Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Norðaustan gola, léttskýjað frost 5—10 stig. dagar til jóla 285 tbl. — Fimmtudagur 11. desember 1958 Sr. Jón Auðuns Hver vegfarandi gæti fyllstu varúðar i umferðinni Lögreglan gerir ýmsar öryggisráð- stafanir vegna jólaumferðarinnar EINS og venja hefir verið fyrir hver jól undanfarið, mun lög- reglan í Reykjavík gera marg- víslegar ráðstafanir þessa síðustu daga fyrir hátíðirnar til þess að gera hina miklu umferð, sem ávallt fylgir jólunum, sem greið- asta og freista þess að koma í veg „Kirkjan og skýjakljúfurinn; Prédikanir eftir sr. Jón Auðuns, dómprófast NÝLEGA er komin út bók eftir séra Jón Auðuns dómprófast, er nefnist Kirkjan og skýjakljúfurinn. Er þetta safn predikana eftir þennan merka kenniman og rithöfund. Munu margir fagna því að eiga þess kost að eignast bók með stólræðum séra Jóns Auðuns. Það er Isafoldarprentsmiðja, sem gefur bókina út. Predikanirnar bera m. a. þessa formála, er hann ritar fyrir bók titla: Kirkjan og skýjaklúfurinn, Sjálfselskan í þjónustu, Barnið á hjarni heims, Um óvænta vegi, Faðir sólkerfanna, Talentan þín, Úr öldudalnum í öldufaldinn, Heilög reiði, Þjáningar sak- lausra, Páskamorgunn, Manngild ishugsjónin, Réttlætið sem aldrei haggast, í faðmi kvelds og bæn- ar, Arfurinn frá Skálholti, Lær- dómurinn hjá liljum vallarins og Móðir lýðræðisins. Kristinn dómur og guðlaus lífsstefna Séra Jón Auðuns kemst m. a. að orði á þessa leið í niðurlagi sinni: „Með þessi meginöfl tvö í huga: Kirkjuna og skýjakljúfinn, kirst- inn dóm og guðlausa lífsstefnu, hefi ég samið flestar þessar predikanir og þess vegna valdi ég þeim þetta nafn. Ef einhverj- um verður ljósara en fyrr, við lestur þessarar bókar, hver geysi- leg alvara er hér á ferðum, og hve miklu það skiptir mannlega farsæld, að kirkjan sé ekki rifin niður og skýjakljúfurinn byggður í hennar stað, á hennar gamla grunni, er ég þakklátur fyrir það tækifæri, sem mér er gefið til þess að koma þessum hugsunum á framfæri". Var að flýta sér — og skemmdi 3 bíla í árekstri M I K L A R umferðartruflanir urðu á innanverðum Laugavegi í gærkvöldi um klukkan 10, en orsökin var harður bílaárekstur. Þrír bílar skemmdust, þar af tveir mikið. Einn maður meiddist. Þetta gerðist á móts við húsið Laugaveg 139. Fólksbílnum R-53 var ekið með miklum hraða nið- ur Laugaveginn, að sögn sjónar- votta. Ökumaður bílsins, piltur um tvítugt, hafði ætlað að fara fram úr öðrum bíl, en einhverra orsaka vegna hemlaði hann skyndilega, með þeim afleiðing- um, að R-53 rann til á rennvotri, sleipri götunni og fékk hinn ungi ökumaður ekkert við bílinn ráðið. Rann hann á leigubílinn R-7993. Eigandi þessa bíls var á leið út að bíl sínum og horfði á hinn harða árekstur, en eftir hann var bíllinn hans illa útleikinn. R-53 nam ekki staðar við þetta, heldur snerist á Fundur á Selfossi SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Óðinn á Selfossi heldur fund á morgun, föstudaginn 12. des., að Hótel Sel- fossi. Sigurðúr Óli Ólafsson, alþingismaður, flytur ræðu um st j órnmálaviðhorf ið. Spilakvöld í Keflavík SJÁLFSTÆÐl'SFÉLÖGIN í Kefla vík halda spilakvöld að Vík í kvöld kl. 9 e. h. HJ-kvartettinn leikur fyrir dansi á eftir. Sjálf- stæðisfólk, fjölmennið. götunni og rann á gangstéttar- grindur, sem þarna eru, lagði þær niður á nokkru svæði og síð- an á annan bíl, er stóð mannlaus, R-2695, og skemmdi hann einnig. Ungi pilturinn, sem bílnum ók, Jóhann í. Jónsson, Óðinsgötu 9, hafði við áreksturinn dottið úr bílnum og tóku sjúkraliðsmenn hann upp af götunni og fluttu hann í slysavarðstofuna. Meiðsli hans voru ekki svo alvarleg, að hann þyrfti spítalavistar við, og var hann fluttur heim til sín. Hallbjörg á kvöld- skenimtun Víkings I KVÖLD efnir Knattspyrnufé- lagið Víkingur til miðnætur- skemmtunar í Austurbæjarbíói. Þar munu m.a. koma