Morgunblaðið - 10.10.1958, Page 9

Morgunblaðið - 10.10.1958, Page 9
Föstudagur 10. okt. 1958 MORCU1SBLAÐ1Ð Lystigarfiurinn á Akureyri er einn fegursti staður þar í bæ. Ailt sumarið leitar þangað fjöldi lólks til þess að njóta þar fegurðar og blómaskrúðs í hvömmum og lundum garðsins. Fólk tekur gjarna með sér miðdegiskaffið á brúsa og „leggur á borð“ á sléttri grasflöt. — En nú er tekið að hausta, laufið að falla af trjánum og grasbalarmr eru regnvotir. Fækkar því ferðum í Lystigarð- inn. !>ó er enn undurfagurt um að litast. Fölnandi laufið á trjánum ber ýmsa fagra liti og kannske er einmitt haustlitaskrúðið hið fegursta. Þessa mynd tók tíðindamaður blaðsins síðast- liðinn sunnudag í Lystigarðinum. Sýnir hún aðalstiginn upp í garðinn þakinn fölnuðu laufi af björkum og reynivið. Ljósm. vig. Dómur í Hœstarétti ut af deiiu um greiSslu yfirmatskostnaðar í HÆSTARÉTTI er fyrir nokkr- um dögum genginn dómur í máli, er reis út af greiðslu kostn- aðar af yfirvirðingu rekaítaks. Það var Kristinn Indriðason hreppstjóri á Skarði á Skarðs- strönd, sem mál þetta höfðaði gegn Oddi Jónssyni að Þorpum 1 Kirkjubólshreppi. í undirrétti var Oddur sýknaður, en í Hæsta- rétti var honum gert að greiða kostnað af yfirvirðingu rekaítaks ins. Forsaga máls þessa er í stuttu máli á þá leið að í marz 1956 fór Oddur Jónsson þess á leit við sýslumanninn í Strandasýslu, að hann dómkveddi tvo menn til þess að meta rekaítak Skarðs- kirkju í landi Þorpa, samkvæmt lögum nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum, en samkomu- lag hafði eigi náðst um lausn ítaksins við eiganda þess, Krist- in Indriðason óðalsbónda á Skarði. í framhaldi af þessu dóm- kvaddi sýslumaður tvo bændur til þess að meta til peningaverðs ítak þetta, í landi Þorpa til viðar- reka frá Hellnanesi að Grind. Þessir dómkvöddu menn mátu rekaítakið á kr. 4.000,00. Næst gerðist það að rekaitakseigandi bað um að framkvæmt yrði yfir- mat og voru þá dómkvaddir þrír menn til þess að framkvæma það. Yfirmatsmenn komust að þeirri niðurstöðu að rekaítakið væri hæfilega metið á kr. 17 þús. kr. Síðan reis deila út af greiðslu kostnaðar af yfirvirðingu ítaks- ins. f undirrétti var Oddur Jóns- son á Þorpum sem fyrr greinir sýknaður af öllum kröfum Krist- ins á Skarði, en í Hæstarétti urðu úrslitin á þá leið, að Oddi var gert að greiða yfirvirðingar kostn aðinn. Að dóminum stóð meiri- hluti dómenda, en einn skilaði sératkvæði. Forsendur hljóða svo: Samkvæmt 67. gr. stjórnar- skrárinnar nr. 33/1944 eiga full- ar bætur að koma fyrir eign, sem tekin er eignarnámi. Réttur til bóta samkvæmt þessu boði stjórn arskrárinnar væri skertur, ef sá, sem eign sinni er sviptur með1 þessum hætti, ætti sjálfur að bera lögmætan kostnað af ákvörð un bótanna. Af þessu leiðir, að ákvæði 10. gr, laga nr. 113/1952 um greiðslu yfirmatskostnaðar af hendi eignarnámsþolanda sam rýmast ekki nefndri grein stjórn- J arskrárinnar og hafa því ekki lagagildi. Að svo vöxnu máli, á stefndi að bera allan kostnað af yfirvirðingu rekaítaks þess, er hann leysti til sín úr hendi áfrýjanda, eins og lýst er í héraðs dómi. Verður krafa áfrýjanda hér fyrir dómi um endurgreislu á eftirstöðvum nefnds kostnaðar, kr. 7096,00, því tekin til greina og stefnda dæmt að greiða áfrýj- anda þá fjárhæð ásamt 6% árs- vöxtum frá 24. júlí 1957 til greiðsludags. Eftir þéssum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 5000,00. Staðfesta ber ákvæði héraðs- dóms um málflútningslaun tals- manns stefnda í héraði. Mál- flutningslaun talsmanns stefnda hér fyrir dómi, greiðast úr ríkis- sjóði. Sératkvæði próf. Ólafs Jóhannessonar Löggjafinn getur ákveðið, þrátt fyrir ákvæði 67. gr. stjórnar- skrárinnar, að eignarnámsþoli, er krefst yfirmats á eignarnáms- ÖRN CLAUSEN heraðsd omslögmað ur Malf ’utiungsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sím: 18499. Magnús Thorlacius hæslaréttarlögniaður. Málflutningsskrif'stofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75. bótum, skuli taka þátt í kostnaði, sem af þeirri yfirmatsgerð leiðir. Er með þeim hætti spornað við þarflausu málsskoti á mati dóm- kvaddra manna, enda er löggjaf- anum í sjálfsvald sett, hvort hann heimilar yfirmat eða ekki. Ber því í máli þessu að fara eftir skýrum fyrirmælum 10. gr. laga nr. 113/1952, enda hafa svipuð ákvæði verið í lögum hér á landi síðastliðin 40 ár, án þess að gildi þeirra hafi nokkru sinni, svo kunnugt sé, verið vefengt fyrir dómi. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- senda hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. . _ . & SKIPAUTGCRB RIKlSlNS SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar, hinn 14. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar, áætl- unarhafna við Húnaflóa og S'kaga fjörð svo og Olafsfjarðar, í dag. Farseðlar seldir á mánudag. Félagslíl Knattspyrnufélagið Fram Myndataka fyrir 3. B, 4. og 5. flokk verður í Framheimilinu, sunnudag kl. 2. Áríðandi að allir sem leikið hafa í sumar, mæti stundvíslega. — Nefndin. Skíðaráð Reykjavíkur lilkynnir: Skíðafólk óskast í sjálfboðavinnu við Skiðaskálann í Hveradölum, n. k. laugardag kl. 3 og sunnudag kl. 10 f.h. Hafið með ykkur skófl- ur. — Stjórnin. FRAM — Handknattleiksdeild. Æfingar hjá 3. fl. í kvöld kl. 6.00 og hjá 2. fl. kvenna kl. 6.50. — Nefndin. I. O. G. T. Þingstúka Reykjavíkur Félagar, munið fundinn á Frí- kirkjuvegi 11 í kvöld kl. 8,30. — Þingtemplar. 7/7 leigu stór stofa fyrir einhleypan mann, að Reykjavíkurvegi 29. Litið hús til sölu. — Upplýsingar í síma 18748. — Húsbyggjendur Mjög falleg ensk kamina, óúpp tekin, til sölu. Kostnaðarverð. Upplýsingar í síma 10-6-53. — Kona óskar eftir heimavinnu Upplýsingar í síma 16995. — Herbergi til leigu í Vesturbænum fyrir einhleypa reglusama stúlku (strax). 1 herb. 20 ferm., 1 herb. 14 ferm. og svalir. lherb. 10 ferm., með húsgögnum Tilb. sendist Mbl., merkt „7928“, fyrir laugardag. Ibúð óskast Fjögurra herbergja íbúð eða tvær tveggja herb. íbúðir ósk- ast fýrir 4 stúlkur, sem allar vinna úti. Tilboð sendist til Mbl., fyrir þriðjudag, merkt: „Lítið heima — 7927“. Kærustupar með 1 barn, óska eftir 2ja herbergja ÍBÚÐ strax. — Fyrirframgreiðsla. Sími 22585. — Iðnaðar- eða verksmiðjuhúsnæði til sölu. Húsið er steinsteypt, um 315 ferm. (Ca. 1600 rúm- metrar), lofthæð 4,80 m. Góð- ar innkeyrslu-dyr. Fyrirhugað verzlunarpláss er í húsinu sem stendur á rúml. 1800 ferm. lóð með m’Ium byggingarmögu- leikum. Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. þ.m., merkt: „7926“. Þvottavél óskast til kaups. Hef til sölu eða í skiptum, lítið notaða Hoover þvottavél, stærri gerð. Sínti 18703. Stúlka óskar eflir atvinnu nú þegar. Helzt við símavörzlu og létt skrifstofustörf, en af- greiðslustörf koma einnig til fyrir þ. 14. þ.m., merkt: „Strax — 7929“. Vil kaupa, milliliðalaust fokhelda hæð 4—5 herb. og eldhús, helzt með miðstöð eða lengra komna. — Tilboð sendist blaðinu merkt: ' „Fokheld hæð — 7937“. Amerískur fermingarkjóll og kópa ásamt fleirum amer- ískunt fötum er til sýnis og sölu -að Skúlagötu 60, 1. hæð, til hægri, eftir kl. 2. Segulbandstæki Tilboð óskast í nýtt, óupptekið segulbandstæki með þrem há- tölurum, ásamt 20 spólum. — Tilboð sendist til Mbl., fyrir sunnudagskvöld, merkt: „Seg ulband — 1234“. Ráðskona óskast á fámennt heimili. — Má hafa barn með sér. Upplýsingar í síma 10865, kl. 10 f.h. til 4 e.h. Forstofu- herbergi til leigu, í Hlíðunm, óýrt. Smá- vegis ræsting áskilin. — Upp- lýsingar í síma 13721. Nýir — vandaðir — fallegir SVEFNSÓFAR á aðeins kr. 3.300,00. Gamla, lága verðið. — Notið tækifærið. — Grettisgötu 69. Opið kl. 2—9. 2ja—3ja lierbergja íbúð óskast sem fyrst. — Upplýsingar í síma 12011. — Afgreiðslu- stúlka óskast í húsgagnaverzlun. — Má vera óvön. Tilboð merkt: „Áhugasöm — 7930“. lloid í Vogahverfi Mokum mold á bíla, í Voga- hverfi, í dag og næstu daga. Uppl. í síma 34333 og 34033. Þungavinnuvélar h.f. Eldhús- innrétting sem ný, til sölu. — Upplýsing- ar í síma 33319 eftir kl. 5 síð- degis. — Tokum í umboðssölu ný og notuð húsgögn, barna- vagna, útvarpstæki og margt fleira. —- HÚSGAGNASALAN NOTAÐ og NÝTT Klapparstíg 17. — Sími 19557.* 1—2ja herbergja )BÚÐ ó&ast til leigu til vors. Fyrir- ramgreiðsla, ef cskað er. Upp- lýsingar í síma 33318 frá 2—7. Ódýr skrifborð og rúmfafakassar HÚSGAGNASALAN NOTAÐ og NÝTT Klapparstíg 17. — Sími 19557.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.