Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 24. apríl 1958 Hundalíf Camansaga eftir Francoise Sagan MONSIEUR Ximenestre var líkastur teikningu eftir skrípa- teiknarann Chaval. Hann var gild vaxinn og deyfðarlegur á svip, annars allra geðugasti náungi. Þessa dagana, fyrstu dagana í desember, gekk hann þó um með þvilíkan sorgarsvip, að alla góð- hjartaða vegfarendur dauðlang- aði til að gefa sig að honum. Áhyggjur hans stöfuðu af þvi að nú var farið að líða að jólum, og i þetta sinn hugsaði Monsieur Ximenestre til þeirra með skelf- ingu, þó hann væri annars prýði- lega vel kristinn. Hann átti nefni lega ekki grænan eyri til að gleðja frú Ximenestre, sem var ákaflega fíkinn í gjafir, ónytjung inn hann Karl son sinn og Ágústu dóttur sína, sem var snillingur í calypsodansi. Hann átti ekki grænan eyri, þannig var nú ástatt. Og engin von um launa- hækkun eða lán. Án þess að frú Ximenestre eða börnin hefðu hugmynd um það, var hann bú- inn að fá hvorttveggja, svo að sá sem átti í rauninni að vera stoð og stytta fjölskyldunnar gæti lagt rækt við nýjan löst og full- nægt hinni skelfilegu spilafýsn sinni. Hér var alls ekki um að ræða þessi venjulegu áhættuspil, þar sem peningarnir velta á græna teppinu eða þar sem veðhlaupa- hestarnir hlaupa sig sprengmóða á öðru grænu teppi, heldur var þetta hingað til óþekkt fyrir- brigði í Frakklandi, sem var þó því miður í tízku í kaffihúsi nokkru í 17. hverfi borgarinnar, þar sem Monsieur Ximenestre var vanur að fá sér glas af ver- mouth á leiðinni heim á kvöldin. Þetta var píluspil, en í því voru notuð blástursrör og þús. franka seðlar. Allir föstu gestirnir urðu alveg vitlausir í það, að undan- skildum einum, sem varð að hætta af því hann átti vanda til að fá ónot fyrir hjarta.Utan um þennan æsandi leik, sem einhver Ástralíumaður, ókunnugur í hverfinu, hafði flutt inn, mynd- aðist fljótlega nokkurs konar lok aður klúbbur, sem hafði aðsetur sitt í bakherberginu, þar sem billiardborðinu hafði verið út- hýst vegna eldlegs áhuga eigand- ans á þessum nýja leik. í stuttu máli sagt, Monsieur Ximenestre var búinn að gera sig gjaldþrota á þessu, þrátt fynr góðar horfur í upphafi. Hvað átti hann að gera? Hvar gat hann ennþá fengið lán til að kaupa kventöskuna og plötuspilarann og til að greiða fyrstu afborgun- ina í mótorhjóli, sem hann fann sig knúinn til að gefa, eftir að hafa verið gefið það ótvirætt í skyn við matarborðið. Dagarnir liðu, allra augu fóru að ljóma af eftirvæntingu, og jafnvel snjór- inn fór að falla til jarðar með gleðibragði. Monsieur Ximen- estre varð fölur yfirlitum og ósk- aði þess af heilum hug að hann snöggvast í hug að ræna ein- hvern. Til ajlra : þamingju féll liapn j fljótióga frá þéirrL hug- mynd'. ilarta' þfumip.aði' að stað með s^ajtegú óg löðsveipú’ göpgu>* lafei, '^s ðg bjðni;;'og' li,-i|naðr aíg lolíten á bekk, jsvo áð brátj vkr tööán oiðinn líkastur -snjó-! karli í hrífýnfíi: Úmhagsúnin um pípúnáí skjalatöskuna og rauða bindið (það gæti hann reyndar aldrei látið sjá sig með), sem hann vissi að beið hans heima, fyllti mæli örvílnunar hans. Nokkrir rjóðir vegfarendur gengu framhjá, léttir í spori, með fullt fangið af pökkum, sem sagt fjölskyldufeður sem báru nafn sitt með rentu. Rétt hjá Monsieur Ximenestre stanzaði bíll. Út úr honum steig regluleg draumadis með tvo seppa í eftirdragi. Mon- sieur Xímenestre, sem annars kunni vel að meta hið fagra kyn, horfði alveg hugsunarlaust á hana. En svo varð honum litið á hundana og skyndilega færðist fjörlegur glampi í augnaráðið. síðan nokkur hefði litið sig slik- um vinargugum. Það gekk honum til hjarta. Hahn starði biáum áug um ijimun hugfahginn f niójeit aúgu MeÁors, ög andartak,holfðu þeir Jhvofcá aiinan ~tneð :piegjan- legri’Wííiu. Medor varð fyrtt’í tíl að hrista þetta áf ’ sér. Hann tók aftUr til fótanna og spretturirtn hélt á- fram. Monsieur Ximenestre varð hugsað til vesaldarlega mjó- hundsins, sem hafði staðið við hliðina á Medor en hann ekki einu sinni litið við, þar sem honum fannst að hundar ættu að vera bústnir. Nú flaug hann blátt áfram heim á leið. Þeir stönzuðu aðeins andartak í kaffi- húsi, þar sem Monsieur Ximen- estre fékk þrjú glös af toddý og Medor þrjá sykurmola, sem kona eigandans gaf honum í samúðar- skyni: „Þessi vesalingsskepna, sem ekki á einu sinni kápubleðil í öðru eins veðri.