Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 3
Fostuðagur 10. okt. 1958 MORCVISBL 4 ÐIÐ 3 •a Þegar Electra lenti með íslenzku gestina. Salmon flugmaður reisti flugvéiina mjög og hafði hún nær misst ferðina, þegar hún nam við jörðu. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Electra — „jbað er eitthvað annað en að rembast við stýrið á Skymaster" Loftleiðir hafa færzt neðar á biðlistann, „en við verð- um að gera einhverjar ráðstafanir i millitiðinni" sagði Alfreð „MAGNAÐUR fjandi — dásam- legt verkfæri“, sagði Kristinn Olsen yfirflugmaður Loftleiða, er hann sat við stjórnvöl ELEC- TRA í 25,000 feta hæð suður af Reykjanesi laust eftir hádegi í gær. Þeir stóðu þarna í hnappi nokkrir elztu flugstjórar Loft- leiða og Jóhannes Snorrason, yfirflugmaður Flugfélagsins. „Það er bara hægt að hvísla að henni hvert hún á að fara — og svo getur maður farið og lagt sig“, sagði Smári Karlsson. „Þetta er svo létt, leikur í hönd- unum á manni, eins og lítill bíll“, sagði Magnús Guðmundsson. — „Já, það er eitthvað annað að rembast við stýrið á Skymaster", sagði Jóhannes Markússon. „Flugeiginleikarnir eru stórkost- legir, hún er þægileg fyrir far- þega — og enn betri fyrir flug- stjórann. Öryggið virðist svo mik ið, allt við hendina — allt sjálf- virkt — stórbrotið“, sagði Jó- hannes Snorrason. Þannig keppt- ust flugstjórarnir íslenzku um hver í kapp við annan við að hrósa þessum spánýja farkosti, sem í gær var sýndur Loftleiða- mönnum og öðrum gestum. Þeir tóku við stjórninni einn af öðrum, en við hlið þeirra sat yfirtilrauna flugmaður Lockheed verksmiðj- anna, heimsfrægur flugmaður, Herman R. Salmon að nafni. Hann hefur aðallega reynt orr- ustuþotur fyrir Lockheed verk- smiðjurnar, þar á meðal F-105A — og fyrstur manna varð hann til þess að fljúga flugvél, sem hefur sig lóðrétt til flugs. Hann er líka frægur fallhlífarstökkv- ari — og gerir það enn sér til dundurs — 45 ára gamall. Salmon brosti breitt þegar hann sá hrifningu íslendinganna — og hann fór að sýna þeim hvað ELECTRA gæti. Enda þótt lokað væri svo að segja fyrir olíugjöfina til þriggja hreyfla — þá var enga hljóðbreytingu að heyra — og allar skrúfurnar snérust með sama hraða. Sjálf- virk tæki sjá svo um, að snún- ingur allra skrúfanna sé jafn, enda þótt eldsneytisgjöfin sé mismunandi til hvers hreyfils um sig. Enda þótt flugvélin fái ekk- ert drifafl frá þeim hreyflum, sem dregið er úr þá breytist skurður skrúfublaðanna þannig sjálfkrafa, að hraði allra skrúf- anna er jafn. Og á einum hreyfli hækkar ELECTRA flugið furðusnöggt. Síðan gefur Salmon öllum hreyfl unum eldsnöggt fulla inngöf og ferðin eykst svo snöggt, „að það er eins og sparkað sé í kviðinn á manni“, eins og Smári orðaði það. Sama er að segja, þegar dreg ið er snögglega úr eldsneytisgjöf- inni, ..Það er eins og að hemla á bíl á 60“. Þrátt fyrir allar þessar hraðabreytingar heyrist enginn munur á hljóðinu frá hreyflun- um — það hækkar hvorki né lækkar — alltaf eins. Fyrir flugfróða er sennilega margt að sjá í stjórnklefa ELEC- TRA, en fávísir blaðamenn gera sér litla grein fyrir öllum þeim tækjum. Þó rekum við strax aug un í hlut, sem óvenjulegt er að sjá í flugstjórnarklefa á farþega- flugvélum. Það er ratsjáin. And- spænis báðum flugmannssætun- um er ratsjár sjónskífa og með að stoð ratarins geta flugmenn sneytt hjá óveðurskýjum — svo ekki sé minnzt á fjallatindana, sem stundum vilja verða í vegi flugvéla. „Aflið er ofsamikið", sagði Magús Guðmundsson og má e.t.v. marka það á því, að ELECTRA náði liðlega 25,000 feta hæð á 10 mínútum með 50—60 manns inn- anborðs. Þegar farið var á loft ók flugvélin út á flugbraut þá, sem liggur að Nauthólsvík. Á þessari vegalengd höfðu hreyfarnir hitn- að nægilega mikið — og um leið og flugvélin snéristábrautarenda gaf Salmon fulla inngjöf. Farþeg- ar þrýstust niður í sætin — svo mikið var aflið, og á móts við flug turninn var ELECTRA komin á lofti. Henni er annars ætlaðar 1400 m langar flugbrautir. Áður höfðu gestirnir snætt vel í boði Lockheed í veitingasal Loftleiða og strax og komið var um borð tóku brosandi flugfreyj- ur á móti