Morgunblaðið - 24.04.1958, Page 16

Morgunblaðið - 24.04.1958, Page 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. apríl 1958 gea.9t óumar ! Bæjarleiðir. gÁleyt óumar ! Kristján Siggeirsson hf. ! óumar Verðandi hf. giAL ile^t óumar jjöldi jjrir ueturinn INDBIÐABÚÐ Jens P. Eriksen, Þingholtsstræti 15. gUittf óumar ! Olíuverzlun íslands hf. Kaffisala Sumardaginn fyrsta gangast Skógarmenn K.F.U.M. fyrir kaffisölu í húsi K.F.U.M. og K. til ágóða fyrir sumarstarfið í Vatnaskógi. Drekkið síðdegiskaffið J hjá skógarmönnum fyrsta sumardag. Styrkið sum- arstarfið. Samkoma Um kvöldið efna Skógarmenn til almennrar sam- komu í húsi félaganna. Fjölbreytt efnisskrá. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kaffi verður einnig framreitt eftir samkomuna. Stjórn Skógarmanna KFUM Vélritun Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir fyrsta flokks vél- ritunarstúlku síðari hluta maí-mánaðar. Stúlka, nýútskrifuð úr skóla með góða vélritunarkunnáttu kæmi til greina. Tilboð merkt: „Góður vélritari — 8062“, sendist af- greiðslu Mbl. fyrir laugardagskvöld. Aðalfundur Hafnarfjarðardeildar Rauða Kross íslands verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 30. apríl kl. 8.30. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. TIL LEIGU 2 herb. og eldhús í Vestur- bænum innan hitaveitusvæðis. Hentugt fyrir hjón eða litla fjölskyldu. — Láta verður í té ræstingu á tveimur stof- um á sömu hæð og nokkra aðra húshjálp. — Tilb. merkt: „120 — 8070“, með uppl. um atvinnu og stærð fjölskyldu, sendist afgr. Mbl. 2 LESBÓK BA RNA N. TA T ESBÓK BARNANNA Ævintýrið í hænsnastíunni EINU sinni var hani, sem sat á prikinu sínu og svaf. Þetta var um miðja nótt að vetri til. Sólin kom þess vegna mjög seint upp og haninn gat tekið lífinu rólega og sofið út á morgnana. Hann haliaði sér notalega upp að veggnum og bjó sig und- ir að sofa lengi — mjög lengi —. Allt í einu fékk hann kipp í annan fótinn, eins og hann var vanur, þeg- ar leið að rismálum og sólarupþrás og hann átti að fara að vekja fólk. — Kyki-li — — hróp- aði haninn, en tók sig á í miðju kafi, því þetta náði ekki nokkurri átt; hann mátti þó vita að ennþá var mið nótt. — Hvernig siturðu eig- inlega? spurði hænan, — þú ert næstum búinn að fella mig niður af prik- inu. — Óh, ég sem var alveg nýsofnuð. Hvað gengur eiginlega að þér? — Mér varð á að tala upp úr svefninum, svar- aði haninn. — Afsakaðu, og sofðu sætt, mín eigin yndislega gullhæna, ég skal ekki ónáða þig aft- ur. — Já, sofðu sætt, sagði hænan. — Það getur þú sagt. Mér kemur áreiðan- iega ekki dúr á auga, það sem eftir er nætur —, en ég hefi nú svo sem fyr verið andvaka án þess að kvarta. Svo þokaði hænan sér örlítið burt frá hananum, andvarpaði þungan — og sofnaði samstundis. Haninn sat eins kyrr og honum var unnt, en svo sýndist honum slá bjarma á gluggann, og alveg ó- sjálfrátt varð honum á að teygja úr báðum, löngu fótunum sínum. — Kyki-li--------! hróp aði hann og ætlaði ein- mitt að fara að baða vængjunum, þegar honum flaug í hug, hversu heimskulegt það væri að fara að gala um miðja nótt. — Úh! sagði hænan. — Það er ekki neinu líkt, hvernig þú lætur. Hvað í ósköpunum gengur nú á fyrir þér? — Mér sýndist birta fyr- ir utan gluggann, sagði haninn. -— Hvernig á ég að þola þetta? sagði