Morgunblaðið - 12.05.1959, Page 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagirr 12. maí 1959
Kristján Ó. Kristjánsson
fyrrverandi skipstjóri og fornböksali
26. apríl 1873 — 4. maí 1959.
★
KRISTJÁN Ólafur Kristjánsson,
eins og hann hét fullu nafni, var
fæddur 26. april 1873 í Trostans-
firði í Arnarfirði. Hann lézt að
heimili sínu, Kirkjugarðsstig 6,
hér í bænum, aðfaranótt 4. maí
1959, og varð því liðlega 86 ára
gamall. Faðir hans var Kristján
Páll bóndi í Trostansfirði, f. 22.
11. 1840, Jónsson b. seinast í
Skápadal, Patreksfirði, f. 26. 10.
1817, Jónssonar b. iLaugardal Arn
órssonar. Sá Arnór var aðfluttur,
kominn af Brokeyjar-Jóni (f.
1584, d. 1672) Péturssyni b. í Arn-
aarfirði Pétursonar. Er þar með
ein grein af karlleggnum komin
aftur á fornar slóðir. Kona Jóns
Arnórssonar var Ragnheiður Sig-
urðardóttir Þórðarsonar hrstj. á
Sveinseyri, sem var sonarsonur
Þórðar ríka í Laugardal, Jóns-
sonar, en hann var einn hinna
kunnu Sellátrabræðra. Þeir voru
nofnfrægir fyrir atorku og
hreysti.
Móðir Kristjáns Páls var Krist-
ín Pálsdóttir Jónssonar og k. h.
Guðrúnar Jónsdóttur, ættuð úr
Önundarfirði.
Móðir Kristjáns var Jóhanna
Ólafsdóttir, b. á Hamri á Hjarð-
arnesi Jónssonar og k. h. Krist-
ínar Þorkelsdóttur Ólafssonar.
Var móðurfólk hans ættað af
Barðaströnd og þar um slóðir í
marga ættliði og dugandi bænda
fólk. Sést af því, sem hér hefur
verið sagt, að ættin var ómenguð
vestfirzk í marga ættliði, þó að
ekki verði það lengra rakið hér.
Jón Jónsson í Skápadal, afi
Kristjáns, var annálaður krafta-
maður og svo var um fleiri úr
þefrri ætt. Má þar til nefna Ólaf
son Jóns, sem kallaður var Ól-
aður sterki. Hann var faðir Jóns,
sem lengi var stýrimaður á Guli-
fossi.
Föður sinn missti Kristján þeg-
ar hann var á 1. ári, því að Krist-
ján Páll dó 15. júní 1873, og hafði
hann þá búið í Trostansfirði að
eins rúmlega 2 ár. Móðir Krist-
jáns bjó áfram til næsta vors, en
fluttist þá til tengdaföður síns
að Skápadal. En sjaldan er ein
báran stök. Jón drukknaði seint
i maí 1875 af dönsku skipi sem
Frigg hét. Voru á því nokkrir
menn úr Rauðasandshreppi, eða
ættaðir þaðan, auk Jóns. Þar var
nágranni Jóns, Sigurður b. í
Botni, sonur séra Gisla Ólafs-
sonar í Sauðlauksdal ,og tveir
dóttursynir séra Gísla.
Nú stóð móðir Kristjáns ein
síns liðs með 3 ung börn sín. Bjó
hún nokkur ár í Skápadal. En
1879 fluttist til hennar Friðlaug-
ur Einarsson og varð hann
seinni maður hennar, giftust
1884. Dó Jóhanna ú Patreksfirði
13. maí 1919. Var hún góð kona
og mikilhæf.
Kristján átti tvö alsystkini, Pál
og Gunnhildi Guðrúnu. Páll var
b. i Skápadal, síðan í Sperðlahlíð
og seinast á Krosseyri í Arnar-
firði, kvæntur MáMríði Ólafs-
dóttur Björnssonar. Guðrún var
ógift. Hún mun hafa látizt um
aldamótin en Páll lifði fram yfir
1940. Af hálfsystkinum hans
komust tveir bræður til fullorð-
insára, Guðmundur og Davíð (d.
1934), smiður á Patreksfirði.
