Morgunblaðið - 11.12.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 11.12.1958, Síða 1
24 slSur 45. árgrangur. 285. tbl. — Fimmtudagur 11. desember 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins LokaákvÖrðun Allsherjarþingsins: Ný landhelgisráðstefna ekki fyrr en vorið 1960 SEINT í gærkvöldi barst Mbl. svohljóðandi skeyti frá NTB-fréttastofunni norsku: „Allsherjarþing S.Þ. sam- þykkti síðla í dag að halda skuli nýja alþjóðlega ráð- stefnu um réttarreglur á hafinu. Ráðstefnuna skal halda í marz eða apríl 1960 og skal hún fjalla um hið umdeilda mál, ákvörðun lögsögu og fiskveiðiland- helgi. Þetta var samþykkt með yíirgnæfandi meirihluta at- kvæða. 72 ríki greiddu at- kvæði með tillögunni, ekk- ert á móti en 6 ríki sátu hjá. f síðustu viku samþykkti laganefnd Allsherjarþings- ins, að mæla með því að ný ráðstefna yrði haldin þegar í júlí eða ágúst 1959. En eft- ir miklar umræður á sjálfu Allsherjarþinginu var sam- þykkt að fresta slíkri ráð- stefnu til vors 1960“. Þrír Rússar tóku við Nóbels- verðlaunum, en sá fjórði, Boris Pasternak var fjarstaddur STOKKHÓLMT, 10. des. (NTB) — í dag voru 7 vísindamenn heiðraðir með Nóbelsverðlaunum. Verðlaunaafhending fór fram við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Stokkhólms. Þar voru m. a mættir þrír Rússar til að taka við verðlaunum í eðlis- fræði. — En fjórða Rússann, rithöfundinn Boris Pasternak, sem hlaut bókmenntaverðlaunin, vantaði. Þremur Bandaríkjamönnum voru afhent verðlaun í læknis- fræði, þeim George Wells Beadle, Edward Tatum og Joshua Led- erberg. Þeir hafa allir unnið að merkilegum rannsóknum á erfða eiginleikum. Munu þessar rann- sóknir hafa þýðingu í baráttunni við krabbameinið. Þremur Rússum voru afhent verðlaun í eðlisfræði, þeim Pav- el Cherenkov, Igor Tamm og Ilya Frank. Þeir hafa rannsakað viss atriði í sambandi við hraða ljóssins og elektrónanna, sem komið hafa m.a. fram í hinu svo nefnda Cherenkov-fyrirbæri. Nokkuð hefur þó dregið úr heiðri þessara eðlisfræðinga, að fransk- ur vísindamaður hefur bent á það með nokkrum rétti, að hann hafi uppgötvað Cherenkov-fyrir- bærið allmörgum árum á undan Cherenkov. Þá hlaut Bretinn Frederick Sanger verðlaun í efnafræði. Fréttamenn segja, að skuggi hafi grúft yfir verðlaunaafhend- Ungver ji lilýtur kjarnorku- ingunni ,að þessu sinni, þar eð einn verðlaunahafinn, rithöfund- urinn Boris Pasternak var fjarri. Ritari sænsku akademíunnar, Anders Österling, las stutta grein argerð, þar sem hann tilkynnti að akademían hefði veitt hinu rússneska skáldi verðlaunin. Skáldið hefði í fyrstu sent skeyti þar sem hann lýsti gleði yfir verðlaunaveitingunni. Skömmu seinna hafi honum verið vísað úr rússneska rithöfundafélaginu og enn hafi ekki liðið á löngu þar til Pasternak hafnaði verð- laununum. Österling sagði, að það væri ekki hægt að taka Nóbelsverð- laun aftur. Þau hefðu verið veitt Boris Pasternak og það yrði ekki aftur kallað, þótt skáldið tæki ekki við þeim. Hann kvaðst harma það, að Pasternak skyldi ekki geta verið meðal vina sinna þennan dag til að taka á móti verðlaununum. Friðarverðlaun afhent í Ósló OSLO, 10. des. — Reuter. — í dag voru belgíska prestinum Ge- orge Pire afhent friðarverðlaun Nóbels, við hátíðlega athöfn í norska stórþinginu. Hlaut hann gullpening og ávísun að upphæð 214 þúsund norskar krónur. Það var Gunnar Jahn, formað- ur Nóbelsverðlaunanefndar stár- þingsins, sem afhenti verðiaunin og ávarpaði verðlaunaþegann. — Rifjaði Gunnar upp ýmsar endur- minningar sínar frá fyrstu dögum Þjóðabandalagsins. Hann sagði, að æskan í dag hefði litla hug- mynd um hvernig ástandið hefði verið í heiminum, þegar fyrstu