Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 9. aprfl 1960 réttlátan fram að þessu, og henni svall móður, vegna hlutdrægni örlaganna og lygum þeirra sem prédika réttlæti og góðsemi. öðru hvoru voru þjáningar hennar svo miklar, að hugur hennar varð alveg tómur. Hún skynjaði ekkert nema þjáning- una. En allt í einu hættu kvalirnar. Hjúkrunarkonan og læknirinn lutu yfir hana. Von bráðar heyrði hún veikan barnsgrát, og þrátt fyrir það, hve máttfarin hún var, breiddi hún út faðminn. Hugur hennar fylltist allt í einu heitri gleði og hamingju. Barnið henn- ar var fætt, það bætti úr öllu, og hún var hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Lífsorkan streymdi á ný um hjarta hennar og likama, hún var orðin móðir. Henni fannst sér borgið frá allri eymd og örvæntingu, þar sem hún hafði nú öðlazt einhvern til að elska og annast um. Upp frá þessum degi snerust allar hugsanir hennar um það sama — barnið. Móðurumhyggja hennar var þeim mun meiri, þar sem hún hafði verið svikin í ást- um og vonirnar brugðizt. Hún sat stundum dögum saman út við gluggann hjá vöggu barnsins. Baróninn og móðir hennar brostu að óhóflegri umhyggju- semi hennar gagnvart barninu, en um Julien gegndi ekki sama xnáli. Sú truflun, sem orðið hafði á daglegu lífi hans, að því viðbættu, að hann var ekki leng ur sá miðdepill heimilisins, sem allt snerist um, orsakaði það, að hann fann til afbrýði gagnvart hinum smávaxna karlmanni, sem hafði tekið við völdum á heimil- inu. „Það er þreytandi að horfa upp á, hvernig hún lætur með krakkann!" var eftirlætisathuga- semd hans. Móðurumhyggja hennar keyrði svo úr hófi fram, að hún sat oft alla nóttina hjá vöggunni og hörfði á sofandi barnið. Loks kom að því, að læknirinn gaf fyrirskipun um að cðrum yrði falið áð sjá um barnið, þar sem hún hafði megrazt og var farin að hósta, vegna óheilbrigðra lifn aðarhátta og skorts á nægri hvíld. Hún varð ofsareið, grét og bað, en mótmælum hennar var ekki sinnt. Fóstran tók drenginn frá henni á hverju kvöldi, og hverja nótt fór móðir hans á stjá, læddist berfætt að dyrum hans og hlustaði við skráargatið eftir því, hvort hann gréti eða væri einhvers vant. Julien kom að henni þar nótt eina, er hann kom seint heim frá því að borða kvöldverð hjá Four ville-hjónunum. Eftir Það var hún læst inni í herberginu, til þess að hún héldist við í rúminu. Drengurinn var skírður í lok ágústmánaðar. Baróninn og Lison frænka voru skírnarvottar. Dreng urinn var skírður Pierre Simon Paul og oftast kallaður Paul. í byrjun septembermánaðar fór Lison frænka jafn hljóðalaust og hún hafði komið. Enginn tók eftir fjarveru hennar fremur en nærveru. Kvöld eitt, að loknum kvöld- verði, kom presturinn. Hann virtist vandræðalegur, eins og hann byggi yfir leyndarmáli, og eftir nokkrar vífillengjur komst hann að efninu og bað baróns- frúná og mann hennar um að veita sér viðtal í einhúmi. Þau gengu öll þrjú niður trjá- stíginn og töluðu saman af ákefð, en Julien beið heima hjá Jeanne, í senn undrandi og gramur yfir þessu pukri. Hann fylgdi prestinum á leið, þegar hann fór. Þar sem kólnað hafði í veðri, flýttu hin þrjú sér inn í setustofuna. Þau sátu þar öll dottandi, þegar Julien þusti inn, kafrjóður og hneykslaður á svip. Hann kallaði til tengdaforeldra sinna, um leið og hann kom í dyrnar, án þess að skeyta hót um nærveru Jeanne: „Eruð þið gengin af göflun- um að láta ykkur detta í hug að fleygja tuttugu þúsundum franka í stelpuna þá arna?“ Enginn svaraði, þar sem þau voru orðlaus af undrun. Hann hélt áfram, beljandi af reiði. — „Hvernig getur nokkur látið sér detta aðra eins heimsku í hug? Ætlið þið að setja okkur á höf- uðið?