Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBL4Ð1Ð Fimmtudagur 24. apríl 1958 CTtg.: H.f. Arvakur, ReykjavBc. Framkvæindastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Augiýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands. t lausasölu kr. 1.50 eintakið. „ÞAÐ ER ENGIN ÞÖRF AÐ KVARTA, ÞEGAR BLESSUÐ SÓLIN SKÍN'' VETURINN hefur kvatt og sumardagurinn fyrsti er genginn í garð. Þessi dag- ur er á hverju ári fagnaðardag- ur ungum sem gömlum, hann er tákn nýs gróanda, hann boðar langa daga en stuttar nætur. Fyrr gekk með þessum degi í garð það sem talið var bjarg- ræðistími landsfólksins eða „há- bjargræðistíminn“, eins og það var nefnt. Nú er að vísu bjarg- ræðistími allan ársins hring, miklu fremur en áður var, en samt er sumarið ætíð tími mikilla athafna til lands og sjávar og í landbúnaðinum er sumarið enn hinn sami bjargræðistími og fyrr- um var. ★ Menn kvíða ekki komu sjálfs vetrarins eins og áður. ivieð komu vetrarins læsti sig þá kvíði og uggur um sálir íslendinga. Þá var allra veðra von og enn er það raunar svo, en mótstöðuafl- ið gegn þvi, sem veðrin kunnu að færa að höndum var svo miklu minna en nú, og þær kyn- slóðir, sem vaxið hafa upp á íslandi á síðari áratugum, geta naumlega gert sér þess grein, hve munurinn er stórkostlegur. Öryggisleysið, sem þjóðin bjó við forðum, gegn mætti vetrar- ins, var fólkinu kvíða-efni við komu hvers einasta vetrar. En nú hefur tæknin fært landsfólk- inu nýjar varnir gegn ríki vetr- arins. Þar sem fyrrum var dimmt eða aðeíns smátýrur, sem báru litla birtu, eru nú skær ljós. Og þar sem fyrrum var kalt, af því öll tæki skorti tn upphitun- ar, er nú næg hlýja. Foikið býr við betri húsakynni en menn dreymdi um áður og viðurvær- ið er mörgum sinnum betra. Vet- urinn er þess vegna orðinn svo miklu léttbærari en forðum var. Nú þarf ekki lengur að óttast mikinn felli manna og dýra af völdum óblíðr'ar náttmu. Þjóðin getur horft nokkurn veginn örugg á móti hverjum komcndi vetri. En þrátt fyrir þetta er farg hins langa vetrar enn þu..„i, og enn fagnar þjóðin sumri ao sömu ein- lægni og fyrr. Ef tii viil gætir feginleikans við sumarkomuna minna í bæjum en sveitum. Á landsbyggðinni verða menn líka meira varir við árstíðaskiptin, en í bæ og borg. Á landsbyggðinni standa menn móður náttúru nær. En samt fagna bæjarbúar komu lóunnar og annarra sumargesta og telja með góðum tíðindum, þegar þess verður vart, að fyrstu söngfuglarnir eru komnir. ★ Enn hvílir klaki og snjór yfir mestum hluta íslanas. Þeir sem nú ferðast í lofti yfir landið sjá að það er enn snævi hulið. En leysingin er þó hafin. Klaka- böndin taka að bresta. Veturinn hefur verið misjafn eins og hér vill oftast verða. Á stórum svæð- um hefur verið allmikill snjór, sums staðar hefur borið á veru- legum samgönguerfiðleikum, en þrátt fyrir þetta hafa engin vand- ræði orðið, svo teljandi sé, þegar á heildina er litið. Ef til vill hefði sá vetur, sem nú hefur kvatt orðið til mikilla vand ræða fyrr á tímum, en svo stór- lega er aðstaða þjóðarinnar breytt, að það sem áður hefði orðið til vandræða er nú orðið léttbært og stundar-óþægindi af völdum náttúruaflanna gleymast, þegar sumarið er komið. En þótt