Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 24
Frakklandsbréf Sjá bls. 10. 84. tbl. — Laugardagur 9. apríl 1960 Frá Gent Sjá bls. 13. Hamrafell tdk niðri Búizt við að það losnaði aftnr á flóðinu í nótt TJM kl. 8 I gærkvöldi var Hamra- fellið að fara frá bryggju í Hafn- arfirði og lagðist utan við höfn- ina. Mun skipið þá hafa rekið lengd sína og tekið niðri í hæl- inn. Er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi var skipið enn fast, enda hafði verið útfall, en menn gerðu sér vonir um að það mundi losna á flóðinu á f jórða tímanum í nótt. ★ Ekki var skipinu talin nein hætta búin, þar sem það stóð, svo fremi að ekki gerði skyndi- lega óveður. Víða bezti afladagurinn á vertíðinni En fiskurinn upp í þriggja nátta gamall LANDBURÐUR af fiski var í flestum verstöðvunum á Snæfellsnesi og Suðurnesj- um í fyrradag og höfðu bát- arnir upp í rúml. 47 lestir. Var þetta víðast mesti afla- dagurinn á vertíðinni. Þess ber þó að geta að fiskurinn var frá einnar upp í þriggja nátta gamall, því ekki hafði gefið á sjó næstu daga á und- an. — Fréttaritarar blaðsins í verstöðvunum símuðu eftir- farandi fréttir af þessum afladegi: Snæfellsnessbátar ÓLAFSVIK, 8. apríl. — Mikill afli barst á land í Ólafsvík í gærkvöldL Hæsti báturinn, Bjarni Ólafsson, sem er 35 tonna bátur, kom inn með 43 lestir og var eins og drekkhlaðinn síld- r •/ simi ,Sjámanna- jr a Granda- garði LANGÞRÁÐU marki hefur nú verið náð í bátahöfninni við Grandagarð. Þar hefur verið byggð dálítil viðbótarbygging við hafnarvogina sem þar er. I þessu húsi, sem er timbur- hús, og nú er fullsmíðað, stendur símakapall upp úr tré gólfinu. Hann á að verða fyrir almenningssima, að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir sjómenn- ina. Ég veit ekki betur en allt »é tilbúið fyrir tengingu síma- áhaldsins, sagði Kristján Kristjánsson vatnsmaður hjá höfninni. — Nú svona í há- önnum vertíðarinnar, þá ætti að hraða uppsetningu símans, því karlarnir á bátunum verða að fara allar götur niður á lög reglustöð, ef þeir þurfa að komast í síma á kvöldin, ei bátamir koma að, sagði Krist- ján. arbátur. Skipstjóri á honum er ungur maður, Leifur Halldórs- son, og er þetta fyrsta vertíðin sem hann er með bát. Bátamir höfðu yfirleitt frá 10—48 lestir. Hraðfrystihús Ólafsvíkur, sem hefur rúm fyrir 60—70 lestir, tók á móti 140 lestum af 5 bát- um og var fiskhaugurinn langt út á götu. Ekki var þetta þó beint falleg- ur afli, allt upp í þriggja nátta gamall. Var valið úr honum í frystingu, annað fór í herzlu, salt og sumt í gúanó. — H. G. STYKKISHOLMI, 8. apríl. — Hér komu á land í gærkvoldi 150 lestir úr 7 bátum eða rúm 21 lest á bát til jafnaðar. Hæst- ur var Tjaldur með rúmar 28 lestir en Kristján hafði 20 lest- ir af einnar nætur fiski. Sumt af aflanum var 2—3 nátta, því bátarnir höfðu ekki komizt á sjó. Á Grundarfirði komu á land um 150 lestir af fiski, en mest af honum var þriggja nátta. Akranesbátar AKRANESI, 8. apríl. — Ágætur afli var hjá bátum hér í gær, 