Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 6
( V O RC V N B 1/4 Ð 1 Ð Fösfudagur 10. okt. 1958 í Grasagarðinum á Akureyri eru 3á allra íslenzkra plantna Þar eru erlendar álfum NÝLEGA átti tíðindamaður blaðs ins tal við Jón Rögnvaldsson garðyrkjuráðunaut á Akureyri og umsjónarmann Lystigarðsins þar um merkilegt safn plantna, sem þeir bræður Jón og Kristján Rögnvaldssynir hafa safnað á mörgum undanförnum árum og nú eru saman komnar á einn stað í Lystigarðinum. Víða er- Jón Rögnvaldsson garð- yrkjuráðunautur á Akureyri. lendis eru stórmerkir grasagarð- ar en þetta mun vera hinn fyrsti sinnar tegundar hér á landi eða að minnsta kosti sá stærsti. Til mun vera að einstaklingar eigi allmikið safn grasa og blóma í görðum sínum þótt ekki verði þeir taldir safngarðar á borð við það sem víða er erlendis. Eru slíkir garðar jafnan styrktir af opinberu fé og mikil vinna liggur í viðhaldi og endurbótum : á þeim. Eiga % íslenzkra plantna í grasagarðinum á Akureyri eru nú alls 308 tegundir íslenzkra plantna af þeim 428 plöntum, sem talið er að til séu hér á landi og íslenzkar eru taldar sam- kvæmt Flóru íslands. Það er þvi ekki nema um það bil einn fjórði sem vantar á til þess að þarna séu saman komnar allar íslenzkar plöntur. Það sem á vantar eru fyrst og fremst vot- lendisplöntur en í Lystigarðin- um á Akureyri er hvorki um að ræða mýrlendi eða tjörn svo að plöntur frá öllum heims hægt sé að halda slíkum plöntum þar við. Til þess að geta fullkomn að grasagarðinn er því nauðsyn- legt að byggja tjörn og.„I»úa til mýrlendi" þar í garðinum. Þetta hefir Jón Rögnvaldsson fullan hug á að gera í framtíðinni. Um 1000 erlendar tegundir Þótt mikil rækt sé lögð við það að reyna að fullkomna hið íslenzka jurtasafn er mjög mikið hugsað um erlendar jurtategund- ir í garðinum. Þar eru nú um eitt þúsund tegundir erlendra plantna þar með talin grös og runnar. Það má því segja að á Ak ureyri sé kominn upp myndarleg ur vísir að grasagarði, sem með góðu viðhaldi gæti orðið merki- leg menningarstofnun. Jón Rögnvaldsson ferðaðist talsvert mikið um landið í sum- ar í þeim tilgangi að afla garðin- um sjaldgæfra plantna, m.a. um Suðurland. Tók það oft marga daga og talsverð fjárútlát að leita að einni sjaldgæfri plöntu, sem vex kannske ekki nema á einum eða tveimur stöðum á landinu og stundum varð meira að segja frá að hverfg eftir mikla leit, án þess að nokkur árangur næðist. Það eru allmargar plöntur hér á landi sem aðeins vaxa í einum landsfjórðunganna þ.e. sumar eingöngu í Sunnlendingafjórð- ungi, aðrar eingöngu í Austfirð- ingafjórðungi o.s.frv. Það er því bæði mikið verk og erfitt að safna sjaldgæfustu plöntunum. Byrjuðu að safna í FífiJgerði Ég innti Jón nokkru nánar eftir j tilkomu plöntusafnsins. Hann kvað þá bræður hafa byrjað að safna í það er þeir ráku gróðrar- stöð í Fífilgerði í Eyjafirði um 20 ára skeið, en í sambandi við hana höfðu þeir blómaverzlun á Akureyri og seldu þeir alls kyns plöníur um allt land. En með versnandi innflutningsaðstæðum bæði hvað snerti eftirlit með inn- flutningi ýmissa jurtategunda og auknum höftum og bönnum hættu þeir bræður rekstri blóma verzlunar. í sambandi við inn- flutning jurta gafst þeim oft og einatt tækifæri til þess að útvega sér nýjar tegundir og kanna í gróðrarstöð sinni hvort hægt væri að rækta þær hér á landi. Hér getur að líta nokkurn hluta íslenzka plöntusafnsins. Hér er fyrst og fremst um að ræða plöntur, sem vaxa hátt til fjalla og við erfið lífsskilyrði. Hvítu plönturnar bera bæði hiö latneska og hið íslenzka heiti plantnanna. (Ljósm. vig.) Til aukinnar þekkingar og framfara Hvar sem grasagarður starfar er hann undirstaða aukinnar þekkingar í grasafræði og einnig eykur hann framfarirígarðyrkju. Fólk getur sjálft athugað þær plöntur sem það hyggst gróður- setjaí einkagörðum sínum, vaxtar möguleika þeirra og hvernig búa þarf að þeim, áður en það gróð- ursetur þær heima hjá sér. Einnig getur góður grasagarður verið merkilegt menningar- og fræðslutæki. Skólanemar geta farið þangað og auðgað grasa- fræðiþekkingu sína jafnframt því að þar gefst mönnum kostur á að sjá plöntur, sem þeir myndu ,ella aldrei hafa tækifæri til að skoða, einfaldlega vegna þess að þeir koma aldrei á þá staði þar sem þær vaxa villtar. Grasagarður á því ýmislegt skylt við dýragarð sem menning- ar- og fræðslutæki. Auk þessa er það hlutverk grasagarðanna að viðhalda sjaldgæfum plöntuteg- undum, sem kannske vaxa ekki nema á einum til tveimur stöð- um í heiminum og eru því í yfir- vofandi hættu að verða