fram Hall- björg Bjarnadóttir, sem nú er nýlega komin frá Ameríku, þar sem hún kom víða fram á skemmtunum. Ætlar hún sér vestur aftur með vori, en hún er búin að fá samning eins og það heitir á roáli leikara. Hún fer héðan eftir fáa daga til Sviss. Maður hennar, Fischer Nilsen, kemur einnig fram á skemmtun Víkings, svo og hljómsveit KK með söngvurunum Elly Vilhálms og Ragnari Bjarnasyni. Félagið gerir þetta í ágóða- skyni fyrir byggingarsjóð sinn, en skemmtikraftarnir skemmta án endurgjalds á þessari kvöld- skemmtun félagsins. fyrir slys og árekstra, eftir því sem unnt er. — Aldrei mun hafa verið meiri þörf á slíkum varúð- arráðstöfunum en nú, fyrir þessi jól. Umferðarþunginn mun nú að líkindum verða meiri en nokkru sinni fyrr, því að bifreiðum hefir fjölgað um 4—5 hundruð hér í bæ á þessu ári. Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri, skýrði fréttamönnum frá því í gær, í hverju ráðstafanir þessar eru fólgnar, og jafnframt var blöðunum send auglýsing þar að lútandi. — Auglýsing þessi birtist í Morgunblaðinu í dag, og er öllum almenningi, jafnt sem bifreiðastjórum, bent á að kynna sér hana sérstaklega. ★ ★ ★ Ráðstafanir þær og umferðar- takmarkanir, sem nú koma til framkvæmda ( á morgun), eru yfirleitt svipaðar og tíðkazt hefir undanfarin ár fyrir jólin, en þó er um nokkur nýmæli að ræða. Má þar helzt telja það, að tekinn verður upp einstefnuakstur á eft- irtöldum þrem stöðum: Á Skóla- vörðustíg milli Bergstaðastrætis og Bankastrætis til norðvesturs, á Bankastræti milli Skólavörðu- stígs og Ingólfsstrætis til vesturs og á Klapparstíg milli Grettis- götu og Njálsgötu til suðurs. Einstefnuakstur á fyrrgreind- um götum er nú upp tekinn í til- raunaskyni, en þó er fyrirhugað, að svo verði einnig í framtíðinni, og hefir umferðarnefnd sent bæj- arstjórn sérstakt erindi og tillög- ur þar að lútandi. — Með þessu fyrirkomulagi vinnst einkum tvennt, auk þess sem einstefnu- akstur skapar ávallt aukið öryggi í umferðinni. í fyrsta lagi það, að þetta mun auðvelda gangandi fólki að komast leiðar sinnar við gatnamót, t.d. við mót Banka- strætis og Ingólfsstrætis og Laugavegar og Skólavörðustígs, og j öðru lagi verður með þessu fyrirkomulagi hægt að koma á akreinakerfi á Klapparstígnum, neðanverðum Laugavegi, Skóla- vörðustíg og í Bankastræti* þannig að þessar umferðaræðar nýtist betur en áður. Annað nýmæli er það, að bíla- stöður verða nú algerlega bann- aðar beggja vegna Klapparstígs milli Hverfisgötu og Laugavegar. Er það einkum gert vegna strætis vagnaumferðarinnar, sem áður lá um Ingólfsstræti, Bankastræti og Skólavörðustíg, en verður nú beint um Klapparstíg. — Við ýmsar aðrar götur verða bílastöð ur takmarkaðar eða bannaðar al- gerlega, eins og verið hefir. Sömu leiðis verður umferð beint frá vissum götum eftir föngum, svo sem einnig hefir tíðkazt áður, og vísast um þau atriði til auglýs- ingar lögreglustjóra, sem fyrr er getið. Loks má benda á breytingu þá, sem gerð hefir verið á umferð- inni við spennistöðina hjá Lækj- artorgi, sem frá var sagt í Mbl. s.l. þriðjudag. — Verki þessu er ekki að fullu lokið enn, en meg- intilgangurinn með breytingunni, sem þarna er gerð, er að auð- velda gangandi fólki umferðina á þessum stað, ekki sízt með til- liti til strætisvagnastöðvarinnir við Kalkofnsveg. Standa vonir til, að þessi ráðstöfun verði til mikilla bóta. ★ ★ ★ Annar þáttur í viðbúnaði lög- reglunnar gagnvart jólaumferð- inni er aukin löggæzla á ýmsum stöðum í bænum. Verða höfð um 40 föst varðsvæði, og þar munu 50—80 lögreglumenn stöðugt verða við umferðargæzlu, mis- jafnlega margir á hverjum stað, eftir aðstæðum. Lögreglustjóri gat þess, að svo vel hefði til tekizt undanfarin ár, að í hinni þungu og erfiðu um- ferð í desember hefðu engin stór- slys orðið og ekki verið mjög mikið um árekstra. Þetta ætti að verða