Morgunblaðið - 24.04.1958, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.04.1958, Qupperneq 23
Fimmtudagur 24. apríl 1958 MORCrVRT.AÐlÐ 23 Kjartan Ragnars hlýtur fræði- mannastyrk frá NATO UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borizt bréf sendinefndar íslands við Norður-Atlantshafs- ráðið, ásamt fréttatilkynningu frá NATO, þess efnis, að Kjartan Ragnars, stjórnarráðsfulltrúi, hafi hlotið fræðimannastyrk á vegum NATO 1958—1959, tii rannsóknar á verkefninu: Sam- eiginlegur markaður og afstaða Atlantshafsbandalagsins til hans. Fréttatilkynning NATO er á þessa leið: Samkvæmt reglum Norður- Atlantshafsbandalagsins um fræðimannastyrki, sem teknir voru upp samkvæmt nefndaráliti 1955, hafa eftirtaldir umsækjend ur hlotið úthlutun 1958—1959: Prófessor Raymond Kiibansky (Kanada) Hr. Pierre Gerbet (Frakkland) Hr. Christian Neuville (Frakk- land) Dr. Gúnther Moritz (Þýzka- land) Dr. Dietrich Oehler (Þýzka- land) Hr. Kjartan Ragnars (ísland) Prófessor Kenan Akyúz (Tyrk land) Col. G.I.A.D. Draper (Bret- land) Hr. G L Goodwin (Bretland) Dr Shepard B. Clough (Banda ríkin) Tilgangur þessarar starfsemi er að stuðla að námi og rannsóknum á sviði sagnfræði, stjórnmála, stjórnlaga, lögfræði, þjóðfélags- mála, menningar, tungumála, hag fræði, vísinda og hernaðarmál- efna, að því leyti, sem þessi mál efni snerta sameiginlegar erfða- venjur og sögulega reynslu Norð ur-Atlantshafssvæðisins sem heildar, og veita innsýn í þarfir þess í nútíð og þróun í framtíð. Tilkynning um styrki þessa er birt árlega um þetta leytj til þess að minnast árdags undiritunar Norður-Atlantshafssamningsms 4. apríl 1949. Endanleg ákvörðun um vai umsækjanda var gerð af alþjóð- legri nefnd, sem kom saman í að- albækistöðvum NATO í París 21. marz sl., undir forsæti L. D. Wil- gress, ambassadors, fastafulltrúa Kanada í NATO-ráði. Þeir 10 umsækjendur, sem hlut skarpastir urðu, voru kjörnir úr hópi 123 manna, sem kjörnefndir hvers lands höfðu lagt fram um- sóknir fyrir. (Frá utanríkisráðuneytinu). Iðnskóla ísaf jarð- ar slitið ÍSAFIRÐI, 20. apríl: Iðnskóla ísafjarðar var slitið föstudaginn 18. apríl sl. Við skólaslit voru mættir, auk nemenda, kennara og prófnefnda, meistarar í hinum ýmsu iðngreinum. Burtfararprófi luku 7 nemend- ur: 4 rafvirkjanemar, 1 bakara- nemi, 1 skipasmíðanemi og 1 úr- smíðanemi. — 30 nemendur í 13 iðngreinum stunduðu nám i skól- anum í vetur. Kennarar voru 8. Hæstu einkunn við burtfararpróf hlaut Gerald Hasler (rafvirkjun), 8,82 og hæstu einkunn yfir skól- ann, Kristján Jónasson, (húsa- smíði), 9,30. Eftir að skólastjór- inn, Guðjón Kristinsson, hafði greint frá vetrarstarfinu, afhenti Kristján Tryggvason, klæðskera meistari, verðlaun f. h. skóla- nefndar þeim nemendum, sem fram úr sköruðu í námi. Á laugardagskvöldið 19. apríl héldu iðnnemar lokafagnað að Uppsölum, og buðu þangað kenn urum, prófdómurum og meist- urum, ásamt konum þeirra. Var þar hinn bezti fagnaður, ýmis skemmtiatriði flutt og að lokum stiginn dans af miklu fjöri. G.K. Málverkauppboð inu SIGURÐUR Benediktsson heldur málverkauppboð í Sjálfstæðis- húsinu á morgun. Verða myndirn ar til sýnis í dag kl. 2—6 og á morgun frá kl. 10—4. Meðal lista- verkanna eru tvær gamlar mynd- ir eftir Ásgrím Jónsson. Er hér um að ræða olíumálverk frá Þing völlum, málað 1929, og vatnslita- mynd úr Borgarfirði, máluð 1920. Á uppboðinu verða einnig fjór- ar myndir eftir meistarann Kjar- val, m.a. málverk hans frá Korpu, sem vafalaust mun vekja athygli. Það mun vera málað 1933. Enn fremur verða á uppboðinu málverk eftir Kristinu Jónsdótt- ur, Emil Thoroddsen, Gunnlaug Blöndal, Kristján Magnússon, Pét ur Friðrik, Guðmund Einarsson og marga fleiri íslenzka lista- menn. Verða alls 42 myndir