Nóbelsverðlaununum var út- hlutað fyrir 57 árum. Hann sagði að með stofnun Þjóðabandalags- ins hefði verið reynt að vinna bug Framh. á bls. 2. i Meginstefnan að fækka i i ekki þingmönnum utan Reykjavíkur Fátránlegar fullyrðingar Tímans um kj ördæmatillögur Sj álfstæðismanna TlMINN flytur í gær þá fáránlegu fullyrðingu sem aðalfrétt ' á fyrstu síðu blaðsins, að „Sjálfstæðisflokkurinn hyggist svíkjast að kjósendum og leggja niður öll núverandi kjör- dæmi nema Reykjavík“. Fregn þessi er eins og öllum má vera ljóst gripin ger- samlega úi lausu lofti. ♦ I FYRSTA LAGI eru þær tillögur, sem ræddar hafa verið á viðræðufundum allra flokka nema Framsóknar- flokksins aðeins umræðugrundvöllur í málinu. 4 1 ÖÐRU LAGI er það meginstefna Sjálfstæðismanna að fækka ekki þingmönnum utan Reykjavíkur, þannig að einstakir landshlutar haldi yfirleitt þeirri þingmanna- tölu, sem þeir hafa nú. 4 AF ÞLSSU LEIÐIR 1 ÞRIÐJA LAGI, að til þess að ná réttlæti og leiðrétta það einstæða ranglæti, sem ríkir samkvæmt gildandi kjördæmaskipun verður að fjölga þingmönnum nokkuð í þéttbýlinu. 4 1 FJÓRÐA LAGI má á það benda, að tillögur þær, sem Tíminn segir að feli í sér, að „öll núverandi kjördæmi nema Reykjavík verði lögð niður“ hefur Alþýðublaðið I aðalatriðum áður birt, sem tillögur flokksþings Al- þýðuflokksins. En þá minntist Tíminn ekki einu or4i á það, að verið værl að „svíkjast að kjósendum"! 4 SANNLEIKURINN ER AUÐVITAÐ sá, að Framsóknar- flokkurinn hatar allar breytingar á kjördæmaskipun- inni í réttlætisátt .eins og pestina. Hann vill ríghalda 1 ranglætið í lengstu lög. Þess vegna lætur hann blað sitt flytja æsifregnir um þann umræðugrundvöll, sem markaður hefur verið í viðræðum milli SjálfstæSis- flokksins annars vegar og tveggja flokka vinstri stjóm- arinnar hins vegar. Um kjördæmamálið er rætt nokkru nánar í Stakstelnnm á bls. 3 í blaðinu í dag. Líklegt að Rússar hafi gert tilraunir með lang- drœg flugskeyti verðlaunin Stokkhólmur, 10. des. BANDARÍSKU „Kjarnorku- verðlaununum" var nýtega- úthlutað í annað sinn. Að þessu sinni hlaut þau ung- verski vísindamaðurinn Ge- orge de Hevesy. Hann er 73 ára o gfluttist til Svíþjóðar árið 1943. Hann var sæmdur Nóbelsverðlaunum í efna- fræði 1943. Hefur hann unnið markvert starf í rannsóknum á geislavirkum ísótópum. Kjarnorkuverðlaunin banda rísku nema 75 þúsund dollur- um. Þeim var úthlutað í fyrsta skipti í fyrra og hlaut þau þá danski vísindamaður- inn Níels Bohr. , Mynd þessi var tekin nýlega af þeim Nikita Krúsjeff, einvalda Rússlands og Walther Ulbricht foringja austur-þýzkra kommúnista, er þeir voru að brugga saman tillögurnar um að Vestur- Berlín skyldi gerð að sjálfstæðu borgriki. Washington, 10. des. (NTB/Reuter ). EISENHOWER forseti sagði i fundi með fréttamönnum i dag, að ekkert sérstakt nýtt hefði verið í boðskap þeim er Hubert Humphrey öldunga- deildarþingmaður hefði flutt frá Krúsjeff. Fréttamenn spurðu forset- ann ,hvort nokkuð hefði ver- ið minnzt á það í boðskap Krúsjeffs að Rússar ættu lang dræg flugskeyti er flutt gætu Framhald á bls. 2 Fimmtudagur 11. desember 1958 Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Nokkrar ályktanir LÍU-fundar. — 6: Kosningarnar í Berlín Bridge-þáttur. — 8: Kristmann skrifar um bók Vilhjálms Finsens. — 10: Frá ársþingi Landssambands hestmanna. — 12: Ritstjórnargreinin: „Ný verð- bólgualda er skollin yfir“. Hneyksli í liðsforingjaskóla Bandaríkjaflota (Utan úr heimi). — 13: Verkaskiptingu sé komið á milli þeirra stofnana, sem annast hagrannsóknir. Ræða Ólafs Björnssonar á Alþingi. — 17: Samtök húseigenda í Reykja- vík 35 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.