Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Norð-austan kaldi og léttskýjað. JlliwgtttiMftfrifr 93 tbl. — Fimmtudagur 24. apríl 1958 Framhaldssagan Vorþeyr, eftir Lagerlöf. Stjórn Þjóðvina- félagsins kosin EINS og kunnugt er skipa alþing- ismenn aðalfund Þjóðvinafélags- ins. Stjórnarkjör fór fram á þing- mannafundi í gær og hlutu þess- ir kosningu: Forseti Þorkell Jó- hannesson, háskólarektor; vara- forseti Trausti Einarsson, próf- essor, og meðstjórnendur Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag.; Hall- dór K. Laxness, rithöfundur og Matthías Jóhannessen, blaðamað- ur. — Síðasti forseti Þjóðvinafé- lagsins var Bogi heitinn Ólafsson, yfirkennari. Úr fyrrverandi stjórn hafa einnig látist þeir Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri og Barði Guðmundsson, þjóðskjala- vörður. Draugalestin í Iðnó Veturinn kvaddi í gær. Hér í Reykjavík skiptust á suðvestan skúrir og sterkt sólskin. Vorlitirnir hafa verið að færast yfir bæinn undanfarið, grasblettir eru teknir að grænka og í trjá- görðunum eru trén lifnuð við. Þau munu senn taka að laufg- ast, — ef ekki bregður þá til hins verra. Börnin eru eins og gróðurinn, fljót að finna nálægð vorsins. í skólaportunum eru alls konar vorleikir í algleymingi hverjar frímínútur. Stór- fiskaleikur stóð yfir, er ljósmyndari Mbl. bar að porti Mið- bæjarskólans í gær. — Þau hlupu til suðurs, blessuð börnin, sagði roskinn maður, er gekk framhjá. — Það er táknrænt fyrir þau a þessum degi, síðasta vetrardag, að hlaupa mót suðri, móti vorinu og sólinni, sagði hann, — og bætti síðan við: — Þetta eru falleg börn. Eg gæti kennt þeim gamlan hús- gang, sem byrjar svona: — Kominn er vetur í flakk, flakk, flakk, / fæstir munu það gráta, / Gleðilegt sumar, takk, takk, takk. / Takk í sama máta. Að vanda gengst Barnavinafélagið Sumargjöf í dag fyrir fjölbreyttum hátiðarhöldum fyrir börnin. Hefjast hátíðarhöld- in með skrúðgöngum kl. 12.45 frá Austurbæjarskólanum og Melaskólanum að Lækjartorgi. Lúðrasveitir leika fyrir skrúð- göngunum. Landhelgismálin í úlfakreppu í Genf GENF, 24. apríl. MORGUNBLAÐIÐ fékk í nótt skeyti frá fréttaritara sínum í Genf, þar sem segir m. a., að landhelgismálin á ráðstefnunni séu komin í hina mestu úlfa- kreppu. Tillögur Bandaríkjanna og Indverja hafi verið falldar í nefnd svo og landhelgishluti kanadísku tillögunnar. Jafnvel er talið líklegt, að ekkert sam- komulag náist í þessu máli. 1 dag gerðust þau tíðindi, að Bandaríkin lögðu fram tillögu sína aftur, en það er hægt, ef einfaldur meirihluti nefndar innar leyfir. Um þetta hófust heiftarlegar umræður og var harkalega deilt á Bandaríkja- menn fyrir að leggja fram tillögu sína aftur, þar sem hún getur ekki talizt nein sáttatillaga. — Fulltrúi Kanada sagði, að tillag- an myndi koma í veg fyrir að endanleg niðurstaða fengist á ráðstefnunni og skoraði hann, fulltrúi Indlands, Mexíco og fleiri á Bandaríkjamenn að draga tillöguna til baka. (rá Óiirj ÓÐINxn, lelag Sjálfstæðisverka- manna og sjómanna, gengst fyrir skemmtun 1. maí í Sjálfstæðis- húsinu í Reykjavík. Hefst hún kl. 8. Til skemmtunar verður revían „Tunglið, tunglið taktu mig“ o. fl. