Morgunblaðið - 23.04.1959, Side 23

Morgunblaðið - 23.04.1959, Side 23
Fimmtudagur 23. apríl 1959 MORGVTSBLAÐIÐ 23 FerðaféíagiB áceflar 86 ferðir í sumar FERÐAFÉLAG íslands hefur nú sent frá sér áætlun um sumar- leyfis- og helgarferðir félagsins á sumri komanda. Eru áætlaðar ferðir félagsins alls 86 og ferða- dagar samtals 242 eða 30 dögum fleir en síðastliðið ár. Að sjálfsögðu verður í sumar farið til margra þeirra staða, sem undanfarin ár hafa verið á áætl- un félagsins. Þó verða nokkrar nýjar leiðir farnar, t. d. ferð um Brúaröræfi á Snæfell og um hreindýraslóðir og ferð um Fjalla baksleið syðri. Ferðirnar skipt- ust þannig í stórum dráttum: 23 ferðir, sem standa yfir frá 2% degi upp í 13 daga, 36 helgar- ferðir til Þórsmerkur, Landmanna lauga og Kerlingafjalla og loks 26 stuttar ferðir um nágrenni og nærsveitir Reykjavíkur. í sumar verður haldið upp venju þeirri, sem upp var tekin sl. sumar, að efna til helgarferða til Kerlingarfjalla um h. u. b. sjö vikna tíma í júlí og ágúst, og mun fólki gefinn kostur á að dveljast milli ferða í því sæluhúsi og fleiri sæluhúsum F. f. eftir nánara sam- komulagi við skrifstofu félagsins. Sæluhúsin eru 8 talsins og er ferðamannahópum sem óska að fá gistingu í þeim ráðlagt að leita þar um ieyfis með góðum fyrir- vara til að fyrirbyggja það að húsin verði lofuð öðrum, er til þarf að taka. Af lengri sumarleyfisferðum, sem F. f. áætlar að farnar verði í sumar, eru ferð um Breiða- fjarðareyjar, Barðaströnd og til Látrabjargs, Drangaferð og kring- um Skaga, ferð um Snæfellsnes og Dalasýslu, 13 daga ferð um Norður- og Austurland, 8—9 daga ferð í Hornafjörð, Öræfi og Lóns- sveit, ferð um Síðu að Lómagnúp, 9 daga Vesturlandsferð, ferð um Kjalveg og Kerlingafjöll, tvær ferðir í Herðubreiðarlindir, Fjallabaksferð nyrðri (Land- mannaleið og ferð um Fjallabaks- veg syðri, ferð um Kjalveg og Kúluheiði og ferð til Veiðivatna. Ráðgerðar eru tvær ferðir á hestum, en óákveðið hvenær þær verða. Annað er 7—8 daga ferð úr Hreppum norður til Arnarfells hins mikla, farið á hestum um öræfin og gist í tjöldum. í hinni verður lagt upp frá Kirkjubæjar- klaustri og farið norður Síðu- heiðar að Lakagígum. Á áætluninni eru þrjár Hvíta- sunnuferðir, sem taka IV2 til 2V2 dag. Það eru ferðir á 'Snæfellsnes, í Þórsmörk og í Landmannalaug- ar. Um verzlunarmannahelgina, sem er mesta ferðahelgi sumars- ins, eru áætlaðar 4 hálfs þriðja dags ferðir, á Hveravelli og í Kerl ingafjöll, í Landmannalaugar, Þórsmörk og Breiðafjarðareyjar. Framkvæmdastjóri Ferðaféiags íslands er sem áður Lárus Otte- sen og skrifstofan í Túngötu 5. Bygging blindraheim- ilis vzð Hamrahlíð Önnur álman komin undir þak BLINDRAFÉLAGIÐ, sem eins og nafnið bendir til er félagsskapur blinds fólks, hefur nú starfað í nær 20 ár. Voru stofnendur þess 7 blindir menn og þrír sjáandi, en skipulag félagsins er með þeim hætti, að blinda fólkið ræður sjálft öllum málefnum þess, þó margir sjáandi menn séu ævi- félagar og árlegir styrktarfélagar. Stjórnina skipa þrír blindir menn og tveir sjáandi, og er formaður Benedikt K. Benónýsson. Er til- gangur félagsins að vinna að hvers konar menningar- og hags- munamálum blindra. Árið 1943 keypti félagið húsið á Grundarstíg 11 undir vinnustof- ur sínar, sem þá höfðu verið starfræktar um tveggja ára skeið. Hefur húsið um áratug ver- ið notað sem eins konar blindra- heimili, bæði sem íbúðarhúsnæði fyrir nokkra blinda og fyrir vinnu stoíu. Á vinnustofunni eru aðal- lega unnir burstar, og hefur starfsemin gengið mjög vel. Hef- ur vinnustofan