útrýmt. — Það getur farið fyrir þeim eins og CJeirfuglinum okkar ,sagði Jón og brosti. Þyrftu að vera tveir garðar á landinu — Það þyrftu að vera tveir grasagarðar hér á landi, t.d. hér og í Reykjavík, sagði Jón. — Það getur oft verið svo að plöntur deyi hér í garðinum, sem síðan væri hægt að fá nýjar úr grasa- garðinum í Reykjavík og svo öf- ugt. Einnig er veðurfar það ólíkt hér og á Suðurlandi að mikill mismunur er fyrir lífsskilyrði einstakra plantna, sumar þrífast betur hér, aðrar fyrir sunnan. Garðurinn hér mundi án efa geta orðið mikil stoð við stofnsetn- ingu sams konar garðs í Reykja- vík. Að síðustu spyr ég Jón Rögn- valdsson hvaðan úr heiminum hinar erlendu plöntur í grasa- garðinum á Akureyri séu. — Við eigum plöntur allt frá Grænlandi og suður á Eldland og austan frá Kína og vestur til Alaska, þótt mest eigurri við af plöntum frá meginlöndum Ev- rópu og Norður-Ameríku. vig. Þannig varð plöntusafnið til. Nú hefur Jón samband við ýmsa erlenda grasagarða m.a. hinn fræga garð í London þar sem til eru um 40 þúsund tegund ir jurta, ennfremur hinn glæsi- lega grasagarð Edinborgar svo og garða á Norðurlöndum og í Ameríku. Jón kvað grasagarða sumra stórborgannaáNorðurlönd um ekki stærri en þennan í Lysti garðinum og auðvitað stafaði það af því að sumir þeirra væru mjög ungir að árum. Það er til- tölulega auðvelt að sjá hve stórir grasagarðarnir eru þar sem alls staðar eru haldnar nákvæmar skýrslur yfir allar plöntur sem vaxa þ»r. Jafnframt skiptast grasagarðarnir á skrám yfir þær plöntur sem hver garður tekur fræ fræ af og geta garðarnir því haft fræskipti og auðgað plöntu- safn hvers annars. Það má eigin- lega segja að grasagarðarnir séu alþjóðlegar stofnanir. Hér getur að líta burkna sem komið hefir verið fyrir innan um hraungrýti í skjóli birkitrjáa. Margir gramir yfir mjólkiimi í JIÐ íslendingar erum miklir * mjólkurneytendur. Við höf- um að vísu heimsins bezta vatn til drykkjar, en ekki mikið annað af góðum drykkjarvörum, fyrir utan mjólkina. Við höfum trölla- trú ' á mjólkinni og kennum krökkunum að drekka mikla mjólk, „svo þau verði stór“. Þess vegna þóttist margur Reykvíkingur illa svikinn, þegar það varð kunnugt fyrir nokkrunr vikum að íbúar höfuðborgarinn- ar hefðu í sumar verið að kaupa mjólk, sem ekki er talin söluhæf, nema um svo mikinn xnjólkur- skort sé að ræða, að ekki sé völ á öðru. Reyndar kom þetta ekki á óvart. Flestir mjólkurunnendur voru búnir að gera sér það ljóst, að mjólkin væri lakari að gæðum en hún ætti að vera og kvörtuðu undan óbragði af henni o. fl. En hinn almenni neytandi hefur ekki önnur ráð en að treysta því að mjólkureftirlitið sofi ekki á verðinum. skrifar úr dagiegq lifinu Það hefur líka komið á daginn, að heilbrigðiseftirlitinu í bænum var fullkunnugt um hvernig kom ið er, og hafði það snemma í sumar fundið að mjólkinni við Mjólkursamsöluna, eftir að rann- sóknir höfðu sýnt að hún var að- finnsluverð, og Mjólkursamsalan er sögð hafa sýnt mikinn sam- vinnuvilja. En því miður á mein- ið sér víst dýpri rætur en svo, að hægt hafi verið að kippa þessu í lag í snarheitum. Það er þó fyrsta atriðið, að hlutaðeigandi aðilum sé kunnugt um að bóta sé þörf. Það er að vísu slæmt að við skulum í sumar hafa lifað á lélegri mjólk, en úr því við vitum að heilbrigðisyfir- völdin hafa mótmælt og bæjar- yfirvöldin gera kröfu til Mjólkur samsölunnar fyrir hönd bæjar- búa, að hún endursendi skilyrðis- laust alla fjórða flokks mjólk, þá vita neytendur að haldið er á rétti þeirra, og varla getur nú hjá því farið að málinu verði kippt í lag. Mjólkin standist strangasta gæðamat NGUM dettur í hug, að það sé af ráðnum hug gert að senda okkur Reykvíkingum gallaða mjólk. I sumar munu margir bændur hafa átt í erfiðleikum með að kæla mjólkina, vegna hinna miklu þurrka. Ýmsu öðru er líka kennt um. En hvernig sem því er nú varið, þá má það ekki koma fyrir að slíkt endur- taki sig, eða að málinu vérði ekki fylgt eftir, þar til eingöngu berst til bæjarins 1. flokks mjólk. Mjólk er talin hinn versti sýklaberi, ef ekki er gætt fyllstu varúðar, og í þeim löndum, þar sem hreinlæti er ekki á mjög háu stigi, þykir hún sérlega varhuga- verð. Sem betur fer, er víst ekki svo mikil alvara á ferðum hér hjá okkur, en almenningur verður að geta treyst því að mjólkin sem hann kaupir standist fyllsta gæðamat. Það er því miki’ bót að því að vita, að heilbrigðisyfir- völdin skyldu ekki hafa sofið á verðinum í sumar, jafnvel þó kannske he'fði mátt bregða skjót- ar við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.