21,5 lestir að meðaltali á bát eða 407 lestir alls á 19 báta. — Aflahæstur var Höfrungur með 47,3 lestir, næstur Heimaskagi með 36,6 lestir og þriðji Reynir með 30 lestir. Allir bátar héðan eru á sjó í dag. Suðurnesjabátar KEFLAVÍK, 8. apríl. — Hér var I gær mesti afladagur á vertíð- inni. Bárust á land 900 lestir af 54 bátum. Hæstur var Gylfi II með 46 lestir, Von með 45 V2, þá Auðbjörg með 45 og Kópur með 44 lestir. Fiskurinn var all- ur tveggja nátta. I dag fóru bátarnir út, en sumir sneru við, því flestir eiga netið djúpt, hinir sem stutt áttu drógu aðeins hluta af netunum. SANDGERÐI, 8. apríl. — 15 bát- ar komu inn í Sandgerði í gær með 315 lestir. Steinunn gamla var hæst með 47,7 lestir, Smári með 39,2 lestir og þriðji Mun- inn með 38,5 lestir. Allt var þetta 2—3 nátta fiskur. Stormur er núna og enginn bátur á sjó. Ólafur Thors forsætisráðherra og frú Ingibjörg Thors kona hans fóru utan með flugvél Flugfélags Islands í gærmorgun. Munu þau dveljast erlendis í nokkra daga, að öllum likíndum aðallega í París. — (Ljósm. af forsætisráðherrahjónunum tók Sveinn Sæmunds- son við brottför þeirra í gærmorgun). Landburður af fiski í Reykjavík í fyrrakvöld Einn mesti afladagur, sem komið hefir FYRIR þá sem lítt þekkja til hins mikla athafnalífs í Reykjavík, kann sú fregn að hljóða einkennilega, að hér í bænum var landburður af fiski í fyrrakvöld og fyrri- nótt, er hin sívaxandi floti landróðrabáta kom að og nokkrir útilegubátanna. — Stórhveli rekin á land á Vopnafirði Dró umsóknina til baka MBL. hefur sannfrétt, að Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, hafi iyrir nokkru dregið umsókn sína um dómarastarí við Hæsta- rétt til baka. Þrír sóttu upphaflega um starfið, auk Hákonar, þeir Lárus Jóhannesson hrL og próf. Theo- dór LindaL VOPNAFIRÐI, 8. apHI. — Þa» gerðist hér um 5 leytið í dag, að hvalavaða sást suður í firðinum. Fóru nokkrir smábátar í skyndi af stað til að reka hana á land. Munu bátarnir hafa verið 7 tals- ins fyrst og 2—3 síðan bætzt í hóp <nn. Kl. 7,15 hafði þeim tekizt að reka hvalina á land í svo- kallaðri Sandvík í vestanverð- um fjarðarbotninum. Virtust þarna vera 15 stórir hvalir, líklega búrhvalir. Erfitt er að gera sér grein fyrir stærð þeirra, en þó sýnast allt að 3m. milli odda á sporðum sumra. Höfðu menn haft með sér byssur og kúluriffla og hafa hæft suma hvalina, en flestir eru þó lifandi. Sandvíkin er í um 2 km fjar- lægð frá þorpinu og fjölmenntu menn héðan til að horfa á hval- ina. Dálítið illa stóð á sjó, því hvalavaðan kom á land, rétt í þann mund sem byrjaði að flæða. Eru hvalirnir 100—150 m. frá landi, og ekki að vita hvað gerizt er þeir fljóta upp á flóðinu. Þó virðist ekki mikil hætta á að þeir sleppi. Sumir bátarnir skruppu inn í þorpið, sennilega til að sækja verkfæri, en eru um það bil að koma aftur út í Sandvíkina, er þess frétt er símuð, rétt áður en síminn lokar kl. 8. — S.J. Þrenn ný lög frá Alþingi í gær ÞRJÚ stjórnarfrumvörp urðu að lögum á fundum Alþingis í