Morgunblaðið - 01.03.1960, Page 23

Morgunblaðið - 01.03.1960, Page 23
Þriðjudagur 1. marz 1960 MORGVTSBLAÐIÐ 23 Bandaríkin sigruðu í íshokkíkeppninni ÍSHOKKÍKEPPNINNI á Olympíuleikunum lauk með sigri Bandaríkjanna. Kan- adamenn fengu silfurverð- laun og Rússar bronzið. Úr- slitaleikirnir stóðu síðustu þrjá daga Vetrarleikanna. Bandaríkjamenn sigruðu alla keppinauta sína, þar á meðal Kanadamenn og Rússa, en litlu munaði að sigurganga þeirra yrði skyndilega stöðv- uð, þegar tékkneska liðið stóð uppi í hárinu á þeim. Bandarikin — Kanada 2 :1 Á föstudagskvöld var þjóðar- sorg í Kanada eftir að útvarps- stöðvar fluttu fregnir af því, að Bandaríkin hefðu sigrað Kanada í íshokkíkeppninni. — Leikurinn var mjög harður, þótt ekki sé beinlínis hægt að segja að um slagsmál hafi verið að ræða. Kanadamennirnir áttu meira í leiknum en Bandaríkja- menn, en það sem gaf þeim síð- arnefndu sigurinn var frábær 250 þúsund manns SAMANLAGÐUR fjöldi áhorf- enda á Olympíuleikunum í Squaw Valley var nær 250 þús- und manns, eða nánar tiltekið 240.904. Við lokaathöfnina og skíðastökkið voru 28000 gestir í vörn markmanns þeirra, Mc Cartan. Bandaríkin sigruðu með 2 mörkirm gegn 1. Var nú von- laust, að Kanadamenn hrepptu gullverðlaunin. Bandarikin — Rússland 3 : 2 Kappleikur Bandaríkjamanna og Rússa á laugardaginn varð eins konar úrslitaleikur. Var feikileg aðsókn að honum. Voru óhorfendasvæðin troðfull og greiddu menn síðast allt að 2000 kr. fyrir miðann á svörtum markaði. Leikurinn var mjög hraður og þó mikið væri í húfi bar ekki á neinum dólgshætti. Bandaríkjamenn unnu með 3 mörkum gegn 2. Var leikurinn allur mjög spennandi. Bandarík- in höfðu ýmist eitt mark yfir, eða Rússar jöfnuðu. Á sunnudaginn háðu Banda- ríkjamenn kappleik við Tékka, sem litlu munaði að yrði þeim dýr. Hafði tékkneska liðið al- gerlega yfirhöndina í miðlotu leiksins. Síðasta lota var ákaf- lega hörð enda var þá um lífið að tefla. Þá tóku Bandaríkja- menn Tékka í karphúsið. Úrslit í Ishokkíkeppni: 1) Bandaríkin, 2) Kanada, 3) Rússland, 4) Tékkóslóvakía, 5) Svíþjóð, 6) Þýzkaland. Landsliðið í hand- knatfleik ÆFING verður kl. 8 í kvöld (þriðjudag) hjá Benedikt Jakobs syni í íþróttahúsi Háskólans. Aríðandi fundur að Grundarstíg 2 kl. 9,15. Roald Aas frá Noregi og Grishin urðu beztu vinir í harðri keppni. Hér faðmast þeir eftir 1500 m. skautahlaupið. Þeir geta sannarlega óskað hvor öðrum til hamingju, því þeir fengu báðir gullverðlaun — í sömu grein. Grisjin „rauf hljóðmúrinn44 RÚSSINN Evgeni Grisjin setti heimsmet í 500 m skautahlaupi á aukamóti sem fram fór í Squaw Valley á sunnudag. Komst hann fyrstur manna undir 40 sek., en það takmark hef- ur verið kallaður „hljóð- múrinn“. Hljóp hann á 39,6 sek. en gamla heimsmetið, sem hann jafnaði í Olympíu keppninni, þrátt fyrir að þá væri hann nærri dottinn, var 40,2 sek. Þetta afrek Grisjins er frábært. Þetta mót var til- kynnt alþjóðaskautasam- bandinu á laugardag. En upp eru komnar efasemdir um það að tilkynningin hafi borizt nógu snemma. Samt telja menn að þetta auka- mót verði talið framhald mótsins fyrir leikana og hlýtur þessi tími þá örugg- lega staðfestingu. Hlaup Grisjins var stór- glæsilegt. ÖIl skilyrði voru upp á það bezta. 