á upp boðinu. Skógarmanna-kaífi í KFUM-húsinu ÞAÐ hefur alllengi verið venja „Skógarmanna KFUM“ að renna á könnuna fyrsta sumardag og gefa bæjarbúum kost á kaffisopa í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg. Svo mun og verða í dag. Um leið og menn fagna sumri á þennan hátt gefst þeim tækifæri til að styðja hið vinsæla sumarstarf „Skógarmanna“ í Vatnaskógi, en þangað fara ár- lega 500—600 drengir til sumar- dvalar. Hefur nú verið gefin út áætlun um starfið í Vatnaskógi í sumar. Mun hún liggja framm.i í dag við kaffibollana. Eunfrein- ur verður svo skógarmannasam- koma í kvöld kl. 8,30 og verður þar að vanda fjölbreytt efnisskrá. Þangað er öllum heimill aðgang- ur. F réttatilkynning frá Seðlabank- aimm FYRIR nokkrum dögum vakti Seðlabankinn athygli á vísitölu- bréfum þeim, sem veðdeild Landsbanka íslands gefur út til að afla fjár til hins almenna lána kerfis tii íbúðahúsabygginga. Var sérstaklega á það bent, að enn væri hægt að fá vísitölubréf þriðja flokks með nafnverði þrátt fyrir það, að grunnverð- mæti þeirra hefði þegar hækkað um 2.14%, sem félli væntanleg- um kaupendum í hlut. Auk þess nytu kaupendur þeirra kjara, að frá verði bréfanna yrðu dregnir 5.1% vextir frá söludegi til gjald- daga, hinn 1. marz 1959. Yrði því söluverð bréfanna rúm 95%. Minnt var á það, að bréfin væru til sölu út aprílmánuð, en ekki lengur. Síðan Seðlabankinn vakti at- hygii á þessum kjörum, hafa vísitölubréf þriðja flokks selzt fyrir nokkuð á þriðju milljón kr. í Reykjavík einni. Er svo komið, að 1000 kr. bréfin eru alveg á þrotum og fara þvi að verða síð- ustu forvöð fyrir væntanlega kaupendur að trýggja sér þessi bréf með fyrrnefndum kjörum. Bréf þriðja flokks eru til sölu í Reykjavík hjá Landsbankanum, Útvegsbankanum og Búnaðar- bankanum, en í sparisjóðum og hjá helztu verðbréfasölum er tek ið á móti áskriftum. Utan Reykja víkur er tekið á móti áskriftum í útibúum bankanna og væntan- lega einnig hjá sparisjóðum úti á landi. ». Landsbanki ísiands. SeðiabcUikinn. Atómvísinda- stofnun Norður- landa FRAM er komin á Alþingi til- laga til þingsályktunar um full- gildingu sáttmála um stofnun un Atómvísindastofnunar Norð- urlanda til samvinnu á sviði fræði legra atómvísinda. — Stofnun sú, sem hér um ræðir, hefur þegar verið sett á fót í Kaup- mannahöfn, og eiga íslendingar 1 af tólf mönnum í stjórn henn- ar. Góð rauðmagaveiði á Slröndum GJÖGRI, 22. apríl. — Hér hefur verið bezta veður samfellt síðan um miðjan marz. Lengst af hefur verið ríkjandi vestanátt, sem er hér hagstæðust til lands og sjávar. í vor hefur verið ágæt rauðmagaveiði. Fyrir nokkru er kaupfélagið byrjað að taka á móti grásleppuhrognum til sölt- unar en það gefur gott verð fyrir grásleppuhrogn óverkuð. Geta grásleppuveiðar orðið ábatasam- ur atvinnuvegur þegar vel veið- ist, en það var ekki fyrr en í gær að veiðin gat talizt góð. — R. Félagslíf Framarar Æfingar verða fyrst um sinn, sem hér segir: Þriðjudaga, 2. fl., kl. 7—8, meistarafl., 1. fl., kl. 7,45 -—9,30. — Fimmtudaga, 2. fl. kl. 7—8, meisarar og 1. flokkur kl. 7,45—9,30. — Laugardaga: 2. fl. kl. 3,30—4,30, meisara- og 1. fl. kl. 4,30—6,30. — Nefndin. FerSafélag íslands fer göngu- og skíðaferð á Skarðsheiði, n.k. sunnudag. Lagt af stað kl. 9 um morguninn og ekið að Efra-Skarði í Leirársveit, en gengið þaðan á heiðina. Far- miðar eru seldir í skrifstofu fé- lagsins, Túngötu 5 til kl. 12 á laugardag. — Frá Guðspekifélaginu Reykjavíkurstúkan fagnar sumri föstudaginn 25. þ.m., í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22, kl. 8,30 síðdegis. Atriði samkomunnar verða þessi: 1. Sigvaldi Hjálmarsson flyt- ur stutt erindi um dulræn fyrirbæri á fyrstu árum Guðspekifélagsins. 