“ Baróninn, sem var farinn að ná sér eftir fyrstu undrunina, reyndi að þagga niður í honum: „Hægan nú! Minnstu þess, að þú talar í návist eiginkonu þinnar“. Julien skalf af geðshræringu. „Hvaða máli skiptir það, hún veit þetta hvort sem er. Það er verið að ræna hana með þessu“. Jeanne leit ringluð á hann og skildi hvorki upp né niður i neinu. „Hvað í ósköpunum er að?“ stamaði hún. Julien beindi máli sínu til hennar, til þess að fá hana á sitt band, þar sem um sameiginlega hagsmuni væri að ræða. Hann sagði henni í fám orðum frá ráða gerðinni um að gifta Rosalie og gefa henni Barville landareign- ina í heimanmund. „Foreldrar þínir eru geggjaðir, væna mín, nægilega geggjaðir til þess að réttast væri að svipta þau öllum ráðum!“ sagði hann. „Tuttugu þúsund frankar! Tuttugu þúsund frankar handa lausaleikskróa!" Jeanne hlustaði á hann án nokkurrar geðshræringar. Hún undraðist sjálf rósemi sína, en henni stóð nú orðið á sama um allt annað en bam sitt. Baróninn var að rifna úr vonzku, en honum varð orðfall í fyrstu. Að lokum stappaði hann niður fætinum og hreytti út úr sér: „Hugsaðu um hvað þú ert að segja, þar er blátt áfram við- urstyggilegt að heyra til þín. — Hver á sök á því, að við verðum að gefa þessari vesalings stúlku heimanmund? Hver á bamið? Þú lætur þér í léttu rúmi liggja, hvað um það verður!" Julien starði á baróninn, stein- hissa á reiði hans. Hann hélt síð- an áfram, rólegri en fyrr: „Fimmtán hundruð frankar hefðu nægt“, sagði hann. „Þær eiga allar krakka, áður en þær gifta sig. Það skiptir engu máli, hver á króann. í stað þess að fleygja frá þér tuttugu þúsund frönkum og gera með því kunn- ugt, hver hlut ætti að máli, hefð irðu átt að hugsa um mannorð okkar og stöðu út á við“. Hann talaði af alvöruþunga, eins og sá sem valdið hefur og veit, að hann hefur rök að mæla. Baróninn stóð og glápti, stein- hissa á þeirri stefnu, sem umræð urnar höfðu tekið. Julien sætti færis og hélt áfram. „Til allrar hamingju hefur ekki verið geng ið endanlega frá neinu. Ég þekki unga manninn, serh ætlar að kvænast henni. Hann er heiðar- legur náungi, og það er eflaust hægt að komast að hagkvæmu samkomulagi við hann. Ég mun taka málið í mínar hendur". Hann hraðaði sér samstundis út, þar sem hann óttaðist fram- hald viðræðnanna, ánægður yfir að hafa haft síðasta orðið. Hann taldi það sönnun þess, að þau væru skoðunum hans samþykk. Um leið og hann var kominn út úr herberginu, hrópaði barón inn upp yfir sig: „Nei, nú þykir mér týra! Sá lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna!" Jeanne varð litið á föður sinn, og er hún sá aulalegan undrunar- svipinn á andliti hans, rak hún upp hvellan, skæran hlátur eins og svo oft fyrr á árum, þegar hún henti gaman að einhverju. „Pabbi“, sagði hún. „Heyrðirðu vanþóknunina í rödd hans, þeg- ar hann sagði: „Ttuttugu þúsund franka“?“ Móðir hennar, sem var jafn- fljót til að hlæja og gráta, tók undir hlátur dóttur sinnar. Hún rak upp hlátursroku, þegar hún minntist reiðisvips tengdasonar sins og þeirrar vanþóknunar, sem hafði lýst sér í orðum hans, þegar hann mótmælti því, að stúlkan, sem hann hafði dregið á tálar, fengi þessa fjárupphæð, þótt hún væri alls ekki af hans fé tekin. Hún hló, þar til tárin komu fram í augu hennar. Bar- óninn hreifst einnig með, og brátt veltust þau öll þrjú um af hlátri, eins og þau höfðu oft gert á hinum gömlu og góðu dögum. Þegar þau voru hætt að hlæja, sagði Jeanne: „Það er undarlegt, að þetta skuli ekki hafa meiri áhrif á mig. Ég lít hann nú sömu augum og væri hann mér óvið- komandi. Ég skynja alls ekki, að hann sé eiginmaður minn. Eins og þið sjáið, get ég hlegið að — skorti hans á siðferðiskennd". Án þess að vita hvers vegna, féllust þau öll þrjú í faðma, bros andi og hamingjusöm. Tveim dögum síðar, að lokn- Skáldið ocj mamma lítla 1) Nei, það getur ekki ver- ið, að ég hafi nokkru sinni verið með slíkar fullyrðing- ar.... 2) Maður verður að viður- kenna það, að framfarirnar verða ekki stöðvaðar.... 