Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 22
22 MOPCTllVTILJÐIb Laugardagur 9. aptíl 1960 Á glímuæfingu hjá Ármanni GLlMUDEILD Glímufélagsins Ármanns bauð blaðamönnum fyrir nokkru til að vera viðstaddir glímuæfingu. Enn- fremur komu nokkrir eldri glímu menn til að sjá kennslufyrirkomu lagið. Glímukennari félagsins, Kjartan Bergmann, bauð gestina velkomna með nokkrum orðum, og ræddi með fáum orðum um þróun glímunnar og gaf lýsingu á kennsluaðferð sinni. Hann sagði m. a.: „Okkur sem þykir vænt um glímuna finnst heldur lítið gert fyrir þessa íþróttagrein, og mætti íþróttasamband íslands vera bet- ur er boðið að sjá, en mig langar pó að drepa á nokkur atriði. Gíman hefur lifað frá því að sögur hófust hér á landi og ætla ég ekki að rekja það atriði nán- ar hér, þar sem ég veit að flestir sem hér eru mættir eru mér jafn fróðir eða fróðari um þá hluti. Ég vil aðeins minnast á glímu á þingum í fornöld, glímu í ver- stöðvum, glímu við kirkju og á öðrum mannamótum, og þá ekki hvað sízt á glímuna í skólunum Hólum, Skálholti og Bessastöð- um. Sagnirnar um Glímugest eru táknrænar um gímu og það yndi sem almenningur hafði af glím- ur fara af í Reykjavík að iðkaði glímu, var Glímufélagið, sem stofnað var 11. marz 1873. Aðal- hvatamaður og formaður þess fé- lags var Sverrir Runólfsson, steinsmiður. I>að félag lifði fram til ársins 1880. En eins og ykkur er kunnugt, þá var Glímufélagið Armann stofnað 15. desember 1888. Og nú erum vjð mættir á glímuæfingu hjá Ármanni. Ármenningar takast tökum á glímuæfingu. or vakandi en nú er. Reynslan er sú, að þeir, sem kynnast glím- unni til hlítar fá miklar mætur á henni, sökum þess þroska, sem hún veitir. í glímunni þarf að stilla saman hug og hönd, hún á að veita þroska andlega og lík- amlega. Ég mun verða mjög stutt orður, því að fyrst og fremst er það glímuæfingin sjálf, sem ykk- 47 Hafn- firðingar í úrslitum EINS og fréttir af úrslitum Handknattleiksmótsins greina frá, þá eru fimm flokkar. frá FH "í úrslitum mótsins. í stuttu /iðtali, sem íþróttasíðan átti /ið Hallsltein Hinriksson, þjálfara FH í gær, sagði hann að þessi árangur flokkanna setti sig í mjög mikinn vanda, þar sem framkvæmdanefnd mótsins hefði ekki orðið við þeim tilmælum FH að hliðra til lelkjum, þannig að 1. fl. og 2. fl. karla og 2. fl. og meist- araflokkur karla léku ekki, sama kvöldið. Þetta yrði til þess að ekki væri hægt að hliðra til leikmönnum milli flokkanna, samkvæmt lögum, því ekki liði nægur tími milli leikja. Erfitt yrði því að velja menn í liðin, þannig að þau héldu styrkleika sínum, og ó- gjörningur væri annað, en að bæta nýjum mönnum við, sem lítið eða ekkert hafa leikið í mótinu. FH ætti að vísu nóg til af mannskap, en Hallsteinn ;agði að varla væri hægt að stillá liðunum upp, svo fyrri styrkleiki þeirra héldist. Alls mun Hallsteinn þurfa að mæta með 47 leikmenn og konur til úrslitaleikanna. unni. Um heimsókn Gests að Bessastöðum, sem var fátækur bóndi og vermaður, orkti Grímur Thomsen: Glímuna man ég miklu enn, mörgum þótti að gaman, er lærðir sína og leikir menn leiddu hesta saman. Bændur, Páll og Glímu- Gestur, Grímseyjar hinn fyrri prestur. Og seinna í kvæðinu segir: Uppi stóðu einir tveir eítir bændur móðir, glímuskjálfta skulfu þeir, skatnar biðu hljóðir, — en er saman tóku tökum titraði gólf af iljablökum. Og við skulum nú sjá á þessari æfingu, hvort ekki votti fyrir i'jablökum. Fyrsta íþróttafélagið, sem sög- Kennsluform mitt er eftirfarandi 1. Fimaukandi æfingar, sem falia eiga vel við glímuna. 2. Nemendum er kennt að detta og bera rétt fyrir sig hendur áður en kennslan hefst í sjálfri glímunni. 3. Þá hefst bragðakennsla, án þess að varist sé. 4 Þvínæst eru varnir kenndar. 5 Stígandi glímunnar kenndur. 6. Aherzla er lögð á að nemend- ur séu mjúkir í hreyfingum á m.lli bragða. 7. Bol og níð algerlega fordæmt. 