Morgunblaðið - 20.09.1959, Side 6
6
MOR^VmttAÐlÐ
Sunnu'dagur 2Ö. sept. 1959
Þegar Danmörk var á hafshotni
*
*
*
*
*
*
45 millj. ára gamall skjaldböku- *
sfeingervingur flytur kvebju
fortiðarinnar
*
*
*
*
*
í STEIN AFRÆÐISAFNINU
í Kaupmannahöfn er steinn,
sem nýlega fannst í gömlum
leirlögum á eyjunni Fur í
Limafirði. — Já, harla venju-
legur steinn er það í augum
Dr. Eigil Nielsen — með
„kveðju“ fortíðarinnar við
fætur sér
Skólast j ór askip ti
í Stykkishólmi
STYKKISHÓLHI, 17. sept: Ólaf
ur Haukur skólastj. barna- og mið
skólans hér, flutti héðan alfarinn
í gær með fjölskyldu sína til Akra
ness. — Þar tekur hann við
skólastjórastörfum við gagnfræða
skólann.
Ólafur Haukur hefur stjórnað
skóla sínum hér mjög vel og er
almennt saknað. Skömmu áður en
hann kvaddi Stykkishólm, hélt
stúkan Helgafell honum og konu
hans kveðjusamsæti.
Við embætti skólastjórans tek-
ur Sigurður Helgason, sem und-
anfarin 8 ár hefur verið kennari
við skólann, verið farsæll kenn-
ari og mikill áhugamaður um
íþróttamál. Nemendur skólans
verða milli 180—190 nú í vetur
og eru tvær kennarastóður laus-
ar við skólann. — Árni.
leikmanna, en fræðime nnirn-
ir sjá þar annað og merki-
legra. Hér er sem sé um að
ræða steingerving sæskjald-
böku, sem mætt hefur dauða
sínum þarna í Limafirðinum
fyrir hvorki meira né minna
en 45 milljónum ára — að því
er sérfræðingarnir fullyrða.
— ★ —
• Þessi merkilegi fundur, og
fleiri dýra- og jurtasteingerving-
ar frá svipuðum tíma, sem fund-
izt hafa, þykja benda til þess, að
fyrir 45 millj. ára eða þar um bil
hafi mestöll Danmörk verið „á
hafsbotni“. — Um þetta ritaði
Erik Pagh í danska blaðið B.T.
á dögunum, en hann hafði átt tal
við dr. Egil Nielsen í steinafræði-
safninu og séð steingerving sæ-
skjaldbökunnar, sem fyrr var á
minnzt. Hann skrifar m. a. eftir-
farandi (lausléga þýtt) eftir sam-
tal sitt við dr. Nielsen:
★ Danmörk — ekki til
Þá var landið æði lítið —
raunverulega var það alls ekki
til. Allt það, sem við nú nefnum
Sjáland, Fjón, Suður- og Mið-
Jótland o. s. frv., var yfirflotið
hafi, sem einnig huldi nokkurn
hluta Þýzkalands.
Vísindamenn ætla, að Skandi-
navía hafi þá verið samfelldari
heild en nú er og náð lengra suð-
ur að vestanverðu — hafi suður-
ströndin þar legið um það bil,
sem Limafjörðurinn er nú, eða
þar sem skjaldbökusteingerving-
urinn fannst nýlega. — Það, sem
þá var til af Danmörku, var að-
eins landið fyrir norðan Lima-
fjörð — sem var hluti
lands“ Skandinavíu.
,megin-
• Eins og við Miðjarðarhaf
En loftslagið var gott — milt
og þægilegt, sennilega ekki ólíkt
því, sem nú er við Miðjarðarhaf-
ið. Og því var það, að sæskjald-
bökur svömluðu þá á svo norð-
lægum slóðum — því að þær
munu ekki hafa kært sig meira
um kuldann en ættingjar þeirra
gera nú, er una sér í hinum
hlýju höfum.
Skjaldbakan í kjallara safns-
ins á Östervold hefur orðið til á
landi — og líklegast hefur dauð-
inn heimsótt hana, þegar hún
skreið upp í fjörusandinn til þess
að „verpa“ eggjum sínum, segir
dr. Nielsen. — En hvers vegna
hún hefur drepizt, er ekki unnt
að segja um> Þótt steingerving-
urinn sé óvenjulega skýr, segir
hann ekki alla söguna.
— ★ —
• Fundizt hafa steingervingar af
fiskum, skordýrum, blöðum og
trjástofnum, sem ýmislegt verð-
ur ráðið af um líf og aðstæður á
þessum tíma. Til dæmis eru
menn þess fullvissir, að landið
hafi *mestallt verið vaxið þéttum
skógi, þó með allstórum, opnum
sléttum inni á milli. — Þá hafa
vaxið ýmsar tegundir lauftrjáa,
sem ekki þekkjast nú. Þá iðaði
allt af hvers konar skordýrum,
bjöllum og ormum, en „frændur“
þeirra, sem nú lifa, eru vafalaust
harla_ ólíkir, því að engin dýra-
tegund helzt óbreytt í 45 millj.
ára.
