Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 22
22 MORGViyfíLAÐIÐ Fimmtudagur 11. des. 1958 Frá vígslu barnaskólans í Höfdakaupstað. Vinna þeir bug á i nfIúensu? Bólusefning við Asiuinflúensu gefur góð fyrirheit síðustu viku verið tíðrætt um Asíuinflúensuna svonefndu, sem gengið hefur svo að segja yfir alla heimsbyggðina á undanförn- um mánuðum. Eins og menn muna, harst veikin til fslands í fyrrahaust. Prófessor Vilhelm Frederiksen Barnaskáli Höfðakaup- sfaðar vígður .við tjöl- menna athöfn SUNNUDAGINN 2. nóvember sl. var vígður nýr barnaskóli í Höfða kaupstað. Er hér um að ræða veg- legan skóla, sem um 100 börn sækja nú í vetur. Vígsluathöfnin fór fram í hin- um nýja skóla að viðstöddu fjöl- menni. Sóknarpresturinn, séra Pétur Ingjaldsson, flutti vígslu- ræðuna. Þessu næst flutti Þor- finnur Bjarnason oddviti, ræðu. Skýrði hann m. a. frá því, að skólinn hefði kostað 2 millj. og tvö hundruð og fimmtíu þús., en þá er eftir að kaupa til skólans ný húsgögn, ganga frá skólalóð- inni og ýmislegt fleira. Oddvit- inn lagði áherzlu á þann merka áfanga, sem nú hefði verið náð með byggingu skólans, og næsta skrefið í þessa átt væri að byggja íþróttahús til afnota fyrir skól- ann og æskufólkið í kauptúninu. Lauk oddviti ræðu sinni með því að afhenda skólanefndinni hinn nýja skóla. Fór nú fram setning skólans og flutti skólastjórinn, Páll Jóns- son, ræðu við það tækifæri og bar fram þakkir í nafni skóla- barnanna til forráðamanna skóla byggingarinnar. Þessu næst söng kirkjukórinn, undir stjórn skóla- stjórans, en formaður kvenfélags ins í Höfðakaupstað, Sigríður Guðnadóttir, færði skólanum að gjöf ljóslækningatæki og til- kynnti að kvenfélagskonur myndu gera skólanum nýtt orgel um næstu áramót. Þessu næst var gestum boðið að skoða skólann. í honum eru 4 stórar kennslustofur, húsvarð- aríbúð, ljósabaðstofa og handa- vinnustofa. Voru gestir á einu máli um að skólinn væri hið veg- legasta hús. Við skólasetninguna voru nokkrar ræður aðrar haldnar, m. a. töluðu formaður skólanefndar, Hafsteinn Sigurbjörnsson, og Guðmundur Lárusson, yfirsmið- ur. — Er gestirnir höfðu skoðað skól- ann var sezt að kaffidrykkju í boði hreppsnefndar. Við það tækifæri talaði fulltrúi húsameist ara ríkisins og lýsti ánægju sinni yfir því að sjá svo vandaða smíði sem skólinn væri. Nýja barnaskólahúsið. 100 þátttakendur í skák- keppni á Akureyri Einbver stœrsta skákkeppni, sem haldin hefir verið þar, fór fram í fyrrakvöld AKUREYRI, 10. des. — í gær- kveldi var háð hér í bænum ein- hver stærsta skákkeppni, sem haldin hefur verið hér í bæ og sennilega hin stærsta á landinu. Þátttakendur voru alls 100, en teflt var á 50 borðum. Keppnin fór fram milli Akur- eyringa og Eyfirðinga. Komu menn til keppninnar fremst fram an úr Eyjafjarðardölum, utan af Dalvík, vestan úr dölum og utan af Svalbarðsströnd. Fór mótið allt fram með ágætum og var mjög ánægjulegt. Akureyringar hlutu 30 vinninga, en Eyfirðingar 20. Skákstjórar voru þeir Þór- oddur Jóhannsson af hálfu Ung- mennasambands Eyjafjarðar og Jón Ingimarsson frá skákfélagi Akureyrar. Keppnin stóð til kl. 1:30 um nóttina. Hver keppandi hafði 1% klst. fyrir fyrstu 40 leik ina, en síðan hálfa klukkustund tii að ljúka skákinni. Sem von er, voru ekki nógu margar klukk- ur til að tefla eftir, og urðu því sumir skákmannanna að tefla klukkulaust. Þótt úrslitin yrðu sem að fram an segir, er ekki gott að fullyrða, hver styrkleikahlutföll eru milli Akureyringa og Eyfirðinga, ef báðir hefðu tækifæri til að tefla fram sínum beztu mönnum. Að þessu sinni urðu ágætir skák- menn úr Skriðuhreppi að sitja heima og sleppa keppninni vegna mislingafaraldurs, sem hér geis- ar. ★ ★ ★ Hins vegar urðu Skriðuhrepps- búar