“ Monsieur Ximenestre stundi, en svaraði engu. yrði nú veikur. En það bar engan árangur. Þegar Monsieur Ximenestre fór að heiman á aðfangadagsmorgun, fylgdu allra augu honum með vel þóknun, því frú Ximenestre hafði ekki ennþá orðið vör við hina dýrmætu og langþráðu pakka, þrátt fyrir ýtarlega leit á hverj- um degi. ,,Það er mál til komið“, hugsaði hún með beiskju, en án þess að hafa af því nokkrar áhyggjur. Þegar Monsieur Ximenestre var kominn út á götu, vafði hann treflinum þrisvar utan um niður andiitið á sér og flaug þess vegna Blómadagur — Barnadagurinn er í dag — Til styrktar deginum eru blómabúðirnar opnar í dag frá kl. 10 til 2. Félag blómaverrlana í Reykjavík. Húsnæði óskast tii kaups Átthagafélag hefur í hyggju að kaupa 35—75 ferm. húsnæði til geymslu á bókum og öðrum eignum fé- lagsins. Mætti vera ófullgerður kjallari eða þvíum- líkt. Uppl. í síma 11275 og 19010. Hann burstaði srrjóinn af hnján- um á sér, reis snöggt á fætur og rak upp óp, sem kafnaði í snjó- skriðunni af hattinum hans, um leið og hún féll niður yfir augu hans og háls. — í hundageymslu lögreglunn- ar, hrópaði hann upp yfir sig. Geymsla lögreglunnar fyrir óskilahunda var fremur óhugnan legur staður. Hún var yfirfull af aumingjalegum, eirðarlausum hundum, og það var ekki laust við að þeir skytu Monsieur Ximenestre ofurlítið skelk í bringu. Loks valdi hann sér hund af fremur óvissum uppruna og allblendinn að lit, en hann hafði vinaleg augu að því er virtist. Monsieur Ximenestre duldist ekki að það þyrfti óendanlega virtaleg augu til að koma í stað- inn fyrir kventösku, plötuspiia'-a og mótorhjól. Hann skírði þenn- an feng sinn á stundinni Medor og hélt út á götuna með hann í snæri. Fögnuður Medors brauzt út i ofsafengnum ákafa, sem Mon- sieur Ximenestre varð að taka þátt í nauðugur viljugur, þyi hann var algerlega óviðbúinn öðrum eins þrótti í einum hundi. Hann fann sig dreginn nokkur hundruð metra á hröðu skokki (því það var langt síðan hægt hefði verið að tala um Monsieur Ximenestre á harða spretti), og að lokum rakst hann á vegfar- anaa, sem þusaði eitthvað um „þessi bölvuð kvikindi". Mon- sieur Ximenestre fannst eins og hann væri dreginn áfram á snjó- skíðum og datt í hug að kannske væri réttast að sleppa spottanum og halda heim. En Medor, útatað- ur í snjó og óhreinindum. flaðvaði gjammandi upp um hann með ákafa, og þá stundina fannst Monsieur Ximenestre heil eilifð Medor færðist allur í aukana við sykurátið, en sá sem barði að dyrum á heimili Ximenestre- hjónanna var líkari vofu en manni. Frú Ximenestre opnaði, Medor þusti inn og Monsieur Ximenestre féll kjökrandi af þreytu í faðm konu sinnar. — Hvað er þetta eiginlega? brauzt út úr frú Ximenestre. — Það er Medor, sagði Mon- sieur Ximenestre, og í örvænt- ingu sinni reyndi hann að bæta við: Gleðileg jól, elskan mín. — Gleðileg jól? Nú, gleðileg jól, svaraði frú Ximenestre með erf- iðismunum. En hvað á þetta að þýða? — Það er þó sá 24. í dag, er það ekki? hrópaði Monsieur Ximeu- estre, og var nú aftur orðmn sjálfum sér líkur í hlýjunni og öruggu skjóli. Jæja! Me6ov er jólagjöfin mín til þín, til ykkar, bætti hann við, þegar börnin komu út úr eldhúsinu og ráku upp stór augu. Ég færi ykkur Medor í jólagjöf. Og hana nú! Að svo búnu gekk hann ákveðn um skrefum upp í herbergið sitt. I Þar hneig hann samstundis niður á rúmið og tók pípuna sína, pípu frá fyrri heimsstyrjöldinni, sem hann var vanur að segja að hefði „Séð sitt af