Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 6
e MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. des. 1958 Kosnlngarnar í Berlín Á SUNNUDAGINN var gengu Berlínarbúar til kosninga og kusu þá þingmenn til þinghalds síns i borginni. Aldrei hafa jafn margir kosningabærir menn sótt kjörstað þar í borg, og við þessar kosningar, en 93,7 af hundraði neyttu atkvæðisréttar síns í kosn ingunum. Þessar kosningar og þátttakan í þeim höfðu sérstaka þýðingu vegna þess sem á undan var gengið í sambandi við Berlín- armálin og skýrt hefur verið frá í fréttum. Reyndi nú á, hvaða fylgi kommúnistar mundu hafa í Vestur-Berlín og reyndist það aðeins 2,7% og höfðu þeir tapað 10 þúsund atkvæðum miðað við kosningarnar 1954, þannig að heildartapið varð 1,9%. Meiri ráðningu gátu kommnuistar naumast fengið. Jafnaðarmenn juku fylgi sitt um 160 þúsund atkvæði og fengu 78 þingmenn en höfðu áður 64 og hafa þeir hreinan meirihluta í þinginu. Kristilegi demokrata- flokkurinn vann 140 þúsund at- kvæði og náði 55 þingsætum en höfðu áður 44. Aðrir flokkar fengu engin þingsæti, með því að engir þeirra gátu uppfyltt þá reglu að hafa 5% atkvæða, en því þarf flokkur að ná til þess að geta fengið þingmann, sam- kvæmt vestur-þýzkum kosninga- lögum. Foringi jafnaðarmanna í Berlín er borgarstjórinn Willy Brandt, en foringi kristilega demokrata flokksins heitir Lemmer. Búizt er við að þeir Lemmer og Brandt muni ganga saman og mynda eins konar þjóðstjórn í borginni til þess að treysta sem bezt sam- heldnina gagnvart utanaðsteðj- andi hættu. í Austur-Berlín eru nokkur blöðin gefin út að tilhlutun atjórnarvaldanna og gátu þau alls ekki um kosningaúrslitin í Vesturhlutanum. Þannig er þar,- sem frjáls blöð fá ekki að þróast, eins og í löndum kommúnista. í austur-þýzka blaðinu Neues Deutschland er getið um kosn- ingarnar á mjög lítið áberandi stað, en þar er reynt að rangtúlka sigur jafnaðarmanna og sagt að hinn mikli framgangur þeirra sýni, að Vestur-Berlínarbúar vilji losna úr Atlantshafs- bandalaginu. Þannig leggur þetta höfuðblað austur-þýzkra komm- únista kosningaúrslitin út, í V- Berlín. Þýðingarmesta staðreyndin í sambandi við kosningar þessar er talið hið algera hrun komm- únista. Þeir fá þar engan þing- mann. Jafnvel í þeim borgarhlut- um, þar sem komúnistar nutu einhverrar samúðar áður, hríð- töpuðu þeir svo fylgi að þeir gátu engan þingmann fengið kos- inn. Þó skorti ekki áróður af hálfu kommúnista og höfðu þeir fengið mikla hjálp bæði í fé og á annan hátt frá Austur-Þýzka- landi. Streymdu flugbréf og alls konar annar prentaður áróður frá Austur-Þýzkalandi en allt kom fyrir ekki, því fólkið vildi ekkert af kommúnistum vita. ★ Það er bent á það í sambandi Blaðið Hamburger Abendblatt segir að kosningarnar í Berlín séu mesti ósigur, sem kommún- istar hafa beðið á þýzkri grund. Hér hafi líka fsirið fram eins- konar atkvæðagreiðsla um af- stöðu Sovét-Rússlands gagnvart Þýzkalandi og komi nú skýrt í ljós, hver hugur fólksins sé. Ýms heimsblöð taka þannig til orða, að með kosningunum í Berlín hafi Krúsjev fengið verð- ugt svar. Arbeiderbladet í Nor- egi segir að Berlínarbúar hafi fyrst og fremst sýnt með kosn- ingunum, hver