Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 11
Fimmtuclagur 24. apríl 1958 MORCViynT. 4Ð1Ð 11 í pakkhúsi Popps átti leiklistin á Sauðárkróki sinn fyrsta griðastað HINN 13. apríl s. 1. var merkis- dagur í félags- og skemmtanalífi Sauðárkróks. Þá voru liðin 70 ár frá því að stofnað var Leikfélag Sauðárkróks (hið eldra). Það mun vera nær því óhætt að full- yrða að þetta félag sé hið elzta hér á landi, sinnar tegundar, sem setur sér fullkomin lög og regl- ur. Áður hafði í rauninni starf- að annað leikfélag hér á Krókn- um, en ófullkomnara, þar sem ekki er vitað til að það hafi haft starfsreglur eða skráða meðlimi. Það félag nefndist „Comediu“- kemst smátt og smátt í það horf ] sem nú er á svonéfndri Sæluviku Skagfhrðinga. Leikstarfsemin er því undirstaða þessa sérstæða fyrirbæris, þar sem heilt hérað lyftir sér upp úr drunga vetrar- ins, skemmtir sér og hýtur lífs- ins í vikutíma. „Árið ' 1888, 13. ap|íl, '\yag á Sauðárkróki haldiiln funtfi2í‘ til þess að ræða um stofnun leik- félags og ýmislegt er að sjón- leikum lýtur. Fundarstjóri var V. Claessen og skrifari Jónas Jónsson. Um veturinn hafði ver- ' kosningu: Valgarð Claessen kaup maður, 11 atkv., Ludvig Popp kaupmaður 11 atkv. og Sigvaldi Blöndal bókhaldari 8 atkv. 'jý Tii, v endyrskoðunar ireikninga 'fplagsips yvsu kosnir-verzlunar,- Jpienmrnií'i I^étur , Bjarnason og Jónas; Jónsson. Vcff síð,an ákveðj- ;íð að eignum féjagsins skyldi komið í brunabótaábyrgð fyrir 500 krónur. Samkvæmt reikningum, sem fram voru lagðir átti félagið í sjóði kr. 19,46, sem stóð inni hjá kaupmanni L. Popp og var sam- Þessi gamla, skemmtilega mynd er af leiknrum á Sauðárkróki á árunum kringum 1920, sem leuu „Æfintýrið í Rosenborgargarðinum“. Á myndumi eru talið frá vinstri, aftari röð: Valgarð Biön- dal, Pétur Hannesson, Guðrún Þorsteinsdóttir og Eysteinn Bjarnason. Fremri röð: Sigríður Sig- tryggsdóttir og Margrét Pétursdóttir. félagið og sýndi leikina „Narfa“ og „Útilegumennina". Ég sneri mér af þessu tilefni til tveggja manna hér á staðn- um, sem sérstaklega hafa kynnt sér þessa starfsemi, þeirra séra Helga Konráðssonar og Valgarðs Blöndal, en báðir hafa þeir ritað greinar um þetta efni, séra Helgi í Leikhúsmál 4.—5. ár.gangs og Valgarð í Morgunblaðið er 60 ár voru liðin frá stofnun félagsins. Mér gafst einnig kostur að blaða í elztu fundargerðum þessa félags, sem enn eru til og segja glöggt sögu þess fyrstu árin. Ekki er þess kostur í stuttri blaðagrein að kryfja þetta mál til mergjar eða gera því viðhlít- andi skil svo fræðileg ritgerð megi teljast. Hins vegar má bregða upp svipmynd af leik- starfsemi í litlu sjávarþorpi og rekja hana lítillega fram á síð- ustu ár. Leikstarfsemin var hafin fyrir forgöngu danskra kaupmanna hér á staðnum. Skemmtanalíf hefur að sjálfsögðu verið einkar fábreytt og félagslíf ekkert. Út- lendingarnir hafa verið vanir meiri fjölbreytni á þessu sviði. Einnig voru mörg óleyst verk- efni á svo til nýstofnuðum verzl- unarstað, sem taldi innan við 150 manns og heíur kirkjubygging verið eitt þeirra. Leikstarfsemi hefur þótt leið til fjáröflunar, enda er tekjum félagsins varið til "kirkjunnar fyrstu árin og síð- ar til byggingar barnaskóla og groorarstöðvar í þorpinu. Grund- völlurinn að félagsstofnun sem þessari er því tvíþættur, bæði skemmtun fyrir félaga og áhorf- endur og þörfin fyrir að koma guðum málum áleiðis. Síðar verð- ur leikstarfsemin einn snarasti þátturinn í félagslííi ýmissa ann- arra félaga og lyftistöng þeirra, Þannig þróast þetta með árun- um og gróskutímabil leikstarf- seminnar verður þann tíma er sýslufundurinn er haldinn og ið leikinn fyrsti sjonleikurinn „Narfi“ (eftir Sigurð Pétursson) og síðan „Útilegumennirnir" (síðar Skugga-Sveinn) eftir Matthías Jochumson. Og var nú lagður fram reikningur yfir tekjur og útgjöld við leikina um veturinn, og einnig listi yfir muni félagsins svo sem tjöld, búninga o. fl. Formaður fundarins, V. Claes- sen las þó fyrst upp frumvarp til laga fyrir Leikfélag Sauðárkróks og var það rætt grein fyrir grein og eftir nokkrar umræður sam- þykkt í einu hljóði. Gengu þá allir sem á fundi voru í félagið og rituðu nöfn sín undir lög þess. Siðan var samkvæmt lögum félagsins kosin þriggja manna stjórn fyrir félagið og hlutu þykkt að láta það bíða þar til næsta vetrar. Fleira kom ekki til umræðu og var svo fundi slitið. Sauðárkróki, 13. apríl 1888 V. Clsessen, Jónas Jónasson". Þannig er fyrsta fundargerð Leikfélags Sauðárkróks og gefur hún einkar glögga hugmynd um upphaf leiklistarinnar hér á staðnum. í hinni 70 ára gömlu fundar- gerðarbók er einnig listinn sem um getur í fundargerðinni. Hljóð- ar hann svo orðrétt: „Listi yfir ýmsa muni tilheyr- andi „Comediu“-félaginu á Sauðárkróki: 22 borð 4% ál. 7 bekkir, 35 bekkfætur, 2 borð 7 ál. 1 borð- ræma 7 ál. 1 borð (sem haft var (Jr „Lénharði fógeta' um 1940: Eyþór Stefánsson og Jóhanna Rlniwlol yfir Colussiene). Borð og stromp- ur yfir lömpum. 1 borð 7 ál, 1 stigi. 4 bakteppi. Kögur .framan á forteppið; ltf|.bláá‘Souíiífér. 12 Coulissor. L Skilt. Jt varða. l?tjald. 1 hjálmúý;. 1 raú8' kjipa. | þri- kantaðuríliáttúr. 1 vófubúftingur (hjúpur óg heita);1;2 þúkabúning- ar. 1 hrossleggur. i kassP’úndir hempur. 1 stutt tréyja svört (úr shirting) 2 Do. 2nar stuttbuxur. 2 reiðkápur brúnar. 1 Do. grá. 4 skotthúfur. 1 sv. lambskinns- húfa. 1 hv. Do. 1 hattur. lnir vettlingar (stykkjóttir) 3nir sokk ar hv. lnir Do. bláir. 3 belti. 3 forklæði. 1 kventreyja. 1 pils. 1 upphlutur (hárauður) 2nir ís- lenzkir skór. 2 Parykker. 8 skegg. 1 spegill. 1 pískur. 1 reiptagl (skorið sundur) 2 korðar. 4 hníf- ar. 1 hrosslegg. 1 kassi undir ofanskráð". Listi þessi segir einnig sína sögu. Þar eru auðþekktir þeir munir, sem notaðir hafa verið í „Útilegumennina“. Margt fleira mætti segja um upphaf leiklistar á Sauðárkróki en ég mun láta nægja að vitna til greinar er séra Helgi Konráðs- son ritaði um þetta efni í Dag- skrá Sæluvikunnar 1958. Þar seg- ir svo m. a.: „Félagið samdi allströng lög í 20 greinum. Þar er tekið fram, að tilgangur félagsins sé „gagn og skemmtun, að ágóðanum, sem verði af leiksýningum, skuli var- ið.til einhvers fyrirtækis, er geti orðið Sauðárkróki til góðs“. Fé- lagar misstu atkvæðisrétt sinn á fundum, ef að þeir tóku þóknun fyrir störf sín. Hljóðar 10. gr. laganna þannig: „Meðan á æfingu stendur eða leikið er, má ekkert „mas“ eiga sér stað bak við kúlissurnar eða á lofti uppi og enginn óviðkomandi vera þar staddur“. Slík ákvæði segja sína sögu. Sömuleiðis það ákvæði, er síðar var tekið í lög, að sekta leikara um 10 krónur, ef hann sveikst um að leika þá „rullu", sem hann hafði tekið að sér. Þá hefur sýnilega verið farið að dofna yfir félaginu. Gjörðabók gamla leikfélagsins er enn til, og má margt af henni læra. Oftast var leikið í pakkhúsi Poppsverzlunarinnar. Getum við auðveldlega ráðið í, hvernig „leikhúsið" var sett upp. Fyrst er rýmt til í pakkhúsinu. Vöru- sekkir eru fluttir til og þeim raðað upp í öðrum enda hússins. í hinn endann er senan sett, en þar í milli eru áhorfendabekkirn- ir. Efnið í hvort tveggja er tek- Framh. á bls. 17. Eí heppnin er með, getið þér hreppt íctrseðla til útlanda í happdrættisláni Flugfélagsins. Happdrættisskuldabréfin kosta aðeins 100 lil’ftlUi' sem endurgreiðast eftir 6 ár með vöxtum og vaxtavöxtum auk þess sem þér eigið vinningsvon allan tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.