Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. apríl 1958 Tveggja daga saga Vorþeyr eftir SELMU LAGERLÖF v Þýðing : EINAR GUÐMUNDSSON l>að t>ar oft margt kynlegt við í forna kaupstaðnum Konunga- hellu, og eitt sinn kom það fyrir, að svo seint voraði þar, að jörð var ekki grænkuð um hvítasunnu. Dag eftir dag var rakin norðan- átt, ekkert blóm hafði hætt sér upp úr moldinni í nöprum næð- ingnum, ekkert lauf hafði brotizt úr reifunum. En á hvítasunnudag voraði loksins. Ekki var logn né heiðskírt þenna dag, er brá til sunnanáttar. Það rak hvítleita bólstra í sí- breiðu um allt loft, aldrei sást til sólar, og hann var misvinda og var að sækja í sig veðrið. Sunnan vindinum fylgdu ekki aðeins hlý- indi, heldur einkennilegur þytur, rétt eins og hann hefði einhvern boðskap að flytja, fæli í sér ann- ars konar hreim en aðrir vindar. Hvar, sem sunnanvindurinn þaut, tók von bráðai-a að grænka. Því að öll blöð eða lauf, sem höfðu verið hjúpuð reifum, heyrðu, að hann straukst fram hjá þrunginn fuglasöng og laufþyt fjarlægra landa, og þá sprengdu þau brún reifablöðin til þess að komast að því, hvort þeim hefði misheyrzt og hvort það væri víst og satt, að sunnanvindurinn væri kominn. Og á sömu lund fór um blómin, sem voru að því komin að springa út fast við yfirborð jarðar og höfðu verið á döfinni því nær mán uð. Vindurinn ýmist straukst eða þyrlaðist um hagana, og bláu skógarsóleyjarnar og fjólurnar heyrðu, að hann bar með sér fiðr- ildaþyt og lindanið. „Sunnanvind- urinn er kominn, -unnanvindurinn er kominn“ — ómaði frá blómi til blóms, og síðan hleyptu þau í sig kjarki og sprungu út. Og þettá varð til þess, að sunn- anvindurinn ætlaði sér að hrista flaum af litum yfir víðáttumikil engin, hagana og skógi vaxnar hæðirnar umhverfis Konunga- hellu. Grænu broddarnir á nýja sefinu gægðust upp við flóðbakk- ann, skógarsvörðurinn varð hvít- ur hér og þar af skógarsóleyjum, akrarnir urðu flauelsgrænir af mjúkum kornbroddum, bjarkar- topparnir í skóginum svignuðu sí og æ, og við hverja sveiflu laufg- aðist björkin æ meir af ljósgulum smálaufum, unz engu var líkara en vindurinn hefði feykt yfir skóg inn gisinni, gulgrænni blæju, er varð þéttari með hverri stundinni, sem leið. En vindurinn lét sér ekki nægja það eitt að seiða fram lauf og blóm. Hann þaut einnig inn í sjálfa Konungahellu, æddi upp og niður langa strætið, hvein um dælutréstokka og býflugnabú, rétt eins og hann vildi telja þau á að grænka og blómgast. Hann sópaði hverjar tröppur, söng við hverjar dyr, hringsneri hverjum vind- hana, þyrlaðist eftir öllum breiðu bryggjunum. Og fólk gat með engu móti látið vorvindinn land og leið. Án þess að því væri það ijóst, heyrði það þyt úr björtum skógum framandi landa, fann ilm af jui-taríki ókunnra landa, og það kom hjörtum þess til að brenna af þrá. Þeir, sem fóru í kirkju til þess að hlýða á messu, heyrðu ekki orð af latínunni, held ur voru með hugann fyrir utan kirkjumúrana. Þeir, sem höfðu legið rúmfastir allan veturinn voru nær dauða en lífi af sorg yf- ir því að geta ekki reikað um í grængresinu, en hinir, sem stál- heiibrigðir voru, þustu út um bæj arhliðið og sveimuðu um úti á engjum og víðavangi og fögnuðu yfir fölri gróðurnálinni og veik- um sefstönglunum líkt og þeir hefðu fundið silfur eða gull. Uppi á lítilli, brattri hæð í Kon ungahellu, gnæfði hús, sem var tilkomumeira en öll önnur hús kaupstaðarins. Þar áttu kóngur- inn og drottningin heima, og það var rétt eins og vorvindinum væri það kunnugt, því að hvergi kvað hann og lokkaði meir en þar. Þá er hann hafði snarsnúizt í ótal smáhringi í húsagarðinum nokkr- ar stundir, sönglað við húshorn- ið og þeytt lævirkjasöng og vor- ilm inn um