dag. Eru hin nýju lög um Tekju- og eignarskatt, Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga og Lánasjóð íslenzkra náms- manna erlendis. Var afgreiðslu þessara mála hraðað í þinginu, til þess að unnt yrði að ljúka meðferð þeirra fyrir páska- leyfi þingmanna. Fremur litl- ar umræður urðu því um þau, en þeirra er nánar getið á öðr- um stað hér í blaðinu eða verð ur á morgun, enda er um hin merkustu mál að ræða, eins og lesendum Mbl er þegar kunn- ugt af þingfréttum. Landaði flotinn, rúmlega 42 bátar, um 800 tonnum af fiski. — Er þetta einn mesti afladagur, sem komið hefur í Reykjavík, sagði Nikulás Jónsson, skipstjóri, vigtar- maður á Grandagarðsvog- inni. Hér í Reykjavík byrja bát- arnir yfirleitt að koma inn úr því kl. er 4,30. Eru þeir svo að tínast inn þar til framundir mið- nætti. Svo var í fyrrakvöld og var verið að landa úr bátunum allt fram til kl. 5 í gærmorgun. Það var þegar Ijóst í fyrra- kvöld, þegar bátarnir tóku að koma inn, að það myndi verða aimennt góður afli. í gærmorg- un, þegar heildartölur um lönd- un úr bátunum lágu fyrir, kom í Ijós að þetta hafði verið mesti afladagurinn á þessari vertíð, héðan frá Reykjavík, sem fyrr greinir. Voru landróðrabátarnir. sem eru 27, með um 620 tonna afla, en útilegubátarnir stóru með um 190 tonn. Var fiskurinn einnar nátta til þriggja nátta hjá sum- um. Einn landróðrabátanna, Vörður RE, hafði fengið 25 tonn í tvær netatrossur, um 30 net alls. Hæstur landróðrabátanna var Ásgeir með talsvert á 43. tonn, þá var Særún með rúml. 41 tonn, Barðinn 29 tonn, Geysir og Týr hvor með rúml. 28 tonn, Svanur með talsvert á 27. tonn. — Allmargir bátar voru með milli 20—25 tonn, t. d. Hermóð- ur með 23, Víkingur 24, Ásbjörn 24 og Þórir 25 tonn. Af útilegubátunum sjö var Helga með mestan afla, 38 tonn, Auður með tæpl. 30 tonn og Haf- þór rúml. 26 tonn. í gær var ekki nærri eins góður afli hér í Reykjavík. Kviknaði í gasi í GÆRKVÖLDI kl. liðlega níu var slökkviliðið kvatt að Nesvegi 65. Hafði maður verið að vinna við logsuðu í bílskúr, en senni- lega lekið slanga, gasið streymt út og kviknað í því. Var tals- verður eldur er slökkviliðið kom á vettvang, en fljótlega tókst að slökkva hann. Tveir gamlir bílar voru i skúrn um og í hitanum hafði hlaupið upp lakkið, en hitinn var svo mikill að glerrúður sprungu. — Skemmdir urðu ekki miklar og engin slys á fólki. | Skipstjórinn á Clipperen bróðkvnddur A FIMMTA tímanum í gær varð skipstjórinn á danska skipinu Clipperen, Nilsen að nafni bráðkvaddur í stiganum, á húsinu í Hafnarstræti 12. Danska skipið Clipperen kom hingað með saltfarm og strandaði við Ólafsvík, eins og kunnugt er af fyrri fréttum. Skipið var tekið í Slipp hér og fór bráðabirgðaviðgerð fram. Átti skipið að fara í gær og var skipstjórinn á leið í skrifstofu Ólafs Gíslasonar og Co., til að ganga frá pappír- um, er hann hné niður. Var kallað á sjúkrabíl, en maður- inn var látinn, er komið var með hann á sjúkrahús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.