2 .varð Gratsj Rússl. 40,6, 3. Malys- jev Rússl. og Elvenæs, Noregi, 40,9. 5. Eddie Rudolph, Bandar. 41,0. 6. Nagakuso Japan og Bjest- vang Noregi 41,1. f 1500 m hlaupi sigraði Boris Stenin á 2,07,7 mín., en heimsmetið er 2,06.3. 2. var Grisjin 2.08.2. 3. Aanæs Noregi 2.10.6. Þessi grein ▼annst á Olympíuleikjun- um á 2,10.4. I I — Skautahlaupið Framh. af. bls. 22. vinnur þessa keppni, því að það er greinilegt, að hér getur allt gerzt. ★ Stærsta stundin Þjálfari Knuts, sem heitir Thorbjörn Kaastad var svo hrærður og gagntekinn af þess- um viðburði, að gleðitárin runnu niður kinnar hans. „Nú veit ég hversvegna það átti fyrir mér að liggja að ferðast til Ameríku. Það var til þess að sjá þetta, þetta var stærsta stundin í lifi mínu. Ég harma það aðeins, að allir heima í Noregi fengu ekki að upp lifa þetta. Knut Johannesen var sjálfur e. t. v. rólegastur allra í Squaw Valley. „Ég fékk loksins aðstæð- ur, sem mig hefur dreymt um í mörg ár. I fyrstu hljóp ég með það í huga að renna skeiðið á 16 mínútum. Við héldum jafnvel að það væri of greitt og ég myndi linast á lokasprettinum. En þeg- ar ég hafði farið helming hlaups- ins á 7 mín 52 sek. og fann ekki til þreytu gaf Thorbjörn mér merki um að fara niður í 15 mín. 50 sek. kerfi og enn hvatti hann mig til að auka hraðann. Ég trúði þessu varla sjálfur og ég reikna ekki með því að vinna keppnina, því að hinir keppinaut arnir njóta einnig þessara góðu skiiyrða. Urslit í 10 þús. m skautahlaupi: 1. Knut Johannesen, Noregi 15:46,6 2. Viktor Kosisskin, Rússl. 15:49,2 3. Kjeli Backman, Svíþjóð .... 16:14,2 4. Ivar Nilsson, Svíþjóð .... 16:26,0 5. Terence Monaghan, Engl. 16:31,6 6. Torstein Seiersten, Noregi 16:33,4 7. Olle Dahlberg, Svíþjóð .... 16:34,6 8. Juhani Járvinen, Finnlandi 16:35,4 9. Keio Tapiovaara, Finnl____ 16:37,2 10. Ross Zucco, USA .......... 16:37,3 Þess skal að lokum getið að Hollendingurinn Jan Perman, sem líklegastur hafði þótt til sig- urs, ofreyndi sig á byrjuninni og hálfsprakk. Hann varð þó 12. með 16 mín. 41 sek. — Akranes Framh. af bls. 17. lítilli þekkingu á hinum ýmsu málum og verkefnum. Hinar síhækkandi „vanskila- skuldir" tala sínu mál hér um, og það þrátt fyrir, að útsvars- álögur hafa þrefaldast á sama tíma. Það er að sjálfsögðu ósköp auð velt fyrir bæjarstjóra, að ákveða, að útsvarsgreiðendur skuli t.d. á því herrans ári 1960 greiða í út- svör „litlar“ 11 milljónir króna. En það er ekki alveg víst, að það sé jafn þægilegt fyrir alla, sem gert verður að greiða sinn hluta af þessum rl milljónum. Eigi svo einhver erfitt með að greiða sinn hluta fyrir tilsettan tíma, þá er bara lögfræðingur á næsta leiti, enda þótt bæjarstjóri og bæjar- gjaldkeri ætli alveg að ærast, ef einh' er skyldi gerast svo djar.oir að kynna þá sjálfa fyrir lögfræð- ingi. Það er ekki að undra þótt áhangendur þrífótarins gerist nú æ háværari í kröfum sínum um að slitið verði stjórnarsamstarf- inu og að Daníel bæjarstjóri verði sendur heim til föðurhús- anna. Skeleggastir í þessum kröf um