hugur þeirra sé, við þessar kosningar, að þær og að kosningarnar hafi verið sýni Ijóslega hvernig fólkið muni einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla hugsa í Austur-Berlín og raunar | út af framtíð borgarinnar, en í Austur-Þýzkalandi öllu. Komm | Berlínarbúar vilja að hún sé únistarnir í Austur-Þýzkalandi j frjáls en í sambandi við Vest- höfðu eins- konar málamynda- j ur-Þýzkaland, eins og nú er. kosningar hinn 18. nóvember og Blaðið segir að kommúnistar í töldu þá að 99 af hundraði af Mið-Þýzkalandi telji sig tala íbúum Austur-Þýzkalands hefðu kosið kommúnista. Kosningarnar í Vestur-Berlín sýna, að þessar kosningar hafa ekkert verið ann- að heldur en skrípaleikur, fyrir munn verkamanna, en kosn ingarnar í Berlín hafi sýnt að það geti þeir ekki. Blaðið bendir á, að kosningaþátttakan hafi verið einna mest í þeim hlutum Berlín ■ Attj& A¥ ♦ * BRMDGE éV Brandt og Lemmer takast í hendur eftir talningu atkvæffanna. sem ekkert er að marka. Stjórnmálaritarar segja, að kosn ingarnar í Vestur-Berlín hafi sýnt, að við kosningarnar austur frá hafi verið beitt þvingunum, en þegar fólkið fái að velja frjálst, þá vilji það ekkert af kommúnistum vita. ar, þar sem verkamenn búa hér um bil einir. Áður fyrr hafi þessir verkamenn kosið með kommúnistum, en nú séu þeir fyrir löngu hættir því og eigi ekkert eftir handa kommúnist- um í hjarta sínu, annað en fyr- irlitningu. SVEITAKEPPNI BK í ÞRIÐJU umferð í sveitakeppni Bridgefélags kvenna fóru leikar þannig: Ásta B. vann Lovísu 44:38 Margrét vann Ingibjörgu 49:33 Guðrún B. v. Guðrúnu G. 70:35 Ásta G. vann Minnu 62:28 Elín jafnt Dóru 49:46 Þorgerður jafnt Þorbjörgu 39:37 Ólafía jafnt Sigríði 47:46 4 umferð verður spiluð 15. des n. k. í Skálaheimilinu og verður það síðasta umferð fyrir jól. SVEITAKEPPNI TBK Sveitakeppni I. fl. hjá Tafl- og Bridgeklúbbnum er nú lokið og urðu tvær sveitir efstar og jafn- ar, munu þær tvær sveitir keppa um sigurlaunin, en 5 efstu sveit- irnar flytjast upp í meistarafl. — Röð þeirra varð þessi: 1.-2. Ingólfur Böðvarsson 16 st. 1.-2. Svavar Jóhannsson 16 — 3. Hákon Þorkelsson 14 — 4. Sófus Guðmundsson 11 ■— 5. Björn Benediktsson 9 — KEPPNI STARFSMANNA RÍKISINS Áð 7 umferðum loknum í Bridgekeppni starfsmanna ríkis- ins er röð fjögurra efstu sveit- anna þessi: 1. Útvarp- og viðt.verzl. 11 st. 2. Brunabótafél. íslands 10 — 3. A-sveit stjórnarráðsins 10 — 4. Fiskifélag íslands 8 — Nýlega fór fram keppni milli Bridgefélags Reykjavíkur og Tafl- og Bridgeklúbbsins. Keppt var á 11 borðum og fóru leikar þannig, að Bridgefélag Reykja- víkur hlaut 12 stig, en Tafl- og Bridgeklúbburinn 9. SPIL Eftirfarandi spil sýnir hve veigamiklar upplýsingar mó oft fá með útspili og sögnum and- stæðinganna. A A G 3 V A D 3 ♦ 8 7 6 3 * 9 7 3 * 9 7 6 2 A ¥ G 10 9 8 N 7 6 V A ► — S 10 5 2 D 10 8 K 4 10 9 4.