Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. aprí' 1958
Monarwnr4 ð 1Ð
3
Á oð gera samvinnufélögin
svo til skattfrjáls ?
EINS og áður hefur verið sagt
frá hér í hlaðinu, liggur nú fyr
ir Alþingi frumvarp, flutt af
ríkisstjórninni, um breytingar á
samvinnufélagalögunum. Er þar
lagt til, að fellt verði niður það
ákvæði laganna, sem skyldar fé-
lögin til að greiða árlegt tillag
af óskiptum tekjum sínum í vara-
sjóð. Þá er gert ráð fyrir því í
frumv, að arður af viðskiptum
við utanfélagsmenn renni í stofn
sjóð (eins og nú er), en hins
vegar skuli heimilt að ðraga áð-
ur frá opinber gjölð af arðinum.
Allsherjarnefnd neðri deildar
Alþingis hefur haft frumv. til
athugunar. Varð hún ekki sam-
mála — stjórnarliðar vilja sam-
þykkja frumv, Sjálfstæðismenn-
irnir (Björn Ólafsson og Bjarni
Benediktsson) vilja láta fella
það. Segja þeir, að verði frumv.
samþykkt, sé sýnilegt, að sam
vinnufélögin geti komið sér und-
an allri skattgreiðslu til ríkis
sjóðs, nema af þeim óverulega
hagnaði, sem stafar af viðskipt-
um utanfélagsmanna.
Nefndarálit Sjálfstæðismanna
er á þessa leið:
„Samkvæmt gildandi lögum
eiga samvinnufélög að greiða
8% í tekjiuskatt af skattskyidum
tekjum, auk stríðsgróðaskatts, er
þau eiga að greiða sem aðrir
gjaldendur. Skattskyldar eru þær
tekjur félaganna, sem lagðar eru
í varasjóð. Nú verða þau samkv.
24. gr. laga um samvinnufélög
að greiða minnst 1% af sölu
keyptra vara og afurða í vara-
sjóð og aðra óskiptanlega sjóði.
Og nú rennur allur hagnaður af
viðskipíum við utanfélagsmenn
einnig í varasjóð. Það, sem á
þennan hátt er lagt í varasjóð ár-
lega, er nú skattskylt að % hlut-
um. Það, sem félögin leggja í
stofnsjóð eða úthliuta til félags-
manna, er ekki skattskylt.
Ef frumvarpið er samþykkt ó-
hreytt, fellur niður skylda félag-
anna til að leggja ákveðinn hluta
af tekjum sínum í varasjóð. Þeim
er í sjálfsvald sett, hvers konar
ákvæði þau setja um greiðslur í
varasjóð, að undanteknum hagn-
aði af utanfélagsmannaviðskipt-
um. Þau geta því, ef þeim sýnist
svo, lagt allar tekjur í stofnsjóð,
sem er að vísu cign félagsmanna,
en hann er skattfrjáls. Á þann
hátt geta félögin komizt hjá því
að greiða nokkurn skatt af tekj-
um nema þeim, sem koma af
viðskiptum utanfélagsmanna. En
skýrslur félaganna um þau við-
skipti hafa jafnan verið taldar
mjög ófullkomnar.
Ákvæðum um skattskyldu fé-
laganna af viðskiptum utanfé-
lagsmanna verður einnig breytt.
Að vísu á þessi hagnaður að
leggjast í varasjóð, en áður skulu
frá honum dregin öll opinber
gjöld, sem á hann leggjast. Með
öðrum orðum: Félögin fá með
þessu sérstaka frádráttarheimild
á sköttum frá tekjum, sem engir
aðrir skattþegnar hafa.
Verði frumvarpið samþykkt, er
sýnilegt, að samvinnufélögin geta
komið sér hjá allri skattgreiðslu
til ríkissjóðs nema af þeim ó-
verulega hagnaði, sem stafar af
viðskiptum utanfélagsmanna.
Frumvarp þetta er stjórnar-
frumvarp, en fyrir þinginu ligg-
ur frumvarp um breytingu á
skattgreiðslu félaga, sem einnig
er flutt af ríkisstjórninni. Samkv.
