Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 10
1 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. október 1958 Þrjár þurrkvikur í sept. björguðu heyskapnum BORGARFIRÐI EYSTRA, 30. sept. — Með septemberkomu gjörbreyttist veðrátta hér til hins betra. Þurrkar voru að vísu fremur daufir fyrstu viku mán- aðarins, en næsta hálfan mánuð var hver dagurinn öðrum betri og hirtist allt hey sem þá var slegið mjög fyrirhafnarlítið. Og á þessum þremur vikum kom í hlöður megnið af heyfeng sum- arsins. Tún, sem ekki voru slegin fyrr en eftir miðjan ágúst voru yfir- leitt orðin vel sprottin, en það sem slegið var fyrr í sumar var víða mjög rýrt vegna kals og vor þurrka. Hjá einstaka manni lék kalið og vorkuldarnir túnin svo illa, að þau náðu sér aldrei og varð uppskera af þeim ekki nema brot af því, sem eðlilegt gæti tal- izt. Útjörð var víða slæg, en óvíða mikið sprottin. Háarvöxtur var yfirleitt rýr og sums staðar nær enginn. Síðustu viku þ.m. hefur verið óþurrkur og má því segja að heyskap hafi að mestu lokið upp úr 20. sept., þó enn sé verið að bæta i votheysgryfjur. Heyfengur hjá þeim, sem höfðu nóg út á að ganga í þurrk unum í haust mun yfirleitt ná meðallagi að vöxtum, en hjá þeim sem höfðu takmarkað land út á NÚ eru skólarnir að byrja og veldur það miklum breyting- um á útburðarstarfsliði blaðs- ins. Má búast við að þetta valdi nokkrum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaup- enda a.m.k. fyrstu daga mán- aðarins En að sjálfsögðu verð- ur allt gert sem hægt er tii þess að það gangi sem greið- legast. að ganga og urðu fyrir töðubresti vegna kals og þurrka, er hann töluvert þar fyrir neðan. Þörf fyrir fóðurbæíi mun nú’ með meira móti til að drýgja hey, þar sem þau eru lítil og eins til að bæta upp hrakta og úr sér sprottna töðu og síðslægju út- hey. Er hið óhagstæða verð á fóðurbætinum því tilfinnanlegt eins og á stendur. Göngur hófust hér 23. þ.m. og sauðfjárslátrun hófst daginn eft- ir og er gert ráð fyrir að hún verði með meira móti. Það sem þegar hefur verið slátrað bendir til að lömb séu eitthvað rýrari en sl. haust. Uppskera garðávaxta er yfir- leitt nokkuð fyrir neðan meðal- lag. Fiskafli hefur verið lélegur hér í sumar. Nú virðist fiskur vera kominn á miðin, en gæftir eru mjög stopular og menn orðn- ir bandnir við slátrun og önnur störí, svo ekki eru horfur á að neitt verulegt fiskirí verði úr þessu. — J. J. Um þessar mundir fara fram æfingar í Þjóðleikhúsinu á banda- ríska gamanleiknum „Sá hlær bezt. . ..“ undir leikstjórn Ævars Kvaran. Leikur þessi er um margt nýstárlegur og krefst all- sérstæðs undirbúnings, m. a. kvikmyndunar, því á sviðinu verða sýndar sjónvarpsmyndir af ferðalagi sumra leikendanna. — Hér á myndinni sjáum við leikstjórann ræða við útvarpsþulinn, Jónas Jónasson, við töku sjónvarpsmyndarinnar. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Danir taka við flugvell- inum í Narsarssuak KAUPMANNAHÖFN, 8. okt. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins. — í gær var undirritaður samn- ingur miHi Dana og Bandaríkja- manna þar sem formlega er geng ið frá því, að Danir taki við flug- vellinum í Narsarssuak, sem Bandaríkjamenn létu af hendi í fyrra, eftir að flugvellirnir í Thule og Söndreströmf jord höfðu verið stækkaðir. Ekki er kunn- ugt um, hve mikið Danir verða að greiða, en talið er að upphæð- in sé lág. Þeir taka formlega við flugvellinum 1. nóvember. Dönsku blöðin benda á, að með þessum samningi fái Danir til umráða flugvöll, sem sé tækni- legt furðuverk. Þar eru bygging- ar handa 5000 manns rétt hjá rústunum af bæ Eiríks rauða. Á flugvellinum eru 370 bygg- ingar: flugskýli, vinnustofur og verksmiðjur, sjúkrahús, kvik- myndahús, íþróttavellir, mið- stöðvarhitun í öllum byggingum, raforkuver, vatnsveita og skipa- höfn nálægt Julianehaab, þar sem allt að 10.000 tonna skip geta legið við bryggjur. Danir geta aðeins notað hluta af flugvellinum. Sá takmarkaði mannafli, sem Danir hafa ráð á að senda þangað, getur ekki ann- azt viðhald þessara dýru mann- virkja, og má því búast við, að mikil véfðmæti fari í súginn. Tíu Danir verða sendir til Græn- lands á föstudaginn til að setja upp veðurathuganastöð á flug- vellinum, sem fyrst um sinn verður sennilega notaður af danska flughernum, en síðar einnig af grænlenzkum farþega- flugvélum. Sérstök nefnd er nú að undirbúa farþegaflug í Græn- landi. Ritgerðarsam- keppiii á vegum „NewYork Tribune46 DAGBLAÐIÐ New York Herald Tribune hefur ákveðið að efna til alþjóðlegrar ritgerðarsamkeppni meðal unglinga á aldrinum 16— 18 ára. Er það í fjórða skiptið, sem blaðið stendur fyrir slíkri keppni hér á landi. Ritgerðarefnið er hið sama og í fyrra. „Veröldin eins og við vildum að hún væri“. Lengd rit- gerðarinnar á að vera 5—6 vél- ritaðar síður. Höfundur þeirrar ritgerðar, sem dæmd verður bezt, fær að verðlaunum ferð til Bandaríkj- anna og þriggja mánaða dvöl þar sér að kostnaðarlausu. Öllum framhaldsskólanemend um, á aldrinum 16—18 ára, sem fæddir eru hér á landi og eru íslenzkir ríkisborgarar er heimilt að taka þátt í ritgerðarsamkeppn inni. Ritgerðirnar, sewi eiga að vera á ensku, skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu fyrir 1. návember n.k. (Frá menntamálaráðuneytinu) api Haag, 8. okt. NTB-Reuter. DANSKA skipið „Jesanna", sem var 300 tonn að stærð, sökk í dag við mynnið á Elbur. Áhöfnin fór frá borði um hádegið, en hefur ekki fundizt ennþá. „Jesanna“ sendi frá sér neyðarmerki rétt fyrir hádegið og bað um björg- unarbát og dráttarbát. Skipið hall aðist þá 25 gráður og einn björg- unarbátur hafði verið leystur. Á- höfnin var að fara frá borði þeg- ar síðast heyrðist til skipsins. óextucýur 1 tilefni afmælis Guðm. G. Hagalíns hefur Almenna bókafélagið gefið út úrval úr 35 ára smásagnagerð hans. — Er óþarft að lýsa með mörgum orð- um slíku safni — margar smásögur Hagalíns eru, eins og kunnugt er, meðal hins allra bezta í þeirri grein á íslenzku. JSck^ci Íínó -L ^nning. / hátíðasal Háskólans kl. 4V2 e. h. á sunnudag DAG SKRÁ: Ávarp: Dr. Alexander Jóhannesson, prófessoi Erindi: Andrés Björnsson, cand. mag. Samlestur úr Kristrúnu í Hamravík: Valur Gíslason, Arndís Björnsdóttir, Róbert Arnfinnsson. Kinsöngur: Guðmundur Jónsson. •— Undirleik annast Fritz Weisshappel. Upplestur: Þorsteinn Ö. Stephensen. Upplestur: Guðm. G. Hagalín. ★ Hagalín skrifar merkan eftirmála um efni og uppruna sagnanna. ★ Gunnar Gunnarsson, listmálari hefur skreytt bókina fagurlega. ★ Eiríkur Hreinn Finnbogason hefur valið sögurnar með höfundi. Q ALHENNA BÓKAFÉLAGIO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.