ÁKDG 6 4 V ♦ A K 5 4 V 5 2 ♦ AKDG542 * 8 Lokasögnin varð 5 tiglar eftir að austur hafði opnað á 1 laufi. Vestur lét út laufatíu, sem aust- ur drap með gosa og spilaði síð- an laufaás, sem suður trompaði. Suður spilaði síðan trompi tvisv- ar og reyndi því næst spaðasvín- un. Austur drap með drottningu og spilaði aftur spaða. Þar sem hjartasvínunin misheppnaðist einnig þá tapaði suður spilinu. Ef suður athugar spilið gaum- gæfilega. þá veit hann, að austur hlýtur að hafa átt 4 hæstu spilin í laufi, aftir að hafa fyrst drep- ið laufatíu með gosanum og síð- an látið út ásinn. Þess vegna átti suður í stað þess að reyna spaðasvínun að spila sig inn á tiguláttu og láta því næst laufaníu, sem austur drepur, og gefa í þann slag ann- að hvort hjarta eða spaða. Nú er sama hvað austur gerir,. suður vinnur spilið. Jósef H. Þorgeirsson, kjörinn formaður Vöku í FYRRAKVÖLD var haldinn aðalfundur Vöku, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta. Fráfarandi formaður félagsins, Jóhann Ragn f |jj|[ WMw # - j skrifar úr daglego lífinu Engar jólarjúpur í ár Á SEINNI árum hefur pað orðið siður, í kaupstöðum að minnsta kosti, að hafa rjúpur í jólamat- inn. í þetta sinn lítur þó út fyrir að ekki verði neinar jólarjúpur. Rjúpur hafa varla sézt í vetur og kjötbúðir bæjarins hafa engar rjúpur á boðstólum. Blaðið átti í gær tal við Jón Bergs, forstjóra Sláturfélags Suð urlands. Sagði hann að venjulega væri nóg til af rjúpum í verzlun- um Sláturfélagsins á þessum tíma árs, en nú fengist ekki ein einasta. Gerðar hefðu verið ráð- stafanir til að útvega rjúpur víðs vegar að af landinu, en hefði ekki borið neinn árangur. Veiðimenn sæu ekki rjúpur. Aftur á móti væri nóg af öllum öðrum mat til jólanna. Aðrir kjötkaupmenn munu hafa sömu sögu að segja. Sundlaugarnar. Frá „Sundlaugagesti" hefur Velvakandi fengið eftirfarandi bréf: TILKYNNT var í útvarpinu 1. desember að sundlaugarnar yrðu lokaðar „í nokkra daga“ vegna viðgerða. Þetta er nú göm- ul saga, sem sundlaugagestir eru orðnir vanir, en venjulega hefur þetta reynzt svo, að „nokkrir dag ar“ hafa orðið jafnmargar vikur, slík sem vinnubrögðin við þess- ar viðgerðir hafa verið, og svo mun reynast enn, nema eitthvað sérstakt komi til. Það er mikil óánægja n'.eðal sundlaugagesta yfir þessum lok- unum, sérstaklega vegna þess, að fyrirfram ákveðinn lokunartími hefur aldrei staðizt, enda virðist alveg ástæðulaust að loka laug- unum, þó endurnýja þurfi eitt eða annað i húsi eða skýlum, það hefur engin áhrif á vatnið í laug unum, og sundlaugagestir því vanir, að ekki sé um fyrsta flokks aðbúnað að ræða í nokkra daga. Enn þótt sundlaugagestir kvarti, hvort sem það er nú um loknn í svona tilfellum, eða um annað, þá hefur mjög sjaldan eða aldrei verið hlustað á, eða tekið tillit til þeirra kvartana. Sem dæmi um það skal ég t. d. geta þess, að fyrir nokkrum árum var ein- dregið óskað eftir að afstýrt yrði slysahættu vegna mikillar hálku, sem myndast á vetrum á gang- pöllum lauganna og hefur jafnvel orðið slys að. Var þess þá óskað að hitarör yrðu lögð undir gang- pallana. Þessu var alls ekki sinnt, fyrr en einn sundlaugagestur bauð að leggja rörin, þá sáu for- ráðamenn lauganna sér ekki ann- að fært en að láta vinna verkið. Þetta varð til nokkurra bóta, en er þó alls ekki einhlítt, það þarf að setja fleiri rör undir pallana ef að fullu gagni á að koma. Lokunar- og opnunartímar VENJA hefur verið að laugarn- arnar væru lokaðar á öllum hátíðum ársins, t. d. páskum og hvítasunnu. Þetta er mjög illa séð hjá sundlaugagestum, því