Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. aprfl 1958 MORGVNBLXÐ1Ð 9 Thora Friðriksson — Minningarorð Á MORGUN verður borin til hinztu hvíldar Thora Freder- ikke Halldórsdóttir Friðriksson eftir langan og fagran ævidag. Fröken Thora var fædd í Reykjavík 22. maí 1866, dóttir Halldórs yfirkennara Friðriks- sonar og konu hans Charlotte Karoline f. Degen, danskrar ætt- ar, er andaðist hér í bæ háöldruð 1911. Börn peirra hjóna voru sex, Móritz læknir í Vesturheimi, Júlíus, héraðslæknir í Húnaþingi og síðar heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík, Sigríður kona síra Janusar prófasts Jónssonar í Holti í Onundarfirði, síðar kenn- ari við Flensborgarskóla, Anna kona Halldórs Daníelssonar hæstaréttardómara, ída, kona síra Kristins Daníelssonar að Út- skálum og Thora Frederikke. Halldór Friðriksson var á sinni tíð landskunnur þjóðskör- ungur einlægur samherji Jóns forseta Sigurðssonar í frelsisbar- áttu íslendinga óg atkvæðamaður mikill í bæjarmálum Reykjavík- ur. Á uppvaxtarárum fröken Thoru var talsvert öðru vísi um- horfs í Reykjavík en nú er í dag. Þegar tignarmenn bar að garði, útlenda sem innlenda var ekki til annarra að leita um fyrir- greiðslu og móttöku en heimili helztu embættismanna og heldri borgara. Eitt slíkra heimila var heimili Halldórs yfirkennara. Þangað leituðu margir og þarf vart að efa að hugur hinnar ungu kynslóðar á heimilinu hafi verið opinn og næmur fyrir þeim marg víslegu áhrifum, sem stöfuðu frá þessum ferðamönnum og hún orð ið margs vísari um siði og háttu annarra þjóða, en vitneskja um slíkt lá þá ekki laus fyrir meðal ungs fólks almennt. Fröken Thora hneigðist snemma til bóklegra iðkana, en þá þekktist ekki, að kvenfólk gengi menntaveginn, færi í latínu skólann, enda efasamt að slíkri nýjung hefði verið vel tekið af þeim, sem með völdin fóru. En þrátt fyrir það hlaut fröken Thora þá beztu menntun, sem kostur var á. til munns og hanaa og þarf eigi að orðlengja, að hún gerðist hinn mesti tungumála- garpur er fram liðu stundir. Hún talaði og las Norðurlandamálin, ensku og þýzku og, sem vax all- sérstakt þá, hollenzku. En eitt var málið þó, sem átti hug hennar allan, franskan. Frönsk tunga, franskar bókmenntir og frönsk menning voru hennar hugðarefni. Og það má óhætt segja, að meðan henni entust kraftar og heilsa, var það ævistarf hennar að auka meðal landa sinna þekk- inguna á þessari mikilhæfu og glæsilegu þjóð, tungu hennar, bókmenntum og sögu. Hún samdi og gaf út kennslubók í franskri málfræði með lesköflum, ætlaða börnum. Var sú bók talsvert not- uð en mun nú líklegast útseld. Þegar félagið Alliance franc- aise var stofnað 1911, var frök- en Thora meðal helztu hvata- manna þess og var um mörg ár forseti þess og síðan heiðursfor- seti. Hún lét jafnan starfsemi þess sig miklu skipta og bar hag þess jafnan fyrir brjósti. Fröken Thoru var sýnt um rit- störf og frá hennar hendi eru margar athyglisverðar greinar, minningar frá æskuárum og ýmis legt um frakknesk málefni, sem hún jafnan bar fyrir brjósti. Hún var oft á fyrri árum langdvölum erlendis, einkum í Frakklandi en þar átti hún bæði einlæga vini og dáendur, enda hún sjálf glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar hvar sem hún fór, sakir mennt- unar, mannkosta og fágaðrar framkomu. Chevalier de la Légioh d’honn- eur (1928). íslenzk stjórnarvöld mátu einn ig störf hennar á þessu sviði. Hún var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1935 og