Morgunblaðið - 10.10.1958, Side 8

Morgunblaðið - 10.10.1958, Side 8
t MORCU1VRL4Ð1Ð "Föstudagur 10. okt. 1958 Sigur lýðræðissinna í Dagsbrún er sigur reykvískra verkamanna Kommúnistastjórn Alþyðusambands- ins hefur brugðizt trausti íslenzks verkalýðs A SUNNUDAGINN kemur lýkur kosningu fulltrúa til Al- þýðusambandsþings. Morgunblaðið hefir snúið sér til nokk- urra verkamanna í Dagsbrún og spurt þá um álit þeirra á núverandi stjórn félagsins og starfsemi fulltrúa þess inn- on Alþýðusambandsins. Einnig ræða þeir ýmis hagsmuna- mál verkamanna almennt eins og fram kemur í svörum þeim, sem hér fara á eftir. Umhyggja komm- únista er misjöfn Halldór Runólfsson, starfsmað- ur hjá Hitaveitunni, segir: Mér finnst, að verkalýðsfélög eigi að vera alveg utan við póli- tík. Þeirra verkefni er fyrst og fremst að vinna að hagsmunamál um verkamanna, en þá fyrst geta þau helgað sig því hlutverki. ef þau eru óháð stjórnmálaflokk- um. Og sízt af öllu má nota verkalýðsfélögin sern baráttu- tæki einum flokki til framdrátt- ar eins og kommiinistar hafa gert frá fyrstu tíð og fram á þennan dag. Kommúnistar hafa löngum verið margorðir um umhyggju sína fyrir verkamönnum. Við verðum misjafnlega mikið varir við þessa umhyggju. í síðustu kjarabaráttu fór ekki mikið fyr- ir henni, þegar kommunistastjórn in í Dagsbrún beið með að semja fram á haust. Hins vegar bera þeir mikla umhyggju fyrir okk- ur verkamönnunum þegar þeir þurfa að nota félagsskap okkar í pólitísku hagsmunaskyni. Komm únistar hafa verið allt of lengi við völd í Dagsbrún. Þeir eru farnir að halda að þeir geti boðið verkamönnum hvað sem þeim þóknast, án þess að gera nokkuð fyrir þá í staðinn. Sem betur fer eru augu æ fleiri verkamanna að opnast fyrir þeim hráskinnaleik, sem kommúnistar leika með sam- tök okkar. Ein misnotkun þeirra á Dags- brún kom fram í hinu alræmda aukameðlimakerfi Dagsbrúnar- stjórnarinnar. Fjölmargir menn, sem hafa allt framfæri sitt af verkamannavinnu, en eru í skóla hluta úr árinu, fá að greiða fullt félagsgjald, en njóta engra réttinda. Þetta aukameðlimakerfi ætti alls ekki að vera til, að minnsta kosti ekki eins og það er notað. Alþýðusamtökin úr höndum komm- únista V Magnús Hákonarson, starfs- maður hjá Eimskip, segir: Gagn- rýni min á Dagsbrúnarstjórnina beinist fyrst og fremst að óorð- heldni og gífuryrðum í sambandi við hagsmunamál verkalýðsins. Þessi framkoma kommúnista- stjórnar Dagsbrúnar, hefur ýtt- mér út á þá braut, að stuðla að því af fremsta megni, að þeir verði útilokaðir frá stjórn félsgs- ins. Sem betur fer er einræðis- vald þeirra ekki eins sterkt og þeir mundu vilja og þeir eiga ekki jafnmiklu fylgi að fagna meðal verkamanna og þeir vilja vera láta. Sem dæmi um heilindj Dags- brúnarstjórnarinnar í garð verka manna má minna á, er þeir settu fram kröfuna um 30% kaup- hækkun til handa Dagsbrúnar- vantar strax á reknetabát frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50165. Innheimtustarf Röskur piltur 15—17 ára óskast til innheimtu- starfa strax. Þarf að vera vanur reiðhjólum með hjálparvél. — Gott kaup. Umsóknir merktar: „Innheimtustarf — 7938“ sendist blaðinu fyrir n.k. mánudagskvöld. Sendisveinn óskast fyrrihluta dags ^rentsmiðjan Hólar hf. Þin"holtsstræti 27 mönnum 1955. Þeir stöppuðu stál inu í félagsmenn með því að full yrða að þetta væru sjálfsagðar réttlætiskröfur, sem ekki yrði hvikað frá. Það var háð verkfall um þessar kröfur, en að lokum sömdu kommúnistar um 6% kaup hækkun og áttu síðar beina hlut- deild að því að taka þessi um- ræddu 6% af verkamönnunum aftur. Þetta eru vinnubrögð, sem geta ekki samræmzt mínum