hlutskarpastir í Skákkeppni Eyfirðinga innbyrðis, sem lauk sunnudaginn 30. nóv. s.l. Þar tóku 10 sveitir þátt í keppni frá níu félögum á félagssvæði UMSE. Ungmennafélag Skriðuhrepps hlaut 30 Vi v., sveit Dalvíkinga 28 Vz v., og þriða sveit Ungmenna- félags Möðruvallasóknar með 22 Vz v. Skákstjóri var Albert Sig urðsson, rafvirki á Akureyri. Jón Stefánsson á Dalvík hefir gefið farandgrip til þessarar keppni. Hefir verið keppt um hann tvisvar áður. Dalvíkingar hafa unnið hann eim/ sinni, en Skriðuhreppsbúar hafa nú unnið hann tvisvar. Vinnst , hann til eignar, ef sama félagið vinnur hann þrisvar í röð. Af einstaklingum varð Guðni Eiðsson á Þúfnavöllum hlutskarp astur á fyrsta borði með 88% vinninga á öðru borði Ármann Búason úr Skriðuhreppi með 83% vinninga og á þriðja borði Bergur Lárusson frá Dalvík með 87,5 % vinninga. Skákkeppni þessi fór fram víðs vegar í Eyjafirði og þótti hin skemmtilegasta. ★ ★ ★ Nú er hafinn undirbúningur að skákþingi Norðlendinga, sem háð verður á Akureyri. Gert er ráð fyrir mikilli þátttöku í því — jafnvel að keppendur komi ú'r ná grannahéruðum Eyjafjarðar. Skákáhugi er nú mikill hér nyrðra. ---vig. ATHUGIÐ að borið samar við útbreiðslu, er Vangtum ódýrera aS auglýsa í McrgunblaSinu, en 1 öðrum blöðum. — BERLINGUR skýrir frá því, að dönskum læknablöðum hafi í ræðir um gang veikinnar og kemst m. a. svo að orði: „Far- aldurinn byrjaði í Kína í febrúar 1957. í byrjun apríl barst hann til Hong Kong, og hefur sennilega borizt þangað með flóttamönn- um. Þaðan breiddist veikin út til Formósu, Singapore, Borneo og Japans. I maí var veikin komin til flestra landa í Asíu, þ. á. «i. Indlands, Filippseyja og þaðan barst hún svo til Ástralíu. í júní barst veikin tiil Vestur-Asíu og þá varð einnig vart við fyrstu tilfellin í Evrópu, í Hollandi og Bretlandi. í Hollandi blossaði veikin upp á stöku stað fram eftir sumri, en varð ekki að far- aldri fyrr en í september. Einnig voru strjál tilfelli í Rúmeníu og Tékkóslóvakíu, Bandaríkjun- um og Alaska, en í þessum lönd- um breiddist veikin ekki út að ráði fyrr en um haustið. í júlí kom upp faraldur í Suður-Afríku og nokkrum Suður-Ameríkulönd um og í ágúst blossaði veikin upp í Mið-Afríku. — í september breiddist veikin út um alla Evrópu og Norður-Ameríku. í október kom inflúensufaraldur- inn til Norðurlanda og var hann þá í algleymingi í Evrópu og Ameríku. I október hófst nýr faraldur í Japan og átti hann einnig rætur að rekja til veiru þeirrar, sem olli Asíuinflúensunni. Þá hafði veikin legið niðri í landinu um nokkurra mánaða skeið. Þegar þessi nýja bylgja byrjaðiT kviðu því margir, að nú mundi hefjast drepsótt í líkingu við Spönsku veikina. En það varð ekki. Þessi nýja bylgja náði ekki út fyrir Japan. — í nóvember náði Asíu- inflúensan svo hámarki sínu og dró úr henni eftir það. Þá getur læknirinn þess, að hann hafi gert athuganir á því, hvernig bólusetningin hafi gefizt á héraðssjúkrahúsi í Ár- ósum. Niðurstaðan er sú, að það urðu 38% færri tilfelli meðal þeirra, sem bólusettir höfðu ver- ið en meðal þeirra, sem voru óbólusettir. I forystugrein danska blaðsins „Ugeskrift for Læger“ segir m.a. svo um Asíuinflúensuna í Dan- mörku: Faraldurinn 1957 verður í minnum hafður af einni ástæðu. í fyrsta skipti hefur verið reynt að bólusetja að einhverju ráði með dauðum veirum. Serumstofn un ríkisins gat náð í inflúensu- veiruna frá Singapore, áður en veikin barst til Danmerkur og framleitt bóluefni í svo stórum stíl, að unnt reyndist að bólu- setja ýmsar þær þjóðfélagsstéttir sem gegna mikilvægum störfum. IXiýkomnir ÞÝZKIR SKÍÐASKÓR Kven- o g karlmannastœrðir Ódýrir Fáðraðir Kærkomin Jólagjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.