Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. apríl 1960 MORCVNBL AÐIÐ 11 Jóhannes Bjarnason, verkfrœðingur; Meiri áhurður — betri áhurður UNDANFARH) ár hafa birzt nokkrar greinar í timaritum og dagblöðum um aukningu og end urbætur á áburðarframleiðslu okkar. Nýlega var í dagblöðun- um sagt frá samþykkt Búnaðar- þings varðandi þetta og skömmu seinna birtist í Morgunblaðinu greinargóð hugvekja eftir dr. Bjarna Helgason um þetta efni. Slíkum greinum um þetta mik ilvæga mál ber að fagna, því nauðsynlegt er, að sem flestar hliðar þess komi fram, jafnt frá framleiðendum, notendum og vís indamönnum. Við þurfum að byggja atvinnuvegi okkar á reynslu og þekkingu, og ekki sízt nýja og vaxandi atvinnuvegi, eins og áburðariðnaðinn. f samþykkt Búnaðarþings er bæði minnzt á nauðsyn þess, að kalk væri í þeim köfnunarefnis- áburði, sem hér er framleiddur, svo og er þar vikið að því, að Búnaðarþing telji æskilegt, að hafin verði „framleiðsla bland- aðs áburðar með hentugum efna- hlutföllum“. Eins og komið hefur fram í sum um tímaritsgreinum, hefur mjög komið til tals að reisa hér verk- smiðju til framleiðslu blandaðs áburðar. Hafa athuganir um þetta mál staðið yfir undanfarið og út- reikningar gerðir og áætlanir. Það hefur nú sýnt sig, að verk smiðja til framleiðslu á blönduð- um áburði, sem ynni m.á. úr inn fluttu fósfórgrjóti og innfluttum kalísöltum, eins og helzt hefur verið ráðgert hér, hefur á sér ýmsa annmarka. Bæði er það, að fjöldi áburðar- blandanna yrði takmörkum háð ur, en það er ókostur. Hitt er þó ef til vill enn alvarlegra, að út- reikningar sýna, að áburður frá slíkri verksmiðju yrði allveru- lega dýrari en sams konar áburð- arefni, sem bændur eiga nú kost á. Stafar það aðallega af þvi, að stofnkostnaður slíkrar verk- smiðju yrði hár, miðað við fram leiðslumagn. Eðlilegt virðist, að kappkosla beri að koma til móts við þarfir og óskir bænda og jarðræktar- sérfræðinga, að svo miklu leyti sem þess er kostur. Þeir, sem til þekkja, munu nú almennt sammála um nauðsyn þess, að minnsta ksti hluti köfn- unarefnisáburðarins innihaldi kalk, eins og vikið er að í sam- þykkt Búnaðarþings. Tilraunir vísindamanna og reynsla bænda sýnir það, að víða á landinu er þess þörf að bera á kalk. Við, sem undirbjuggum Áburð arverksmiðju okkar á sínum tíma, gerðum okkur það Ijóst, er við ráðgerðum fyrirkomulag hennar, að í framtíðinni kynni að þurfa kalk með 1 köfnunarefn isáburðinn. Þegar lögin um Áburðarverk- smiðjuna voru samin, varð það fyrir valinu, að ammoníum nitrat („Kjarni") skyldi framleitt í verksmiðjunni, sökum þess að í því varð framleiðsla hverrar einingar köfnunarefnis ódýrust miðað við framleiðslu og flutn- ingskostnað. En það var haft í huga, að blanda mætti á síðasta stigi' framleiðslunnar kalki í ammoníum nítrat, ef þess yrði talin þörf, þannig að framleiddur yrði kalk-ammon saltpétur, eins og mjög algengt er erlendis. Nú hefur komið í Ijós, að þörí in virðist ótvíræð, og nú eru að- stæður fyrir hendi að blanda inn lendu kalki í áburðinn. í Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi er nú framleiddur hreinsaður skelja sandur, sem er nærri hreint kalk. Þetta íslenzka kalk er ódýrara en hægt er að fá það erlendis frá. Reynsla og tilraunir sýna, að betri árangur fæst með því að bera kalkið á oftar og í minni skömmtum, auk þess sem þægi- legra er að bera kalkið þannig á jafnhliða áburðinum, heldur en eitt sér. Það er því tillaga mín, að þörf- um og óskum bænda fyrir kalk- ríkan köfnunarefnisáburð verði mætt með því að gera