þankagangi. Þá langar mig til að minna á viðbrögð Dagsbrúnarstjórnar- innar gagnvart núverandi ríkis- stjórn, sem lofaði gulli og græn- um skógum, en gefur nú steina fyrir brauð í þess orðs þyngstu og átakanlegustu merkingu. Ef kjarabaráttan á að miðast við hvað verkamönnum er fyrir beztu, og maður skyldi halda að hún ætti að miðast við það, þá mega samtök verka- manna ekki vera háð því, hverjir fara með völdin í land- inu. Hér að framan hef ég í stuttu máli fært fram helztu rökin fyrir því, að ég tel að alþýðusamtökin eigi ekki að vera í höndum komm únista. Aldrei góðs að vœnfa af komm- únistum Steinberg Þórisson, starfsmað- ur í Landsmiðjunni, segir: Það er verkamönnum nauðsyn, að lýðræðissinnar nái yfirráðum í Dagsbrún. Þeir myndu halda miklu betur á málum félágsins, bæði gagnvart verkamönnum og landinu í heild. Maður þekkir vinnubrögð kommúnista alltof vel til að treysta þeim til nokk- urs hlutar. Þeir tala mikið, satt er það, en það vill bara verða minna úr framkvæmdunum hjá þeim. Nú eru þeir að hæla sér af 9% kauphækkunum, en gleyma jafn- framt, að þegar núverandi rík- isstjórn tók við völdum, var hennar fyrsta yerk, að fá þessa sömu menn til að stela af okkur 6% kauphækkun. í sambandi við þessa síðustu samninga má einn- ig benda á, að síðan þeir voru gerðir hafa enn orðið hækkanir. Verðbólguskrúfan, sem hefur hlotizt af „bjargráðum" stjórn- arinnar heldur enn áfram og þar virðist ekkert lát á. Með hverj- um mánuð sem líður verður æ minna úr laununum. Því fer viðs fjarri, að hagur okkar verka- manna hafi batnað við tilkomu þessarar stjórnar „vinnustétt- anna“. Hann kefur stórum versn- að. Það er heldur aldrei góðs að vænta af kommúnistum hvorki fyrir verkamenn ná aðra. ASÍ nota þeir til að berjast fyrir hags munum flokks síns í stað þess að berjast fyrir hagsmunum verka- manna. Kjarabaráttan á að mið- ast við hagsmuni verkamanna á hverjum tíma, en ekki vera háð því hverjir erU í ríkisstjórn. Stjórn kommúnista hefur ver- ið einrœði og ofríki Eysteinn Guðmundsson starfs- maður Slippfélagsins segir m.a.: Það er öllum ljóst, að komm- únistar hafa á undanförnum ár- um notað Dagsbrún og önnur verkalýðsfélög, sem þeir hafa ráðið, í pólitískum tilgangi. Þeir hafa notað Dagsbrún til þess að reyna að halda lífinu i ríkisstjórn inni, sem öllum hefur brugðizt. Stjórn þeirra í Dagsbrún hefur verið einræði og ofríki. Þannig hafa kommúnist- ar gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að meina ungum mönnum að ganga í Dags- brún og með ýmsum brögðum færzt undan því að setja þá á félagsskrá. En gömlu kommún- istum, sem löngu eru hættir að starfa í atvinnugreinum Dags- brúnarverkamanna, er haldið á félagsskrá og kjörskrá. Svona eru starfsaðferðir kommúnista. Það hefur sýnt sig, að þeir eru skeyt- ingarlausir um hag verkamanna, jafnskeytingarlausir og vinir þeirra í járntjaldslöndunum — þar sem verkföll eru bönnuð og verkamaðurinn »ýtur engra rétt- inda. Það var líka fyrsta vérk kommúnista í ríkisstjórninni að binda kaup verkamanna, ef þeir fá meiri völd — þá verður næsta skrefið að banna verkföll. Þorri ungra Dagsbrúnarmanna hefur skilið þessa hættu, sem okkur stafar af kommúnistum, en enn eru of margir skeytingarlausir, sem hugleiða ekki málin, eru á- hugalausir og láta sér í léttu rúmi liggja hverjir stjórna Dagsbrún. Allir lýðræðissinnaðir Dagsbrún- arverkamenn taka nú höndum saman og útlægja þessa komm- únísku einræðisseggi, sem nota samtök okkar til þess að reyna að ræna okkur frelsinu. Hið góða sigrar að lokum Sigurður Magnússon, frá Star- dal, segir: Það er misreiknað dæmi, að gera alþýðusamtökin að