8. Þegar glímumenn eru orðnir æfðir í glímunni er þeim kennt að flétta saman brögð, það er að taka bragð upp úr öðru bragði. Á eftirfarandi atriði legg ég áherziu: Handtök glímunnar eru fast- ákveðin. Tök og brögð eru þann- ig, að afli og fimleik sé gert sem jafnast undir höfði. Léttleiki, fimi og snarræði eru þeir eig- inleikar, sem góður glímumaður þarf að hafa, hvort heldur er til sóknar eða varnar. Enginn getur talizt góður glímumaður, nema hann komi drengilega fram í glímunni. Glímumaður á ekki að faha ofan á keppinaut sinn í bylt unni. Fegurst er að skilja þann- ig við við fangsmann sinn, að þurfa ekki að stinga hendi niður að afloknu bragðinu, en halda sem fulikomnustu jafnvægi. Og að endingu: Glíman er ein- hver sú bezta skapgerðaríþrótt, sem finnanleg er. Á þessari glímuæfingu voru mættir 24 nemendur. Tveir þeir yngstu voru aðeins átta ára. Marg ir voru á aldrinum 12 til 18 ára. Þarna mátti einnig sjá marga gamla og reynda glímumenn, eins og t. d. Rúnar Guðmundsson, Trausta Ölafsson o. fl. Að lokinni æfingu ávarpaði for- maður Ármanns hina öldnu glímumenn með nokkrum orð- um, og tóku viðstaddir glímu- menn undir orð formanns síns með ferföldu húrrahrópi. Skíöavikan á ísafirði ISAFIRÐI: — Þegar líða fer að páskum, breytist upplitið á ísfirð ingum. Þeir rísa upp úr andlegri lognmollu vetrarins, það hýrnar yfir þeim, og þeir léttast í lund. Skíðavikan er þeirra sæluvika. Gestir þyrpast að, hundruðum nýrra andlita bregður fyrir. — Skíðaferðir og fjallgöngur dag- lega, og dans og fjör kvöld eftir kvöld. Þetta er hressandi líf. — Hvers vegna er páskaleyfið ekki lengra? Á miðvikudag í dymbilvi'ku hefst hin vinsæla Skíðavika Skíðafélags ísafjarðar, en þessi er sú tuttugasta og sjöunda. Skíðamót verða næstum dag- lega og ýmislegt gert til skemmt- unar fólki. Kvöldvökur í veg- legum skála félagsins og dans- leikir í bænum. M.s. Hekla fer vestur frá Rvík á miðvikudagskvöld og suður aft- ur frá ísafirði að morgni annars í páskum. Þá verða og daglega ferðir með flugbát Flugfélags ís- lands. — M.A. Handknattleiksmótið: Urslit um helgina — og dansað i Lido á eftir Kjartan Bergmann segir dren"" imubra' ÚRSLITALEIKIRNIR í hand- knattleiksmótinu fara fram í kvöld. í kvöld fara fram sex leikir. Fimm úrslitaleikir og síð- asti leikurinn í 1. fl. kvenna en þar keppa K.R. og Víkingur. Úrslitaleikirnir í kvöld Mótið hefst í kvöld kl. 20:15 með úrslitaleik K.R. og Víkings í 1. fl. kvenna, en síðan keppa F.H. og Fram til úrslita í 2. fl. kvenna. Fram og Haukar í 3. fl. karla B, ÍR og Víkingur í 3. fl. karla A. — Ármann og FH í 2. fl. karla A og í 1. fl. karla A ÍR og FH. Leikirnir annað kvöld Þrír leikir fara fram annað kvöld og hefst mótið kl. 20:15. — Fyrst keppa Fram og FH til úrslita í 2. fl. karla B, en síðan fara fram úrslit í meistaraflokki kvenna og karla. Meistaraflokkur kvenna í meistaraflokki kvenna er staðan þannig: Ármann hefir 10 stig, Valur 10, KR 8, FH 5, Þrótt- ur 4, Fram 2 og Víkingur 1 stig. — Ármannsstúlkurnar geta þó varla misst af íslandsmeistaratitl- inum, því þær hafa lang hæsta markatölu, og yrði KR að vinna með 10 marka mun til að sigra í flokkniím. Meistaraflokkur karla KR og FH eru jöín að stigum, er félögin mætast í leiknum ann- að kvöld, hvort félagið hefir hlot ið 8 stig. FH hefir affur á móti hagstæðari 'markatölu, og mun því nægja jafntefli, til að vinna íslandsmeistaratitilinn. Að móti loknu fer verðlauna- afhending fram á skemmtisam- komu í Lido, en um hana sjá Víkingar. líandknattleiks- mótið ÚRSLIT í leikjum, sem fram fóru sl. fimmtudagskvöld voru sem hér segir: Mfl. kv. Víkingur — Valur 5:7 Mfl. kv. Fram — F.H. 11:14 3 fl. k. B.a. Fram — Víkingur 11:8 2. fl. k. B.a. Ármann — F.H. 5:12 2. fl. k. A.a. I.B.K. — K.R. 15:19 Páfinn les um íþrótiir í HREINSKILNI sagt, þá les ég íþróttasíður dagbláðanna, sagði páfinn fyrir nokkru við hóp íþróttafréttaritara, sem voru í Róm á alþjóðlegri ráð- stefnu íþróttafréttaritara, •— vegna Olympíuleikanna, er fram eiga að fara þar í sumar. íþróttafréttaritararnir voru í áheyrendahóp, sem gekk fyr- ir páfann, — er Jóhannes XXIII, beindi orðum sínum til peirra, og sagði að starf íþrótta fréttaritarans skipaði þýðing- armikinn sess í nútíma upp- lýsingaþjónustu, og næði út til ótrúlega fjölmenns hóps les- enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.