fjölda margir vildu gjarnan sækja laug arnar á þessum hátíðum, þar eð margt fólk, sem ekki hefur ástæð ur til að fara úr bænum, myndi fegins hendi sækja laugarnar þessa hátíðisdaga, enda víst ó- venjulegt nema hér, að baðstaðir séu lokaðir alla hátiðisdaga. Sundlaugarnar eru opnaðar kl. 7,30 á morgnana á virkum dög- um. Þetta er góður opnunartími, en undanfarið hefur sá ósiður haldizt oft og tíðum, að nokkrir gestir, sem hafa komið á sama tíma og starfsfólkið, hafa þá farið inn og í laugarnar, en aðrir sem hafa komið t. d. 5—10 mín. fyrir opnun hafa orðið að bíða utan dyra þar til opnað er. Þetta á ekki að eiga sér stað. Þótt starfsfólkið komi talsvert fyrir opnunartíma til að undirbúa ýmislegt fyrir opnun, á engum sundlaugagesti að hleypa inn fyrr en kl. 7,30, og á þar engar undantekningar að gera. Vonandi lagast þetta og margt annað nú eftir áramótin, er nýr umsjónarmaður tekur til starfa í laugunum, og hugsum við sund laugagestir yfirleitt gott til hans viðvíkj andi ýmsum breytingum á starfsháttum og öðru er betur má fara. Um þjónustuna í laugunum ætla ég ekki að ræða í þetta sinn, en hefði nú ekki verið ráð, meðan lokað er, að senda eitthvað af starfsfólkinu á námskeið í um- gengnisreglum í Sundhöllina? “ Vilja hafa sinn jassþátt. NÝLEGA birtist hér í blaðinu áskorun frá nemendum Hér- aðsskólans á Laugum til útvarps- ins, um að fella niður jassþátt nokkurn. Nokkrir nemendur í Gagnfræðaskólanum á Akranesi vilja mótmæla þessu, benda á að þáttur þessi sé aðeins hálfsmán- aðarlega og vilja þvert á móti skora á ríkisútvarpið að fjölga þessum þáttum. Svona gengur það, ekki vilja allir það sama. En sem betur fer, er hægt að skrúfa fyrir útvarpið, ef maður vill ekki hlusta. arsson, stud. jur., setti fundinn og flutti skýrslu fráfarandi stjórn ar. Starf Vöku hefur á undanförn- um árum staðið með miklum blóma og hefur félagið hlotið meirihluta í Stúdentaráði í þrenn um sl. stúdentaráðskosningum. Á fundinum var kjörin ný stjórn Vöku — og skipa hana: Jósef H. Þorgeirsson, stud, jur. formaður — og aðrir í stjórn eru Ólafur B. Thors, stud. jur., Grét- ar Haraldsson,, stud. jur., Jón E. Ragnarsson, stud. jur., Sigmund- ur Böðvarsson stud. jur., Hörður Einarsson, stud. jur. og Arngrím- ur ísberg, stud. med. Félagið heldur úti blaði, sem nefnist Vaka, blað lýðræðissinn- aðra stúdenta. Ritstjóri þess var kjörinn Grétar B. Kristjánsson, stud. jur., en aðrir í ritnefnd: Styrmir Gunnarsson ,stud. jur., Hörður Sigurgestsson, stud. oecon, Viðar Hjartarson, stud. jur. og Höskuldur Jónsson, stud. oecon. De Gaulle hylltur PARÍS, 9. des. — NTB-Reuter. — Á fyrsta fundi fyrsta þings fimmta franska lýðveldisins í dag var de Gaulle forsætisráðherra hylltur ákaflega. Þegar hershöfð- inginn gekk í salinn kvað við lófatak sem hélzt í margar mín- útur. Eftir tvær atkvæðagreiðslur var gaullistinn Jacuques Chapan- Dalmas kjörinn forseti fulltrúa- deildarinnar. f öldugadeildinni, þar sem atkvæðagreiðsla fór fram samtímis, var Gaston Mon- erville kosinn forseti 1 fyrstu at- kvæðagreiðslu, og var það í sext- ánada sinn í röð sem hann hlaut kosningu í þessa virðingarstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.