Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORCmSHI.AÐlÐ ■Þri?H"Harrur 1. ry\a.rz 1960 sT bbidc'é..:: FJÓRUM umferðum er lokið í undankeppni Reykjavíkurmeist- aramótsins og er röð 10 efstu sveitanna þessi: 1. sv. Stefáns J. Guðj. 566 st. 2. — Einars Þorfinnss. 541 — 3. — Vilhj. Aðalsteinss. 532 — 4. — Hjalta Eliassonar 525 — 5. — Agnars Jörgenss. 523 — 6. — Rafns Sigurðssonar 521 — 7. — Zóphaníasar Bened. 502 — 8. — Árna Guðmundiss. 500 — 9. — Svavars Jóhannss. 496 — 10.— Aðalst. Snæbjörnss. 490 — Fimmta og síðasta umferð fer fram n. k. þriðjudag og verður spilað í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Að undankeppninni lokinni munu 7 efstu sveitirnar ásamt Reykjavíkurmeisturunum 1959, sveit Sigurhjartar Péturs- sonar’ keppa til úrslita. * f ♦ * Spilið, sem hér fer á eftir, er gott dæmi um, að ekki á að gefast upp þótt útlitið sé svart. Hinn kunni enski spilari Kenn- eth Konstam sat Suður og Norð- ur var félagi hans Dodds. Sagn- ir gengu þannig: Suður Vestur pass pass 2 tiglar pass 4 hjörtu pass 5 hjörtu pass pass dobl Norður Austur 1 spaði pass 2 hjörtu pass 5 lauf pass 6 hjörtu pass redobl Allir pass Jörðin Hraunsfjörður í Helgafells- sveit, er laus til ábúðar. Uppl. hjá Bæring Elíssyni, Stykkis- hólmi, sími 10 eða í Rvík í síma 13511. ð A K 10 5 3 V Á 10 8 4 ♦ D 2 * A 5 ADG876 aoa V D G 9 ♦ 9 8 4 * G 8 3 2 N V A K 6 G 7 6 i A o n A 2 V 7 5 3 2 ♦ A K 10 5 3 * K D 6 Ekki er hægt að segja annað en mikil bjartsýni hafi verið í sögnunum, en hvað um það, Konstam á að spila 6 hjörtu og lítur það alls ekki vel út, því 5 tromp vantar og af þessum 5 eru þrjú háspil þ. e. kóngur, drottning og gosi. — Vestur lét út spaðagosa, sem drepinn var í borði með ás. Lágu laufi var spilað úr borði og drepið með kóngi heima. Nú var hjarta 2 látinn út og Vestur þorði ekki annað en láta gosann í og var hann drepinn með ás í borði. Lágum spaða var spilað úr borði og trompaður heima og enn var lágu hjarta spilað. Vestur áleit að Konstam ætti hjartakóng og ætlaði með þessu að narra sig til að láta níuna í og taka síðan af sér drottninguna Vestur drap því með drottningunni, en rak upp stór augu, þegar félagi hans drap með kóngi. — Spilið vannst þannig á skemmtilegan hátt og fylgir það sögunni, að félagar A—V við hitt borðið hafi verið háværir og beðið um skýringar, þegar kom í ljós að sveit Kon- stam hefði unnið um 2300 á spilinu. Sjötta útgáfa af Hjálp í viðlögum KOMIN er út 6. útg. af bókinni „Hjálp í viðlögum“ eftir Jón Odd geir Jónsson fulltrúa. Guð- mundur Thoroddsen prófessor skrifaði formála að fyrstu útgáfu bókarinnar og ritar einnig for- mála að þessari útgáfu, í tilefni af því, að liðin eru 20 ár síðan bókin kom fyrst út og segir þar m.a.: „Ég las bókina þá í próförk og leizt strax vel á hana og spáði henni góðum viðtökum almenn- ings. En viðtökurnar hafa þó far- ið fram úr mínum vonum. Síðan hefur bókin verið endurprentuð fimm sinnum og enn er þörf á nýrri útgáfu, þeirri sjöttu og ein- takafjöldinn þá orðinn rúmlega 20 þúsund. Bókin hefur verið notuð við kennslu í hjálp í viðlögum á nám skeiðum hjá skátum, Slysavarna- félagi Islands, Rauða krossi