• Eldgos í Skagerak
Þótt dýrum fortíðarinnar hafi
eflaust oft liðið vel í hinu milda
loftslagi, hefur lífið ekki verið
eintómur dans á rósum þá frem-
ur en nú. Einnig þá voru til skæð
rándýr, sem ekki eirðu neinu
kviku, sem þau fengu við ráðið.
— En þau, eins og aðrar skepnur
þessa tíma, áttu stöðugt yfir
höfði sér ógnir náttúrunnar.
Fyrir 45 milljónum ára lá suðurströnd Skandinaviu þar, sem
Limafjörður er nú. Það sem nú er danskt land sunnan Lima-
fjarðar, var ekki til — þar busluðu þá sæskjaldbökur og önn-
ur sjávardýr og undu sér vel í hlýjum sjónum.
Jörðin gaus alltaf öðru hverju
eldi og eimyrju, og hraun og
aska lagðist yfir landið. Á eyj-
unni Fur, sem fyrr er getið, og
þar í kring hafa fundizt öskulög,
er bera með sér, að eldgos hafa
verið mjög tíð á þessum tíma, og
a. m. k. 130 þeirra hafa verið
svo öflug, að allt líf í umhverf-
inu hlýtur að hafa eyðzt. — Talíð
er, að gosin hafi verið einna tíð-
ust, þar sem nú er Skagerak, og
úr jarðlögunum má lesa, að ekk-
ert líf hefur þrifizt á stórum
landsvæðum í langan tíma eftir
mestu eldgosin.
— ★ —
• Hvað mannfólkið gerði, þegar
öskunni rigndi? Það var hvergi
nærri — því að dýrategundin
maður var þá ekki til. — Enn
skyldi langur tími líða, þar til
„Homo sapiens" sæi dagsins ljós.
♦ +
★ ¥
BRIDCE
★¥
♦ *
FRÉTTIR hafa nú borizt af tveim
fyrstu umferðunum á Evrópu-
meistaramótinu í bridge, er fram
fer þessa dagana í borginni Pal-
ermo á Sikiley. Að 2 umferðum
loknum, hafa 5 lönd unnið báða
leikina, en löndin eru: Frakk-
land, Finnland, England, Holland
og Ítalía. Úrslitin urðu þessi:
1. umferð:
Frakkland vann Þýzkaland 75-28
Svíþjóð jafnt við Spán .. 50-45
Ítalía vann Irland....... 85-34
England vann Noreg .... 70-28
Egyptaland v. Austurríki . 64-46
Sviss vann Belgíu........ 68-55
Finnland vann Danmörku . 90-49
Holland vann Líbanon .... 50-44
f skrifar úr. daqlego lifinu J
Umferð gangandi fólks.
EINS og kunningjar Velvak-
anda væntanlega muna, hvatti
hann bæjarbúa til þess fyrir
nokkrum dögum, að „skipta gang
stéttunum á milli sín“, ef svo má
að orði komast. Skyldu þeir, sem
fara í aðra áttina ganga á öðrum
helmingi, en hinir, sem ætla í
gagnstæða átt, halda sig á hinum
helmingi gangstéttanna. Með
þessu móti taldi Velvakandi að
umferð gangandi fólks gæti geng
ið mun greiðlegar en nú er —
og mætti þannig binda endi á
þann glundroða, sem oft ríkir á
gangstéttunum.
Af því að hér er lögboðin vinstri
umferð á götum úti — og sí og æ
er brýnt fyrir ökummönnum að
víkja til vinstri — lagði Velvak-
andi til, að gangandi fólk gerði
slíkt hið sama — véki til vinstri.
í sambandi við þetta hefur J.
H. skrifað eftirfarandi:
K
Hægri eða vinstri.
ÆRI Velvakandi!
Þú ert gramur vegna þess
hve margir gangandi vegfarend-
ur víkja til hægri í stað vinstri,
og hvetur menn til þess að víkj-i
til vinstri.
Veiztu, að erlendis hafa athug-
anir leitt í ljós, að tveir af hverj-
um þrem sem koma inn í sölu-
búðir snúa sér til hægri, og er
þó ekki um neinar umferðarregl-
ur að ræða þar. Mönnum er bara
eðlilegt að víkja til hægri. Meira
að segja í Bretlandi, hjá hinni
vinstri víkjandi þjóð, ganga allir
til hægri á gangstéttunum. Þessu
hef ég veitt sérstaka athygli, þeg-
ar ég hef verið þar á ferð.
Nei, það á að breyta hér öllu
í hægri umferð. 999 bílar af hverj
um 1000 sem framleiddir eru í
heiminum munu vera byggðir
fyrir hægri umferð. Maður situr
eins og blindur kettlingur við
vinstra stýri í vinstri umferð og
hér á landi verða árlega mörg
stórslys af þessum sökum, þegar
farið er fram úr án þess að sjáist
fram á veginn. Það væri fróðlegt
að fá tölur um þetta hjá lög-
reglunni.
Kostnaffarsamt
aff breyta til.