einum helzta vettvangi stjórn- málabaráttunnar, eins og núver- andi stjórn ASÍ hefur gerl. Ef lýðræði á að vera í landinu, verð- ur sá maður eða þau félagásam- tök, sem fólkið stendur með. að ráða. Þeir, sem stjóx-na kjara- baráttu verkamanna, verða að hafa hreinan skjöld og vinna fyr- ir opnum tjöldum. Kjarabaráttan á ekki að miðast við hver fer með völdin í landinu, eins og kommúnistar hafa ætíð gert. Þeir hugsa ekki um hagsmuni oklcar verkamanna, ef annað kemur pólitískum forkólfum þeirra bet- ur. í kjarabaráttunni á það að ráða úrslitum hvað hægt er að spenna bogann hátt án þess að atvinnu- örygginu sé teflt í hættu. Það skiptir ekki öllu máli hvað marg- ar krónur maður fær, heldur hver kaupmáttur launanna er, hvað þjóðfélagið getur borið og hvað er öllum fyrir beztu. Þetta sjónarmið hafa kommúnistar aldrei viljað fallast á, enda hafa þeir löngum látið sig litlu skipta hver raunveruleg afkoma verka- manna er, ef þeir aðeins hafa get- að haft þá að ginningarfíflum til framdráttar óheillastarfsemi sinni. Það er mál til komið að leysa kommúnista af í Dagsbrún. Það þarf að fá stjórn fyrir félagið, skipaða ábyrgum mönnum, sem vinna fyrir alþjóð. Þá er það eigi síður nauðsynlegt að stéttarlega traustir menn fari með umboð félaganna á þingí ASÍ. En jafnvel þó að við vinnum ekki sigux að þessu sinni sem við þó getum með nægilega samstilltu átaki, gerum við það fyrr eða síðar. Við verður að herða róðurinn slíkt sem við getum. Hann verður ailt- af þungur þangað til við erum komnir í höfn, en það munum við gera fyrr eða síðar, því að góður málstaður sigrar alltaf að lokum. Hve lengi geta smœrri verkalýðs- félögin treyst forystu Dagsbrúnar? ÞJOÐVILJINN hefur á engan hátt gert tilraun til þess að bera af kommúnistunum í Dagsbrún þá ásökun, að með ábyrgðar- lausri framkomu sinni í samn- ingamálunum, hafi þeir orðið þess valdandi, að verkalýðsfélög- in höfðu ekki með sér samstöðu á svipaðan hátt og oft áður hefur reynzt vel. Með þessu framferði kommúnistanna í Dagsbrún hafa þeir haft af öðrum verkalýðsfé- lögum nú um þriggja mánaða skeið 914% kauphækkun. Þessa dagana þrástaglast Þjóð- viljinn á því, sem hartn nefnir „6% mennina“ og á hann þar sjálfsagt við forystumenn þeirra verkalýðsfélaga, sem sömdu um 2—6% kauphækkanir og fleiri kjarabætur í sumar áður en Dagsbrún undirritaði sína samn- inga. Vill Þjóðviljinn með þessu hælast um yfir þessu. En Þjóð- viljamenn gæta þess ekki í ákafa sínum, að þeir hitta þar ekki síð- ur fyrir sína eigin menn, komm- únista, sem hafa forystu ýmissa þeirra félaga, sem gerðu samn- inga sína fyrr á þessu sumri. Hér í blaðinu voru í gær nefnd nöfn 10 formanna kommúnista í verka- lýðsfélögum, sem samið höfðu á undan Dagsbrún. Þar á meðal voru nöfn formanna, sem ekki höfðu samið um 6% heldur 5— 5V2%. Má þar t. d. nefna Snorra Jónsson, formann Félags járn- iðnaðarmanna, sem samdi um 514%, og Guðnýju Jónsdóttur, formann Félags starfsfólks í veit- ingahúsum, sem samdi um 5%. Hvers vegna skýrir Þjóðviljinn ekki frá þessu? Sú staðreynd stendur ó- högguð, að það var stjórn Dagsbrúnar, sem rauf elningu verkalýðsfélaganna í sunxar og hafði þannig af meðlimum annarra verkalýðsfélaga 914% kauphækkun í þrjá mánuði. Er þetta ekki nægilega ljóst dæmi um það, hvernig Dagsbrún, undir stjórn kommúnista, hefur brugðizt forystuhlutverki sínu? Geta önnur verkalýðsfélög treyst Dagsbrún í framtíðinni? Nei, svo sannarlega verður ekki hægt að ætlast til þess að svo verði, á meðan stjórn Dagsbrúnar er jafn- ráðþæg flokksforystu kommún- istaflokksins og hún er nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.