Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 10
1U MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. des. 1958 Formaður stjórnar L. H., Steinþór Gestsson, Hæli, og forseti Islands, Ásgeir Asgeirsson, ræðast við á landsmóti hestamanna á Þingvöllum sl. sumar. Frá ársþingi Landssambands hestamanna: Stórhœtta stafar af laga- ákvœðinu um að hesta- menn skuli víkja til hœgri NÍUNDA ársþing Landssam- bands hestamannafélaga var haldið í Reykjavík dagana 22. og 23. f. m. Þingið sátu 34 fulltrúar frá nær öllum hestamannafé- lögum landsins. Margir fulltrú- anna voru langt að komnir t. d. austan af Héraði og austan frá Vík í Mýrdal. Þingforsetar voru kjörnir þeir Þorlákur Ottesen, Reykjavík, og Kristinn Hákonar- son, Hafnarfirði, og ritarar Ari Guðmundsson, Borgarnesi, og Vignir Guðmundsson, Akureyri. Fyrri dag þingsins voru fram- söguræður fluttar og málum vís- að til nefnda. Að framsöguræð- um loknum fyrri daginn var sýnd kvikmynd frá landsmóti hestamanna í sumar. Myndina hafði Vigfús Sigurgeirsson tekið. Síðari daginn voru tillögur nefnda ræddar og afgreiddar. Reiðvegir lagðir í þéttbýli M. a. var samþykkt eftirfar- andi ályktun: Ársþingið telur, að breyting sú, sem í framkvæmd er komin með hinum nýju um- ferðarlögum um, að hestamenn skuli víkja á hægri vegarbrún, sé stór afturför og stofni til stór- hættu í umferðinni. Fól þingið sambandsstjórn sinni að fá þessu þegar breytt til hins fyrra horfs. Jafnframt skoraði þingið á vega- málastjóra að hlutast til um, að lagðir yrðu reiðvegir einkum í þéttbýli og nágrenni þess. Samhljóða samþykkt var gerð um að skora á Búnaðarþing að beita sér fyrir því, að núgild- andi lögum um útflutning hrossa verði breytt þannig, að útflutn- ingur hrossa verði leyfður allt árið, aldurshámark á útfluttum hrossum verði fellt niður og á- kvæði laganna um bann við út- flutningi kynbótagripa verði gert framkvæmanlegt með ákvæði um forkaupsrétt ríkisins á grip- um þessum. Reiðskáli verði stofnaður Einnig var samþykkt á þinginu að vekja athygli Búnaðarþings á, að nauðsynlegt sé, að hér verði komið upp fullkomnum reiðskóla samhliða ræktun og notkun ís- lenzka reiðhestsins erlendis í þeim tilgangi að tryggja forystu íslendinga í þessum efnum. Verði reiðskóli þessi sjálfstæð stofnun, rekinn af ríkinu og staðsettur í næsta nágrenmi Reykjavíkur. ★ Þingið fól stjórn L. H.: Að beita sér fyrir því, að tamninga- stöðvar verði reknar sem víðast bæði á vegum hestamannafé- laga, skóla og annarra, sem á- stæður hafa til þess; að vinna að því, að ráðinn verði reiðskóla- kennari á vegum fræðslumála- stjórnarinnar, sem verði að öðr- um þræði erindreki L. H. ÞEIR sem hafa gaman af ferða- bókum eiga þess nú kost, að bæta í safn sitt einni ágætri bók, í þeim flokki. Hún heitir Gull og grænir skógar, eftir danska ferðalanginn og landkönnuðinn, Jörgen Bitsch, og er nýlega komin út á vegum bókaútgáfunnar Skuggsjár, í þýð ingu Sigvalda Hjálmarssonar. Höfundur bókarinnar hefur farið víða um heim og kannað ýmsar furðuslóðir. í þessari bók segir hann frá ferðum sínum um frumskóga Suður-Ameríku, þar sem margir könnuðir hafa týnt lífinu, m. a. Fawcett ofursti, sem fór þangað árið 1925, til að leita „hins týnda heims“, en týndist sjálfur og hefur eigi sézt síðan. Sá sem lagði af stað til þess að leita ofurstans, varð að snúa við, því að öðrum kosti hefðu Indíán- arnir séð um að hann og menn hans kembdu ekki hærurnar. Samt fór Jörgen Bitsch einn um þessar slóðir og komst til baka heilu og höldnu. Bókin hefst á skemmtilegri lýs ingu á höfuðborg Brazilíu — Rio de Janeiro — og umhverfi henn- ar, þar sem „áhorfandinn stend- ur á öndinni" og „fegurðin verð- ur honum ofviða“ í fyrsta sinn sem hann lítur alla þá dýrð. Líka er einkar skemmtileg lýsing þar á seinagangi í afgreiðsluháttum og allri fyrirgreiðslu hins opin- bera, sem hlýtur jafnvel að ganga fram af okkur Íslendingum! Stjórninni var einnig falið að afla nauðsynlegra leyfa til að halda megi í framtíðinni lands- mót að Skógarhólum við Þing- velli. Jafnframt æskti þingið þess, að stjórnin leitaði samstarfs við önnur félagssamtök s. s. U. M. F. í., landsmálafélög