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu kl. 8— 10 á mánudags- og þriðjudags- kvöld. Tvær tillögur komu fram frá andstæðingum Bandaríkjamanna um að fresta fundinum, en voru báðar felldar með tveggja og þriggja atkvæða meirihluta. Gef- ur það til kynna, hve veikur meirihluti Bandaríkjanna er. — Eftir mikið málþóf um fundar- sköp var umræðu frestað tii morguns. Þá voru greidd atkvæði um, hvort leyfa skuli að tillagan verði aftur borin undir atkvæði Væntanlega verður það leyft og tillagan fer í gegn með örfárra atkvæða meirihluta. Mörgum þykir þetta óvænlegt til sátta, þar sem útilokað er að hún verði samþykkt með tveimur þriðju hlutum atkv., sem nauðsynlegt er. — í dag átti ég stutt samtal við Dean, formann bandarísku sendi- nefndarinnar. Ég spurði hann fyrst um álit hans á tillögum Wans prins, forseta ráðstefnunn- ar, um að fresta fundum í tvo mánuði til sáttaumleitana. Hann kvaðst ókunnugur þeirri tillögu og tók mjög dræmt undir slíka fyrirætlan. Síðan innti ég hann eftir því, hvaða afstöðu Banda- ríkin myndu taka til till. íslands um einkafiskveiðiréttindin á alls- herjarfundinum. Dean kvað Bandaríkjamenn vinna um þess- ar mundir öllum árum að því, að fá sem flestar þjóðir til þess að styðja bandarísku tillöguna og kvaðst vonast til þess, að hún hlyti meirihluta. Ég spurði hann loks, hverjar hann teldi sigur- horfur bandarísku tillögunnar. — Afbragðsgóðar, svaraði hann. Þá hitti ég einnig máli í dag aðalfulltrúa Breta Sir Reg- inald. Ég spurði hann fyrst, hverjar horfur hann teldi á lausn landhelgismálanna. Hann kvaðst ekkert um það vilja segja. Hann sagðist ekki vilja svara neinum spurningum íslenzkra blaða- manna í dag. A allsherjarfundinum í dag var samþykkt álit annarrar nefndar- innar þar sem segir m. a. til um, hvernig haga skuli eftirför land- helgisbrjóta. Allar breytingatil- lögur íslendinga við þjóðrétt- arnefndarálitið voru felldar nema ein, — að flugvélar megi ekki síður veita landhelgisbrjótum eftirför en skip. í dag var Wan prins frá Thai- landi sent formlega mótmæla- bréf vegna ummæla hans um „áunninn" fiskveiðirétt Breta við íslandsstrendur. Fram - Akranes FYRSTI knattspyrnuleikur sum- arsins er í dag eins og áður hef- ur verið skýrt frá. Er það af- mælisleikur Fram og mæta Fram arar Akurnesingum. Ef að líkum lætur verður þetta skemmtilegur leikur þó engu verði þar um spáð, þar sem þetta er fyrsti leikur ársins og ekki er vitað hve vel voræfingin dugar leikmönnum. En þarna mætast þau tvö lið er lengst komust á sl. ári, Fram varð Reykjavíkurmeist ari og mætti Akurnesingum til úrslita í íslandsmótinu, þar sem Akurnesingar fóru með sigur af hólmi. LEIKFELAG Hveragerðis hefur leikið Draiugalestina tíu sinnum á Suðurlandi undanfarnar vikur við ágætar undirtektir. í dag sýn- ir félagið leikritið í Iðnó á veg- um Sumargjafar. Sumarkveðja til íslenzkra barna EINS og frá var skýrt í frétt í dagblöðunum í gær, hafa tvö tónskáld samið lög við ljóð séra Sigurðar Einarssonar, „Sumar- kveðja til íslenzkra barna“, og tileinkað lögin Barnavinafélag- inu Sumargjöf. Bæði þessi nýju lög verða leik- in í barnatíma útvarpsins í dag. Lag