því frumv. er hlutafélögum og
HermálaráSherrann
vill kynnast belur
samvinnufélögum ætlað að greiða
einn skatt, 25%, af tekjum sínum.
Samvinnufélögin eiga því að
greiða sama skatt og hlutafélög,
ef það frumvarp verður sam-
þykkt. En sá böggull fylgir
skammrifi, eins og hér hefur ver-
ið sýnt fram á, að samvinnufé-
lögunum er að mestu leyti í sjálfs
vald sett, hversu miklar tekjur
þau telja fram til skatts. Yrði því
ákvseðið um 25% skatt aðeins til
að sýnast og skapar meira mis-
rétti í þessum efnum en nokkru
sinni áður.
Við gerum því að tillögu okkar,
að frumvarpið verði fellt og sam
vinnufélögin telji fram tekjur
sínar á sama hátt og verið hefur“.
Sten von Euler-Chelpin.
Si'érnarliðið reynir
að svæfa frumvörp
(>"« menninaarmál
ÁÐUR en gengið var til dagskrár
á fundi neðri deildar Alþingis
á þriðjud., kvaddi Bjarni Bene-
diktsson sér hljóðs. Minnti hanná,
að snemma á þessu þingi flutti
hann 3 frumvörp, sem enn hafa
ekki verið afgreidd, þótt þau hafi
legið lengi hjá nefnd og tekið sé
að styttast til þingloka.
Hér er um að ræða frumvarp
um, að laun fastra kennara við
löggilta skóla, sem starfa á veg-
um einstakra manna eða stofn-
ana, skuli greidd úr ríkissjóði.
Minnihluti menntamálanefnd-
ar skilaði áliti um frumv. 17.
desember sl. og mælti með því.
J afnframt tekur minnihlutinn
fram, að meiri hluti nefndarinn-
ar sé ófáanlegur til að afgreiða
frumv. Við þetta situr enn.
Hin frumvörpin tvö fjalla um,
að fjár til menningarsjóðs skuli
aflað með því að leggja til sjóðs-
ins hluta af gróða áfengisverzl-
unarinnar, en ekki með því að
leggja gjald á aðgöngumiða að
kvikmyndasýningum, eins og
ákveðið var í fyrra.
Bjarni bar fram kröfu um, að
frumvörp þessi yrðu tekin á dag-
skrá, og lofaði forseti að taka
það til athugunar.
SEM KUNNUGT er af fréttum
komu hingað til lands fyrir
skömmu þeir McElroy, hermála-
ráðherra Bandaríkjanna og
Twinning herráðsforingi. Segir
blað varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli ítarlega frá heimsókn
þeirri. Hafði McElroy m.a. lýst
ánægju sinni yfir komunni hing-
að, harmað hve viðdvölin væri
stutt að þessu sinni, en hann
kvaðst óska þess að fá betra tæki
færi síðar til þess að koma hingað
og öðlast nánari kynni af landi
og þjóð.
Hermálaráðherrann og fylgd-
armenn hans ræddu síðan við
íslenzka embættismenn, en í þeim
hópi voru Guðmundur í. Guð-
mundsson, utanríkisráðherra, Em
il Jónsson, forseti Sam. Alþingis,
Þórarinn Þórarinsson, fulltrúi fs-
lands hjá S.Þ. og ritstjóri Tím-
ans, Tómas Árnason, deildarstjóri
varnarmálaráðuneytisins og Hend
rik Sv. Björnsson, ráðuneytis-
stjóri.
Lárus Jolmsen
hraðskákmeistari
HRAÐSKÁKMÓTI íslands lauk
sl. þriðjudagskvöld. Efstur var
Lárus Johnsen með 11% vinning
og þar með hraðskákmeistari Is-
lands. Næstir urðu: Sigurgeir
Gíslason 10% v., 3.—4. Jón Páls-
son og Ingi R. Jóhannsson með
9% v., 5.—6. Sveinn Kristinsson
og Benóný Benediktsson með 8
v., 7. Gunnar Ólafsson 7%, 8. Jón
Kristinsson 7 v., 9.—10. Halldór
Jónsson og Ólafur Magnússon
6% v., 11. Stefán Briem með 6
vinninga og 12. Eggert Gilfer
með 5 vinninga.