hverju“. Hann tróð í hana með skjálfandi fingrum, ! kveikti í henni, breiddi vatttepp- ið yfir fæturnar og beið eftir árásinni. Það leið ekki á löngu áður en frú Ximenestre kom inn í her- bergið til hans, náföl, næstum óhugnanlega föl, hugsaði Mon- sieur Ximenestre með sjálfum sér. Hans fyrst viðbragð var að hegða sér eins og hann væri í skotgröfunum. Hann reyndi að hverfa alveg undir vattteppið ... Það sást ekkert af honum útund- an því nema einn af þessum fáu hárlokkum hans og reykurinn úr pipunni. En frú Ximenestjce var svo reið að hún þurftx ekki meira al'honupr en þetta. Viltu gjöra svo vel og aegja mér hvaða ixuhdiir þétta éi'.eigin- lvga? ■ ' í? ■ . V — Það er éinhvers konar belg- ískur fjáírhundur, held ég, svar- aði Monsieur Ximénestre veikum rómi. — Einhvers konar belgískur fjárhundur? (Frú Ximenestre hækkaði röddina um eina áttund í reiði sinni) Veiztu á hverju sonur þinn átti von í jólagjöf? Og hún dóttir þín? Ég veit svo sem að ég skipti ekki máli ... En þau? Og svo færirðu þeim þessa hræðilegu skepnu! Medor kom einmitt inn í þess- um svifum. Hann stökk upp í rúmið til Monsieur Ximenestre, hjúfraði sig niður hjá honum og lagði trýnið á kollinn á honum. Viðkvæmnistár komu fram í augun á vini hans, en þau sáust til allrar hamingju ekki fyrir vattteppinu. — Þetta finnst mér of langt gengið, sagði frú Ximenestre, hefurðu nokkrar sannanir fyrir því að hundurinn sé ekki óður? — Þið væruð þá tvö um það, svaraði Monsieur Ximenestre kuldalega. Þetta hræðilega tilsvar varð til þess að frú Ximenestre hafði sig á brott. Medor sleikti húsbónda sinn og sofnaði svo. Um mið- nættið fóru eiginkona og börn Monsieur Ximenestre til jólamess unnar, án þess að gera honum aðvart. Honum varð hálfórótt, og þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í eitt, ákvað hann að skreppa snöggvast út með Medor. Hann setti upp stóra trefilinn sinn og rölti í áttina ti! kirkjuon- ar. Medor þurfti að snuðra í öll- um útidyrum. Kirkjan var troðfull, og til- raunir Monsieur Ximenestre til að opna hurðina báru ekki ár- angur. Hann beið því uti í snjón- um fyrir framan kirkiudyrnar, þar sem sálmasöngur hinna guð- hræddu barst honum til eyrna. Medor togaði svo fast í bandið að Monsieur Ximenestre varð að lokum að setjast og binda hann við fótinn á sér. Kuldinn og geðshræringin höfðu smám sam- an sljófgað svo mjög huga hans, sem reyndar var sljór fyrir, að hann hafði ekki lengur hugmynd um hvað hann var eiginlega að gera þarna. Þegar hinir sár- svöngu kirkjugestir fóru að hraða sér út úr kirkjunni, kom straum- urinn að honum algerlega óvið- búnum. Hann hafði ekki einu sinni tíma til að rísa á fætur og leysa spottann, áður en hrópað var með unglegri röddu: — Nei sko fallega hundinn' Ó, vesalings maðurinn! Bíddu, Jean-Claude! Og hundrað franka peningur datt í kjöltu Monsieurs Ximen- estre, þar sem hann sat alveg utan við sig. Hann reis stamandi á fætur, en sá sem kallaður var Jean-Claude gaf honum hrærð- ur annan pening og óskaði honum gleðilegra jóla. En ... heyrið þér mig, stamaði Monsieur Ximenestre. Allir vita hvað góðgerðarsemi getur verið smitandi. Allir hinir guðhræddu kirkjugestir, eða næstum allir sem komu út um hægri hliðardyr kirkjunnar, réttu Monsieur Ximenestre og Medor ölmusu. Monsieur Ximen- estre stóð þarna þakinn snjó og alveg ringlaður, og reyndi ár- angurslaust að fá þá ofan af því, Frú Ximenestre og börn henn- ar höfðu farið út um vinstri hliðardyrnar og haldið heim til sín. Monsieur Ximenestre kom skömmu á eftir heim, bað af- sökunar á þessu spaugi, sem hann hefði haft í frammi fyrr um daginn, og fékk hverju þeirra jafnvirði tilheyrandi gjafar. Það ríkti glaumur og gleði við jóla- borðið. Eftir matinn fór Monsieur Ximenestre í bólið, ásamt Medor, sem hafði etið yfir sig af kalkún- inum, og brátt sváfu þ.eir báðir svefni hinna réttlátu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.