Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 4
4
MORCUNBI. AÐIÐ
Laugardagur 9. apríl 1960
Bálur
Lítiil vatnabátur með utan
borðsmótor, toppgrind og
báta-stativ fyrir fófksbíla,
til sýnis og sölu á sunnucí,
að Vogi við Suðurlandsbr.
kl. 1—6 e.h. Simi 33830.
íbúð Hjón með 2 ung börn vant ar íbúð 2-3 herb. strax eða fyrir 14. maí. Sími 24904.
íbúð 2—3 herb. íbúð óskast til leigu 14. maí. Alger reglu- semi. Uppl. í síma 15422.
Sandblástur á gier og tré. — Grjóta- götu 14. —
Herbergi til leigu tvö samliggjandi forstofu herb. með W.C. Uppl. á Nesvegi 14, 1. hæð eftir kl. 1. _ Sími 14280.
Timbur Til sölu notað mótatimbur, óhreinsað. Uppl. Nesvegi 14 eftir kl. 1. Sími 14280.
Heimavinna Óska eftir léttri heima- vinnu. Margt kemur til greina, t. d. skrifa út reikn- inga. Tilb. sendist Mbl., — merkt: „Heimavinna-3024“
Trésmíðavinna Tek ýmis konar trésmíða- vinnu og lagfæringar í hús um. — Sími 35152.
„Raf ha“ - ísskápur eldri gerðin, til sölu. Verð kr. 1600. — Upplýsingar í síma 17297. ,
Hjón með 9 mánaða barn óska eftir 2—3 herb. íbúð. Má líka vera 1 herb. og eldunarpláss. Upplýsingar í síma 19X51.
Stúlka með góða enskukunnáttu, óskar eftir þýðingum sem heimavinnu. Tilb. merkt. „Þýðingar — 3131“, sendist Mbl., fyrir 14. þ. m.
Góð kaup Lítill bústaður i nágr. Rvík ur til sölu. Nýtt hænsnahús ásamt nokkrum varphæn- um fylgir. Uppj. í símstöð- inni Selás (sími 22050).
Til sölu Willy’s sjóvél. Múlacamp 2, eftir kl. 7 á kvöldin.
Lítil verzlun til sölu að hálfu eða öllu leyti. Til- boð merkt: „Frímerkjasala — 3135“, lgggisi inn á afgr. Mbl., sem fyrst.
N.S.U. skellinaðra til sölu. Upplýsingar í síma 32476 í dag og á morgun.
í dag er laugardagurinn 9. apríl,
100. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 03.50.
Síðdegisflæði kl. 16.12
Slysavarðstofan er opin allan sólar-
hringmn. — Læknavörður L.R. (fyrir
vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. —
Sími 15030.
Vikuna 9.— 15. apríl verður nætur-
vörður 1 Lyfjabúðinni Iðunni.
Sömu viku er næturlæknir 1 Hafnar-
firði Eiríkur B. Jónsson. Sími 50235.
Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga
8 er opin fyrir börn og fullorðna alla
virka daga kl. 2—5 e.h.
□ Mímir 59604117 — 1 Atkv.
Skaftfellingafélagið heldur spila-
kvöld fyrir félagsmenn og gesti í Skáta
heimilinu (nýja salnum) kl. 20.30 1
kvöld.
Eimskipafélag íslands hf.: — Detti-
foss er í Vestmannaeyjum. Fjallfoss
er í Rotterdam. Goðafoss er í Khöfn.
Gullfoss er á leið til Hamborgar. Lag
arfoss er á leið til New York. Reykja
foss er á leið til Danmerkur. Selfoss
er í'Rvík. Tröllafoss kemur til Rvíkur
1 dag. Tungufoss er í Reykjavík.
Hafskip hf.: Laxá er í Gautaborg.
Eimskipafélag Reykjavíkur hf.: —
Katla er í Roquetas. Askja er á leið til
Napoli.
H.f. Jöklar: — Drangajökull er á
leið til Grimsby. Langjökull er í Vents
pils. Vatnajökull er í Reykjavík.
Skipadeild SIS: Hvassafell er á leið
til Akureyrar. Arnarfell er á leið til
Rotterdam. Jökulfell kemur til Rvík
ur á morgun. Dísarfell kemur til Horna
fjarðar á morgun. Litlafell er í Faxa-
flóa. Helgafell er í Þorlákshöfn. Hamra
fell fer í dag frá Hafnarfirði til Bat-
um.