Skápadalur mun hafa verið all-
góð sauðjörð, en framfleytti ekki
miklum bústofni svo að ekki var
meira en til hnífs og skeiðar. —
Kristján mun snemma hafa haft
hug á því að læra eitthvað en
ekki var það auðgert. Hefur hann
sagt svo frá í blaðaviðtali á sjö-
tugsafmælinu að innan við ferm
ingu hafi hann ráðið sig til prests
ins í Sauðlauksdal, séra Jónasar
Björnssonar, gegn þvi að prestur
veitti honum kennslu. Minna varð
þó úr kennslunni en til stóð og
sendi prestur Kristján á sjóinn
og varð sjómennskan síðan at-
vinna hans.
19 ára var hann orðinn stýri-
maður, en til þess þurfti þá ekki
sérstakt próf. 1895 fór hann á
Stýrimannaskólann í Reykjavík
og lauk þaðan prófi tveimur ár-
um síðar. 24 ára að aldri, eða ári
fyrir tilskilinn lágmarksaldur, og
þurfti nokkuð harðfylgi til- Sama
vorið réði hann sig á þilskipið
Viggu frá Geirseyri, en varð því
afhuga að fara til skips og virð-
ist þar hafa skilið milli feigs
og ófeigs því að í maí um vorið
fórst skipið í aftaka veðri með
allri áhöfn.
Kristján var nú skipstjóri á
ýmsum þilskipum fram íi) 1902.
| Það ár kvæntist hann eftirlifandi
I konu sinni Sigurlaugu Trausta-
dóttur, þá yfirsetukonu og barna.
kennara.Setti hann nú á stofn mat
vöruverzlun (á Lvg. 17), en rak
hana stutt, því er fyrstu islenzku
togararnir komu sneri hann sér
aftur að sjónum sem togaraskip-
stjóri; er það sumra kunnugra
manna mái, að hann hafi verið
fyrsti íslenzki togaraskipstjórim^,
en við höfum ekki haft tækifæri
til að kanna ritaðar heimildir ef
til eru í því sambandi. Kristján
var með ýmsa togara og síðast
með Skúla fófgeta er hann fórst
á tundurlufli við England í byrj-
un fyrri heimsstyrjaidar, 27. ág.
1914.
1916 hætti Kristján að mestu
sjómennsku, stjórnaði þó síldar-
móðurskipinu Fristad, sem Elías
Stefánsson sendi á Reykjarfjörð
á Ströndum sumarið 1918.
Kristján stofnaði nú (1918)
fornbókasölu sína í Lækjargötu
10 og rak hana til 1940. Hann
hafði snemma unnað bókum og
gerst mikill safnari. Átti hann
á tímabili eitt af stærstu og vönd
uðustu einkasöfnum íslenzkra
bóka á landinu. Ást hans á bók-
unum og nákvæmni í varðveizlu
þeirra var við brugðið og hefur
Valtýr Stefánson ritstjóri helg-
að þessu rúm í viðtöium sínum
við merka bæjarbúa.
Að því kom að safnið varð
Kristjáni ofviða til eignar og um
sjónar. Seldi hann það Harvard
háskóla 1930 og sagði svo síðar
er menn hörmuðu að slik gersemi
færi úr landi, að gott ífeienzkt
bókasafn við merka erlenda
menntastofnun væri að sinni
hyggju ekki lítill þáttur í góðri
landkynningu.
Fróðir menn munu sammála
um að hin þrotlausa og nákvæma
söfnun Kristjáns á bókum, blöð-
um, fregnmiöu. . og yfirleitt sér-
hverju prentuðu íslenzku máli
hafi bjargað mörgu verðmæti frá
fullri glötun og víst er að hann
gat oft miðiað Landsbókasafninu.
Nákvæmni hans var viðbrugðið
og hugtakið „komplett”, eða að
bók væri óskert, tók nokkurri
breytingu fyrir hans aðgerðir.
Benedikt Þórarinsson og Kristján
vor samtímamenn og oft keppi-
nautar um eigulega gripi og þeir
skipa ekki ósvipaðan sess meðal
bókamanna þessa tíma.
Fornbókaverzlun Kristjáns
Auglýsendur!
■ i
JBorjpmbl&MÍ)
er
helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt dagblað.
☆
Blaðið er nú sent
öllum þeim, er áður
fengu „ísafold og Vörð“.
og er því lesið á
flest öllum bæjum
dreifbýlisins.
☆
er blað allra landsmanna
% %%%%%%%%% % %%%&%%&%
gegndi merku hlutverki, ekki að
eins fyrir bókasafnara almennt,
heldur og fyrir uppvaxandi
menntamenn. Auk þess að þar
fóru fram kaup og sala á not-
uðum skólabókum höfðu skóla-
piltar þarna stöðugt fyrir augum
sýnishorn af fornri og nýrri bók-
menningu þjóðarinnar og þar buð
ust mörg tækifæri til að eignast
bækur.