alltaf verið rekin með hagnaði, að einu ári undan- skildu. En nú eru þrengsli farin að há mjög starfseminni. eykur trjávöxt Nýjung kynnt á frœðslukvöldi Carðyrkjufélagsins Blindraheimili í smíðum Hefur því veriö ráðist í að reisa nýtt og fullkomið blindraheimili á lóð íélagsins við Hamrahlíð Húsið verður tvær álmur og er ætlunin að byggja það 1 tveimur áföngum. Minni álman er komin undir þak, en þegar hún verður fullbyggð, getur félagið margfald að starfsemi sína. Óg þegar allt húsið verður tekið í notkun, ætti þar að fást ríflegt húsnæði fyrir allt blint fólk sem þarf að dvelj ast á blindraheimili, auk þess sem þar verður nóg húsrými fyrir vinnustofur og alla aðra starf semi, sem slíku heimili tilheyrir, Stærsti tekjuliður félagsins hef ur á undanförnum árum verið ágóði af merkjasölu. En félagið hefur ýmsar aðarar fjáröflunar leiðir, t. d. sölu minningarspjalda sem afgreidd eru á Grundarstíg 11 og í lyfjabúðum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Einnig berast því oft gjafir og áheit Hyggst félagið nú róa af fullum krafti á þau fjáröflunarmið sem áður hefur verið á sótt, og leita nýrra, svo hið nýja blindraheim ili komist upp sem fyrst. Og eru væntanlegir hljómleikar einn lið urinn í tekjuöflun félagsins, eins og áður er getið. Á FRÆÐSLUFUNDI, sem Garð- yrkjufélag fslands hélt á mánu- dagskvöldið, talaði Einar Sig- geirsson garðyrkjufræðingur um grasflatir og ræktun þeirra. — Minntist hann í erindi sínu á bandaríska nýjung, sem eykur ótrúlega trjávöxt og fleira. Er borin á trén sýra, sem heitir gabrielasýra, og vaxa þau þá ó- trúlega mikið á næstu vikum. + KVIKMYNDIR + Tripolibíó: FOLIES BERGERE ÞAÐ er ástæða til að vekja at- hygli á mynd þessari, þar sem hér er um að ræða óvenjulega „Lemmy“-framleiðslu: sem sé saklaus slagsmál og enginn í lífs háska. Engu að síður er hún með skemmtilegri „Lemmy“-mynd- um, full af léttu og þokkafullu gríni, og ekki má gleyma hinni hrífandi dansmey, Zizi Jean- marie, sem leikur aðal kvenhlut- verkið, því hún ein gerir mynd- ina vel þess virði að sjá hana, jafnt með dansi sínum og per- sónutöfrum. Atburðarásin er að sjálfsögðu ekki í frásögur fær- andi: hæfilega lygileg og ómerki- leg ástarsaga krydduð með álíka sannfærandi slagsmálum. En þrátt fyrir þetta get ég ráðlagt fólki að gera sér ferð í Tripolibíó, að kynnast hinum ágæta skemmti stað, Folies Bergere, svo ég minnist nú ekki aftur á hana Zizi. Ego. Reyndi Einar þessa sýru í fyrra á tré hér á landi, og ennþá hefur allt farið samkvæmt áætlun hjá honum. Á fundinum töluðu einnig Hannes Arngrímsson og kona hans um pottaplöntur og ræktun þeirra. Var þessi fyrsti fræðslufundur Garðyrkj uf élagsins mjög vel sóttur og gerður var góður róm- ur að erindum flutningsmanna. Tónleikar Menntaskólanum SÍÐASTLIÐINN mánudag voru haldnir tónleikar á Sal í Mennta- skólanum. Einleikarar voru þeir Klaus-Peter Doberitz, cellóleik- ari, og Ernst-Klaus Schneider, píanóleikari. Leikin voru verk eftir Vivaldi, Beethoven, Kilpin- en, Schubert og Brahms. Leikur þeirra félaga var mjög lipur og öruggur. Sérstaklega vakti celló- sónata Brahms í e-moll hrifningu. Hér er um viðamikla og risa- vaxna tónsmíð að ræða, mjög erfiða viðfangs, svo ég bjóst satt að segja við, að þeir hefðu reist sér hurðarás um öxl með því að ráðast í þetta verk. En flutningur þeirra var einstaklega öruggur og með mikilli smekkvísi, enda hafa xeir greinilega unnið verkið mjög vel. Hér eru á ferðinni tveir mjög efnilegir tónlistarmenn og spá tónleikarnir í Menntaskólan- um mjög góðu í