3) .... og ef tir miklar vangaveltur hef ég tekið fyrri afstöðu til endurskoðunar.... 4) .... svo að við kaupum þá sjónvarpstæki á morgun! Sam, gamli þrjótur, það gleður | Sæl, Jóna og Markús, komið i Seinna. ínig að sjá þig! I innfyrir. Hinir gestirnir koma Anna ég held að þfl hafir boíf Sömuleiðis Anna. fljótlega. ‘ ið mér hingað til að reyua að fá mig tfl að hætta við frumvarp ið um Háu Skóga! Að þú skulir láta þér detta þetta í hug, Sam. um morgunverði, þegar Julien var riðinn út á hesti sínum, stökk ungur, þreklegur maður, á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fimm ára, yfir hliðið, eins og hann hefði beðið eftir þessu tækifæri allan morguninn. Hann var í nýrri, blárri skyrtu með víðum ermum. Hann gekk meðfram húsinu og nálgaðist gætilega þau baroninn og konu hans, sem sátu undir platanviðar trénu. Hann tók ofan og hneigði sig vandræðalega: „Yðar til þénustu reiðubúinn, Monsieur le Barón og Madame“. Þegar enginn svar aði, bætti hann við: „Það er ég, ég er Desiré Lecocq“. „Hvert er erindi þitt?“ sagði baróninn, þar sem hann kannað- ist ekki við nafnið. Ungi maðurinn fór auðsjáan- lega hjá sér yfir að þurfa að gefa nánari skýringar varðandi sjálfan sig. Lann horfði vand- ræðalega, ýmist á húfuna, sem hann hélt á milli handanna eða upp á húsþakið. „Presturinn sagði mér frá þessu í upphafi .... “ stamaði hann, en þagnaði síðan eins og hann óttaðist, að hann myndi segja of mikið og skaða eigin málstað. Hann lækkaði síðan róminn og ruddi úr sér orðunum: „Þetta varðar þjónustustúlkuna yðar — Rosalie —“ Jeanne, sem hafði getið sér þess til, hvað í vændum væri, var staðin upp með barnið í fang inu og lögð af stað heim að hús- inu. „Komið nær“, sagði baróninn og benti á stólinn, sem dóttir hans var nýstaðin upp úr. Sveita pilturinn þakkaði fyrir og sett- ist. Síðan leið góð stund, án þess að hann segði nokkuð. Loks tókst honum að safna nægum kjarki til að hefja samtalið. Hann leit upp í himininn. „Það er sannarlega gott veður í dag með tilliti til árstíma. En jarðvegurinn hefur auðvitað ekk ert gagn af því, þar sem fræinu hefur þegar verið sáð“. Að svo mæltu þagnaði hann aftur. Baróninn var að missa þolin- mæðina. Hann sneri sér því beint að efninu. „Ert þú sá, sem ætlar að kvæn ast Rosalie?" Maðurinn ókyrrðist lítið eitt og vildi sýnilega fara hægt í sak- irnar. Hann svaraði með nokkru meiri ákefð, og jafnframt vott- aði fyrir þrjózku í röddinni: — „Það er undir ýmsu kemið, ef til vill og ef til vill ekki — það velt ur á ýmsu“. Baróninn var orðinn reiður á undanbrögðum hans og hrópaði reiðilega: „Fjandinn hafi það, geturðu ekki svarað hreinskilnis- lega! Komstu hingað til að vera með sífelldar vífillengjur? Svar- aðu já eða nei! Ætlarðu að kvænast henni? Já eða nei?“ Pilturinn starði ringlaður nið- ur á tærnar á sér: „Ef málinu er háttað eins og presturinn sagði ætla ég að eiga hana, en ég vil aiíltvarpiö Laugardagur 9 .apríl. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfiml. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttlr 16.30 Veðurfregnir. — Harmoniku- þáttur (Högni Jónsson). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Olokna bréfið“ eftir Valerí Osipovi; I. (Pétur Sumarliðason, kennari þýðir og les). 18.55 Frægir söngvarar: Lauritz Melch ior syngur lög eftir Wenner- berg, Verdi og Wagner. — 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Hlnn ómótstæðilegi Leopold4' eftir Jean Sarment í þýðingu Helga J. Halldórssonar cand. mag. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.