gestum — og þær brostu allan tímann. í hátölurum ómaði hljómlist, sætin voru þægi leg og rúmgóð, hávaðinn sama og enginn og titringur vart finn- anlegur. Þetta er í fáum orðum lýsing á því hvernig er að ferðast með ELECTRA, þessari nýju fjögurra hreyfla flugvél, sem get ur flutt allt að 99 manns. Venjulegur flughraði er um 410 mílur, en til samanburðar má geta þess, að hraði Viscount er 300 mílur — og Skymaster 215 mílur. Loftþrýstihreyflarnir fjór- ir gefa við flugtak 3750 hestöfl hver og snúningshraði skrúfanna er 13,820 á mínútu — alltaf jafn. Þegar hafa 8 flugvélar verið smíðaðar, en 162 eru nú í pöntun hjá verksmiðjunum. Fyrsta vélin hefur þegar verið afhent Eastern Airlines í Bandar. og mun verða tekin í notkun í desember. Þá gera verksmiðjurnar sér von um að Bandaríkjaher kaupi fjöl- margar ELECTRA, sem verða byggðar sérstaklega fyrir sjóher- inn til kafbátaleitar — og eiga að leysa Neptune af hólmi. Sú ELECTRA, sem hér var í gær, hélt í gær frá Keflavík áfram til Evrópu, til Amsterdam — og mun hún fara í „jómfrúar- Franih. á bls. 23 STAKSTEINAR Alþýðubandalagið deild úr SÍS ! Framsóknarmenn hafa nú sett sér það mark að gera Alþýðu- samband fslands að nokkurs konar deild úr SÍS. Til þess acf ná því takmarki hafa þeir fengið liðsinni „vinnukvenna" sinna, þeirra Gylfa og Hannibals. Er nú unnið af ofurkappi að því að gera þessa hugsjón Framsóknar- broddanna að veruleika. Aðferðin á að vera sú, að Framsókn fái oddaaðstöðu í stjórn Alþýðusambandsins með Hannibal í forsæti og meirihluta í stjórninni honum til trausts og halds. Þennan meirihluta Alþýðu- sambandsstjórnarinnar hyggst Hermann svo nota til þess að samþykkja nýja skatta, afnám vísitöluuppbótar á laun og fleiri „nýjar ráðstafanir“, sem Ey- steinn hefur verið að brugga með Hannibal undanfarnar vik- ur. Ólgandi óánægja öllum fregnum ber saman um það að ólgandi óánægja ríki innan verkalýðssamtakanna um land allt með núveraridi forystu Alþýðusambandsins. Svik Hanni- bals og liðsmanna hans við yfir- lýsingu síðasta Alþýðusambands- þings hafa firrt hann öllu trausti. En Hermann og Eysteinn hafa föst tök á þessari „vinnukonu“ sinni og setja nú allt sitt traust á hann og Gylfa, sem þó er vitað að að á ekkert fylgi innan verka- lýðshreyfingarinnar. Á meðan þessu bruggi fer fram mitli Framsóknar, Hannibalista, Gylfaginningarmanna og komm- únista, vinna lýðræðissinnar jafnt og þétt á innan verka- lýðsfélaganna í kosningum til Alþýðusambandsþings. Hér skulu ekki nefndar neinar tölur um það, hvernig styrkleikahluiföll- in eru nú, þegar kosningarnar eru langt komnar. En vitað er að lýðræðissinnar hafa unnið full- trúa frá mörgum félögum, sem kusu kommúnista síðast. Framsóknarmenn gera í flest- <um félögum allt sem þeir geta til þess að hjálpa kommúnistum, og þá fyrst og fremst svokölluð- um „Hannibalistum“. Versti óvinur vetrkalýðsins f fjölda ára hefur það verið staðreynd, sem almennt hefur verið viðurkennd meðal verka- lýðs í kaupstöðum og sjávarþorp- um, að Framsóknarflokkurinn væri versti óvinur hans. f kjöl- far langvarandi áhrifa Fram- sóknarflokksins kemur alltaf öngþveiti og vandræði. Þannig var þetta á árunum 1934—1939. Þá leiddi hin fyrsta vinstri stjórn hreint hallæri yfir alþýðu manna. Atvinnuleysi og bágindi þrengdu að fólkinu, framleiðslu- tækin grotnuðu niður, krónan féll og kyrrstaða og afturför mótaði svip þjóðlífsins. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að skattráns- stefna Eysteins Jónssonar og nú- verandi vinstri stjórnar mun fyrr en síðar leiða svipað ástand yfir íslenzkan verkalýð. Þegar á þetta er litið mun sú híugmynd ekki litin hýru auga meðal reykvískra verkamanna að Alþýðusamband. fslands skuli gert að deild úr Sambandi ísl. samvinnufélaga, eins og Her- mann og „vinnuko»ur“ hans vinna nú að. Reykvískir verka- menn geta hindrað ráðagerð Framsóknar með því að snúast gegn lista hennar *g kommún- ista í kosningunum i fulltrúum Dagsbrúnar á Alþýðusambands- Þing. Electra leggur af stað frá flugturninum. Skrúfublöðin eru mjög stutt en breið að sama skapi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.