Verðlaunaafhending úr Skák-
þingi íslands og hraðskákmótinu
verður að Café Höll á laugardag
kl. 2 e. h.
Miklar umræður
um Skálholt
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær urðu miklar umræður um
þá tillögu 14 þingmanna, að
biskup íslands skuli hafa aðset-
ur í Skálholti. Ýmis sjónarmið
komu fram, og varð umræðunni
ekki lokið. Nánar verður frá
henni sagt síðar hér í blaðinu.
Sænsk^ bóka-
sýningin
SÆNSKA bókasýningin var opn-
uð í Bogasal Þjóðminjasafnsins
sl. laugardag. Sten 'von Euler-
Chelpin, sendiherra Svía á ís-
landi lýsti sýninguna opnaða
(efst). Hefir í alla staði verið
mjög vel til sýningarinnar vand-
að, og er raikill fengur að sýn-
ingunni fyrir bókfúsa íslendinga,
er kost eiga á því að skoða sýn-
inguna. Er sýningin haldin að til-
hlutan Svenska Bokförlággare-
föreningen, ísafoldarprentsmiðju
h.f. og Bókaútgáfunnar Norðra.
Þau eintök, sem á sýningunni eru,
eru ekki til sölu, en ísafoldar-
prentsmiðja og Norðri annast
pantanir á bókunum.
II keppendur í Víðavangs
hlaupi ÍR. í dag
Hörb keppni um 1. sætið en IR. sendir
eitt félaga fullskipaðar sveitir
VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer að
venju fram í dag og er þetta í 43.
sinn sem hlaupið fer fram. Hlaup-
ið hefst nú sem hin síðari ár í
Hljómskálagarðinum kl. 2 e.h.
og þar lýkur hlaupinu einnig á
að gizka 10—15 mín. yfir 2.
Sundmót ÍR á
mánud. og þriðju-
dag
SUNDMÓT ÍR fer fram n.k.
mánudags- og þriðjudagskvöld.
Meðal keppenda á mótinu er Dan
inn Lars Larsson sem náð hefur
beztum tímum Norðurlandabúa í
ár og Karin Larsson frá Svíþjóð,
sem er ein bezta sundkona Norð-
urlanda í ár. Aðalkeppinautar
þeirra verða Guðmundur Gísla-
son og Pétur Kristjánsson og
Ágústa Þorsteinsdóttir.
Síðari daginn verður keppt í
400 m skriðsundi og meðal þátt-
takenda Lars Larsson og Guð-
mundur. Verður tekin löglegur
millitími á Guðmundi við 200 og
300 m, en á þeim vegalengdum
hyggst hann reyna að hnekkja
ísl. metunum.
Keppendur að þessu sinni eru
11. Eru 6 þeirra frá ÍR, 2 frá KR,
2 frá UMF Selfoss og 1 frá UMF
Reykdæla. Sveitakeppnin, sem er
aðalkeppnin i hlaupinu verður
því ekki spennandi, því aðeins
IR sendir sveitir, en bikarar eru
veittir 3 manna sveit og 5 manna
sveit.
Keppnin um einstaklingssigur
í hlaupinu verður hörð ef að lík-
um lætur milli Kristjáns Jóhanns
sonar ÍR, Kristleifs Guðbjörns-
sonar KR og Hauks Engilberts-
sonar UMF Reykdæla sem sagð-
ur er mjög efnilegur.
Hlaupaleiðin er um 3000 metr-
ar og svipuð þeirri er í fyrra var
hlaupin. Brautin verður lögð kl.
10 og geta þátttakendur kynnt;
sér hana þá. En annars eiga þeir
að mæta ásamt starfsmönnum kl.
1,15 á íþróttavellinum.
