Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVTSBL4Ð1Ð Fimmtudagur 24. apríl 1958 Nikita Krúsjeff var eitt sinn á ferð í Leningrad og kom þar í verksmiðju nokkra. Spurði hann mgan mann, er /ann þár,, um /innuskilyrði' og illa aðþúð. — V erkamaður inn ofaði allt há- stöfum og sagði, að þar væri ekki hægt að finna að nteinu, og fram- leiðsluafköstin væru þar gífurleg. „Hvern ertu að reyna að blekkja?" spurði Krúsjeff fokvondur. „Veiztu ekki, hver ég er? Ég er Krúsjeff". „Ég biðst auðmjúklega afsök- unar“, sagði verkamaðurinn. „Sjáið þér til. Ég hélt, að þér væruð meðlimur útlendrar sendi r.efndar“. Franska undrabarnið og skáld- ið Minou Drouet hefir nú heim- sótt New York. Auðvitað hlaut lún að tjá sig á sinn sérkenni- lega hátt í eyru aðdáenda sinna irestanhafs. Er hún sá hæstu byggingu í heim inum, Empire State bygging- ana, hrópaði aún upp yfir sig: — Nei, sjáið þið þennan risa- stóra hitamæli! Dýrlegt! Hann er sennilega notaður til að mæla hita himinsins? Fólk Þær Gina Lollobrigida og Sop hia Loren hafa beðið mikinn ó- sigur fyrir Beatrix Hollands- .« prinsessu. Fall- hlífarhersveitirn ar á herflugvöll- unum við Mar- ham í Norfolk hafa sem sé kjör ið Beatrix prins essu fegurstu stúlku í heimi. Beatrix fékk 65% af öllum greiddum atkvæðum, en Gina Lollobrigida var nr. 2 og varð að láta sér nægja 27%. Það hefir gengið á ýmsu um ævina fyrir Kitu Hayworth, en ánægjulegt er til þess að vita, að bún hefir, þrátt mme t % fyrir duttlung- ana til að bera töluverða kímni gáfu og sjálfs- gagnrýni. Ný- lega var hún stödd í Lundún- um ásamt nýj- |1 asta eiginmann- Wm. inum, James Hill. Er Rita var spurð að því, hvort þau hygðust setjast að í Englandi, svaraði hún: — Nei, við James höfum keypt indælt hús í Hollywood. Við höf- um þó enn ekki keypt okkur neina húsmuni, svo að fyrst í stað verða aðeins tveir forngrip- ir í húsínu — Jim og ég! Girardin, sem keypti mál- verkið, er listaverkasafnari, og sennilega hefir hann fundið á sér, að þessi ungi listamaður væri efnilegur. Girardin greiddi sem svarar 1 þús. ísl. kr. fyrir listaverkið, en nú er það metið á sem svarar 50 þús. ísl. kr. Með málverkum sínum af horuðum, í fréttunum Ungi, franski listmálarinn Bernard Buffet er þegar orðinn vellauðugur, þó að hann sé að- eins þritugur að aldri, og segja má, að honum hafi aðallega græðzt fé á þung lyndi sínu og svartsýni. Fyrir ellefu árum — þegar Buffet var 19 ára — varð 1 æ k n i r nokkur fyrstur til að kaupa af hon- um listaverk. Það var sjálfs- mynd Buffets. „Maðurinn með strokjárnið“. Dr. Maurice gráum og guggnum mannverum hefir Buffet aflað sér svo mik- illa auðæfa, að hann hefir m.a. haft efni á að kaupa sér höll í Provence. Höllin er frá Miðöld- um, og því var nauðsynlegt að gera á henni ýmsar breytingar, og hafa 80 verkamenn undanfar- ið unnið að því að endurbæta höllma. Þó að Buffet sé orðinn vel fjáður, slær hann ekki sloku við vinnuna. Hann þrælar bæði dag og nótt og hefir óteljandi mál- verk í takinu. Hann kvað vera farinn að líta bjartari augum á lífið og nota bjartari liti í list sinni. Skelfingar styrjaldarinnar — Þetta málverk eftir Buffet er haft til „skrauts" í einum salnum í höll listamannsins í Provence. HALLBJORG BJARNADÓTXIR Miðnœturskemmtun í Austurbæjarbíói laugard. 26. apríl kl. 11. Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri og í Austurbæjarbíói á morgun frá klukkan 12. Handavinnu og kaffikvöld heldur Sjálfstaeðiskvennafélaeið Kdda, Kópavogi, í Valhöll, mánudaginn 2«. apxii kl. 8.30 e.h. Kennt verður föndur o. fl. Stjórnin. Stúlka Dugleg stúlka, ca. 20 ára gömul getur fengið atvinnu á blaðafgreiðslu. Tilboð auðkend „Blaðaafgreiðsla“, sendist Mo*rgunblaðinu. Nú er komin fram á sjónar- sviðið ný ítölsk kvikmynda- stjarna, er þykir bera af öllum öðrum sinnar þjóðar. Þessi heillandi leikkona heitir Lorella de Luca, og nýlega er lokið kvik mynd, er hún leikur í. Kvikmynd in ber heitið Faðir okkar allra. Þetta er saga úr daglega lífinu, sem ítalskir lcvikmyndaleikstjór- ar hafa löngum þótt meistarar í að túlka á léreftinu. í þessari kvikmynd kvað ekki vera ein- blínt á hinar dekkri hliðár lífs- ins, en þess hefir oft gætt um of í ítölskum kvucmyndum. Meðal þekktra manna er nefna nv . sambandi við kvikmynd þessa eru: Vittorio de Sica, Franco Int- erlenghi og Marcello Mastroi- anni. Kirk Douglas kvartaði nýlega yfir því, að hann gæti ekki kom- ið í framkvæmd því áformi að & i | láta tvö víkinga- skip sigla yfir Atlantshafið frá Noregi til Banda ríkjanna. Átti þetta að vera liður í umfangs- miklum auglýs- ,, ingum á vikinga E kvikmyndinni, sem hann vann .va í Noregi sl. sumar. Fyrir skömmu fékk Kirk Doug- las tilboð frá Norðmanni, er var fús til að verða foringi fyrir slík. um leiðangri og bauðst til að manna skipin. Kirk Douglas hef- ir nú hafnað þessu boði Norð- mannsins í símskeyti. — Það gleður mig að verða þess var, að víkingaandinn er enn ekki útdauður í Noregi, en tilboðið kemur því miður of seint, sagði Douglas. 2ja—3ja herbergja ÍBÚÐ óskast til leigu í eitt ár frá 14. mai. Helzt í Laugarnes- hverfi eða í Kleppsholti. Fá- menn fjölskylda. Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. — Tilboð merkt: „2226—8059“, sendist Mbl. fyrir 26. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.