hin -síð- ustu ár veitti Alþingi íslendinga henni í viðurkenningarskyni fyr- ir ritstörf og menningarstarfsemi, heiðurslaun. Ég kynntist fröken Thoru fyrst er ég sem menntaskólapiltur las með vini mínum og bekkjarbróð- ur Daníel Halldórssyni og var til húsa hjá foreldrum hans Halldóri Daníelssyni þáverandi bæjarfó- geta og frú Önnu. Ég minnist þaðan margra ánægjustunda, skemmtilegra kvöldstunda, — heima hjá fölskyldunni við fjör- ugar og fræðandi viðræður hús- bóndans eða við spil. Og einna minnisstæðust verður mér ystir húsmóðurinnar hin glæsilega og hámenntaða fröken Thora Fr ð- riksson, sem var þar tíður gestur °g fylgdist með námi okkar Daníels, gaf okkur heilræði og var óþrjótandi brunnur fræða um framandi þjóðir, siðu þeirra og háttu, en fyrst og seinast um hennar dásamlega Frakkland og þess glæstu þjóð. Síðan hefir mik ið vatn til sjávar runnið og leiðir okkar skildu um langan tírna. Seinna bar fundum okkar saman í Alliance francaise. Þá hafði ég lítils háttar kynnzt þeim sömu hugðarefnum og hún átti sér. Ég minnist með ánægju samtsarfs okkar í því félagi. En við nánari kynni sem fullorðinn rnaður varð hún mér einnig meira en sam- starfsmaður. Þegar ég hugoi að sögu míns eigin lands á síðustu öld og sögu þeirra miklu manna og frunaherja í frelsisbaráttu ís- lendinga, Jóns forseta, Halldórs Friðrikssonar, sem allir höfðu hnigið til foldar fyrir mitt minni, gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að þessi kona, sem ég var að tala við, var lifandi boðberi þessara sömu manna, samtímismaður þeirra og samtímismaður minn. Og boðin, sem hún flutti mér og sjálfsagt mörgum fleiri, með starfi sínu meðal okkar voru þessi: „Honneur et Fidélité", heið ur og trúmennska. Seinni hluta ævinnar fékkst fröken Friðriksson við kaupskap í félagi við sambýliskonu sína frú Kristínu Sigurðsson. Hún átti fagurt og friðsælt heimili og fékkst jafnan við hugðarefnin, þegar annir dagsins leyfðu. Hin síðustu ár var fröken Frið- riksson þrotin að kröftum og heilsu. Naut hún þá ástríkrar um önnunar systurdóttur sinnar frú Leopoldinu Eiríkss og dóttur hennar frú Onnu Eiríkss. Á síð- astliðnu hausti var heilsu hennar svo komið, að sjúkrahúsvist var óumflýjanleg. Hún andaðist á sjúkrahúsi hinn 18. þ. m. rúmum mánuði ífátt í 92. árið. Með fröken Thoru Friðriksson er gengin mikilhæf og glæsileg menntakona, sem verður minnis- stæð öllum þeim, sem henni kynntust. Aðstandendum hennar votta ég innilega samúð. Magnús Jochumsson. Plastnetakúlur með eyrum og án eyrna og Plastnetahríngir fyririiggjandi. BORGARFELL hf, Klapparst. 26. sími 11372. Dúnhelt léreft NÝKOMIÐ MJÖG GOTT DÚNHELT LÉREFT. Laugaveg 60 Atvinna l Afgreiðslumaður óskast í bifreiðaverzlun vora. Frakkland mat að verðleikum störf hennar í þágu franskrar menningar hér í landi. Af Frakk- landsstjórn var hún sæmd þess- um heiðursmerkjum: Officier d’ Académie (1909), Officier de L’Instruction pub- lique (1926), Upplýsingar hjá verzlunarstjóra. Egill Vilhfálmsson h.f. Laugaveg 118 i Hollenzkar kven- og unglingakápur komnar EROS Hafnarstræti Þýzkir sumarkjólar og pils EROS Hafnarstræti Amerískir greiöslusloppar EROS Hafnarstræti Kvenblússur nýkomnar í fjölbreyttu úrvali EROS Hafnarstræti Barnakjólar Amerískir barnakjólar margir litir og gerðir EROS Hafnarstræti Amerískir Barnagallar (vatteraðir) margir litir EROS Hafnarstræti Verzlunin EROS óskar öllum viðskiptavinum sínum óumaró

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.