þessi miklu umskipti hafi orðið í afstöðu þjóðarinnar til vetrarins, þá hefur hún sin kvíðaefni, en nú stafa þau miklu fremur frá mönnunum sjálfum en náttúrunni í kringum þá. Okkar vestu víti eru nú orðin sjálfskaparvítin. Við búum við illt stjórnarfar, en á því eigum við sjálfir sök. Margir kvíða komandi tíma af þessum sökum, og einnig nú hinu komandi sumri, sem menn búast við að færi þeim nýjar búsifjar, nýja örðugleika og vandræði, sem rekja má til spilltra stjórnar- hátta. Ef til vill skyggir þetta á sumargleðina, á mörgum heimil- um, en alltaf er þó íslenzkt sum- ar hið sama og menn gleðjast yfir birtunni og græna litnum, sem bráðum breiðist yfir allt. ★ Skáld þjóðarinnar hafa frá elztu tíð vegsamað sumarkom- una og vorið og talað þar fyrir munn allrar þjóðarinnar. Eitt af beztu skáldum Islendinga á þess- ari öld, Stefán frá Hvítadal, sem einnig var bóndi, kvaddi sér hljóðs á skáldaþingi íslendinga með kvæði um vorsólina, sem stendur fremst í fyrstu bók hans. Þar segir hann svo: Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. í vetur gat ég sagt með sanni: Svart er yfir þessu ranni. Sérhvert gleðibros í banni, blasir næturauðnin við. Drottinn, þá er döprum manni dýrsta gjöfin sólskinið! Nú er hafinn annar óður. Angar lífsins Berurjóður. Innra hjá mér æskugróður. Óði mínum létt um spor. Ég þakka af hjarta, guð minn góður, gjafir þínar, sól og vor. Enn geta fslendingar tekið und ir með þessu skáldi, sem hóf mál sitt með að fagna sumrinu og þakka fyrir sól og vor, dýr- ustu gjöfina, sólskinið, og benti þjóð sinni á að það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. ★ Enn takast menn í hendur á þessum degi, og bjóða hver öðr- um gleðilegt sumar. í dag er dag- ur barnanna, þau taka sér fána í hönd og ganga í glöðum fylking- um um strætin. Þau taka sumar- gleðina að arfi frá hinum eldri á sama hátt og hver kynslóð hef- ur tekið þessa gleði af arfi frá þeim sem á undan gengu. Þannig mun þetta verða um allar aldir á fslandi, ókomnar kynslóðir munu fagna sumri eins og við, fagna hækkandi sól og gleðjast yfir nýjum tima bjargræðis og athafna, sem gengur í garð með hinu nýja sumri. UTAN UR HEIMI Vor var í lofti í Hamborg í sl. viku, er íbúar borgarinnar fjöl- menntu í Hagenbeck-dýragarðinn. Yngsti íbúinn í dýragarðin- um vakti mesta athygli meðal gestanna. Var það lítill gíraffi, Heinrich að nafni, er leit ljós þessa heims í fyrsta sinn fyrir þremur vikum. Hann var óstyrkur á fótunum og kaus heldur að láta móður sína gæla við sig en hneigja sig fyrir áhorfendum. Þriðja keis- araynjan Mikið er ennþá um það rætt, hver verði næsta keisaraynja i íran. Nú er því einna helzt spáð, að Maniinghe Asan Sangeneh taki við af Sorayu og verði þriðja kona íranskeisara. Asan Sangen eh er aðeins 18 ára að aldri, en þykir vera mjög fögur. Hún er komin af gamalli og gróinni að- alsætt í íran, en stundar nú nám við listskóla í Rómaborg. Keisar- inn og hún hittust í Ob Ali, sem er í grennd við Teheran. Til Ob Ali fer heldra fólkið til að leggja stund á vetraríþróttir. Er Asan Sangeneh var spurð að því, hvort hún væri ástfangin af keis- aranum, svaraði hún brosandi: „Sérhver írönsk stúlka er ást- fangin af