Morgunblaðið - 24.04.1958, Síða 15

Morgunblaðið - 24.04.1958, Síða 15
Fimmtudaffur 24. aprfl 1958 MOnOTJTSBLAÐlÐ ^5 ÞEIM fjölgar stöðugt víðs vegar um lieim, sem gerast frímerkja- safnarar eg má fuilyrða að þessi tómstundaiðja er einnig að verða mjög vinsæl hér á landi og má meðal annars marka það af því, hve fjölmennt Félag frímerkja- safnara er nú þegar orðio. Nýtt 3 centa frímerki. Gefið út í Bandaríkjunum í tilefni af opnun og þátttöku Bandaríkj- anna í Brússel-sýningunni. fyrsta viðfangsefni hins nýja fé- lags, að koma í framkvæmd fyrstu frímerkjasýningu á ís- landi og þrátt fyrir ýmsa erfið- leika virðist að þetta áform fé- lagsins verði bráðlega að veru- leika, því ákveðið er að sýning þessi verði opnuð 27. september nk. — Þátttaka hefur verið til- kynnt frá ýmsum söfnurum um land allt og verða mörg eftir- tektarverð frímerkjasöfn í eigu íslenzkra safnara á sýningunni. Hafin er sala á smekklegu aug- lýsingarmerki sem sýningarnefnd in lét gera, en mynd af þessu merki birtist hér í dálkunum fyr- ir skömmu. — Eru það tilmæli sýningarnefndar að þeir safnarar og aði’ir, sem styðja vilja þessa fyrstu íslenzku frímerkjasýningu, kaupi merkin og noti þau á bréíasendingar sínar, en merkin eru gefin út í mjög takmörkuðu upplagi og munu eflaust flest- allir íslenzkir safnarar vilja eignast merkin til minningar um sýninguna. Sölu merja þess- ara annast Þór Þorsteins, Haga- mel 12, og geta menn snúið sér til hans með pantanir á þeim. Að gefnu tilefni vil ég beina þeirri ábendingu til frímerkja- blaðanna „Frímerki" og danska blaðsins „Frimærkesamleren“, að þótt til hafi verið fyrir mörg- um árum danskt fyrirtæki sem hét „Frirnex" og seldi frí- merkjaskápa, að það er einnig til í Bandaríkjunum frímerkja- verzlun sem ber nafnið „Stamp- ex“, sbr. nafn á frímerkjasýn- ingu þeirri er haldin var í Lond- on nýlega og fréttaritari „Fri- mærkesamleren“ á íslandi heim- sótti og var sýning þessi talin Þessi fjögur frímerki seldust á uppboði í New York fyrir $18.500,00. mjög athyglisverð, þrátt fyrir það, að hún bar sama nafn og frímerkjaverzlunin „Stampex" í New York. IX! Ný, eriend frímerki. Hér verður aðeins getið fárra l.s»-iel 10 ára. Merkið er hér án „tab“, þ. e. viðhengi. merkja, sem út hafa komið und- anfarið, en þar má helzt nefna frímerki það er ISRAEL gaf út í tilefni af 10 ára afmæli ísraels- ríkis, sem er í dag. — Hér er um sérstaklega vandaða útgáfu að ræða, 400 pruda merki, prentað í gullnum lit og teiknað af Otto Walisch, og hefur ræðis- maður ísraels hér á landi. Sigur- geir Sigurjónsson, hæstaréttar- málaflutningsmaður, góðfúslega sent þættinum fyrstadagsumslag það, er hér birtist mynd af, en Fvrsladagsumslag með 10 ára afmælisfrímerki tsraels. Stimplað í Jerusalem 21. apríl. Frímerkið er með viðhengi. það var stimplað í Jerúsalem 21. 4. 