o. fl. í þeim tilgangi að semja við dómsmálastjórn landsins um tryggingu fyrir viðunandi lög- regluaðstoð á útisamkomum gegn hóflegu verði. Auk þessa voru gerðar ýmsar samþykktir um félagsmál sam- bandsins. , ★ I stjorn sambandsins voru kosnir til næstu þriggja ára þeir Sigursteinn Þórðarson, Borgar- nesi, og Jón Brynjólfsson, Reykja vík. Formaður sambandsstjórnar er Steinþór Gestsson, Hæli. Því næst segir höfundurinn frá I ferð sinni um Dauðafljót, sem I liggur að Xingúlandi, en „þaðan I kemur enginn aftur“, var áður sagt. Og áfram heldur ferðin, unz komið er í land Tapirape- Indíána, sem kváðu ' „vafalítið vera lötustu mannverur jarðarinn ar“, og áfram er haldið inn í byggðir Awattí-Indíána, sem lítið dálæti hafa á hvítum mönnum, af góðum og gildum ástæðum, enda sýndist Bitsch þeir ekki árennilegir við fyrstu kynni. í þeim kafla segir frá furðulegum hlutum, m.a. „hátíð hinna dauðu". Þá mun líka mörgum þykja mat- ur í kaflanum um „Borg gúmæð- isins“, heimsborgina í frumskóg- inum, þar sem dýrasta hljómleika höll heimsins var reist, með stjörnuhvelfingu og hvolfþaki í öllum regnbogans litum. Þar voru eitt sinn fleiri milljónamæring- ar en í nokkurri annarri borg — menn, sem gáfu börnum sínum leikföng úr gulli, greiddu ótrú- legar frjárhæðir fyrir skemmti- krafta frá öðrum heimsálfum og senda þvott sinn til Evrópu. Þá má nefna kaflann um bar- daga höfundarins, upp á líf og dauða, við kyrkislönguna ógur- legu, sem getur gleypt fullorðinn mann án þess að hiksta, læðist að bráð sinni í ám og fenjum og molar í henni hvert bein áður en hún gleypir hana. Ekki má gleyma lýsingunni á landi hinna fornu Inka, hinum sorglegu af- drifum þeirrar merku menning- arþjóðar, eyðingu óbætanlegra listaverka, svikum og blóðsúthell ingum, sem eru ein mesta svívirð- ing mannkynssögunnar. Það er alltaf heillandi lestrarefni, sem tekst að tína saman úr sögu þess- ara sólar-barna, áður en hin svo kallaða menning réð niðurlögum þeirra. Enn er margt ótalið, svo sem ferð um forna grafreiti, frésögn um beinagrindur risakynstofns, sem þarna hefur átt heimkynni, rústir sólmusterisins fræga, sem allt var lagt gulli að innan, rústir konungshallarinnar í Cuzco, þar sem stór líkneski úr gulli og silfri voru meðal annars skrauts og táknmynda. Ennfremur segir frá ógrynni smærri fornminja, sem hægt er að tína upp eins og steina í jörðu. Þá er og lýsing á útfar- arsiðum Inka, trúarathöfnum o.fl. Ekki má heldur gleyma ferð höf- undarins inn í land Hausaveiðar- anna, sem helltu bræddu gulli of an í Spánverja og sögðu að með því móti einu yrði gullþorsta þeirra svalað. Þeir safna höfðum óvina sinni, flá af þeim húðina og fylla hana svo upp með sér- stökum hætti. — Skógarbúar eru heitir bæði í hatri og ást — en um ástir þeirra fjallar einn kafli bókarinnar. Frásögn höfundarins er öfga- laus, engar æsandi skrumskæl- ingar sem vakið gætu vantrú lesandans á sannleiksgildi bókar- innar. Hann trúir höfundinum og ferðast með honum, fullur áhuga strax frá upphafi. Þeir verða góðir kunningjar og ferðafélagar. Þýðing Sigvalda Hjálmarssonar er á góðri íslenzku. Myndirnar í bókinni fallegar og vel gerðar. Víglundur Möller. Rangæingafélagib á Selfossi SELFOSSI, 8. des. — Síðastliðinn laugardag var stofnað hér á Sel- fossi Rangæingafélag fyrir Rang- æinga búsetta á Selfossi og í ná- grenni. Stofnendur voru 70. í stjórn voru kosnir: Hjalti Þórðarson, skrifstofustjóri, for- maður, Sigurður Guðmundsson, trésm., gjaldkeri, frú Guðfinna Jónsdóttir, ritari, og meðstjórn- endur, Auðunn Pálsson og Krist- ján Gíslason. Var mikill áhugi á fundinum um félagsstofnun þessa. Er þetta fyrsta átthagafélag, sem stofnað er í Árnessýslu. — G. Ó. ,,Gull og grœnir skógar" ferðabók eftir Jörgen Bitsch Nýtt Nýtt MATROSAFÖT ERU JÓLAFÖT MATROSAFÖT — H V I T — Verð kr. 225,00 Vandað efni Vandaður frágangur Verð frá kr. 495,00 SKÍÐI og allskonar skíða- og ferðaútbúnaður T e r y 1 e n r SLIFSI og aðrar gerðir í fjölbreyttu úrvali. GOLF-SKYRTAN fæst aðeins hjá L.H. MULLER Verð kr. 185,00 Margir litir Allar stærðir Mismunandi ermalengdir. C6LF. SKVRTÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.