Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 11. des. 1958 MOnr.v\ nr 4Ð1Ð 17 Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur 1958. — A myndinni sjást, talið frá vinstri. Jón G. Jóns- son ritari, Sighvatur Einarsson, Alfreð Guðmmundsson varaformaður, Páll S. Pálsson formað- ur, Ólafur Jóhannesson gjaldkeri, Jón Guðmundsson gjaldskrárritari og Valdimar Þórðarson. A myndina vantar Þóreyju Þorsteinsdóttur varastj órnanda. Samtök húseigenda í Reykjavík 35 ára HÚ SEIGEND AFÉL AG Reykja- víkur, er gekk undir nafninu Fasteignaeigendafélag Reykja- víkur, þangað til að nafni félags- ins var breytt á aðalfundi 1957, varð 35 ára á yfirstandandi ári. Fyrsti stofnfundur fé'lagsins var 23. febrúar 1923, en reyndar kemur fram í fundargerð 4. marz 1925, að árið 1917 hefði verið stofnað félag í sama tilgangi, en ekki er upplýst, hve mikið það félag hefur starfað. Félagið varð brátt viðurkennd- ur málsvari húseigenda í Reykja- vík í sameiginlegum hagsmuna- málum og kom þar einkum til barátta fyrir afnámi húsaleigu- laga, er sett voru á stríðsárunum fyrri, og reglugerða, er byggðar voru á þeim lögum. Einnig lét félagið bæjarmál til sín taka, svo sem gjald af leigulóðum, skipu- lagsmál bæjarins, brunabóta- gjöld, húsaskatt, fasteigna- og lóðaskatt og fl. í ársskýrslu félagsstjórnarinn- ar á aðalfundi 1925 segir meðal annars: „Fasteignaeigendafélaginu hef- ur tekizt að láta ei neitt fram hjá fara afskiptalaust, sem varð- ar réttmæta hagsmuni húseig- enda“. Guðmundur Kr. Guðmundsson var formaður félagsins fyrstu 5 árin, en árið 1928 tók Ágúst H. Bjarnason, prófessor, við for- mannsstarfinu, og gegndi því til ársins 1933. Afskipti félagsins af bæjarmál um náðu því stigi við bæjar- stjórnarkosningarnar 1930, að félagið samþykkti að bjóða fram lista við bæjarstjórnarkosningn- ar það ár, með Einari Arnórs- syni, prófessor, sem efsta manni listans. Einna mest lægð virðist hafa verið í starfsemi félagsins árin 1935—’39, en á aðalfundi félags- ins 1940 voru 200 félagsmenn mættir og færðist þá nýtt líf í fé- lagið. Formaður var kjörinn Gunnar Þorsteinsson, hæstarétt- arlögmaður, og gegndi hann síð- an formanns- og framkvæmda- stjóra starfi óslitið til ársins 1946. Ný húsaleigulög tóku gildi í byrjun síðari heimsstyrjaldarinn- ar, hálfu óvinsælli meðal húseig- anda almennt, en nokkur annar lagabókstafur fyrr eða síðar. Varð það hlutverk félags húseig- enda í höfuðstaðnum, að halda uppi öflugri baráttu gegn lögun- um og að benda á ranglæti þeirra gagnvart húseigendum. Þessi barátta stóð látlaust til 14. maí 1953, en með þeim degi var ákveðið að húsaleigulögin gengi úr gildi í Reykjavík, nema að bæjarstjórnin gerði áður sam- þykkt um, að lögin skyldu gilda þar áfram, enda greiddi Reykja- víkurbær þá kostnaðinn af störf- Einar Ásmundsson hæsta réltarlögniaóui. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómslugmaður Sími 15407, 1981? Skrifstofa Hafnarslr. S, II. hæð. um nefndarinnar. Bæjarstjórnin gerði enga slíka samþykkt, en samt starfar húsaleigunefndin enn, launuð úr ríkissjóði. Sett var lagaslitur árið 1952 um hámark húsaleigu, en þau ákvæði eru svo úrelt að fólk hendir gaman að, og ríkisvaldið sjálft virðir þau að vettugi, t.d. þegar húsnæði er tekið á leigu handa Alþingismönnum. Slík lög, sem almenningur og yfirvöld hafa andúð á og fara ekki eftir, eru blettur á íslenzkri lagasetn- ingu og er það eitt af baráttu- málum Húseigendafélagsins í dag, að þessi lög verði úr gildi numin. Árið 1946 réði félagsstjórnin sérstakan framkvæmdastjóra utan stjórnarinnar, er var Páll S. Pálsson, lögfræðingur, og