Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 8
8 MORGZllVnf. AÐ1Ð Fimmtudagur 24. apríl 1958 Myndin sýnir hluta af borginni Lausanne, sem stendur við Genfarvatnið. / hótelskóla j Sviss Höfundur þessarar greinar, Geir Ragnar Andersen, stund- ar nám við hótelskóla í Laus- anne í Sviss. Hann hefir áður unnið við framleiðslustörf að Hótel Borg og á m. s. Gull- fossi og lokið prófi frá Verzl- unarskóla íslands. í MIÐRI Evrópu, þar sem hæstu tindar Alpafjallanna teygja sig upp í loftið er hið litla, en jafn- framt hið volduga lýðstjórnar- ríki Sviss, elzta lýðveldi heims- ins. Hið gamla nafn þess er „Hel- vetia“, sem er komið úr latínu og er oft notað líka, t. d. á frímerkj- um o. fl. Annars gengur landið undir þremur nöfnum í landinu sjálfu, þ. e. a. s. „Schweis", sem er notað í þýzka hluta þess, „Suisse“, sem er notað í þeim franska og loks „Svizzera“, sem er notað í þeim ítalska. Þótt fjöllin í Sviss séu ekki frýnileg ásýndar og virðist fljótt á litið útiloka allar samgöngur, er samt svo komið, að nú streyma til Sviss i stöðugt vaxandi mæli ferðamenn frá öllum löndum heims til að njóta hins heilnæma fjallalofts og um leið allra þeirra þæginda, og lystisemda, sem landið hefur upp á að bjóða. Allur sá fjöldi ferðamanna, sem stöðugt streymir til Sviss, jafnt sumar sem vetur, hefur gefið tilefni til og gert það að verkum, að nú hafa verið reist hótel og gistihús svo hundruðum skiptir og þetta ásamt ágætum járnbrautum, lyftibrautum í fjöll unum og fyrsta flokks þjóðveg- um og siglingaleiðum um vötnin hefur gert Sviss að einu mesta ferðamannalandi heims. Hinn geysilegi hæðarmismun- ur, sem er allt frá 200 m til 4700 m, gerir það að verkum, að lofts- lagið eða miklu fremur veðurfar- ið er mjög mismunandi. — í Suður-Sviss er veðurfarið mjög svipað því sem gerist í Suður- Evrópu yfirleitt, nema í Sviss rignir miklum mun meira allt árið. f Mið-Sviss og þaðan norður eftir er úrkoman allt frá ca. 100 cm til 200 cm á ári. Gróðurinn hér í Sviss er allur sá sami og gerist í Evrópu yfirleitt, allt frá norðlægum plöntutegundum til Miðjarðarhafsgróðurs, annars eru nokkrar jurtir, sem alveg er búið að útrýma vegna vaxandi um- ferðar ferðamanna og knýjándi þarfa fyrir landrými handa íbú- unurn sjálfum. Mestur hluti íbúa Sviss, sem er um 4 millj. tala þýzku, eða um 3 millj., um 900 þús. tala frönsku og um 200 þús. tala ítölsku og loks er talað gamalt rómanskt mál í austurhluta Sviss og tala það um 50 þús. — Það er ekki þjónustu við ferðamenn. — Ég ætla að nefna hér tvo þessara skóla, en láta nægja að lýsa hin- um síðarnefnda dálítið nánar, þar sem ég hefi aðeins haft aðstæður til að kynnast honum. Þetta eru skólarnir „Die schweizerische Hotelfachschule" í Luzern og „Ecole Hoteliére S. S. H.“ í Lausanne. Til þess síðarnefnda kemur fólk frá öll- um löndum heims, og á öllum aldri til að njóta hinnar góðu kennslu og afla sér þeirrar mennt unar, sem þangað er að sækja. Þessi skóli var stofnaður árið 1893, af þáverandi formanni sviss neskra veitinga- og hóteleigenda, en skólinn er eign félags þeirra. Nokkrir af þekktustu framtaks- mönnum á þessu sviði hafa verið skólastjórar skóla þessa. Má t. d. nefna' M. Georges Duttweiler, sem er þekktur viðs | vegar um alla Evrópu og jafnvel víðar, því hann stendur í fremstu röð verzlunar- og viðskipta- manna í Sviss í dag. — Núverandi skólastjóri skólans er M. O. Schweizer, og tók hann við af M. Duttweiler. — Ég ætla að reyna að lýsa nokkru nánar kennslufyrirkomulagi skólans, ef lesendur fengju ef til vill nokk- urn fróðleik af, og til þess að sýna, að hótelrekstur, starfið sjálft er erfitt, ef vel á að fara, en jafnframt eftirsóknarvert og heillandi og ströng og heilbrigð reynsla í öllum greinum rekst- ursins er bráðnauðsynleg fyrir Hótelskélinn í Lausanne. Nýtízku íbúð stór 4ra herbergja er til leigu. Tilboð sendist af- greiðslu Morgunblaðsins auðkennt „Nýtízku íbúð“ — 7960. Svefnherbergfchúsgögnin marrgeftirspurðu, eru komin aftur. Trásmiðjan Víðir hf. Laugaveg 166. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar. KJÖRBARINN Lækjargötu aðeins tungumálin, sem skipta Sviss svo greinilega í sundur, heldur einnig trúarbrögð, og eru mótmælendur aðeins í meiri- hluta. Landinu er auk þess skipt í 22 fylki eða „kantónur“ með sameiginlegri höfuðborg allra fylkjanna, Bern. — Sviss er eitt- hvert mesta iðnaðarland Evrópu, þótt ekki sjáist það af rjúkandi reykháfum, sem svo víða vill oft verða merki þess, að nú sé maður kominn í mikið iðnaðarland. Þetta stafar af því, að Svisslend- ingar nota við iðnað sinn raf- magn frá hinum geysimörgu og voldugu raforkuverum í fjöllun- um. Fólkið, sem stundar iðnað- inn býr yfirleitt í smábæjum og losna þannig við öll óþægindi að vera troðið í stóra iðnaðarbæi, eins og þekkist svo víða í öðrum löndum. Næst á eftir iðnaðinum koma verzlun og viðskipti alls- konar, þar af stendur hótel og gistihúsareksturinn langfremstur i flokki, því eins og áður er sagt í þessari grein, stendur 'Sviss í fremstu röð ferðamanna- og hótelreksturslanda í heimi. — Hingað til Sviss er sent fólk frá öllum löndum heims til þess að afla sér menntunar á þessum sviðum. Gistihúsin eru hrein og mjög þægileg, þjónustan með fá- dæmum og maturinn afbragðs- góður. Hér eru hótel í öllum verðflokkum, allt frá lúxus-hótel um til hinna svonefndu „Gasthof“ eða venjulegra gistihúsa, en jafn- vel á hinum minnstu er þjónust- an svo góð, að teljast verður af- bragð. — Svisslendingar hafa líka komið upp skólum, sem veita mjög góða kennslu í öllum þeim greinum, sem lúta að hótelrekstri og hvers konar fyrirgreiðslu og alla þá, sem ætla sér, að ná góð- um árangri í rekstrinum og njóta verðugs trausts þeirra, sem rekst urinn byggist á. Námið er í þrem hlutum, en þeir eru: „framreiðslutíminn", „matreiðslutíminn" og síðasti hlutinn, sem er sjálfur hótelrekst urinn. Auk þess er gefinn kostur á tveggja mánaða frönskunám- skeiði fyrir hvert tímabil, vegna þeirra, sem ekki tala frönsku. Þetta notfæra sér, nærri allir út- lendingar, sem til skólans koma. Á þessu námskeiði eru tekin til meðferðar eftirfarandi atriði: málfræði, talæfingar og tekniskt orðasafn, sem lýtur að öllum greinum hótelrekstursins. — Öll hin tímabilin taka 5 mán. hvert umsig og er þá allur skólinn 17 mán. samfleytt. í framreiðslugreininni gefa 3 kehnarar leiðbeiningar á beztu aðferðum við framreiðslu. Nem- endurnir framreiða fyrir skóla- félaga sína til skiptis, kennara- lið skólans, skólastjóra og fjöl- skyldu hans. Einnig eru nemend- ur í þessari grein skyldugir, ef þess er óskað að framreiða í veizlum á ýmsum stærri hótelum í nágrenninu. Vinnudagurinn byrjar kl. 7.15 ámorgnana til kl. 13.45 og frá kl. 18 á kvöldin til kl. 20.30, auk þess eru bóklegar greinar kenndar á tímanum frá 2 til 6 daglega. Verkleg kennsla er: ýmsar aðferðir við fram- reiðslu ý hótelum og veitinga- stöðum, framreiðsla vína og ann- arra drykkja, bar-vinna, fyrir- komulag á niðurröðun húsgagna í matsölum, og viðhald á hlutum, er lúta að framreiðslu. Bókleg kennsla er: fyrirkomulag fram- reiðslu við hin ýmsu tækifæri, Þekking