Loftleiðir hf.: — Edda er væntanleg
kl. 19 frá Hamborg, Khöfn, Gautaborg
fer til New York kl. 20:30.
Flugfélag íslands hf.: — Gullfaxi
fer til Oslóar, Kháfnar og Hamborgar
kl. 10 í dag. Væntanleg aftur til Rvík
ur kl. 16:40 á morgun. Innanlandsflug:
I dag til Akureyrar, Blönduóss, Egils-
staða, Isafjarðar, Sauðárkróks og Vest
mannaeyja. A morgun til Akureyrar
og Vestmannaeyja.
Ef guð væri ekki til, væri nauðsyn-
legt að skapa hann. — Voltaire.
O hversu biturlegt það er að sjá
hamingjuna með augum annars manns.
— Shakespeare.
Læknar fjarveiandi
Arinbjörn Kolbeinsson fjarverandi
frá 4. apríl til 12. apríl. Staðg. Berg-
þór Smári.
Bergþór Smári fjarv. frá 4. apríl til
11. apríl. Staðg.: Arni Guðmundsson.
Guðmundur Björnsson fjarv. frá 27.-
marz, óákveðið. Staðg.: Skúli Thor-
oddsen, Austurstr. 7, viðtalst. kl. 10—
11 og 4—6.
Sigurður S. Magnússon læknir verð-
ur fjarverandi frá 14. marz um óákv.
tíma. Staðg.: Tryggvi Porsteinsson,
Vesturbæjarapóteki. Viðtalstími 3,30—
4 alla virka daga nema laugardaga.
Sími 1-53.40.
Snorri P. Snorrason, fjarv. 3—4 mán-
uði frá 22. febr. — Staðgengill: Jón
Porsteinsson.
1 2, 5 H ■?—
M M
? 1 9
10 JL WM
m #4 17 Jm
lJ □
SKÝRINGAR
Lárétt: — 1 hæðirnar — 6 mán-
uður — 7 ládeyðuna — 10 skyld-
menni — 11 hljóð — 12 tveir eins
— 14 samhljóðar — 15 vondar —
18 jörðinni.
Lóðrétt: — 1 vill kaupa 2 gælu-
nafn — 3 vatn — 4 skrökvaði —
5 kunn bók — 8 yfirdrifið — 9
ögnin — 13 hár — 16 tónn — 17
frumefni.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: — 1 stelpan 6 fúa — 7
ófrakka — 10 rói — 11 kál — 12
ÐÐ — 14 TÁ — 15 ungra — 18
hryggra.
Lóðrétt: — 1 storð — 2 efri — 3
lúa — 4 pakk — 5 Njála — 8 fóð-
ur — 9 kátar — 13 egg — 16 ný —
17 rg.
- M E SS U R -
Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.h. Séra-
Oskar J. Þorláksson. Messa kl. 5 e.h.
Sr. Jóhann Hannesson prédikar, sr.
Magnús Runólfsson þjónar fyrir altari.
Barnasamkoma í Tjarnarbíó kl. 11 f.h.
Sr. Jón Auðuns.
Neskirkja: Fermingarmessa kl. 11 f.
h. og kl. 2 e.h. á Pálmasunnudag. —
Sr. Jón Thorarensen.
Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 2. —
Sr. Björn O. Björnsson prédfkar. —
Heimilisprestur.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f.h.
Ferming: Séra Lárus Halldórsson. —
Messa kl. 2 e.h. Ferming. Sr. Sigurjón
Þ. Arnason.
Háteigsprestakall: Messa í Hátíða-
sal Sjómannaskólans kl. 2. Barnasam-
koma kl. 10.30. Sr. Jón Þorvarðsson.
Laugarneskirkja: Messa á Pálma-
sunnudag kl. 2 e.h. (Tekið á móti
gjöfum til kristniboðs). Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.15 f.h. Sr. Garðar Svaf-
arsson.
Langholtsprestakall: Barnaguðsþjón-
usta kl. 10.30. I Safnaðarheimilinu við
Sólheima. Messa kl. 2 e.h. Sr. Arelíus
Níelsson.
Bústaðaprestakall: Barnasamkoma á
Pólmasunnudag kl. 10.30 í Félagsheim
ilinu i Kópavogi. Sr. Gunnar Arnason.
