Morgunblaðið - 24.04.1958, Side 17

Morgunblaðið - 24.04.1958, Side 17
Fimmtudagur 24. apríl 1958 MORCUNBT. AÐIÐ 17 I Willy‘s Jeep ‘55 Willys jeppi, smíðaár 1955, í fyrsta flokks lagi og með vönduðu húsi er til sölu. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 28. þ.m. merkt: Willy’s Jeep — 1955 — 8075. Þorsteinn Eggertsson: Einn dagur að Laugarvatni LAUGARDAGUR 15. marz 1958. Ég hrekk upp við það, að vekj- araklukkan hringir um hálfátta leytið. Ég leggst á bakið í rúm- inu og reyni að koma taugunum í samt lag aftur, því að vekjara- klukkan truflar þær venjulega á þessum tíma dags. Síðan sný ég mér upp í horn aftur og jafna mig eftir taugaáfallið! En ég má Ingimar Eydal við píanóið. Ingi- mar er einn af beztu skemmti- kröftum skólans. víst ekki liggja lengi í bælinu, því að skyldan kallar. Nokkrum mínútum fyrir átta, þegar öll skilningarvitin eru nokkurn veg- inn komin á sinn stað, byrja ég að klæða mig, vinn verkið í smáskorpum og dreg ýsur þess á milli. Og loksins um áttaleytið drattast ég upp í skóla, en þangað er örstutt leið. — Venjulega fer kennslan í fyrsta tímanum inn um annað eyrað, en út um hitt hjá nemendum, því að oft- ast, er maður grútsyfjaður og óviðbúinn. En hvað um það, Kristján Cuðlaugssoa hæst&réttarlögmaður. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5, Austurstræti 1. — Sími 13400. Úr matsal héraðsskólans. Saumastúlkur HRINOUNUM frA C/ U þegar sá tími er úti, er snæddur hafragrautur niðri í borðstof- unni. Og síðan heldur kennslan áfram til klukkan fimmtán mín- útur yfir tólf. En þá er matar- tími. Já og það er nú matartími í lagi. Allir eru að flýta sér, því að í matartímanum er heimsókn- artími milli kynja. Og þó að heimsóknartíminn sé misnotað- ur, þá hefur maður alltaf nóg annað að gera. Og af því að það er laugardag- ur í dag, þá er skólinn búinn. Fólk fer heim, hver og einn hefur nóg að gera fram að kaffi- tíma. En þegar kaffitíminn kem ur, þá veit maður líka af því. Allir eru að flýta sér, eins og venjulega, og „þjónarnir“ hafa varla við að bera kaffi og kökur á borð. Frá kl. 5—6,45 er alveg þögult tímabil. Þá er lestrartími og eru þá námsmenn á kafi í bók um sínum, því að ekki veitir af. Það er svo kyrrt stundum að jafnvel má heyra „menn hugsa og saumnálar detta“ í nemenda- bústöðunum. Og svo að loknum kvöldmat, sem kemur strax á eftir lestrartímanum, þá má allt- af búast við einhverju skemmti- legu; svo sem, bíói, dansleikum, málfundum, skemmtikvöldum, Frá árshátíð héraðsskólans. körfuknattleik, íþróttamótum og jafnvel leikriti. Allt fer þetta eftir því hvaða dagur er. En að jafnaði verða nemendur að vera komnir inn kl. 10, því að þá er nemendabústöðunum lokað. Já, hver dagur er öðrum ólík- ur hér á Laugarvatni. Hér er al- gert áfengis- og tóbaksbindindi, og er það mjög strangt. Laugar- daginn 1. marz var árshátíð Héraðsskólans. Ekki kom eins margt fólk og í fyrra vegna slæmrar færðar. —Mikill íþrótta- og ljósmyndaáhugi er hér í skól- anum og á Vilhjálmur Einarsson, íþróttamaður, þar mikinn hlut að máli. Vilhjálmur er nú kenn- ari við skólann. Veðrið hefur (Ljósm.: Birgir Bragason) verið svona upp og niður eins og gengur og gerist upp á síð- kastið. Snjór hefur verið yfir Laugarvatni það sem af er ár- inu. Ég hef ekki meira að segja Héraðsskólanum að Laugarvatni. núna og þess vegna hætti ég að skrifa í bili. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Þungavinnuvélat Sími 34-3-33 STEFÁN PÉTURSSON, hdl., Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 7. — Sími 14416. _____ Heima 13533. Gísli Einarsson héraðsdóinslögmaður. Málfiutningsskrifstofa. I.augavegi 20B. — Simi 19631. HÖRÐUR Ót.AFSSON málflutningsskrifstofa. Löggiltur dóntúlkur og skjal- þýðandi í ensku. — Austurstræti K a u p i ð barnadagsblómvendina hjá okkur. — Opið í dag frá kl. 10—2 Blóm & Ávexfir — / pakkhúsi Framh. af bls. 11. ið fram úr geymslu sinni, sem er horn pakkhússins uppi á lofti, Það er hlaði af gólfborðum, hrúga af bekkjarfótum og kassi með búninga, hliðartjöld og annan leiksviðsútbúnað. ýmislegt er einnig geymt hjá leikurunum, en það, sem til vantar að fullbúa leiksviðið, er fengið að láni hjá góðum samborgurum, svo sem húsgögn, myndir o. fl. Margt þarf nú að gera: Smiðir smíða, konur sauma og leiktjalda- málararnir taka til starfa, þeir Árni læknir og Popp kaupmað- ur, krakkar eru á þönum milli húsanna í þorpinu og út í búð til að sækja það, sem vantar. Eru þau fúsir sjálfboðaliðar til allra starfa. Allir hjálpast að, allt er á ferð og flugi, allir eru fullir eftirvæntingar, ungir og gamlir. Brátt er svo leikhúsið fullbúið, Og þegar sá stóri atburður gerist, að tjaldið er dregið frá, er hvert sæti leikhússins skipað. Menn þyrpast í Krókinn úr öllum sveit- um héraðsins; sumir koma ríð- andi glæra ísa, aðrir á sleðum, enn aðrir gangandi. Leikhúsið er fyllt kvöld eftir kvöld í heila viku. Þannig hófst Sæluvika Skag- firðinga". Rekja má nú í fáum dráttum hvað gamla félagið tók til sýn- ingar af leikritum. Árið 1889 er sýndur „Læknir gegn vilja sín- um“ og „Den Tredje“, hinn síð- ari leikinn á dönsku. Þá má nefna „Nýjársnóttina", sem leikin var 1890 og þá í sambandi við sýslu- fundinn og er það upphaf Sælu- viku Skagfirðinga. „Ævintýri á gönguför“ er leikið 1891 og „Andbýlingarnir" 1892. 1896 eru leiknir tveir leikir um sýslu- fundinn „Ævintýrið“ og „Skuggi“ og þá er verð aðgöngumiða á leiksýningar 50, 40 og 30 aurar. Húsnæðisvandræði valda því að félagið hættir störfum 1907. Síðar taka ýmis félög til starfa og drífa áfram leikstarfsemi á Sauðárkróki, svo sem Góðtempl arareglan, Ungmennafélagið Tindastóll og kvenfélög. öll gerðu þau þetta fyrst og fremst til ágóða fyrir þau málefni, sem þau börðust fyrir. Getið er margra merkra manna, er framarlega stóðu í þessari starfsemi hér, en ekki er rúm til að telja þá upp. Einnig yrði of langur listi að telja alla þá leiki, sem hér hafa verið settir á svið. Lengst af hafa húsnæðisvand- ræðin háð þessari starfsemi og það jafnvel allt fram á síðustu ár. Þeir eru margir sem minnast þess atburðar er „Gullna hliðið" var leikið hér fyrir nokkrum ár- um og þurfti félagíð þá að fá sér leigðan langferðabíl til þess að hafa fyrir „búningsherbergi" og þurftu leikararnir að hlaupa út úr húsinu og setjast inn í bíl- inn þegar þeir voru ekki að leika. Hin síðustu ár hefur þetta farið stórum batnandi þótt enn verði það ekki talið fullkomið. Félag- ið hefur nú tekið fyrir ýmis vandasöm og þroskandi verk. Það hefur notið um langt árabil for- ystu ágæts leikara og leikhús- manns, Eyþórs Stefánssonar og ber starfsemi félagsins öll merki þess hæfa manns. Ástæða væri til þess að nefna fleiri nöfn forystumanna og leik- ara þeirra Sauðárkróksbúa, en hér verður staðar numið að sinni. vig. Nokkrar vanar stúlkur geta fengið vinnu nú þegar. Ákvæðisvinna. Upplýsingar gefnar í verksmiðjunni, Brautarholti 22 (inngangur frá Nóatúni) á morgun, föstudag. Verksmiðjan Dúkur hf. TILLÖGUR um myndir í glugga Skalholtskirkju verða til sýnis í Iðnskólahúsinu, stofu nr. 202, í dag og á morgun kl. 2—7. Gengið inn frá Vitastíg upp einn stiga. Dómnefndin. TIL SÖLU Hus og íbúðir Höfum til sölu einbýlishús, 2ja íbúðahús, 3ja ibúða- hús og 2ja til 9 herb. íbúðir í bænum. Einnig nýtízku 4ra herb. hæðir 115 ferm., fokheld- ar með miðstöð og tilbúnar undir tréverk og máln- ingu. Fokhelda hæð 167 ferm., algjörlega sér o.m.fl. Mýja Fasteignasalan Sími 24300 — Bankastræti 7 „Trés BIEINT’... segir Fransmaðurinn þegar hann kemst í kræsingar .... ... .það segið þér líka þegar þér smakkið á GLÓÐAR STEKTU pylsunum hjá FROSTY Laugaveg 72.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.