2. Frú Inga Laxness leikkona les vorljóð eftir Grétar Fells. — 3. Söngleikur eftir Kristján Sigurð Kristjánsson. Frú Inga Laxness leikkona stjórnar leiknum. Kaffiveiting að lokum. — Allir velkomnir. Vinna Hreingerningar Vanir menn, fljót og góð vinna. Sími 23039. — ALLI. Samkomur Hj álp ræðisiierinn 1 kvöld kl. 20,30: SumarfagnaS ur. Veitingar. — Happdrætti. — Frú major Holand talar. Kapt. G. Jóhannesdóttir stjórnar. — Velkomin. Z I O N Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkonmir. Heimalrúlmð leikmauna. Samkoman er í Mjóslræti 3 í kvöld kl. 8,30. Stefán Kunólfsson, Litia Holti. Filadelfiu Almenn samkoma kl. 8,30. Ar- vid Ohlsson talar. — Allir vel- konmir I Norræna félagið á ísafirði ÍSAFIRÐI, 19. apríl. — fsafjarð- ardeild Norræna félagsins hélt aðalfund sinn í gær. Fyrst voru venjuleg aðalfundarstörf. — í stjórn voru kjörin: Hólmfriður Jónsdóttir, kennari, form., og meðstjórnendur: Aðalbjörn Tryggvason, bakarameistari, Birgir Finnsson, framkvstj., Kristján Jónsson, erindreki og Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastj. Var stjórnin öll endurskosin, nema hvað Aðalbjörn Tryggva- son kom í stað Björns H. Jóns- sonar, skólastjóra, sem er fluttur úr hænum. Að loknum aðalfundarstörfum var rætt um ýmis mál varðandt starfsemi félagsins. Ákveðið var, að hafa fund á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí. Ennfremur var ákveðið, að halda fund í sam- bandi við vinabæjarmótið, er verður á ísafirði í júlí n.k. Þar munu mæta fulltrúar frá vina- bæjum ísafjarðar á hinum Norð- urlöndunum. En þeir bæir eru: Joensuu í Finnlandi, Linköbing í Svíþjóð, Roskilde í Danmörku og Tönsberg í Noregi. — G. K. Kjarnorkutillög- unni vísað f rá Genf GENF, 23. apríl. — Á Genfar- ráðstefnunni í dag var felld til- laga Rússa og fylgiríkja þeirra þess efnis, að bannaðar séu til- raunir með kjarnorkuvopn yfir hafinu. Samþykkt var tillaga Indverja um að vísa málinu til S.Þ., þar sem rætt verði um kjarn orkutilraunir almennt á þeim vettvangi. Þökkum alla vinsemd og hlýhug á gullbrúðkaupsdegi okkar 16. apríl sl. Pálína og Helgi Jónsson, Tangagötu 19a, ísafirði. Faðir okkar GlSLI JÓIIANNESSON múrari, frá Seli í Holtum, andaðist í sjúkrahúsi Hvíta- bandsins miðvikudaginn 23. apríl. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn og tengdabörn. Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við fráfali og útför ÞORVALDAR ÁRNASONAR fyrrv. skattstjóra Ingibjörg Guðmundsdóttir og börnin. Jarðarför EGILS JÓNSSONAR, Stokkalæk fer fram laugardaginn 26. apríl, og hefst með húskveðju að heimili hans kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Keldum. Aðstandendur. Kæru vinir, nær og f jær. Þökkum hjartanlega samúð ykkar við andlát okkar kæru móður, tengdamóður og ömmu MARGRETHE KALDALÓNS Guðríður G. Bang, Karl O. Bang, Þóra B. Kaldalóns, Snæbjörn Kaldalóns, Arnþrúður Kaldalóns, Seima Kaldalóns, Jón Gunnlaugsson og barnabörn. Hjartkær sonur okkar og bróðir ASTÞÓR HJÖRLEIFSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. þ.m. kl. 3. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á minningarsjóð fatlaðra og lamaðra. Margrét Ingimundardóttir, Hjörleifur Jónsson og systkini. Hjartans þakkir fyrir alla samúð við andlát og jarðarför BRYNJÓLFS JÓNSSONAR Smyrilsvegi 29F Sömuleiðis fyrir alla hjálp og gleðistundir veittar hon- um í ellinni og hinni löngu legu. Sérstaklega viljum við þakka Jóni og Helgu Þrastar- götu 9, fjölskyldunni Laugarnesvegi 63, séra • Garðari Svarvarssyni, gömlum nágrönnum og frændum í Laugar- neshverfinu. Aðstandendur. Hjartanlegar þakkir flytjum við öllum þeim sem heiðr- uðu minningu lAritsar stefAnssonar, bróður okkar, 18. þessa mánaðar. Systkinin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.