Þess má geta, sem minna er
þekkt, að Kristján átti fleiri
brernandi áhugamál en bækurn-
ar. Hann var sjálfur kempuleg-
ur á velli og vel að manni og
hann hreifst mjög af atgerfi og
vaskleik ungra manna. íþrótta-
sýningar og keppni lét hann ekki
fram hjá sér fara. Hann gerðist
snemma styrktarmeðlimur knatt-
spyrnufélagsirts Víkings og fylgd-
ist einkum með knattspyrnu af
einstæðri kostgæfni. Var hann
fastur gestur á íþróttavellinum
fram yfir áttrætt, eða meðan
heilsa leyfði honum útivist, og
gilti einu hvort keppendur voru
meistarar eða í yngri flokkum.
Kristján var hæglátur og alla
jafna ekki margmáll og virtist
hinn brennandi áhugi hans fyrir
því er greip hann eiginlega í mót-
sögn við hið rólega fas. En áhug-
inn birtist í óbilandi staðfestu
við málefnið, hann var mikill
skapfestumaður og kom það fram
í fleiru.
Kristján fylgdist mikið með
þjóðfélagsmálum og hafði
ákveðnar skoðanir og hélt fast á
sínu máli ef svo bar undir.
Konu sinni og einkadóttur unni
Kristján mjög og var þeim ást-
ríkur heimilisfaðir; hann átti
óvenjulega barnslega blíðu. Var
hann konu sinni samhentur í
frændrækni og heimili þeirra oft
athvarf hér í bæ fyrir stóran
frændahóp.
Seinustu árin var Kristján far-
inn að heilsu og þurfti nákvæma
unnönnun og aðstoð. Naut hann
þar konu og dóttur, sem hjúkr-
uðu honum af mikilli nærgætni
og ástúð og sýndu þolgæði sem
vakti aðdáun allra sem voru því
kunnugir.
Trausti Ólafsson,
Trausti Einarsson.
Kveðjuorð.
EKKI er það áform mitt að taka
ómak af þeim, er ætla má að nti
um ævfiferil Kristjáns Kristjáns-
sonar bóksala, er lézt hér í bæn-
um 4. þ. m., 87 ára að aldri, enda
margir, sem bet>-i aðstöðu hafa
en ég til þess að segja sögu hans
í heild. En um tveggja áratuga
skeið hafði ég svo stöðug kynni
af honum reyndi hann að svo
miklu góðu, og engu öðru en
góðu, og þótti maðurinn svo
merkilegur og mætur að mér
finnst að ég sýndi honum illa
verðskuldað vanþakklæti ef ég
minntist hans að engu, nú þegar
hann er genginn. Mín orð að þessu
sinni eru ekki til annars en að
þakka.
Eins og svo fjarska mangir
aðrir ágætir menn var Kristján
upprunninn af vesturkjálka
landsins, Barðstrendingur, að ég
ætla. Um uppvöxt hans er mér
ekki kunnugt, en efalaust hefur
hann, eins og hans kynslóð og
sú næsta, snemma orðið að vinna
hörðuin höndum, fljótt séð að
annaðhvort var að duga eða
drepast. Hann hefur sjálfsagt
ungur farið að stunda sjó, en
„þar er ætíð rekk órögum þörf
að reyna þrek og dug“. Þegar
hann hafði aldur til lærði hann
siglingafræði og varð skipstjóri,
fyrst á skútu, en síðar á togara
eftir að þeir komu til sögunnar.
Eitthvað heyrði ég um það endur
fyrir löngu, að þegar honum barst
fregnin um lát síns mikilhæfa
kennara, Markúsar Bjarnasonar
skólastjóra, hafi hann þegar í stað
haft samband við stallbróður sinn
Pál Halldórson og hvatt hann til
þess að sækja um stöðu þá, er
þar með hafði losnað. Honum var
annt um að ekki kæmi þar köttur
í ból bjarnar, en vissi hæfileika
Páls. Framhald þeirrar sögu þarf
svo ekki að segja..