túðuna, komu bæði kóngur og drottning og margt af hirðinni út í galopnar dyrnar til þess að hlusta á vorþytinn. Þegar er konungshjónin voru komin í gættina, fór á sömu lund fyrir þeim og öllum hinum: Þau fundu, að þau gátu með engu móti annað en haldið ein út leiðar sinn- ar og fagnað vorkomunni, og þau tjáðu hirðinni, að þau vildu ekki fylgdarlið. Þau gengu út kaup- staðinn, þræddu strætið langa, þar sem randaflugur suðuðu umhverf- is óteljandi býflugnabú og fólk og búsmali flykktist út á grænk- andi engin. Aðeins einn sveinn frá bústað þeirra hélt í hámót á eftir þeim. Þá er kóngurinn kom út úr fcaupstaðnum, hélt hann sem leið lá til hæðanna, er voru í hring að kalla kringum Konungahellu og akra þeirra, sem þar bjuggu. Og hann hélt yfir engi, lundi, sviðu- garða og .akra með birkilimgerði umhverfis, sem mynduðu eins og belti um barrskógi vaxnar hæðirn ar. Þar, sem kóngurinn fór, hafði vorvindurinn yfirleitt yfrið svig- rúm, svo að hann fylgdi kóngi sí- fellt og þyrlaðist um hann. Og þá fór ekki hjá því, að hugsanir kóngs beindust að vindinum. Fyrst flaug honum í hug, að þetta væri kynlegur þeyr. Það var eins og hann hefði endaskipti á öllu því, sem maður var vonur að hugsa og ti'úa. Hann virtist rifja upp úr djúpum hugans drauma, þess konar drauma, sem menn dreymir á því nær værðai’lausum nóttum, og þeir urðu nú Ijóslif- ‘andi honum fyrir hugskotsauga, rétt eins og þeir væru veruleikinn sjálfur. Það var víst og satt, að eitthvað andhælislegt var við þeyinn þann arna, svo að maður varð ringlaður og öðru vísi en maður átti að sér. Það gebur stafað af því, hve ’hlýr þeyrinn er, sagði kóngurinn við sjálfan sig. Ég kann ekki alls ‘kostar við mig í hlýjum þey. Þeg- ar hvassviðri geisar, er mér venju lega kalt. Það er þetta, sem er skrýtið við þeyinn og gerir mig hálfruglaðan líkt og ég gengi á höfðinu. Og kóngurinn furðaði sig æ meir, því að honum flaug ýmis- legt í hug, sem aldrei hafði flökr- að að honum áður, og hann heyrði og sá ýmislegt, sem hann hafði aldrei skynjað áður. Það hlýtur að vera harla ein- kennilegt að vei-a vorþeyr, hugs- aði kóngur. Hann lokkar alla út, hann blæs aldrei árangurslaust; þegar hvín í honum við eitt hús- ið, kemur þar út kóngur, og þeg- ar þýtur í honum við annað hús, kemur þar út betlari. Og það er sami vindurinn, sem skekur trén og seiðir fi'am mjúk lauf úr grein um sumra trjánna, en þurrt barr úr greinum annarra. Og hann töfrar fram lævirkjasöng og froskakvak, hann sleppir kúm út úr fjósunum og maurum úr mauraþúfum og ormum úr grjót- hrúgunum. Það er hann, sem leys- ir skipin úr dróma úr ísi lögðum vetrai’höfnunum og hafrafi’jóang- ana úr moldinni. Það hlaut að vera heldur einkennilegt að vera vox-þeyr. Kóngurinn gekk og furðaði sig á, hvernig vindurinn færi að því að seiða allt þetta fram, sem laut honum, hvei’su sundurleitt sem það var. Meðan hann var enn steinhissa á þessu öllu, heyrði hann £ tilbót, að ótal raddir fól- ust í voi'þeynum, og það var líkt og hann hefði sérstök, ólík hróp til handa þvi öllu, sem hann þaut fram hjá. Séi'stakt hróp á þyi’ni- gerðið, að það skyldi láta hvassa þyrna koma í ljós, sérstakan radd blæ fyrir randafluguna, að hún skyldi koma upp úr moldinni og taka að safna hunangi, sérstakan raddblæ fyrir broddgöltinn, að ‘hann skyldi skríða upp úr lauf- dyngjunni í kjarrinu og taka að eta snigla og tordyfla. Þar eð enn þá hafði ekkert ver- ið unnið að voryrkjum, en mold- in lá óhreyfð eins og hún hafði verið, þegar snjóinn tók upp, bar nú bráðan að, og mjög lá á. Eik- in laufgaðist því sem sé í sama mund og seljan og Maríulykillinn fikaði sig upp úr moldinni um 'sama leyti og bláu skógarsóleyj- arnar. En vorþeyrinn, sem átti