EF menn týnast, er ekkert að
sjálfsögðu til sparað að leita
þeirra. Leit að einum manni mun
oft hafa kostað tugþúsundir
króna hér á landi, jafnvel meira,
en svo treystu löggjafar okkar
1958 sér ekki til þess að aúka
umferðaröryggið stórkostlega
með því að breyta í hægri um-
ferð, af því að það mundi hafa
kostað þjóðina um 5 milljónir
króna! Alþingi 1940 var þó ólíkt
víðsýnna, því það hafði samþykkt
lög um hægri akstur, þó brezka
hernámið kæmi í veg fyrir fram-
kvæmd þeirra.
Á meðan bara er fjasað, en ekki
allt gert sem í mannlegu valdi
stendur til þess að draga úr slys-
um, þá fylgir ekki hugur máli“.
Það hefur lengi verið rætt
manna í milli, hvort heppilegra
sé að hafa hægri eða vinstri um-
ferð, og vissulega hefur bréfrit-
ari nokkuð til síns máls. Kostn-
aðurinn við að breyta til er óneit-
anlega mikill, en því má samt
ekki gleyma, að stundum getur
verið d£rt að spara. — Það eru
hins vegar fleiri þjóðir en íslénd
ingar, sem búa við vinstri akstur
og líkar bærilega. Enginn efi ætti
heldur að vera á því, að
hægri akstur hefði allt fram
yfir vinstri umferð, væri búið
að breyta til bæði hér og í öðr-
um löndum, þar sem þessi umferð
arregla gildir.
„Ein lög . . .
EN burtséð frá þessu stendur
óhaggað það meginatriði máls
ins, að einhver alger föst regla
verður að gilda um þetta.Og með-
an hún er sú, að víkja skuli til
vinstri og aka á vinstri vegarhelm
ingi, verða þeir, sem komast vilja
sæmilega óhultir áfram í akstri,
að hafa hana í heiðri.Jafnvel þeir
sem trúa því eins örugglega og
Eisenhower og Krúsjeff eru sköll
óttir, að hægri umferð væri heppi
legri, eru að óbreyttum aðstæð-
um nauðbeygðir til þess að aka
vinstra megin, ef þeir ætla ekki
vísvitandi að hætta lífi og lim-
um. Á gangstéttunum er málið
ekki eins alvarlegt, en umrædd
skipan mundi áreiðanlega gera
umferðina mun greiðari þar —
þegar mest á ríður.
2. umferð:
Frakkland vann Spán .... 69-35
Danmörk vann Líbanon .. 47-39
Finnland vann Svíþjóð .. 60-37
Belgía vann Austurríki .. 85-36
England vann Egyptaland . 65-34
ítalía vann Noreg........ 78-35
Svíþjóð vann írland....... 48-42
Holland vann Þýzkaland ... 66-18
★ ¥ ♦ *
Bridgesamband Islands hefur
ákveðið að efna til bikarkeppni
í svipuðu formi og tíðkast víða
erlendis og er þetta keppnisform
mjög vinsælt. Keppnin, er sveita-
keppni og það lið, sem tapar leik
er úr keppninni. Keppnin á að
hefjast 1. október nk. og skal
henni lokið að undanteknum 2
síðustu umferðunum 1. apríl nk.
og þurfa þátttöku-tilkynningar
að berast stjórn Bridgesambands
Islands fyrir 1. október nk. Þátt-
taka er heimil öllum meðlimum
í einhverju félagi innan Bridge-
sambands íslands. Ekki er reikn-
að með, að sveitir þurfi að ferð-
ast milli landshluta, þar til 8
sveitir eru eftir, en eftir það mun
ferðastyrkur greiddur sé vega-
lengdin, sem farin er, yfir 70 km.
Væntanlegum keppendum er
ráðlagt að leita nánari upplýs-
inga um keppni þessa hjá stjórn-
um bridgefélaganna, sem öll hafa
fengið senda reglugerð um
keppni þessa.
Stefán Stefánsson frá Akur-
eyri, sem vann hæsta vinninginn
í happdrætti bridgesambandsins,
gaf álitlega fjárhæð til sambands
ins og var ákveðið í samráði við
Stefán, að verja þeirri fjárhæð
til kaupa á veglegum farandbik-
ar og verður keppt um þennan
bikar í keppni þessari.
★ ¥ ♦ *
Bridgefélag Reykjavíkur mun
hefja starfsemi sína með ein-
menningskeppni, er hefst sunnu-
daginn 22. september nk. þátt-
töku ber að tilkynna til formanns
félagsins, Agnars Jörgensonar, í
síma 1-4139.
★ ¥ ♦ *
Hin árlega keppni milli Aust-
urbæjar og Vesturbæjar fór fram
sl. þriðjudag. Keppt var á 12
borðum og sigruðu Austurbæing-
ar með 6Í4 vinning gegn 5%. í
keppni þessari voru 8 karlasveit-
ir frá hvorum bæjarhluta og þar
sigruðu Vesturbæingar með 5(4
vinning á móti 2%, en á þeim 4
borðum, þar sem kvenfólkið
keppti, sigruðu Austurbæingar,
svo segja má, að kvenfólkið hafi
átt stærstan þátt í sigri Austur-
bæjarins að þessu sinni.