hef- ur tíðum sá háttur verið á hafður síðan, að lögfræðingar hafa verið ráðnir sem framkvæmdastjórar. Þannig gegndi Páll Magnússon, lögfræðingur, framkvæmdar- stjórastarfinu 1948—’49. Magnús Jónsson, alþingismaður, var framkvæmdarstjóri félagsins ár- in 1949—54, er Árni Björnsson, lögfræðingur, tók þá við því, unz Páll S. Pálsson tók aftur við framkvæmdarstjórastarfinu, í árs byrjun 1957 og gegnir því enn, síðasta árið jafnhliða formanns- starfi. Formenn félagsins frá byrjun hafa verið: Árin 1925—’28 Guðmundur Kr. Guðmundsson, skipamiðlari. 1928 —’33 Ágúst H. Bjarnason, próf- essor. 1933—’38 A. J. Johnson, bankagjaldkeri. 1938—’40 Jón Halldórsson, trésmíðameistari. 1940—’46 Gunnar Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður. 1946—’48 Stefán Thorarensen, lyfsali. 1948 —’50 Helgi Lárusson, forstjóri. 1950—’51 Kristjón Kristjónsson, fulltrúi. 1951—’54 Jón Loftsson, forstjóri. 1954—’57 Jón Sigtryggs son, dómvörður Hæstaréttar. 1957—’58 Hjörtur Hjartarson, for stjóri. 1958 Páll S. Pálsson, hæsta réttarlögmaður. Nokkru áður en húsaleigulög- in runnu sitt síðasta skeið, hafði félagið haft áhrif á það, að lög- bundið var að félag húseigenda á hverjum stað, skyldi eiga einn fulltrúa í húsaleigunefnd. Mestu viðurkenninguna af hálfu hins opinbera, hlaut félagið árið 1954, með setningu laga um brunatryggingar í Reykjavík. Þar er svo ákveðið, að fulltrúi, tilnefndur af félaginu, skuli fylgjast með ráðstöfun bæjar- atjórnar á húsatryggingarsjóði, og ennfremur að áður en bæjar- stjórn ákveður, að útboði loknu, hvaða tryggingartilboði skuli tek ið, skuli leita álits félagsstjórn- arinnar á tilboðunum. Líður nú brátt að því, að fyrsta trygging- artímabilið, eftir setningu lag- anna, sé á enda, og kemur þá mál ið, áður en tryggingunum er aft- ur ráðstafað, til umsagnar félags- stjórnarinnar. Einn mesti þyrnir í augum fjöl margra húseigenda nú, er löggjöf Slmon Jóh. Ágústsson: „Eldóradó“ eftir Kjartan Óiafsson in um hinn svonefnda stóreigna- skatt, og á félagið aðild með nokkrum öðrum félagssamtök- um, um að reka mál fyrir dóm- stólum, til reynslu á því hvort þessi löggjöf er í samræmi við stjórnarskrá landsins. Lög um bann við breytingu íbúðarhúsnæðis í atvinnuhús- næði er afar þröngsýn lagasetn- ing, er hamlar eðlilegri þróun á Kjartan Ólafsson: Eldóradó. Ferðasaga. Bókaútgáfan Setberg FYRIR fjórum árum kom út ferðasaga Kjartans Ólafssonar: Sól í fullu suðri. Vakti bók þessi afarmikla athygli og hlaut ein- róma lof ritdómenda. Einn þeirra komst að orði eitthvað á þá leið, að nærri láti, að með henni sé brotið í blað í ritun íslenzkra ferðasagna, og mun það sann- mæli. í Sól í fullu suðri segir Kjart- an frá ferðum sínum um austan verða Suður-Ameríku, en hin seinni, Eldóradó, er ferðasaga hans um vestan verða álfuna: Chile, f’erú, Bolivíu, Ecuador og Kólombíu. Kjartan er fæddur ferðalang- ur. Það hefur löngum verið ástríða hans að kynnast sem flest um löndum og lýðum og hefur hann fátt vílað fyrir sér til þess að svala henni. Auk þess sem hann hefur dvalizt í flestum löndum Evrópu vestan járntjalds hefur hann farið um alla Ame- ríku að heita megi, og nú fyrir tæpu ári er hann kominn úr meira en tveggja ára ferðalagi um hin fornu menningarlönd Asíu, Pakistan, Indland o.fl. Lagði hann stund á úrdú og í förinni og er senni- lega eini íslendingurinn, sem lesið hefur Rubaiyat Ómars breytingu húsnæðis við helztu viðskiptagötur bæjarins, og berst ! Persnes ^u félagið af alefli fyrir rýmkun eða afnámi þessara laga. _ Félagið hefur opnað skrifstofu ' Khayyams a frummalmu. En til