Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. apríl 1960 Fimmfugur i dag: Baldvin Þ. Kristjánsson framkvœmdarstjóri Farfuglar frá 18 þjóðum komu hingað sJ. ár Ragnar Guðmundsson formaður far- fugladeildar Reykjavíkur BALDVIN í>. Kristjánsson fram- kvæmdastjóri á í dag fimmtugs- afmæli. Hann er fæddur að Stað í Aðalvík 9. apríl árið 1910. For- eldrar hans voru myndarhjónin Halldóra Finnbjörnsdóttir og fyrri maður hennar Kristján Egilsson. Fluttu þau hjón árið 1910 vestur í Hnífsdal. Þar drukknaði Kristján Egilsson ár- ið 1918. Baldvin missti því föð- ur sinn aðeins 8 ára gamall. Fór hann þá í fóstur til Ásgeirs Guð- bjartssonar og Guðbjargar Páls- dóttur í Hnífsdal og ólst síðan upp hjá þeim. Fluttust þau til ísafjarðar þegar hann var um fermingu. Baldvin var hinn tápmesti og efnilegasti unglingur. Hann hóf framhaldsnám sitt í Núpsskóla en útskrifaðist síðan úr Samvinnu- skólanum í Reykjavík. Um skeið NESKAUPSTAÐ í marz. — Ný- lega flutti Efnalaug Norðfjarðar í ný og rúmgóð húsakynni að Egilsbraut 20 í Neskaupstað. Eig- andi fyrirtækisins er Jóhann Sig- mundsson og starfrækir hann það sjálfur með aðstoðarstúlku, einni eða tveim, eftir annríki. Efnalaug hafði verið starfrækt hér í nokkur ár, þegar Jóhann keypti fyrirtæki árið 1955. Var það til húsa í gamalli rafstöð og voru húsakynni mjög óhentug og vélar gamlar og slitnar. Jóhann réðst því í að byggja hús fyrir starfsemi þessa. Húsið er 114 ferm., steinsteypt, einlyft. Er þar rúmgóð afgreiðslustofa, þar sem hreinsuð föt eru geymd. Inn af henni er 25 ferm. vinnu- salur. Þar eru nýjar vélar, gufu- strauborð, bletthreinsunarborð og pressa, allt af nýjustu gerð. Er vinnusalurinn mjög bjartur og vistlegur. í sérstöku herbergi eru hreinsunarvélar og þurrkur fyr- ir 50 kg. af þurrum fötum og loks er ketilherbergi, þar sem er nýr gufuketill, búinn fullkomnum sjálfstjórnartækjum. Ketillinn er smíðaður hjá Landssmiðjunni og er röraketill með 8 ferm. hita- fleti. Hefur hann 5 kg. gufuþrýst ing og framleiðir gufu fyrir alla starfsemina og upphitun hússms, sem er lofthitun. Myndarlegt framtak Auk þessa eru í húsinu kaffi- AKRANESI, 7. apríl. — Allir stór ir bátar héðan eru á sjó í dag. í gær var aflinn 260 lestir af 14 bátum. Aflahæstir voru: Skipa- skagi með 35 lestir, Ver með 26 lestir og Sigurvon með 25 lestir. Fimm trillubátar reru héðan í morgun, en fengu nauðalítið á skakinu. — Oddur. stundaði hann svo framhaldsnám erlendis. Síðan gerðist hann starfsmaður Samvinnufélags ís- firðinga á ísafirði og starfaði hjá félaginu um árabil meðan mestur þróttur var í rekstri þess. Gjald keri og aðalbókari Síldarútvegs- nefndar var hann 1935—1945. En árið 1945 fluttist hann til Reykja- víkur. Var hann síðan í eitt ár erindreki Landssambands ísl. út- vegsmanna. Síðan réðist hann erindreki til Sambands íslenzkra samvinnufélaga. En síðan árið 1954 hefur hann verið fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins á Kirkjusandi. Baldvin Þ. Kristjánsson er ágætlega greindur og menntaður maður. Hefur hann hvarvetna reynzt hinn nýtasti starfsmaður, traustur og áreiðanlegur. í allri framkomu er hann hinn vask- legasti og drengur góður. Hann er félagslyndur maður og áhuga- samur um framfaramál er til heilla horfa. Með honum er gott að starfa að nytjamálum. Þröng- sýni og klíkuskapur er honum fjarri skapi. Hann ann hinum vestfirzku átthögum sínum og er tengdur þeim og fólkinu