Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 12
11 MORCVNfíLAÐIP Fimmtudagur 11. des. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vírm Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuð; innanlands I lausasðlu kr. 2.00 eintakið. ,.A/Y VERÐBÓLGUALDA - ER SKOLLIN YFIR" UTAN UR HEIMI Hneyksli í liðsforingjas kóla banda ríska flotans EGAR Hermann Jónasson lýsti því yfir á Alþingi að ríkisstjórnin væri bú- ín að biðjast lausnar, þá lýsti hann því yfir að nú blasti við ný verðbólgualda. Þetta var þá viðskilnaður vinstri stjórnarinn- ar eftir öll loforðin um „stöðvun dýrtíðarinnar“, eftir öll loforðin um að „brjóta blað í efnahags- málum landsmanna“ og að „kippa atvinnuvegunum'upp úr Styrkjafeninu". Eins og allir landsmenn sjá hefur ekkert blað Verið brotið, atvinnuvegirnir eru sokknir dýpra niður í styrkja- fenið en nokkru sinni áður og ný verðbólgualda er skollin yfir sem ekki er séð fyrir endann á. t Þegar húsmæðurnar fóru til matarkaupa í gær sáu þær fyrstu boðaföllin af þessari nýju verð- bólguöldu. Landbúnaðarafurðirn ar hækkuðu í verði í gær, sem eru bein áhrif af vísitöluhækk- uninni sem varð 1. desember en ríkisstjórnin reyndist ekki megn ug að stöðva þá öldu á neinn hátt. í gær hækkaði mjólkin í verði, kjötið, kartöflurnar og eggin og stafar hækkunin af hækkuðum dreifingarkostnaði en ekki er það svo að framleiðend- urnir fái meira fyrír sinn snúð. Eftir því skyldu menn taka. Mjólkin hækkar um 7 aura á lítra, rjóminn um 80 aura og skyrkílóið um 15 aura. Sá ostur sem fólk neytir mest hækkar um 90 aura hvert kílógramm og kjöt- hækkunin er 30 aura á kíló og hækkun á kartöflum 5 aurar. Hækkunin á eggjum er kr. 2,50 í smásölu. Er nú svo komið að það er rétt að 5 króna seðill- inn nægir fyrir einum lítra af flöskumjólk og til þess að kaupa eitt kíló af eggjum verður að- eins svolítill afgangur af 50 króna seðli. Til þess að kaupa 1 kg af súpukjöti þarf að leggja rétt um það bil þrjá 10 króna seðla á borðið og til þess að kaupa 1 kg af læri þarf nú á fjórða tug króna. Ef húsmóðirin ætlar að kaupa 1 kg af skyri, fær hún aðeins lítið til baka af 10 króna seðli. Þannig birtist verðbólgualdan 1 hækkun landbúnaðarafurð- anna, sem stafar af dreifingar- kostnaðinum, sem hækkar svo mjög vegna hinnar gífurlegu hækkunar á vísitölunni. Þannig verða peningafnir allt- af minna og minna virði. Krónan er alltaf að verða rýrari og rýr- ari í höndum fólks. Það er sama hvað menn reyna að streit- ast við að vinna inn handa sér og heimilinu, ekkert stenzt við, allt verður líkt og hjóm. Peningarnir eru orðnir eins og aska í höndunum á fólki. Það er ekki furða, þó að sparnaðar- hneigð manna fari forgörðum í öðru eins flóði og þessu. ★ En var þetta það sem Hermann Jónasson og þeir Framsóknar- herrarnir lofuðu 1956, þegar þeir voru að brjótast til valda? Nei, það var ekki þetta, heldur hið gagnstæða. En þeir hafa svikið allt. Þeir hafa haft foryst- una í fjármálum þjóðarinnar og þeir hafa haft forystuna í ríkis- stjórninni sjálfri„ En hvað hefur komið á daginn þrátt fyrir for- ystu þessara miklu manna? Eitt af því fáa, sem Hermann Jónas- son hefur á síðari árum sagt landsfólkinu satt um landsmálin og stefnuna í þeim eru seinustu orðin hans á Alþingi meðan hann var reglulegur ráðherra, þegar hann sagði: „Ný verðbólgualda er skollin yfir“. Það á víst að sýna feiknalega sterkan „karakter" hjá Hermanni Jónassyni að ganga fram og segja af sér, þegar öllu var stefnt út í botnlausa verðbólgustefnu. En það bætir lítið úr, þótt Tíminn sé i gær að fjargviðrast út af því að efnahagsmálin „þoli enga bið“. Þessi mál hafa aldrei neina bið þolað. Ef stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Framsóknar- menn hefðu staðið við sín stóru heit og yfirlýsingar 1956, þá væri heldur „engin bið“ núna, þá væru þessi mál leyst fyrir löngu. En í sambandi við lausn efna- hagsmálanna er rétt að minna enn á það, að Hermann Jónasson hljóp burt með ráðuneyti sitt allt frá óleystum þessum málum, án þess að gefa Alþingi nokkra skýrslu um þau og án þess að leggja nokkra tillögur fyrir Al- þingi. Það minnsta sem forsætis- ráðherrann hefði getað gert var þó altjent áður en hann gekk burt og standa upp frammi fyrir sjálfu Alþingi íslendinga og gefa þar skýrslu um það, hvernig málum væri komið og beiðast álits og aðstoðar þingsins. í fram haldi af því hefði hann svo sjálf- ur, ef hann hefði haft nokkuð fram að bera getað lagt fram tillögur fyrir Alþingi til sam- þykktar, breytingar eða synjun- ar, eins Og gerist í þingræðislegu þjóðfélagi. Ekkert af þessu gerði ráðherrann, heldur hljóp burt frá efnahagsmálunum óleystum, eins og alþjóð er kunnugt. Nú ber svo undarlega við, að Framsóknarmenn þykjast hafa ráð undir rifi hverju til þess að leysa efnahagsmálin í desember 1958 og það hafi verið öðrum að kenna að þau ráð voru ekki tek- in. En hvernig stendur þá á því, að á öllu tímabilinu frá því stjórnin tók við á miðju ári 1956 og þar til í desember 1958 hafa Framsóknarmenn engin ráð haft til þess að koma efnahagsmálun- um á réttan kjöl og brjóta það blað í sögu efnahagsmála íslands, sem þeir lofuðu, þegar þeir gáfu út stefnuskrá sína vorið 1956? Og ef það er rétt að Framsóknar- menn hafi nú haft einhver ráð sem duga til þess að koma efna- hagsmálunum á réttan kjöl, af hverju lögðu þeir þá ekki þessi heillaráð fyrir Alþingi og sýndu þau alþjóð í stað þess að hlaup- ast burt án þess að tala við Al- þingi um málin? Það sér hver maður að það er meira en lítil veila í upphrópunum Tím- ans nú um að flokkur hans hafi einhverjar heillatillögur fram að bera sem aðrir hafi síðan hafnað af gáleysi. Það má nærri geta, að Hermann Jónasson hefði þá haft einurð til þess að sýna þjóð- inni þessar tillögur á Alþingi og láta þar til skarar skríða og sverfa til stáls, ef þær hefðu á annað borð verið til. Ung stúlka blekkti liðsforingjaefnin ÞAÐ VAKTI talsverða athygli og umtal í Bandaríkjunum, er það varð uppvíst fyrir skömmu, að 17 ára stúlku i Annapolis í Maryland hafði einhvern veginn tekizt að laumast inn í liðsfor- ingjaskóla flotans þar í borg — dulbúin sem karlmaður, í liðs- foringjabúningi. — Hún stóð í röðum liðsforingjaefnanna á með an liðskönnun fór fram — og snæddi að því búnu kvöldverð með nemendum skólans, 3.500 að tölu. ★ Þetta mun hafa þótt hneisa hin mesta — að „njósnari" kæmist þannig hindrunarlaust inn í rað- ir tilvonandi foringja hersins — og voru forstöðumenn liðsfor- ingjaskólans því engan veginn óðfúsir að viðurkenna, að slíkur atburður hefði átt sér stað. — En sagan komst á kreik, og loks ÓPERUSÖNGVARAR frá Norð- urlöndum virðast mjög eftirsóttir í Bandaríkjunum um þessar mundir. — Forstjóri Metropol- itan-óperunnar, Rudolf Bing, hefir þegar gert samning við