fyrirgreiðslu fyrir félagsmenn, eltt er að aUa sjaifum ser hfs- reynslu og lifsgleði og annað hitt er leysir úr fyrirspurnum og leið beinir húseigendum, m.a. í leigu- málum. Félagið hefur hug á því, Sð koma upp almennri, skipulagðri leiðbeiningaþjónustu fyrir hús- eigendur, í samvinnu við bæjar- yfirvöldin, í sambandi ráðstafan- ir til eldvarna og um meðferð kynditækja. Félagið hefur leitað nokkuð fyrir sér um möguleika á því, að ráða fastan fulltrúa til þess að vera húseigendum til fulltingis við uppmælingarutreikninga iðn aðarmanna. Félagið hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að væntanleg lög- gjöf um rétt og skyldur húseig- enda í fjölbýlishúsum verði ekki sett, nema að félaginu sé áður gefinn kostur á að fjalla um það. Félagsstjórnin hefur ákveðið að boða til fundar innan skamms með fulltrúum frá ýmsum bygg- ingarfélögum í bænum til þess að ræða nýsamið frumvarp fé- lagsmálaráðuneytisins um þessi efni. í Húseigendafélagi Reykjavík- ur eru nú um 1500 félagsmenn, og hefur félagatalan meira en tvö faldast frá því sem hún var í árs- byrjun 1957. að miðla þeim öðrum. Frásagn- argleði Kjartans er mikil, hann gæðir hvert atvik lifi og hefur jafnan lag á þvi að hrífa lesand- ann með sér og gera hann þátt- takandi í reynslu sinni. Hann hefur ekki einungis yndi af því að lifa atburðina, heldur og að segja frá þeim. Lífsþorstinn og frásagnargleðin eru samofin hjá honum, eins og hjá flestum góð um sagnamönnum. Meðan maður les bók Kjartans, má hann með sanni segja, að hann sé kominn upp á það „að sitja kyrr í sama stað og samt að vera að ferðast", eins og segir í vísu Jónasar Hall- grímssonar. Ekki er hér færi á því að rekja efni þessarar viðamiklu bókar, en hún er rituð í mjög svipuðum dúr og hin fyrri. Hún er sjór fróðleiks um sögu, menningu og lífshætti fjarlægra þjóða, sem eru um flest eins ólíkar okkur og verða má. Stendur Kjartan hér vel að vígi vegna mikillar þekk- ingar á spænskrj tungu, sögu og bókmenntum. Auk þess er hún ferðasaga í venjulegri merkingu. Höfundur lýsir reynslu sinni á ferðalaginu, þar eru margar á- gætar lýsingar á furðuverkum náttúrunnar, á fornum listaverk- Frá aðalfundi Kvenstúdentafélags íslands: Kvenstúdent við háskólanám erlendis AÐALFUNDUR Kvenstúdenta- félags fslands var haldinn í Þjóð- leikhúskjallaranum í fyrrakvöld. f stjórn voru kjörnar Ragnheiður Guðmundsdóttir formaður, Ingi- björg Guðmundsdóttir varafor- maður, Ólöf Benediktsdóttir rit- ari, Ólafía Einarsdóttir gjaldkeri. Aðrar í stjórn eru Erla Elíasdótt- ir, Ragnhildur Helgadóttir og Svava Pétursdóttir. í varastjórn voru kosnar Elsa Guðjónsson, Guðrún Þorbergsdóttir og Rósa Steingrímsdóttir. ★ Gerð var grein fyrir störfum stjórnarinnar á liðnu ári, sem var 30. starfsár félagsins. Á því ári veitti félagið erlendri mennta konu, Ursulu Brown frá Summ- erville College í Oxford, styrk að upphæð 12.500 kr. Er nú í ráði að veita álíka háan styrk íslenzk- um kvenstúdent við háskólanám erlendis á skólaárinu 1959—60. Ætlunin er að veita bennan styrk kvenstúdent, sem er langt kom- inn í námi. Mörg undanfarin ár hefir Kvenstúdentafélagið annazt sölu jólakorta Barnahjálpar SÞ, og mun félagið vera eini aðilinn, sem vinr.ur þannig í þágu Barna- hjálparinnar. Einnig hefir félag- ið undanfarin fimm ár styrkt erlendar menntakonur í flótta- mannabúðum, og er það Alþjóða samband háskólakvenna, sem gengst fyrir því. Á árshátíð félagsins 19. nóv. sl. hélt félagið hátíðlegt 30 ára af- mæli sitt, og tóku á annað hundr- að konur þátt í árshátíðinni. Þrjár konur voru kjörnar heið- ursfélagar: Kristín