STAKSTEIIMAR
„Sem bezt mátti verða‘‘
í Reykjavíkurbréfi var sL
sunnudag kveðið svo að orði:
„Það skal skýrt fram tekið, að
fulltrúar íslands í Genf hafa eftir
öllum fregnum að dæma haldið
svo vel á málum okkar suður
þar, sem bezt mátti verða. Ber
fúslega að viðurkenna, að ekki
var unnt að velja hæfari menn
til meðferðar málsins af íslend-
inga hálfu. Enda hafa þeir Hans
G. Andersen og Davið Ólafsson
unnið að málinu frá því að undir
búningur þess var fyrst hafinn
fyrir meira en 10 árum, og hefur
fulls samhengis gætt i málsmeð-
ferðinni út á við æ síðan.“
Þessi lofsyrði Morgunblaðsins
eru sannmæli svo sem sjá má
af hinum ýtarlegu fregnum, sem
Morgunblaðið eitt blaða hefur
birt af Genfarráðstefnunni að
undanförnu. Þar hefur daglega
mátf fylgjast með afburða góð-
um málflutningi okkar mnnna
suður þar. Þegar þetta er hug-
leitt, þá sést að það er réttnefni,
sem málgagn utanríkisráðherra
hefur í gær valið forystugrein
sinni, en hún hljóðar svo í heild:
„Úr hörðustu átt
Tíminn svarar í gær þeim um-
mælum Morgunblaðsins á sunnu
dag, að íslenzki málstaðurinn
hafi ekki verið túlkaður nógu vei
á ráðstefnunni í Genf. Þar segir
svo:
„í Reykjavíkurbréfi Mbl. á
sunnudaginn er nokkuð rætt um
landhelgismálið og m. a. látið í
það skína, að sjónarmið fslands
hafi ekki verið túlkað nægilega
vel á erlendum vettvangi. T. d.
segir þar á þessa leið:
„Ef íslenzkir valdamenn hefðu
eytt broti af þeirri orku, sem
hefur farið í öflun samskotalán-
anna, til að útskýra þýðingu fisk
veiðilandhelginnar fyrir sam-
starfsþjóðum okkar í Atlants-
hafsbandalaginu, þá væri aðstaða
okkar styrkari“.
Eins og kunnugt er, hefir ís-
land haft þrjá fasta fulltrúa á
ráðstefnunni í Genf, þá Hans
Andersen, Davíð Ólafsson og Jón
Jónsson. — Hlutverk þeirra hefir
ekki aðeins verið að kynna mál-
stað íslands á ráðstefnunni, held-
ur og fyrir hinum einstöku sendi
nefndum.
Ummæli Mbl. virðist helzt að
skilja þannig, að þessir menn
hafi ekki sinnt hlutverki sinu
nógu vel, og að hin furðulega
tillaga Bandaríkjanna kunni því
að vera sprottin af óljósum upp-
lýsingum um afstöðu íslands.
Það er illt verk hjá Mbl. að
ætla að skella sök Bandaríkjanna
a sendimenn okkar í Genf. Við
þurfum nú mest á því að halda
að standa saman um þessi mál
og eigum heldur að fylkja liði
saman en að vera að ófrægja þá,
sem verið hafa okkur til fyrir-
svars“.
Við þetta er því einu að bæta,
að ummæli Morgunblaðsins koma
sannarlega úr hörðustu átt.“
Svona hljóðaði forystugrein AJ
þýðublaðsins i gær.
Guöspekiíelagið fær lóð
Á FUNDI bæjarráðs, sem hald-
inn var á þriðjudaginn, var lögð
fram umsögn samvinnunefndar
um skipulagsmál varðandi erindi_
Guðspekifélags íslands, en það j til
hefir sótt um lóð til bæjarins.
Bæjarráð samþykkti að veita fé-
laginu fyrirheit um lóð á horni
Miklubrautar og Stakkahlíðar.
Sök bítur sekan
Með þvilikum málflutningl
Tímans og Alþýðublaðsins eru
mennirnir, sem bera ábyrgð á
samskotaláninu að reyna að
koma sinni eigin ófremd á al-
saklausa menn.
Hvert orð, sem Morgunblaðið
hefur sagt um þessi efni er rétt.
Sendinefnd íslands hefur staðið
sig með ágætum. en rikisstjórnin
á eftir að skýra frá þvi, hvað
hún gerði sjálf til að undirbúa
ráðstefnuna með málaleitunum
annarra vinveittra ríkis-
stjórna. Skal því þó ekki trúað
að óreyndu, að sá undirbúningur
hafi alveg verið látinn undan
fallast.