar. Hann var einkaritari sir Staffords Cripps á þingi, þegar sir Stafford var viðskiptamála- ráðherra á árunum 1945—47. ins 1950—51. L. John Edwards stjórnaði efnahagsnefndinni, sem fór til Argentínu 1951, hann var í þingmannanefndinni sem heim- sótti Japan og Thaíland 1954 og var fulltrúi á þingum Evrópuráðs ins. Hann hefur látið kirkjulega semi mjög til sín taka og á m.a. sæti í félagsmálanefnd brezka kirkjuráðsins. Drepsóltir í A- Pakistan og Ind- landi 10 þús. manns hafa látizt í Pakistan DACCA, 23. apríl. — Gert er ráð fyrir, að yfir 10 þús. manns hafi undanfarnar 3 vikur dáið úr kóleru og bólusótt í Austur-Paki- stan. Á svæði þessu hafa plág- urnar herjað miskunnarlaust um nokkurt skeið, en erfitt er að segja nákvæmlega um tölur lát- inna, því að þær liggja ekki fyrir. Stjórn Indlands hefur gert ymsar ráðstafanir til þess að drepsóttirnar breiðist ekki út í Indlandi. Þó hafa borizt fregnir um, að kólerudrepsótt herji nú í Kalkútta og er óttazt, að hún breiðist út um Bengal. Læknar segja, að ólíklegt sé, að úr pest- inni dragi meðan þurrkar eru. Skáfamót á Gilsbakka AKRANESI, 23. apríl. — Skáta- félög Akraness og Borgarness halda skátamót á Gilsbakka í Hvítárstíðu 2.—6. júlí í sumar. Búizt er við mikilli þátttöku. Verður mót þetta um þrem vik- um síðar, en fyrirhugað skáta- mót Skátafélags Reykjavíkur, er halda á í Hallmundarhrauni 13. —16. júní í sumar. — Oddur. Jón Nordal á hljómleik- um í Þýzkalandi MIÐVIKUDAGINN 26. febrúar hljóðfæri og strengjasveit eftir s.l. kom Jón Nordal tónskáld I Willy Burkhard og píanókonsert fram á hljómleikum ríkishljóm- Nordals. John Rodgers var um skeið fyrir Síðar var hann ritari heilbrigðis- lesari við háskólann í Hull. Síð- ar gaf hann sig við fésýslu og varð forstjóri J. Walter Thomp- málaráðuneytisins á þingi 1947- 49, viðskiptamálaráðuneytisins 1949—50, og fjármálaráðuneytis- * KVIKMYNDIR e Egyptinn — stórmynd i Nýja bíói ÞESSI ameríska kvikmynd frá Fox-félaginu, sem tekin er í lit- um og Cinemascope er gerð eftir samnefndri skáldsögu Mika Walt ari, en sú bók hefir komið út í íslenzkri þýðingu. Myndin gerist í Egyptalandi á 13. öld fyrir Kristsburð og fjallar um ungan mann, stm lært hefir Íæknavís- indi og gerist víðfrægur læknir. Hann lýkur þó hinni viðburða- ríku ævi sinni sem gamall og ör- snauður fangi og segir hann sjálf ur sögu sína frá því er hann, ný- fæddur sveinn, er borinn út og finnst eins og Moses forðum í sef- inu við bakka Nílar. Elzt hann upp hjá fósturforeldrum og lærir læknislist hjá fósturföður sínum og einnig í læknaskóia, sem nefn ist „Hús lífsins“. Gerast nú marg ir atburðir, sem hér verða ekki raktir, en móðir Faraósins játar fyrir dóttir sinni, að þessi ungi læknir sé sonur Faraósins, manns hennar, en hún hafi borið hann út til þess að sonur hennar og Faraósins verði réttborinn til rík- is á siuum truia. Hér er ekki rúm til þess að rekja efni myndarinnar nánar enda sjón sögu ríkari. Hins vegar skal þess getið að myndin er stórbrotin að efni og allri gerð og myndatakan frábær. Er undra- vert, hve glæsilegar eru allar „senur“ myndarinnar, bæði bygg ingarlistin, sem blasir hvarvetna við augum, svo og húsbúnaður allur og klæðnaður kana og tók hann vig Columbiaháskóla kvenna 1 holl Faraos. En ahrifa- mestur er þó hinn heilbrigði og göfugi boðskapur myndarinnar, sem vissulega á erindi til allra á þeim örlagatímum, sem við nú lifum á. Það hefir oft verið deilt á kvikmyndahúsin fyrir það