matseðla, gesta-sál- fræði, reglur og lög varðandi kröfur gesta og rétt framreiðslu- fólks, og heilbrigði í umgengni. Auk þess er kennd franska, stærðfræði og eitthvert eitt þess- ara tungumála, eftir vali nem- anda: enska, þýzka, spánska. — í matreiðslugreininni, sem kennd er í mjög fullkomnu og góðu eldhúsi, sem byggt var við skól- ann 1948, eru fimm kennarar eða „chefs-de cuisine" sem kenna allan undirbúning fyrir mat- reiðslu, ásamt matreiðslunni sjálfri, síðan matbúa nemendurn- ir sjálfir fyrir skólafélaga sína og kennaralið. í þessari grein byrjar vinnutíminn kl. 8 árdegis og er til kl. 14, og aftur frá kL 16 til 20, auk þess eru bóklegir tímar á milli, t. d. samsetning matseðla, verðútreikningur mat- seðla, auk þess stærðfræði og franska. Þá er síðasta greinin hótelreksturinn sjálfur. Við lok þessarar síðustu greinar á nem- andinn að vera fær um að taka að sér hvaða fyrirtæki sem er á hótelsviðinu. Bóklegar greinar í þessari grein eru. bókhald og stærðfræði, „hótelteknik", verk- leg þekking, lög, fyrirkomulag ferðaáætlana fyrir skemmtiferða fólk, landafræði helztu skemmti- ferðalanda heims, vélritun, sál- fræði, enska, þýzka, franska og spænska. Lágmark kennslu- stunda í þessari grein eru 35 stundir á viku. Um leið og sérhver sá, sem stundað hefur nám við skólann lýkur brottfararprófi, á hann kost á að ganga í félag fyrrver- andi nemenda skólans. Þetta fé- lag var stofnað árið 1926 og hefur nú aðsetur í skólanum. Tilgangur þessa félags er, í fyrsta lagi að skapa og efla alþjóða vináttu- tengsl milli meðlima þess og nem enda skólans, og að aðstoða með- limina við leit að atvinnu, ef þörf krefur, auk þess að birta a. m. k. einu sinni á ári skýrslu, sem inniheldur nöfn og heimilis- föng allra meðlimanna, og síðast en ekki sízt að kynna þróun starfsgreinarinnar með útgáfu blaða og rita varðandi þessi mál, með aukinni samkeppni og út- hlutun verðlauna fyrir nýjungar á þessum sviðum. — Skólinn hér í Lausanne hefur sannarlega tek- ið vel á móti öllum þeim nýjung- um, sem komið hafa fram á öll- um hinum þremur sviðum starfs- greinarinnar, því hér í skólanum gefur að líta öll hin fullkomnustu tæki, sem til eru í sambandi við hótelrekstur, og stendur eldhúsið þar fremst. í því eru öll þau nýjustu tæki, sem fundin hafa verið upp síðustu árin í sam- bandi við matreiðslu, heita og kalda. í Lausanne einni eru um 40 hótel eða gistihús, fyrsta flokks, með rúm fyrir allt frá 30 manns til 275 manns (Beau-Rivage Palace), og kosta þau allt frá 12 frönkum upp í 60 franka yfir sólarhringinn. Þetta eru allt mjög góð gistihús, gerð eftir fyllstu kröfu nútímans. Veitinga- og matsöluhús eru einnig mjög full- komin og sérstaklega smekkleg og þægileg og síðast en ekki sízt, alveg sérlega hrein. — Vonandi verður einhvern tímann úr því, að byggt verði gistihús heima, sem fullnægir þeim kröfum, að alltaf verði til nóg rúm fyrir þá ferðamenn, sem gjarnan vilja koma hingað, en hætta við það, vitandi, að enginn aðbúnaður er hér fyrir hendi á neinum svið- um, varðandi almenna þónustu við ferðamenn yfirleitt. Það, sem koma þarf er ekki mörg smá- veitingahús, það er nóg af þeim í bili, heldur eitt stórt, fullkomið hótel, með stórum, rúmgóðum matsal og fullkomnu eldhúsi og öllu, sem því tilheyrir. Auk þess þarf að fylgja stórt bílastæði, helzt fast við hótelið. Þetta er nú bara draumur enn- þá, en það væri vonandi, að við vöknuðum fyrr en seinna við það, að þetta mál, sem þolir ekki að , bíða, þangað til við sofnum aftur. Geir R. Andersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.