endurbót og viðauka við Áburðarverk- smiðjuna, þannig að tæki verði fengin til framleiðslu á kalk- ammon áburði (60% ífmmoníum nítrat, 40% kalk), jafnframt Kjarna framleiðslunni. Slík end- urbót virðist ekki svo ýkja kostn aðarsöm. Hún hefur einnig þann kost, að um leið yrði hægt að stækka kornin í Kjarnaáburðin- um upp í það, sem annars staðar tíðkast, og myndu bændur einn- ig fagna því. Þá vil ég víkja að hinu atriðinu í samþykkt Búnaðarþings um nauðsyn þess, að bændur geti fengið hentugar áburðarblöndur. Það er vafalaust rétt, að marg ir bændur myndu fagna því að fá réttar áburðarblöndur í sama pokanum. Ef bændur og jarðvegssérfræð ingar eru sammála um, að rétt sé, að framleiða blandaðan á- burð, þá gæti Áburðarverksmiðj- an einnig á þessu sviði komið til móts við bændur án tilfinn- anlegs kostnaðar. Það er mjög algengt erlendis, að áburðarverksmiðjur blandi saman eingildum áburðartegund um í ýmsum hlutföllum fyrir not endur. Er það þá gert í tiltölu- lega ódýrum og einföldum blönd- unartækjum, sem gera það kleift að framleiða nær ótakmarkaðan fjölda af tvígildum og þrígild- um áburðarblöndum, og jafn- framt að bæta í fleiri áburðar- efnum (snefilefnum) eftir þörf- um. Með þessum tveimur endurbót- um, sem að framan var stungið upp á, gæti Áburðarverksmiðjan komið til móts við óskir Búnað- arþings með aðeins broti af þeim stofnkostnaði, sem verksmiðja fyrir blandaðan áburð, er ynni úr fósfórgrjóti, myndi kosta. Þá gæti Áburðárverksmiðjan haft á boðstólum allar þær á- burðartegundir, sem íslenzkur landbúnaður þarfnast. Ekki að- eins meiri áburð — heldur líka bctri áburð. TIL 5ÖLU 5 herb. íbúð í timburhúsi í miðbænum er hentug fyrir læknastofu eða heildsölu. Tilboð merkt: „Miðbær— 3025“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. Loksins er vestur-þýzki borðbúnaðurinn kominn Mjög falleg og góð vara Pantanir óskast sóttar sem fyrst Verzlun B. H. BJARNASON Kjötiöna&armenn Nokkrir kjötiðnaðarmenn óskast nú þeg- ar eða um næstu mánaðarmót. Tilboð merkt: „Hátt kaup — 3123“ sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. OKKAR VIIMSÆLU kommóður með hólkum komnar afíur, smíðaðar úr tekki og mahoguy. HtMsgagnaverzL Laugaveg 36 (Sama hús og bakaríið) Karl Sörheller. Sími 1-3131 Svifflugfélagar Munið aðalfundinn í dag kl. 4 í Breiðfirðingabúð, uppi. D a g s k r á : 1. Lagabreytingar 2. Aðalfundarstörf 3. Önnur mál. Stjórn Svifflugfélags Islands. ORÐSENDING frá Byggingasamvinnufélagi Reykjavíkur Húseignin Langholtsvegur 106 er til sölu. Eignin er byggð á vegum Byggingasamvinnufélags Reykjavík- ur og eiga félagsmenn forkaupsrétt lögum sam- kvæmt. Þeir félagsmenn, sem vilja nota forkaups- réttinn, skulu sækja um það skriflega til stjórnar félagsins fyrir 13. þ.m. STJÓBNIN Husbygglendur Gröfum húsgrunna í tímavinnu eða ákvæðisvinnu. Höfum einnig vélar í ámokstur og hífingar. Vélaleigan H.í. Sími 18459 MJÓLKURBRÚSAR úrhertu ALUMINIUM stærðir 20, 40 og 50 lítra. Veirðið hagstætt Eggert Kristjánsson Sr Co. H.f. Símar 1-14-00 Overlock saumavélar til sölu 15 nýjar 4. þráða, tveggja nála, hraðgengar (4500 stimgur á mínútu) með automatískum smur-útbún- aði. Hentugar fyrir prjónafatasaum. — Tilboð merkt „Tveggja nála overlock saumavélar — 3121“, sendist afgr. Mbl.. Vélrítunarstúlka Óskast sem fyrst. Til greina kemur að- eins fyrsta flokks vélritari. Tilboð er gireini aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. ásamt mynd, fyrir mánudagskvöld merkt: „Gott kaup — 3128“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.