þar heima traustum böndum vináttu- og frændskapar. Fimmtugur maður er í dag maður á bezta aldri. Af Baldvin Þ. Kristjánssyni má þess vegna vænta margra góðra verka og mikilla afkasta á árunum, sem framundan eru. Hann hefur verið gæfumaður, eignazt ágæta konu, sem er frú Gróa Ásmundsdóttir, tvo efnilega syni, sem báðir eru uppkomnir og reynzt sjálfur far- sæll og dugmikill í starfi. Vinir hans og kunningjar vestra og hér syðra samgleðjast honum fimm- tugum. stofa og stórt geymsluherbergi. Er þetta mjög myndarlegt fram- tak að reisa svo stórt hús fyrir þessa starfsemi, en Efnalaugin hefur fengið á sig orð fyrir vand- aða vinnu og nýtur viðskipta úr flestum byggðarlögum fjórðungs ins. Jóhann Sigmundsson hefur sjálfur sett upp öll tæki í efna- lauginni, en fékk aðstoð við upp- setningu gufuketilsins. • Hrifin við fyrstu sýn Um þessar mundir er stödd hér í Reykjavík söngkona frá 'Suður-Afríku, Virginia Lee, komin hingað til að skemmta á Röðli. Dvölin hérna hefur ekki orðið henni eins ánægju- leg og hún hefði getað orðið, vegna taktleysis íslendinga þeirra, sem hún hefur hitt. í bréfi til Velvakanda segir hún um þetta: Þegar ég kom til Reykja- víkur í fyrsta sinn fyrir hálf- um mánuði, kom það mér skemmtilega á óvart að finna hér þessa nýtízkulegu litlu Paradís, þar sem fólkið virð- ist taka lífinu með ró, og vera hamingjusamt og hraustlegt. Ég veitti athygli hversu yndis legar stúlkurnar á götunni eru, með sína fallegu húð, óskemmda af snyrtivörum. Ég man ekki eftir að hafa séð svo margar fallegar stúlkur saman komnar í einu, og það kæmi mér ekki á óvart þó Hinn vinsæli „Karde- mommubær“ verður sýnd- ur á morgun kliukkan 5 og hefur Ieikurinn þá verið sýndur 37 sinnum á tveim um mánuðum. Tfir 25 þús. leikhúsgestir hafa þá séð sýninguna. Næstu sýningar á leikn- um verða n.k. þriðjudag. — Myndin er af hinum vin- sælu ræningjum, sem eru átrúnaðargoð allra barna í Reykjavík um þessar mund ir. Rabbfundur um tilraunabann GENF, 7. apríl. (Reuter). — Bandarísku og rússnesku fulltrú- arnir á þríveldaráðstefnunni um bann við kjarnavopnatilraunum hiltustí dag í aðsetri bandarísku sendinefndarinnar til óformlegra viðræðna um dagskrá ráðstefn- unnar framvegis. — Segja frétta- menn, að þar hafi ríkt „mildari og rólegri andi“ en yfirleitt ger- ist á hinum opinberu fundum. I gær hélt Bandaríkjafulltrú- inn Wadsworth, því fram, er hann svaraði fyrirspurnum so- vézka fulltrúans, að óhjákvæmi- legt yrði að leyfa takmarkaðan fjölda smárra neðanjarðarspreng inga í því skyni að finna aðferð til þess að fylgjast með slíkum sprengingum. — Rússar halda því hins vegar fram ,að allt eins megi nota venjuleg sprengiefni í þessu skyni. dómaramir ættu úr vöndu að ráða við að velja Ungfrú ís- land. Einnig finnst mér karl- mennirnir myndarlegir á að líta. Já, ég varð yfirleitt hrifin af Reykjavík, og þar sem ég er sjálf alúðleg manneskja í framkomu, eins og flestir Suður-Afríkubúar eru, þá var ég sannfærð um að dvöl mín hér yrði ákaflega ánægjuleg. • Vonsvikin S.-Aíuríkustúlka En því miður. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að segja það, en mér hefur stundum fundizt dvölin hér ákaflega óskemmtileg og óþægileg. Það lítur úr fyrir að nú á dögum sé það einhvers konar glæpur að vera frá Suður-Afríku. Sí- fellt er hellt yfir mig spurn- ingum um Suður-Afríku, og þar sem ég kæri mig ekki um að ræða stjórnmál eða trúmál, AÐALFUNDUR Farfugladeildar Reykjavíkur var nýlega haldinn. Starfsemin var með svipuðu sniði og undanfarin ár, en Far- fugladeildin átti 20 ára starfsaf- mæli á fyrra ári og var þess þá minnzt. Skrifstofa hefir verið opin eitt til tvö kvöld í viku allt árið í húsakynnum Æskulýðs Reykja- víkur að Lindargötu 50. Gisti- heimili voru starfrækt yfir sum- armánuðina í Austurbæjarbarna skólanum, Hreðavatnsskálanum, í Reynihlíð við Mývatn og í Heiðarbóli. Fráfarandi formaður, Ari Jó- hannesson, baðst undan endur- kosningu. Formaður var kosinn Ragnar Guðmundsson, en aðrir í stjórn: Örn Árnason, Logi Jóns- son, Jóhann Hálfdánarson, Þor- steinn Magnússon, Haukur Júlí- usson og Heiðar Steinþór Valdi- marsson. Frá átján þjóðum í nýútkomnu hefti af „Farfugl inum“, félagsblaði Bandalags ís- þá reyni ég að binda endi á umræðurnar með kurteislegu svari. En þá byrja þessir stjórnmálaáhugamenn undir eins að fara móðgandi orðum um Suður-Afríku og Suður- Afríkubúa. Þetta hefur ekki komið fyrir einu sinni heldur ótal sinnum. Finnst yður þetta gestrisni? * Ekkert land merk- ara en föðurlandið Já, ég er Suður-Afríkubúi, og hreykin af því, svo ég verð að biðja fólk um að láta vera að móðga land mitt og þjóð svo ég heyri til, því mér þykir eins vænt um það og ykkur um ísland og íslenzku þjóðina. Ég hef líka fullan rétt til þess, þar sem ekki er neitt land merkara en manns eigið föður land. ísland á sín vandamál við að stríða og Suður-Afríka sín. Og með því að skipta lenzkra farfugla, er skýrt frá því að á síðastliðnu sumri hafi komið hingað fleiri erlendir far- fuglar en nokkurt annað sumar. Urðu gistingar erlendra farfugla hér alls 1242. Flestir voru útlend ingarnir frá Englandi 459 gist- ingar, Þýzkalandi 289 og Frakk- landi 104, en færri frá öðrum löndum. Alls komu farfuglar frá 18 löndum. Þeir, sem lengst voru að komnir, voru frá Ástralíi* og Nýja Sjálandi. Sumarferðir í „Farfuglinum" er einnig ferðaátælun Farfugladeildar Reykjavíkur á komandi sumri, Um hverja helgi verða lengri eða skemmri ferðir. Þrjár ferðir verða t. d. farnar í samráði við Æskulýðsráð Reykjavíkur, gönguferð á Esju, ljósmynda- tökuferð í Krýsuvík og blóma- kynningarferð. Sumarleyfisferð- irnar eru tvær. Önnur er viku- dvöl í Þórsmörk, en hitt er 16 daga ferð noröur yfir hálendi ís- lands. Stendur hún frá 23. júlí til 7. ágúst. okkur af, vekjum við aðeins illdeilur. Mig langar samt til að nota þetta tækifæri til að þakka mínum ágætu vinum, Sigurði Júlíussyni og konu hans sem voru svo elskuleg að fara með mig í bílferð út úr bænum um daginn. Mér hlýnaði um hjartaræturnar að sjá þau benda mér hreykin á það sem vert er að sjá í Reykjavík og heyra af hve mikilli hlýju þau töluðu um ísland og íbúa þess. Þau minntust ekki einu orði á Suður-Afríku eða vandamálin þar. Ég vildi óska að ég gæti aðeins haft með mér ánægju- legar endurminningar frá veru minni á íslandi. Það er svo miklu betra að vera vin- gjarnlegur og svo miklu auð- veldara" Þetta var bréf afríkönsku stúlkunnar. Sjálfsagt hefur frekar komið til athugunar- leysi og taktleysi hjá þeim, sem að henni hafa ráðizt, en að ætlunin hafi verið að vera ruddalegur og dónalegur. Því hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á málunum, þá er slík framkoma við stúlku frá fjar- lægu landi auðvitað ekki sam- andi. S. Bj. Efnalaug Norðfjarðar í nýjum húsakynnum skrifar úr dqglega lífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.