þjóðhöfðingja sínum“. Fyrir Asan Sangeneh gildir einnig það miskunnarlausa lög- mál, að hún verður að fæða manni sínum son, er verði ríkis- erfingi. — Skyldi þessari ungu og fallegu stúlku ekki ógna að verða ef til vill að búa við þann ótta og þá óvissu, er fyrirrenn- ari hennar, Soraya, varð að sætta sig við í sjö ár. * Sagt er, að betri borgarar í Lundúnum séu mjög hneykslað- ir á framferði markgreifans af Milford Haven, en markgreifinn er náfrændi Englandsdrottning- ar. Hefir hann undanfar- ið mjög oft sézt í fylgd með leik- konunni Evu Bartók, og hann neitar heldur ekki þeim orðrómi, að þau hyggist ganga í hjóna- band. Eva Bartók eignaðist ný- lega telpu, en spyrji frettaritarar markgreifann, hvort barn Evu muni bera nafn hans, fá þeir eng- in svör. Hann lætur sem hann hafi ekki hugmynd um, að Díana Gracia sé til. Flestir telja samt, að Díana Gracia sé markgreifa- dóttir. Markgreifinn skildi ný- lega við konu sína. Viljasterk stúlka Margrét prinsessa sat nýlega fyrir hjá ljósmyndara til að láta taka af sér nýja mynd. Var þetta gert í tilefni af för hennar til Vestur-Indía, en þar setti hún fyrsta þing eyjaskeggja, og verða Vestur-Indíur upp frá því sambandsríki í Brezka heimsveld inu. En hvað tekur hún sér fyrir hendur, er hún kemur aftur heim? Því er fleygt í Lundúnum, að hún muni ætla sér að hitta Townsend aftur innan skamms. Nánir vinir konungsfjölskyld- unnar hafa látið þau orð falla, að ekki sé vogandi að spá neinu um framtíð Margrétar. Og ekki má gleyma pvl, að Margrét er vilja- sterk stúlka, sem er vön því að fá það, sem hugur hennar girn- ist. Myndin er tekin í Clarance I House, þar sem Margrét býr með I móður sinní. Sagt er, að drottn- ingarmóðirin sé 1 hjarta s!mi hlynnt því, að Margrét fái að giftast Pétri Townsend. Kjarnorkulilraun LONDON 22. apríl. — Macmillan forsætisráðh. Breta, skýrði svo frá í dag, að Bretar mundu bráð- lega sprengja kjarnorkusprengju á Kyrrahafi. Kvað hann tilraun. um, sem hafnar voru í fyrra, enn ekki lokið — og næsta sprenging yrði gerð á næstunni. Hann neit aði að skýra frá því hvenær til— raunin færi fram, en hún mun fara fram á Jólaeyjum. Þá gaf hann þær upplýsingar, að banda rískar sprengjuþotur væru ekki með vetnisprengjur innanborðs á æfingaflugi fyrir Englandi. Óskhyggja! TORONTO, 22. apríl. — „Toronto Star“ skýrir svo frá, að Kanada- menn muni senda gervihnött út í geiminn á þessu ári — og muni fá bandaríska eldflaug að láni til þess. Segir blaðið að hnöttur- inn verði úr plasti, 15 sm, að þvermáli — og muni vega eitt kg. Diefenbaker hefur borið sög- una til baka — svo og yfirmaður tilraunadeildar hersins. Rainier röggsamur MONACO 22. apríl. — Rainier vísaði í dag Sir Bernhard Toker og konu hans, sem eru með auðugustu þegnum Bretaveldis, úr furstadæminu vegna þess að þau voru fundin sek um að óvirða fána þess og æðstu stjórn. Fór frúin háðulegum orðum um furstadæmið og reif fána þess í viðurvist fjölda manns vegna þess að syni þeirra hjóna hafði ekki verið boðið til skírnar- veizlunnar hjá Rainier og Grace. Brezku hjónin eiga naikinn bú- garð í Monaco, en hafa löngum átt í brösum við yfirstjórn furstadæmisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.