þrjár Norðurlandasöngkonur um að syngja við óperuna á næsta starfstímabili — og stendur nú í samningum við fleiri, þ. e. a. s. sænsku söngkonurnar Margareta Hallin og Kerstin Meyer og finnska söngvarann Kim Borg. Söngkonurnar þrjár, sem Rud- olf Bing hefir þegar ráðið til Metropolitan, eru sænsku söng- stjörnurnar Birgit Nilsson og Elisabeth Söder- ström — og hin kunna, norska söngkona Aase Nordmo Löv- berg, sem hefir frá 1954 sungið fjölmörg hlut- verk við Stokk- hólmsóperuna við mikinn orðs- tír. Það er nú þeg- Susan Jofanson var fregnin birt í blaðinu News- Post í Baltimore. Hafði blaðið komizt að þvi, hverra manna stúlka þessi er. Hún heitir Susan Johnson, dóttir skurðlæknis nokkurs í Baltimore, og stundar nám við gagnfræðaskóla í Anna- polis. ar liðið um ár frá því að Aase Nordmo Lövberg undirritaði samninginn við Metropolitan, og hún mun yfirgefa Stokkhólms- óperuna fyrst hinna þriggja söngkvenna. í fyrrahaust fór hún söngför til útlanda og söng þá m. a. í Philadelphia og í Carnegie Hall í New York við mikla hrifningu NEW YORK, 9. des. NTB-Reuter. — Öryggisráðið samþykkti í dag að mæla með því við Allsherjar- þingið, að hið nýja afríska ríki Guinea fengi inngöngu í samtök Sameinuðu þjóðanna. Meðmælin voru studd tíu atkvæðum í Ör- yggisráðinu, en Frakkar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Hin form- lega tillaga um að veita Guineu Opinber talsmaður liðsforingja skólans vildi fátt segja um málið, en hafði þau orð um fregnina í News-Post, að hún væri „rétt í meginatriðum“. — Hann sagði, að aðalsveitarforingi skólans og tveir deildarforingjar hefðu ver- ið lækkaðir í tign, þar sem tveir undirmanna þeirra hefðu verið fundnir sekir um þetta „hekkja- bragð“, eins og hann nefndi það. — Hann sagði einnig, að enginn af þessum þremur, sem lækkað- ir voru í tign, hefði verið bein- línis flæktur í málið — en „þeir vissu, hvað var að gerast, en létu samt hjá líða að géra við- eigandi ráðstafanir". — Liðsfor- ingjaefnin tvö, sem talin eru samsek stúlkunni, bíða nú refs- ingar. Blöðin hafa að sjálfsögðu spurt foreldra stúlkunnar um álit þeirra á þessu máli. Móðir henn- ar hefir látið hafa það eftir sér, að þetta hafi aðeins verið „ung- æðislegt hr#kkjabragð“. — Hér er áreiðanlega ekki um neitt sið- gæðisspursmál að ræða,“ sagði læknisfrúin. áheyrenda og góða dóma gagn- rýnenda. Lövberg kemur fyrst fram i Metropolitan í febrúar og syngur þá hlutverk Elsu í Lohengrin. Strax í marz fær hún svo nýtt hlutverk — Evu í Meistarasöngv- urunum. — Sagt er, að Rudolf Bing hafi þegar boðizt til að framlengja áður gerðan samning við hana um ár, en söngkonan hefir ekki viljað staðfesta það. inngöngu var borin upp af írak og Japan. Jafnframt urðu deilur um upp- töku Suður-Vietnam og Suður- Kóreu í Sameinuðu þjóðirnar annars vegar, en þessi ríki eru studd af vesturveldunum, en hins vegar um upptöku Norður-Viet- nam og Norður-Kóreu sem njóta stuðnings kommúnistaríkjanna. Var það mál ekki útkljáð í kvöld. Þessi mynd er frá Austur Bcrlín. Félagar i æskulýðsfylkingu kommúnista ganga fylktu liði um Stalin-allé og þeyta lúðra sína. — Þetta mun vera einn liðurinn í hinu „rétta uppeldi" æsk- unnar, sem svo mikil áherzla er lögð á í öllum einræðisríkjum. Söngvarar frá Norðurlöndum eftir sóttir við Metropolifan Deilur um nýja meðlimi S. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.