að ■vekja þetta allt, fól í sér fleiri raddir en nokkur vorþeyr hafði gert áður, og kóngurinn reikaði áfram og brosti með sjálfum sér og reyndi að leggja við hlustirnar. Hann reyndi að greina sundur 'hinar fjölmörgu, ólíku raddir. — Var þetta röddin, sem vakti snigilinn, sem hafði skriðið inn í 'hús sitt? Var þetta i'öddin, sem 'hrópaði á hérann að varpa af sér 'vetrai'búningnum? Hann þóttist heyra hvellar raddir bora sér nið- ur í moldina og segja íótunum, að þær skyldu taka að sjúga nær ingu, og fræjunum, að þau skyldu fara að skjóta frjóöngum, og hon- um heyrðist lúðraþytur gjalla langt inni £ skóginum og berast æ lengra og boða voi'komuna við bjarnarhíðin og grenin. Ef vox-þeyrinn hafði sérstakar raddir fyrir allt annað, hugsaði kóngur, þá hlaut hann líka að hafa ákveðna rödd fyrir hann sjálfan og þá ekki síður fyrir drottninguna. Hefði þeyrinn sérstaka rödd honum sjálfum til handa og hann gæti greint hana, þá hlyti það að verða dásamlegt. Þá myndi hann vakna til nýs ástands, sem hann kunni ekki enn skil á. Og hann var hissa á þvi, hvf vindurinn tal- aði ekki við hann líkt og hann talaði við stói'u, gömlu eikina f skógarásnum og toppstýfða píl- viðinn, sem slútti út á veginn. Og kóngi varð litið á, hve hann var stói'hentur, æðai'nar þiútnar og sigg eftir meðalkaflann. Og hann strauk skeggið, sem var tek- ið að hærast, og tók af sér hatt- inn og lét vindinn feykja til hár- inu, líkt og hann skyldi veita þvf athygli, hve það væri farið að þynnast. Loftið gerði kónginn svo ölvað- an, að honum fannst ekki vera ósennilegt, að voi'þeyi'inn lumaði einnig á rödd honum til handa. Ef hann vildi aðeins koma og hvísla einhverju að mér, hugsaði hann, þá myndi blóðið taka að dansa í æðum mér eins og fyrr meir og hugurinn yrði eins og á æskunnar vormorgni, og ég myndi þeyta af mér hattinum en binda beykilauf í hárið í hans stað. Og ég og di-ottninigin skyldum ekki eigra þögul hvort í sínu lagi, heldur fast hlið við hlið, þótt skógargatan sú ai’na sé mjó, og elta hvort annað um skóginn, og í hvei’t skipti, sem ég næði í drottninguna, skyldi ég 'kyssa hana. Og þá myndi húðin á höndum mér verða mjúk að nýju, mér myndi vart vera sprott- in grön, og hárið á höfði mér þétt. Meðan kóngurinn var sokkinn niður í hugsanir sínar og mælti ekki stakt orð, gekk hann auk 'þess spölkoi'n á undan drottning- unni. Hún gat því nær ætlað, að hann hefði gleymt henni, þótt það ■væri vissulega öði'u nær, því að allan liðlangan daginn komst vart annað að £ huga hans en drottn- ingin. » Hann leit oft við og kinkaði kolli til hennar, en hann skorti getu til þess að hætta þessari fast- hygli og rjúfa þögnina. Honum var það ráðgáta, hvað vorið kynni að lokka fram hjá drottningunni. Ekki var hugsanlegt, að rödd vorsins talaði á sömu lund við hana og sjálfan hainn, hugsaði hann. Vorþeyrinn þurfti ekki að yngja hana upp, því að hún var í bi'oddi Mfsins. Hún gat ekki orð- ið fegurri en hún var, hár henn- >ar gat eigi orðið bjartara né meira, blátindrandi augu hennar gátu ekki orðið skýrari, húin gat 'ekki orðið rjóðari né blómlegri. Ef voi'þeyrinn hefði eigi að síð nir sérstaka rödd drottningu til handa, að hverju sikyldi hann þá gera hana, hvernig skyldi hann 'breyta henni? Ef til vill myndi hann vekja með henni það, sem olli því, að 'hann, fyrst eftir að hann eignað- 4st hana, gat setið stundunum ■saman við hliðina á henni og virt ’hana fyrir sér. Því ætti kóngur 'ekki að taka illa; enda þótt hon- 'um þætti vænt um hana enn í dag, 'þá vildi hann gjarna lifa hrifn- ingu tilhugalífsins að nýju. Því lengra sem kóngurinn reik- ■aði, því betur greindi hann, að í 'voi'þeynum beindist ein rödd til 'hans, en önnur rödd beindist til 