Fríkirkjan: Messa kl. 2 e.h. Sr. Þor-
steinn Björnsson.
Kirkja óháða safnaðarins: Ferming-
armessa kl. 2 e.h. — Sr. Emil Björns-
son.
í dag verða gefin saman í hjóna
band í Neskirkju af sr. Jóni Thor
arensen Hlíf Leifsdóttir Laugar-
nesvegi 50 og Theodór Þorvalds-
on Sólvallagötu 26, Keflavík.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Auður Samúels-
dóttir, Langholtsvegi 15 og
Hreinn Nielsson, Þingholtsstræti
15.
70 ára er í dag, 9. apríl, Símon
Símonarson, bifreiðarstjóri, Þor-
finnsgötu 8, Reykjavík.
Ljúfur og tregur
leið þessa ganga vann;
það er vor vegur,
það segir náttúran;
skaparinn hana skapti, þó
skyldum æ neita því?
Ávöxtinn jarðar fengið frjó
förlar og vex á ný;
ef villumst eigi
út af skaparans vegi,
förum vel, oss færir hans
forsjón til þessa ranns.
Eggert Olafsson: Ljúfur og tregur.
Barnasamkoma verður í Guðspeki-
félagshúsinu Ingólfsstræti 22, kl. 2
á morgun (Pálmasunnudag). Sögð
verður saga .sungið, börn sýna íeik-
þátt og sýndar verða kvikmyndir o.
fl. Aðgangseyrir 3 kr. — Oll börn vel-
komin.
Kaþólska kirkjan: Kl. 10 árdegis:
Pálmavígsla og helgiganga. Að henni
lokinni verður hámessa og predikun.
Aðventskirkjan: Júlíus Guðmunds-
son, skólastjóri, flytur 10. erindið sitt
um boðskap Opinberunarbókarinnar,
sunnudaginn 10. apríl kl. 5 síðdegis og
talar þá um framhaldslífið. Einsöngur,
— Allir velkomnir.
Fíladelfía: Guðsþjónusta kl. 8,30. —
Asmundur Eiríksson.
Hafnarfjarðarkirkja: — Messa kl. 2.
Ferming. Sr. Garðar Þorsteinsson.
Mosfellsprestakall: Barnamessa í Ar
bæjarskóla kl. 11 f.h. Barnamessa að
Lágafelli kl. 2 e.h. Séra Bjarni Sig-
urðsson.
Reynivallaprestakall: —- Messa að
Saurbæ kl. 2. — Sóknarprestur.
Grinda víkurkirk ja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11 f.h. — Sóknarprestur.
Útskálaprestakall: — Barnaguðsþjón-
usta í Sandgerði kl. 11. Barnaguðsþjón
usta að Utskálum kl. 2. Sóknarprestur.
Keflavíkurkirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.
Ytri Njarðvík: Barnaguðsþjónusta í
skólanum kl. 2. (Börn! Munið eftir ís-
lenzka kristniboðinu).
Fíladelfía Keflavík: Guðsþjónusta
kl. 4 e.h. — Haraldur Guðjónsson.
Áttræður er í dag Oddur Jens-
son, fyrrum bóndi Sælingsdal,
Dalasýslu. Nú til heimilis Álf-
hólsvegi 8Á, Kópavogi.
Fimmtug«r er í dag Hjálmgeir
Júlíusson, fyrrv. síldarkaupmað-
ur, Grettisgötu 2.
Svo teiknaði hr. Leó klukkuskífu á
jörðina — 12 var nyrzt í hringnum, 6
syðst o. s. frv. Svo stakk hann mjórri
spýtu niður í miðjunni — og spurði:
— Hvað er nú klukkan, Mikkí?
— Tólf, sagði Mikkí, — því að skugg-
inn af spýtunni fellur beint á 12. *
— Já, þá er líka ekkert of snemmt
að fara að borða, sagði hr. Leó. Og
svo settust þau öll á mjúka grasflöt-
ina með matarbögglana sína og borð-
uðu af beztu lyst. — Þeim þótti mat-
urinn alveg óvenjulega góður.
Þegar þau voru búin að borða,
sagði hr. Leó: — Nú skulum við fara
í keppni. Það ykkar sem færir mér
fallegasta blómið, merkilegasta stein-
inn eða sérstæðasta smádýrið, fær
verðlaun.