Ólafsdóttir, læknir, sem er fyrsta konan, er lokið hefir embættisprófi við Háskóla Islands; Katrín Thor- oddsen, yfirlæknir, sem um langt skeið var formaður félags- ins og Anna Bjarnadóttir, B. A., í Reykholti, sem átti sæti í fyrstu stjórn félagsins. um, byggingum og mannvirkj- um, er sum hver eru sköpuð af menningarþjóðum, sem nú eru horfnar af sjónarsviðinu. Þá seg- ir höfundur frá persónulegum kynnum sínum af mönnum og ævintýrum þeim, sem hann rat- ar í. Lætur honum sérstaklega vel að leiða lesandann inn í hug- arheim frumstæðra og framandi manna, sem hann kynntist. Kjartan hefur næman skiln- ing á harmleik og mikilleik mann legra örlaga, en jafnframt á hinu skoplega og kynlega í fari mann skepnunnar. Hann sameinar „tragik" og „humor“, harmsæi og skopskyggni, og er frekar fá- títt, að þessi tvö horf fari sam- an hjá rithöfundi. Þess vegna tekst honum annars vegar sér- staklega vel, þegar hann lýsir mannraunum spænsku konkist- aðoranna, og hins vegar, þegar hann bregður upp skoplegum myndum. T.d. er öll frásagan um kynni hans af hinum gaman- sama og fjölfróða klerki, Enrigue Pérez Arbeláes í Kólombíu, hreint afbragð. Klerkur er mik- ill safnandi þjóðvísna og þjóð- laga. Bauð hann Kjartani heim til sín, lét skenkja vín og gerðist sá góði guðsmaður þá með öllu hispurslaus. Söng hann þá m.a. við raust þennan dans: Eitt heilræði gott ég gaf þér að giftast ei ekkjufrú. Sú hryssa mun ausa þér af sér, sem annar temur en þú. í Kólombíu, segir höfundur, kunna menn bænir við öllu því, sem hrjáir og hrellir vesæla mannkind. T.d. hafa börn þar yfir þessa bæn til þess að forðast flengingu: Heilög mey frá Chiquinquira, kom með þína líknarhönd. Ætli mamma mig að flengja hún megi ei finna ól né vönd. Bókin endar á því, að Kjartan sækir heim að ráði viturra manna Indíánakerlingu eina, sem hafði alizt upp við mannát. Hafði hún raunar verið kristnuð fyrir löngu og lært spænsku. En krist- in menning risti ekki dýpra en svo í huga kerlingar, að henni fannst mannát ósköp eðlilegt og hagkvæmt! Stíll og mál er mjög með sama hætti á Eldóradó og Sól í fuUu suðri, en um þá bók komst ég svo að orði í ritdómi: „Ritið er náma rammíslenzkra orða og orðtaka. Sum þeirra eru að vísu fágæt og vandmeðfarir, og er á fárra færi að slá réttan hljóm úr strengjum þeirra. En höfur -’i bregzt hér ekki bogalistin. Af mikilli íþrótt fellir hann þau að efni og stíl“. í fyrstu bók sinni kemur Kjartan fram sem full- mótaður og fullþroska rithöfund- ur. í Sól í fullu suðri var raunar ekki laust við að hann beitti um of nokkrum fágætum orðum og orðtökum, en í Eldóradó gætir þess lítt eða ekki. Þótt stíllinn á seinni bók hans sé e.t.v. slétt- felldari, finnst mér frásögnin þó tæplega eins rismikil og seið- mögnuð og í hinni fyrri. Bókin er mjög smekklega gef- in út og mörgum myndum prýdd. Prófarkalestur er ágætur. Vel hefði farið á þvi, að ritinu hefði fylgt landabréf, þar sem ferðir höfundar eru sýndar. En þess varir mig, að bækur Kjartans komi í annarri útgáfu og mætti þá úr þessu bæta og slétta úr þeim smáhnökrum, sem ég hef áður vikið að. Kjartan hefur lyft ísl. ferðasögubókmennt- um yfir sviplausa flatneskju- hversdagslegrar fráságnar og hafið þær til yfirbragðsmikillar listar. Hver sá, sem héðan í frá ritar íslenzka bókmenntasögu samtíðar okkar, mun sakir rita hans ekki geta gengið framhjá þessari grein. Og ef til vill send- ir Kjartan einhverntíma frá sér þriðju reisubókina, um austur- för sína, þótt þessar tvær nægi til þess að skipa honum veglegt rúm í samtíðarbókmenntum okk ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.