'drottningarinnar. Það reið aðeinS 'á, fannst honum, að komast nógu langt inn í skógarþykknið, svo að vorþeynum yrði auðið að tala við 'þau á þann hátt, sem hann hafði aldrei talað við mennskan mann áður. Þá bar hann að engi nokkru 'inni f skóginum, en á enginu ■miðju var lítill birkilundur. Kóngur tók undir eins eftir því, að engu var líkara en vor- 'vindurinn hefði átt svo annt ann- ■ars staðar, að hann hefði stein- ■gleymt þessu svæði, sem leyndist 'i skógarþykkninu. Enn lá rönd af óhreinum snjó á jöðrum engisins, •og brumið á bjarkatoppunum var 'brúnrautt, það var allt og sumt; •ekki sást vottur grænku á enginu ■né af laufi á bjöi'kunum. SlJtltvarpiö Fimmtutlagur 24. apríl: (Sumardagurimn fyrsti). 8,00 Hei'lsað sumri: a) Ávarp (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvaips- stjóri). b) Vorkvæði (Lárus Páls son leikari les). c) Vor- og sumar- lög (plötur). 9,10 Moi'guntónleik- ar (plötur). 11,00 Skátamessa f Dómkirkjunni (Pi’estur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleik- ari: Kristinn Ingvarsson). 13,15 Frá útihátíð barna í Reykjavík: Lúðrasveitir drengja leika. Söng- ur og upplestur. 14,30 Messa í Dómkirkjunni, í tilefni af stofn- un sambands ungtemplara (Prest ur: Séra Árelíus Níelsson. Ox-gan leikari: Helgi Þorláksson). 15,15 Miðdegisútvarp: Fyx-sta hálftím- ann leikur Lúðrasveit Reykjavíkr ur; Paul Pampichler stjórnar. — 18,30 Bai'natími (Baldur Pálma- son). 19,30 Tónleikar: Islenzk píanólög (plötur). 20,30 Erindi: Náttúruskoðun á Seljalandsheiði (Guðmundur Kjartansson jarð- fræðingur). 20,55 Kðrsöngurr — Karlakór Reykjavíkur syngur. — Söngstjói'i: Sigurður Þói'ðarson. Einsöngvarar: Guðmundur Jóns- son og Guðmundur Guðjónsson. Pianóleikari: Fritz Weisshappel. (Hljóðritað á tónl. í Gamla biði 14. þ.m.). 21,40 Upplestur: Kafli úr skáldsögunni „Sjávarföll eftir Jón Dan. (Lárus Pálsson leikari). 22,05 Danslög, þ. á. m. leika hljóm sveitir Jónatans ólafssonar og Ki'istjáns Kristjánssonar. Söngv- arar: Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjai'nason. 01,00 Dagski’árlok. ‘Föstudagur 25. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. ■13,15 Lesin dagskrá næstu viku. >19,10 Þingfréttir. 19,30 Tónleik- ar: Létt lög (plötur). 20,30 Dag- legt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: St. Lawr- ence-áin og Mikluvötn; síðara er- indi (Gísli Guðmundsson). 21,00 Islenzk tónlistarkynning: — Vei'k eftir Jón Nordal. —- Höfundur- inn leikur á píanó og dr. Páll Is- ólfsson á orgel; karlakórinn „Fóst ibræður" syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar. — Fritz Weisshappel undirbýr tðnlistar- kynninguna. 21,30 Útvarpssagan: „Sólon íslandus" eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi; XXV. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22,10 iGarðyrkjuþáttur (Edvald B. 'Malmquist). 22,25 Frægar hljóm- sveitir (plötur). 23,10 Dagskrárl. iLaugardagur 26. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís 'Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Fréttir. ■— Radd ir frá Norðurlöndum; XIX: Her- mann Stolpe bókaútgefandi frá iStokkhólmi talar. 18,15 Skákþátt- ur (Guðmundur Arnlaugsson). — 'Tónleikar. 19,00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Samsöngur: The Ink Spots syngja (plötur). — 20,20 Leikrit: „Réttarhöld og rangar forsendur" eftir Kenneth Horne, í þýðingu Halldórs G. ólafssonar. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dag- skrárlok. MÁLVERKAUPPBOÐ í Sjálf stæðishúsinu á morgun kl. 5. — Listaverkin eru til sýnis í dag frá kl. 2—6 og á morgun frá kl. 10—4. Listmunauppboð SigUTðar Benediktssonar, Austurstræti 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.