Jóns Þórarinssonar birtist í dag í barnadagsblaðinu Sumar- dagurinn fyrsti, ásamt ljóði séra Sigurðar. Sigfús Halldórsson er höfund- ur að öðru lagi við sama ljóð. Sigfús hefur nú handritað lagið ásamt ljóðtextanum með skreyttri umgjörð og áletran, og hefur Sumargjöf látið ljós- prenta handrit Sigfúsar í þeim tilgangi að gefa velunnurum Sumargjafar kost á að eignast það í þessu fallega formi. Ársþing Slysavarna- félagsins hefst í dag í DAG hefst hér í Reykjavík 9. landsþing Slysavarnafélags fs- lands. Verður þingið sett klukkan 13,30 með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunm. Séra Jón Auðuns dóm- prófastur prédikar. Þegar að lokinni guðsþjónust- unni fer setning þingsins fram í Tjarnarkaffi. Þegar hafa 110 fulltr. frá deild um víðs vegar um land tilkynnt sig til þings, en búast má við að þeim fjölgi allverulega þegar er þingið hefur verið sett. Fyrir þessu þingi liggja mörg merkileg mál, t.d. má nefna hús- byggingarmál félagsins, björgun- arstöðvar þess og björgunarsveit- ir, skipbrotsmannaskýlin og við- hald þeirra og björgunarskip við Austurland. Þá verða og á þing- inu fluttar skýrslur og erindi um nýjustu framfarir í björgunarmál um, öryggistæki smáskipa og flugtækni í þágu slysavarna. í sambandi við þetta níunda landsþing Slysavarnafélags ís- lands, minnist það einnig 30 ára afmælis síns og starfsemi sinnar á umliðnum árum. Hefur félagið í því tilefni gefið út myndarlegt afmælisrit. Þá verða og á þessu þingi 11 manns gerðir heiðurs- félagar Slysavarnafélags íslands og afhent heiðursskjöl. Óþurrkalánin FJÁRVEITINGANEFND Al- þingis hefur nú f jallað um tillögu þeirra Ingólfs Jónssonar og Sig- urðar Ó. Ólafssonar um eftirgjöf óþurrkalána. Stjórnarliðar í nefndinni vilja láta afgreiða til- löguna með rökstuddri dagskrá, en Sjálfstæðismennirnir í nefnd- inni vilja láta samþykkja hana. Frá málinu verður nánar sagt síðar. Seinagongui í nigreiðslu móln Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær kvaddi Bjarni Benediktsson sér hljóðs utan dagskrár og minnti á 3 tillögur, sem hann flytur einn eða með öðrum og ekki hafa verið afgreiddar úr nefndum, þótt rúmur timi hafi verið til að athuga málin. Hér er um að ræða tillögur um að reisa myndastyttu af Ingólfi Arnarsyni í Noregi, gefa út skýrslu Samein- uðu þjóðanna uin Ungverjalands- málið, athuga, hver kostnaður muni verða við flutning mennta- skólans á Laugarvatni að Skál- holti, og loks er tillaga um end- urskoðun á starfsháttum stjórn- arráðsins. 'Énnfremur minnti Bjarni á, að enn hefur ekki ver- ið kosin sú þriggja manna undir nefnd, utanríkismálanefndar, sem skv. þingsköpum skal vera til ráðuneytis um utanríkismál. Magnús Jónsson kvaddi sér einnig hljóðs og spurði, hvers vegna enn hefði ekki verið kos- ið í raforkuráð. Forseti kvaðst koma athuga- semdum Bjarna á framfæri við formenn viðkomandi nefnda. Raf orkuráðskosningunni kvað hann hafa verið frestað nokkrum sinn- um vegna óska þar að lútandi, — láðst hefði að ganga úr skugga um, hvort hana hefði mátt hafa á þessum fundi, en hún yrði sett á dagskrá næsta fundar Samein- aðs Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.