En þó Kristján stæði framar-
lega i sjómannastéttinni og þar
væri helzt hagnaðarvon, þá voru
það nú samt bækurnar sem alla
tíð höfðu tekið hug hans fastari
tökum; þær höfðu beinlínis heill-
að hann og i þær lagði hann svo
fjármuni sína að ýmsum mun
hafa þótt úr hófi fram. Ekki
áfellist ég hann fyrir þetta, því
sjálfum mér hafa þær ævilangt
verið sterkasta freistingin. Hon-
um söfnuðust þanni’g ógrynni
bóka, svo að loks komst hann
í fullkomin vandræði um geymslu
stað fyrir þær. Og náttúrlega
eignaðist hann af sumum bók-
unum mörg eintök. Hann lagði
sig alla tíð mjög eftir biblio-
grafiskum fróðleik, svo að af
íslendingum hér heima ætla ég
að um eitt skeið hafi hann verið
orðinn hverjum manni fróðari
í íslenzkri bóksögu, en þótt þar
væri þá til samanburður ekki
beinlínis smælingi á því sviði,
þar sem var Benedikt Þórarins-
son, Það voru hrein undur hvað
þessi sjómaður hafði getað lært.
Upp úr þessu kom svo það, að
hann afréð að hverfa úr skip-
stjóraflokknum og stofna hér
fornbókaverzlun. Þetta gerði
hann um 1920, og var í rauninni
fyrsti íslenzki fornbókasalinn, því
að eldri tilraunir í þá átt (t. d.
Jóns Ólafssonar) höfðu runnið út
í sandinn. Hann hóf verzlun sína
í gömlu timburhúsi í Lækjar-
götu, svo gisnu að ekki varð upp
hitað í kuldum og var þá heilsu-
spillandi þar að vera. Samt var
hann þar í allmörg ár, unz þeir
vinir mínir, Helgi Magnússon og
Kjartan Gunnlaugsson, gerðu það
fyrir mín tilmæli að láta hann fá
búðarholu í húsi sínu í Hafnar-
stræti 19. Eftir að hann var þang-
að kominn, fór vel um hann.
Þegar hann hafði verið þarna
um nokkurra ára skeið, fór hann
að finna til vanheilsu, sem eink-
um lýsti sér í því, að hann mátti
ekki lúta höfði. Sá hann loks, að
óumflýjanlegt mundi fyrir sig að
hætta störfum, og þá vitanlega
að selja verzlunina. En honum
var nú ekki alveg sama í hvaða
höndum hún lenti. Svo fór nú
samt að sá maður gaf sig fram
til kaupanna er Kristján vissi
að reka mundi hana með
sæmd og til nytsemdar. Var það
Hafliði Helgason er við henm
tók, ákaflega. bókfróður maður.
Og reyndin varð sú, að hann rak
verzlunina af meira fjöri en
Kristján hafði gert, enda var
hann yngri maður, og ekki af-
þokkuðust vinsældir hennar. En
það ætla ég að ekki hafi það ver-
ið honum, né heldur eftrmanni
hans, Agli Bjarnasyni, ónýtt að
eiga þann hauk í horni sem
Kristján var með allan sinn bók-
fróðleik, enda munu báðir hafa
neytt þess.
Fyrir menntamenn gegna forn-
bókaverzlanir svipuðu hlutverki
og bankar fyrir framkvæmda-
menn á athafnasviðinu. Það var
þannig mikið þjóðnytjastarf, sem
Kristján Kristjánsson hóf er hann
setti á stofn fornbókaverziun. En
því aðeins gat það orðið þjóð-
nytjastarf að hann værj, vandan-
um vaxinn, og það var hann sann
arlega. Ég hefi þegar vikað að
bókfræði hans, en þó að hún sé
eitt af höfuðskilyrðum til þess að
fornbóksali geti gert gagn með
starfi sínu, þá eru líka skilyrðin
fleiri, sem uppfylla þarf. Ég vil
geta tveggja annarra, sem Krist-
ján uppfyllti merkilega vel. Hann
lét verzlun sína aldrei verða að
prangi. Sumir sögðu að hann væri
dýrseldur. Þetta var sagt annað
livort af skammarlegu skilnings-
leysi eða þá gegn betri vitund.
Hanh seldi aldrei bók yfir sann-
virði og þráfaldlega lægra verði
en hann vissi vel að hann gat fyr-
ir hana fengið. Prang og okur
var tionum andstyggð. Annað var
hitt, að honum var ekki sama
hverjum hann seldi bókina. Hann
kaus helzt um hverja góða bók
að hún lenti þar sem hann hugði
að hún kæmi að beztu gagni,
hafði m. ö. o. svipað sjónarmið
sem samvizkusamur bankastjóri
þegar hann er að veita lán. Ekki
Framh. á bls. 15.