munu ungir Alþýðuflokks- menn vera. Þeir samþykktu ein- róma á fundi hjá sér nýlega, áskorun til bæjarfulltrúa Alþýðu flokksins, um að Daníel Ágústín- usyni yrði án tafar sagt upp og leitað yrði eftir öðrum bæjar- stjóra. Fyrir þessu mun einnig vera sterkur hljómgrunnur hjá eldri Alþflm. bæði innan bæjar- stjórnar og utan. Þó munu nokkr ir þeirra vera til, sem ekki vilja láta Daníel fara strax. Eru það þeir, sem talið er að blótað hafi á laun og veitt honum brautar- gengi. Fróðlegt verður að fylgjast með og sjá, hverju fram fer á næstunni, hvort bæjarfulltrúar Alþýðufk>kksins gera nú alvöru úr því að skipta um bæjarstjóra; eða hvort þeir heykjast á þessum áformum sínum og láta Daníel beygja sig til hlýðni! og undir- gefni!, eins og verið hefur vani þeirra undanfarin ár. Akttrnesingur. Bömum mínum, tengdadætrum og öðrum vinum sem á ýmsan hátt glöddu mig á sjötugs afmæli mínu 16. febrúar sl. færí ég mínar beztu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jóhannesdóttir, Lágholtsveg 6, Reykjavfc Kæra þökk þei-m hundruðum velunnara minna, er tjáðu mér vinsemd sína í skeytum, gjöfum eða öðru 25. febrúar. Og þökk sé öllum þeim mörgu mönnum, sem stutt hafa veitingarekstur minn undanfarin 40 ár með viðskiptum sínum. Vigfús Guðmundsson STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Gauksstöðum, andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 28. febrúax. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og fóstursonnr Maðurinn minn og faðir JÖN KR. JÓNSSON Bárugötu 31 andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 29. febrúar. Guðrún Guðmundsdóttir, Hafsteinn Jónsson Hjartkær systir mín GUÐRÚN GUÐ JÓNSDÓTTIR verzlunarmær, andaðist á St. Jósefsspítala sunnudaginn 28. f.m. Magnús Guðjónsson. Dótti-r okkar INGIGERÐUR M VGGÝ andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur þ. 28. febrúar s.l. Jarð- sett verður í Bolungarvík. Fjóla Magnúsdóttir, Benedikt Guðmundsson, Bolungarvík Móðir mín RAGNHEIÐUR SIGRlÐUR STEINSDÓTTIR lézt í Elli og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 26. þessa máfiaðar. Steinn Júlíus Árnason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu KRISTÍNAR JÓSAFATSDÓTTUR Blikastöðum. Fyrir hönd aðstandenda. Sigurbjörg M. Hansen, Helga Magnúsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu samúð og vináttu við fráfall og jarðarför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa AXELS GRÍMSSONAR fyrrverandi brunavarðar. Sérstakar þakkir til Brunavarðarfélags Reykjavíkur. Marta S. H. Kolbeinsdóttir. dætur, tengdasynir og barnaböm. Þökkum hjartanlega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURJÓNS PÉTURSSONAR frá Þingeyri. Guð blessi ykkur öll. Vandamenn. Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- semd og samúð við andlát og útför eiginmanns mins, HINRIKS GUÐMUNDSSONAR oddvita á Flateyri Guðrún Eiríksdóttir Þökkinn innilega auðsýnda samúð við hið sviplega fráfall sonar okkar og bróður, JÓNS GUNNARS Guðlaug Klemensdóttir, Gunnar Kristjánsson Kristján, Ólafur Rúnar og Guðlaugur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.