að þau sýndu yfirleitt lélegar myndir, en hér er vissulega um frábæra mynd að ræða og þess því að vænta að bíógestir sýni að þeir kunni að meta góðar myndir, þeg ar þeim gefst kostur á að sjá þær. Með aðalhlutverk myndarinn- ar fara mikilhæfir og þekktir leikarar enda hlútverkin prýði- lega af hendi leyst. — Ego. sveitarinnar í Dresden og lék píanókonsert sinn undir stjórn Wilhelms Schleunings. Á hljómleikunum voru ein- göngu leikin samtímaverk, sept- ett fyrir blásturshljóðfæri og píanó eftir Johannes Paul Thil- man og annað verk eftir sama tónskáld, lítill konsert fyrir klari nettu og hljómsveit eftir Joseph Lederer, tokkata fyrir 4 blásturs- Fyrsti styrkur úr málvísindasjóði H.K.L. AMERICAN - Scandinavian Foundation í New Yorkborg hef- ur tilkynnt, að Michael Krauss frá Ohio hafi verið veitt fyrstu verðlaunin úr sjóði þeim, sem Halldór Kiljan Laxness stofnaði til styrktar þeim, sem leggja stund á málvísindi við Haskóla Islands. Sóðinn stofnaði Halldór Kiljan, er hann var á ferð í Bandaríkj- unum fyrir nokkrum mánuðum Þessi fyrsti verðlaunahafi hef- ur valið sér athyglisverða og ó- venjulega námsgrein, þ. e. íslenzk tunga og keltnesk áhrif. Hann lauk B.A. prófi frá Chicagohá- skóla árið 1953, og meistarapróf _____________________ í New York árið 1955. Ári síðar hlaut hann Certificat d’études superieures frá Faculté des Lettres en Sorbonne við Paris- arháskóla. 1956—57 stundaði Krauss nám við Dublin Institute of Advanced Studies, og nú er hann að búa sig undir að Ijúka doktorsprófi í heimspeki við Harvardháskóla í Bandaríkjun- um. Meðal þeirra tungumála, sem hann kann, eru norska, danska, sænska, íslenzka og kelt- neska eins og hún er töluð og rit- uð í hinni írsku mynd. Krauss er einnig vel að sér í frönsku, þýzku og ítölsku og getur lesið latinu, grísku og spænsku. Ráðuneytinu hafa borizt blaða- úrklippur með umsögnum um hljómleikana. Er þess getið þar, að konsert Nordals hafi fyrir skemmstu verið leikinn í fyrsta sinn af tónskáldinu í Reykjavík undir stjórn Schleunings og jafn framt að tónskáldið íslenzka hafi stundað nám hjá Willy Burk hard. Er lokið miklu lofsorði á tónverkið og flutnings þess og sagt að höfundi, hljómsveitar- um og að áheyrendur hafi verið fagnað innilega að flutningi lokn um og að áheyrendur hafi verið eins margir og salurinn frekast rúmaði. Flestir gagnrýnenda harma það, að þeim hafi lítið tækifæri geíizt til að hlýða á íslenzka hljómlist og verði því ekki um það dæmt hvort tónverkið sé með skýrum þjóðlegum blæ. En þeir eru sammála um, að hér sé um vandað, athyglisvert og áheyrilegt nútimatónverk að að ræða. I söngskránni er prentuð skýr og ýtarleg greinargerð um ís- lenzka hljómlist að fornu og nýju, byggð á ritgerð í MGG al. fræðabókinni eftir dr. Hallgrím Helgason. (Frá menntamálaráðunteytinu). rra Alþingi ÞINGFundIR verða ekki í dag, en fundir hafa verið boðaðir á morgun kl. 1.30. Á deildafund- um eru þessi mál á dagskrá: I efri deild: Húsnæðismál. Sala jarða. Matreiðslumenn á skipum. Eignarnám á Hvammstanga. I neðri deild: Almanaksútgáfa. Samvinnufélög. Hlutatrygginga- sjóður. Kostnaður við ríkisrekst- urinn. Sauðfjárbaðanir. Dýra- læknar. Eyðsla hjá ríkinu. Fræðsla barna. Skólakostnaður. Útflutningur hrossa. AKRANESI, 23. apríl. — Hingað kom togarinn Akurey í morgun með 208 lestir af þorski eftir sjö daga útivist. Mestan hluta aflans fékk togarinn í flotvörpu. —O.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.