mönnum hvatning til enn meiri varúðar en áður, þannig að helzt yrði ekkert slys eða árekst- ur nú fyrir jólin. — Aðalatriðið væri, að sérhver yegfarandi gætti fyllstu varúðar í umferðinni — þá mundi unnt að útrýma slys- unum. Lögreglustjóri lagði áherzlu á það, að lögreglan treysti því, að almenningur sýndi fullan samstarfsvilja í þess um efnum. Loks bað lögreglustjóri blöðin að beina eftirfarandi atriðum til vegfarenda: í fyrsta lagi, að fólk safnist ekki saman í hópa á göt- um úti — að menn gangi á gang- stéttunum en ekki akbrautum —. að menn fari ekki yfir akbrautir annars staðar en á afmörkuð- um gangbrautum og fari út í æs- ar eftir umferðarljósunum. — Þá skal foreldrum bent á að láta börn sín helzt ekki vera ein á ferð, þar sem umferð er mikil. Þeim tilmælum beinir lögregl- an til bifreiðastjóra, að þeir virði reglur þær, sem fram eru settar í fyrrgreindri auglýsingu lög- reglustjóra — og fyrst og fremst að þeir hagi ætíð akstri sínum eftir aðstæðum hverju sinni. Enn strjúka Litla Hrauns- fangar SELFOSSI, 10. des. — Um klukk an 4,30 síðdegis í dag tók lög- regluþjónn sér stöðu við Ölfusár- brú, stöðvaði alla bíla er yfir brúna ætluðu. Enn einu sinni höfðu fangar á Litla Hrauni strokið. Lögreglu- maðurinn taldi fullvíst, að ekki hefði þeim tekizt að komast yfir brúna og þá leið til Reykjavíkur. Hér var um að ræða gæzlu- fangana Jóhann Víglundsson og Martein Olsen. Báðir hafa þeir komið við sögu áður í sambandi við strok af vinnuhælinu. Hafði verið komið með Jóhann að Litla Hrauni í fyrradag. Um klukkan 4 í dag, hafði þeim Jóhanni og Marteini verið leyft að fara út á hlaðið við Litla Hraun. Þá var orðið rokkið mjög og gripu þeir þá tækifærið og komust í gegnum eða yfir hina háu girð- ingu umhverfis vinnuhælið og voru brátt horfnir. Þegar þessi fregn var símuð laust fyrir lokun símstöðvarinnar á Selfossi klukkan 10 í gærkvöldi, höfðu ekki borizt fregnir af handtöku strokufanganna. Óhemju síld hjá Akranesbátum AKRANESI, 10. des. — Óhemju síld var hjá Akranesbátum í dag. Fengu 16 bátar samtals 2201 tunnu, þ.e. 140 tunnur á bát að meðaltali. Aflahæsti báturinn Höfrungur, lóðaði svo mikla síld á dýptarmæli, að hann þorði ekki að leggja meir en 40 net af 56, sem hver bátur er venjulega með, og fékk í þau 314 tunnur. Það er óvenjulegur uppgripaafli, 8 tunn ur í net. Aðrir þeir aflahæstu voru Far- sæll með 267 tunnur, Sigurvon með 212 tunnur og Ólafur Magn- ússon með 205 tunnur. Síldin er jöfnum höndum söltuð og hrað- fryst. — Oddur. Aðeins ftarf að halda opinni Hellisheiði sjálfri ÞESSA menn hitti Mbl. í fyrra- dag austur ó Hellisheiði. Þeir voru að reka niður stikur með- fram vetrarbrautinni við svo- nefnda Smiðjulaut. Sá staður er mjög snjóþungur á vetrum og er erfiðasti kaflinn á heiðinni, vegna þess hve fljótt dregur þar í skafla. í vetur mun verða lögð meiri áherzla á það en undanfarin ór, að halda leiðinni austur fyrir Fjall opinni. Það hefur líka mikið óunnizt í þessu tilliti með til- komu Austurvegar og spottans af honum upp í Hveradali. Við þetta bætist svo 500 m. langur vetrarvegur í beinu framhaldi af fyrrnefndum vegarspotta og alla leið upp í Skíðaskála. þess- um vegaframkvæmdum, getur vegagerðin einbeitt ýtum sínum að frekar stuttum kafla leiðarinn ar, eða frá Hveradölum og austur á Kambabrún,_í stað þess að hafa þurft að halda opinni leiðinni frá Kambabrún og alla leið niður fyrir Sandskeið. Það verður miklu auðveldara að fást við þetta í vetur, jafnvel þó snjóalög yrðu töluverð, sögðu vegagerðarmennirnir, sem bættu því við. að fyrir þá sem stunda skíðaíþróttina þá hljóti það að þykja merk tíðindi, að sennilega muni verða fært í allan vetur upp í Skíðaskála. — En það þarf að setja stikurnar meðfram veg- inum eigi að síður. — Og svo dundu sleggjuhöggln á stikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.