1958, sem var útgáfudagur merkisins. Ennfremur birtist hér mynd af merkinu sjálfu í þeirri stærð sem það er. 1 sambandi við þetta 10 ára af- mæli Israels-ríkis verður þess einnig minnzt með frímerkja- sýningu í New York dagana 15. og 16. júní nk. og nefnist sú sýn- ing ISPEX. Söfnurum skal bent á, að reyna að útvega sér þetta sérstæða afmælisfrímerki, því þótt þeir safni ekki merkjum frá ísrael, verður þetta eina merki fljótlega ófáanlegt og hækkar þá Nýtt landslagsmerki frá San Marino. ört í verði, eins og svo mörg önn- ur frímerki frá ísrael. rXI Belgía. Þegar heimssýning- “ in var opnuð í Brússel hinn 17. þ. m. komu út í Belgíu sex mismunandi frímerki í tilefni af opnun sýningarinnar. Þessi nýju merki eru fögur að litum og á einu merkjanna (3 fr. + 1.50) er mynd af Atomium, en það er tákn sýningarinnar. Ennfremur gaf Vatíkanið út ný merki í þessu sambandi og Bandaríki Norður- Ameríku nýtt þriggja centa merki, er helgað var Brússel. (Sjá meðfylgjandi mynd) 1X1 San Marino gaf nýlega út fallegt landslagsmerki, 500 lírur að verðgildi. 1X1 Luxemburg. Hinn 16. þ. m. kom þar út nýtt 2ja fr. merki og sama dag var gefið út 2.50 fr. merki vegna þátttöku Luxemburgar í Brússel-sýning- unni. Framh. á bls. 22 i LESFtÓK BARNANNA Strúturinn R \ S IVi IJ S „Við verðum að elta heybílinn“, hrópaði Rasm us. Þeir hlupu niður all- ar tröppurnar í einu hendings kasti og flýttu sér að setjast upp í | kranabílinn, sem stóð fyr- ir framan tröppurnar. Svo | óku þeir af stað út úr bænum. Simmi hélt sér í j kranann. Áfram óku þeir I á fleygiferð. Bang-bang! þvílíkt og annað eins! Það sprakk á báð'um aftur- hjólunum á kranabílnum. „Við getum ekki ekið lengra“, sagði Simmi, daufur í dálkinn. af. Fór þá álfkonan með þau á sama stað og þau voru að leika sér áður á túninu. Brúðan og bíllinn höfðu orðið eftir í hóln- um, en þó voru þau kát og glöð er þau sáu for- eldra sína koma hlaup- andi til þeirra. Börnin lágu á milli þúfna og risu nú upp þeg- ar þau heyrðu kallað í sig, en foreldrar þeirra voru nú farinn að óttast um þau. Ásta Björk Friðbertsd. 10 ára. __■?_ Hin söngelska Söngvari nokkur ferð- aðist einu sinni um Jót- land og söng þar í litlum bæ. Annað hvort var, að fólk í þessum bæ var ekki sérstaklega söng- elskt, — eða hitt, sem maður getur líka látið sér detta í hug, að söngv- arinn hafi ekki verið neitt framúrskarandi. Að minnsta kosti fór þetta þannig, að áheyr- endurnir hurfu einn eft- ir annan, þar til salurinn var tómur. Eftir var þó öldruð kona, sem færði sig yfir á fremsta bekk, þar sem hún settist og fylgdist af áhuga með söngvaran- um. Það lá við, að söngvar- inn kæmist við, þegar hann sá, að með söng sín- um hafði hann þó að minnsta kosti hrært einn af áheyrendum. „Ég skal syngja auka- lag fyrir yður frú, fyrst þér eruð eini áheyrand- inn, sem kann að meta söng minn“. „Já, já“, svaraði gamla konan, „en flýtið þér yð- ur þá dálitið. Ég lofaði að slökkva ljósin og er bara að bíða eftir að þetta sé búið“. ★ Skrítla Kennarinn útskýrir, hvað samvizka sé, fyrir börnunum. „Þið vitið öll, að við eigum innri rödd. Gréta, getur þú sagt mér, hvað hún heitir?" Gréta: Búktal. Ráðnmgar úr siðasta blaði KROSSGÁTAN Lárétt: 1 sá — 2 ól — 4 api — 5 Natan — 6 dl. — 7 út — 9 rekur. Lóðrétt: 1 sandur — 2 ópal — 3 líndar — 4 at — 8 te. MYNDAGÁTAN Par — í — s = París QUiL t óumar ! Vonð er komið ug grundirnar gróa, giiin og lækirnir fossa af brún. Syngur í runni og senn kemur lóa, svanur á tjarnir og þröstur í tún, nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðra sig blikinn og æðurinn fer, hæðirnar brosa og hlíðarnar dala, hóar þar smali og rekur á ból, lömbin sér una um blómgaða bala, börnin sér leika að skeljum á nól. JÓN THORODDSEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.