Is- lands og mörgum skólum. Margir hafa kennt eftir henni, þó enginn jafn mörgum og höfundur henn- ar, en nemendur hans skifta nú þúsundum. En höfundur hefur ekki látið sér nægja að kenna eingöngu. Hann hefur líka hald- ið áfram að nema sjálfur, eins og allir góðir kennarar, fylgzt með nýjungum þeim, sem orðið hafa og látið bókina njóta góðs af. Út- gáfurnar hafa ekki orðið hreinar endurprentanir, alltaf hefur meira eða minna bætzt við og sumu hefur verið breytt svo betur mætti fara“. I bókinni eru nýir kaflar um lífgun, slagæðablæðingar, burðar tök, sjúkrabörur og fl. Bókin er 144 bls. að stærð og með 160 myndum. ársuppgjðri er lokið og vörutalning frá sl. áramótum liggur fyrir er nauðsynlegt hverju verzlunarfyrirtæki að endurskoða tryggingarupphæðir sínar m iðað við vörumagnið og núverandi verðlag. þér komizt að raun um að tryggingum yðar er eitthvað ábótavant þá hefðum við sérstaka ánægju af að leiðbeina yður SlMINN ER 17080. S VII Pf PJ OTTT IffiL V(G <E Q Brunadeild — Umboð uin ailt lamL Anita á leið til frumsýningarinnar ásamt Fellini og Cello Mastroianni, en hann leikur aðalhlutverkið i myndinni. Hið Ijúfa líf öðru til hamingju með sigurinn. ÍUM ÞESSAR mundir er ekki talað um annað nieira í Róm en nýjustu kvikmynd Federico Fellinis, „Hið Ijúfa líf“ (La dolce vita), og eiga Rómverj- ar ekki nógu sterk orð til að 1 hrósa henni. Áður fyrr var Fellini bara í hópi snilling- anna, en nú skipar hann sama sæti hjá ítölum og Ingmar Bergmann hjá Svium. Það urðu slagsmál út af að- göngumiðum á frumsýning- , una, sem þó var aðeins fyrir , boðsgesti úr röðum stjórn- málamanna, listamanna og menntamanna. Hópur manna beið fyrir utan af forvitni og í von um að eitthvað skemmti- legt gerðist. Kvikmyndin fjallar um „falsguði vorra tima“, um „líf án andlegs gildis“ og „heim, sem tortímist í synd“. Hinir kaþólsku Rómverjar hafa mörg undanfarin ár, í ríkum mæli, blótað syndina. Og sagt er, að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að heimurinn þekki Róm ekki aðeins sem hina „eilífu“, eða hina „heilögu“, heldur sem hina „syndugu“ borg. Mesta athygli vekur án efa Anita Ekberg fyrir leik sinn í myndinni. Frammistaða hennar sýnir þó ekki, að hún búi yfir hingað til duldum leikgáfum, heldur hitt að þar hafi hún leikið sjálfa sig. — vonbrigðum. Segja menn, að, hún hefur gert allt, sem hún, hefur getað til að valda hin- um suðurlenzku íbúum ekki látið þá skjálfa af hrifningu, þegar hún dansaði berfætt í næturklúbb forðum daga, og inn í hið synduga andrúms-' loft ítalanna. Hún fékk reynsl una af því, hvernig hún gat, Anita Ekberg fellur mjög vel, Fellini hafi vitað hvað hann var að gera, þegar hann lét Anitu hafa hlutverkið. Þess má að lokum geta, að innan skamms nánar til- tekið, þann 4. marz, mun hin' fagra sænska stjarna mæta fyrir réttinum í Cocenza ásamt ítalska markgreifanum, Antonio Cerinu. Þau eru ákærð fyrir að hafa slasað 10 manns í kappakstri kvik- myndaleikara, sem haldinn var seint á árinu 1959. — Þá kayrði vagn An'tu Ekbergs með Carini við stýrið, beint inn í áhorfendahópinn. Stúlka oskast Leikhuskiallannn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.