framtíðinni. Við eigum áreiðanlega eftir að heyra meira í þeim. Gunnar Kjartansson. Hátíðaliöld í Kópavogi í dag KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR hef ur nú í fyrsta sinn hátíðahöld á sumardaginn fyrsta. Hefjast þau með skrúðgöngu frá báðum barna skólunum kl. 12:30. Lúðrasveitir leika fyrir göngunum. Staðnæmzt verður við félagsheimilið, og fara hátíðahöldin fram þar. Skemmt- unina setur Páll Bjarnason. Magnús B. Kristinsson syngur gamanvísur og Gestur Þorgríms- son skemmtir. Lúðrasveit leikur sumarlög. Inniskemmtanir fyrir börn verða í félagsheimilinu og hefjast þær kl. 2:30, 4:30 og 6:30. Kvik- myndasýning verður kl. 9 í félags heimilinu, og einnig verður dans- að þar. Veitingar verða seldar í félagsheimilinu eftir kl. 2. Ágóði af hátíðahöldunum rennur í sjóð til byggingar dagheimilis í Kópa- vogi. Sigurður Ölason Hæslarcttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíltsson HéraðsdómslögniaSur Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Simi 1-55-35 Auglýsingagildi blaða fer aðallega eftir les- endafjölda þeirra. Ekkert hérlent blaf kem þar f námunda við Dalai Lama Framh. af bls. 1. sagði Dalai Lama m.a. að Kín- verjar hefðu gengið á gerðan samning milli Tíbets og Kína frá 1951 með afskiptum af innan- landsmálum Tíbets, þeir hafi brennt klaustur, drepið munka og flutt Tíbetbúa í nauðungar- vinnu í Kína. Kínverski leppurinn í Tibet Panchen Lama sagði á flokks- þinginu, að Dalai Lama hefði ekki samið yfirlýsinguna, held- ur einhver annar aðili. Hann hefði verið neyddur til að undir- rita hana. Móðir okkar ÓSK BJARNADÓTTIR frá Svalbarði, lézt að heimili dóttur sinnar, 21. þ.m. Börnln Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar KRISTJÁNS ur. jónssonar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 25. apríl kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd og barna okkar Guðrún Arnþórsdótttr. Látli sonur okkar verður jarðsunginn föstudaginn 24. þ.m. Og hefst athöfnin á heimili okkar, Vesturgötu 64, Akranesi kl. 2 e.h. Steinunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 2. apríl með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. Soffía Jónsdóttir, Tjamargötu 40 Hjartanlega þakka ég öllum sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmæli mínu 17. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Danícl Jónsson frá Tannsstöðum Okkar hjartans þakkir viljum við færa öllum bæði skyldum og vandalausum, fyrir þær miklu gjafir, sem okkur hafa borizt' í vetur. Þær veða okkur ógleyman- legar. Við biðjum góðan Guð að launa ykkur ölium. Gleðilegt sumar. Vilborg og Sigurjón, Merkisteini, Eyrabrakka. Langamma mín SKGRfÐUR ÓLAFSDÓTTIR verður jarðsungin laugardaginn 25. þ.m. Athöfnin hefst kl. 2 e.h. frá heimili okkar. Götu Selvogi. Vegna ættingja Haraldur Bragi Ólafsson Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar SIGURÐAR JÓNASSONAR fyrrv. bónda frá Leiti Dýrafirði, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. þ.m. kL 13,30. Blóm afbeðin. Jónína Sigurðardóttir og dætur Fósturmóðir mín GUÐLAUG GlSLADÖTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 24. apríl kl. 3 s.d. Blóm afbeðin Gestur Ölafsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðafrör eigijkonu minnar ÖNNU INDRIÐADÓTTUR Friðbjöm Sigurj«,tsson. Reykholti. Hjartanlega þökkum við öllum þeim ættingjum og vln- um, sem sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður VALDIMARS BJARNASONAR Steinun Pálsdóttir Beck, Páll Beck Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.