hænan. — Konan á bænum segir, að ég skuli fara í pottinn, ef ég fari ekki fljótlega að verpa. En hvernig á ég að geta verpt, þegar ég iæ aldrei andartaks ró? Nú má ég sitja uppi andvaka það sem eftir er nætur. En ég er svo sem ekki óvön að verða að þola andvökunótt án þess að kvarta. Síðan flutti hún sig enn þá lengra frá hananum —, og sofnaði þegar í stað. Hananum þótti þetta óttalega leiðinlegt. Hann klemmdi tærnar um prik- ið, lokaði augunum og lagði vængina fast upp að síðunum. Nú mátti hann ekki oftar heimska sig á þessu kjánalega gali. En — skyndilega varð albjart fyrir utan glugg- ann, eins og af rísandi sól, haninn teygði sig og reigði og sló út vængj- unum og galaði fullum hálsi: — Kyki-li-i-i!! Hænan varð svo hrædd, að hún missti egg beint niður á gólfið, og nú þýddi henni ekkert að kvarta og vera úrill. Haninn galaði aftur og aftur, unz dyrn- ar að stíunni lukust upp og maðurinn á bænum kom inn. — Hvað gengur hér á? spurði hann. — Kyki-li-i-i, galaði haninn, og allt í einu hljóp maðurinn í hendings kasti af stað. Fyrir utan gluggann á hænsnastíunni var eldur í stórum haug af hefilspónum. Þaðan kom ljósið, sem haninn hafði séð. Til allrar hamingju gat maðurinn slökkt eldinn, áður en nokkur skaði hafði skeð. En allur bær- inn hefði verið í hættu, ef haninn hefði ekki ver- ið svona árvakur. Daginn eftir gat maður- inn ekki nógsamlega lof- að hanann, og konan dekr aði við hænuna, af því að um nóttina hafði hún verpt eggi. Nú haldið þið sjálfsagt, að hænan hafi beðist af- sökunar, af því að hún var svona úrill um nótt- ina. En það var nú eitt- hvað annað. Hún gat ekki um annað talað, en eggið sitt, sem hún hafði misst á gólfið. Það var pó nokk- uð að tala um! Hún gat alltaf verpt eggjum, svo hananum fannst engin ástæða til að harma, að hann hafði vakið hana og með því eyðilagt eitt egg. Því höfðu þau þó ráð á að fórna. Haninn lofaði henni bara að klaka —. Skyldi hún ekki mega það! Var hann ekki marg- sinnis búinn að sýna það, að hann var húsbóndinn á heimilinu —, sannur hani! Æ SYSTKININ á Hóli hétu Áslaug og Gunnar. Þegar þessi saga gerðist var Ás- laug sex ára, en Gunnar fjögurra. Systkinin léku sér alltaf saman. Einn dag um sumarið voru þau eins og oft endra nær að leika sér úti á túninu. Þau höfðu farið alllangt frá bænum og hlupu nú eins hratt og þau komust lengra og lengra, því alltaf bar eitt- hvað nýtt fyrir augu þeirra og lokkaði þau lengra að heiman. Loks voru þau orðin þreytt og lögðust niður í grasið til að hvíla sig. Það var logn og glaða sólskin, og var börnunum því mjög heitt. Þegar þau höfðu hvílt sig þarna nokkra stund, sá Áslaug, hvar kona kom onctn i til þeirra. Hún var mjög 1 fögur og vel búin, og tal- aði til barnanna hljóm- þýðri röddu. Hún bauð þeim að koma með sér inn * í húsið sitt og benti á hól ekki langt fjarri. Börnin urðu hálf hrædd, því nú skildu þau, að þessi fal- lega og vel búna kona var ekki mensk, heldur álf- kona. Konan var þó þang- að til að, að hún fékk þau inn með sér og leiddi hún þau í hólinn. Var þar mjög skrautlegt inni. Álf- konan gaf þeim margt fallegt. Áslaugu gaf hún afar fallega brúðu, en Gunnari stóran og falleg- an bíl. Tíminn hjá álfkonunni leið fljótar, en þau héídu, og var dagurinn að kvöldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.