Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 14
14 MORGUNfíLAÐIÐ Laugardagur 9. apríl 1960 Barn tveggja tíma Nokkur orð um skáldskcp Jóns Dan l. sinni við hennar græðslu- og Stapanum geti bjargað honum [gróðariðju. Eftir Guðmund Gíslason Hagalín i. JÖN DAN var meira en fertugur, þegar fyrsta bók hans, smá- sagnasafnið Þytur um nótt, kom út, en það var árið 1956. Sög- urnar í þessu safni voru all- breytilegar að efni, misjafnar að stíl, hugblæ og listrænni hnit- miðun, sögur eins og Blautu engjarnar í Brokey, Álfur, Kaup- verð gæfunnar, Hin eilífa bar- átta og Andóf í þraut. En Jón mun hafa hneigzt snemma til skáldskapar, tekið ungur að lesa margvíslegar bókmenntir, inn- lendar og erlendar, velt fyrir sér ýmsum viðfangsefnum til list- raennar formunar og reynt að ná tökum á fleiri en einni gerð skáldskapar. Hvað var það svo, sem dvaldi hann? Ég hygg að þeim, sem þekkja til uppruna hans og æsku, megi vera þetta auðsætt af þeim sögum eftir hann, sem birtar hafa verið, síð- an Þytur um nótt kom út, en þær eru Sjávarföll, 1958, og Tvær bandingjasögur, 1960, Nótt í Blæng og Bréf að austan — báðar bækurnar gefnar út sem mánaðarbækur Almenna bóka- félagsins. Jón er fæddur suður með sjó á Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd, fluttist ungur til Reykjavíkur, en var á sumrin í sveit. í höfuðstaðnum kynntist hann á krepputímum erfiðu lífi atvinnulítilla verkamanna og hugsunarhætti þeirra, frekar fá- tæklegum skemmtunum bæjar- búa, fáskrúðugu bókmennta- og listalífí og vaxandi, en þó engan veginn hraðaukinni tækni, og fann ekki það misræmi milli bæjar og sveitar við sjávarsíðu, að það kæmi róti á hugsanir hans og tilfinningar og yrði hon- um áleitið viðfangsefni. En þegar hann er rúmlega tví- tugur, lífsviðhorf hans eru að mótast í deiglu reynslu, sem hvergi rís ýkja hátt, hvergi ligg- ur sérlega djúpt og á sér nokkurn veginn traust tengsli við sögu og lífsmenningu þjóðarinnar aftur í aldir, þrátt fyrir verulegar, en ekki óðfara umskipti, skellur yf- ir ísland flóðalda hernáms, verð- breytinga, peninga, gróðafíknar, margþætts og að ýmsu framand- legs óhófs- og skemmtanalífs, lífstjáningar á máli filmlyga og soramengaðra æsirita — og loks alda tröllaukinnar og margslung- innar tækni, sem breytir atvinnu lífi, samgöngum, húsakosti og lífsþægindum þjóðarinnar svo mjög á skammri stund, að líkast er sjónhverfingum. Hömlur vel- sæmis naumra lífskosta losna, og jafnvel stíflur aldagamalla sið- gæðishugmynda springa; rætur fornar tryggðar slitna — eins og þegar vélskóflan ameriska slítur rætur gróðrartorfunnar í Vogastapa — og einstök býli og jafnvel heilar sveitir, sem fram- fleytt hafa á fjórða tug íslenzkra kynslóða, fara í eyði. Mat verð- mæta gerbreytist eða hverfur með öllu — og yfirleitt öll við- miðun raskast, því að allt, innra sem ytra, er sem hverfist kefli. 2. Þrátt fyrir viðkvæman skáld- hug og rómantíska drauma veit- ist Jóni Dan engan veginn örð- ugt að standa af sér þessa flóð- öldu. Hann stendur öruggur á stapa eðlisábyrgrar skapgerðar, sem treyst er hófsömu uppeldi, nægjusömu lífi og marrkvissri menningarviðieitni, en samt sem áður hefur flóðaldan mikla og allt það margvíslega rask, sem hún veldur, djúptæk og örlög- þrungin áhrif á vitsmunalíf hans, tilfinningar og imyndunarafl. Hann sér allt hið gamla riða og flest af því falla, hann sér hina hæglátu og tiltölulega öruggu þróun rofna, innra sem ytra, sér ekki aðeins ungt fólk, heldur líka aldrað beinlinis töfrast af æsi- hraða og iðuhvirflum flóðsins, en einnig æskumenn berjast meira og minna meðvitað gegn straumn um og leita sér fótfestu til við- náms .... Og nú verður honum túnið, gróðrartorfan í Stapanum, ímynd þess gróandi lífs, sem veitti kynslóðunum þrótt til and- ófs gegn eyðingaröflum kúgunar og krappra kjara og jafnvel orku og dug til hægrar, en öruggrar framvindu. Og honum virðist að enn sé það svo, að það eitt geti bjargað, en hins vegar lokar hann ekki augunum fyrir því, að til var líka baráttan á þúfunni í fenjamýrinni, barátta, sem var svo hörð og sneið svo þröngan stakk, að hún fóstraði lágkúru- legt fólk, eigingjarnt, þröngsýnt og harðbrjósta .... Að styrjöld- inni lokinni ber síðan yfir ísland nýjan og ógnþrunginn vanda allrar veraldar, hættuna af atóm- og vetnissprengjum. Hún vekur ekki aðeins ábyrgum æskumönn- um ugg og óvissu um framtíðina og hvetur þá til að lifa lífinu villt, eins og berklasjúklingurinn hér áður fyrrum, þegar hann vissi mest líkindi þess, að hann ætti skammt ólifað, heldur verður skálkaskjól veiklyndrar og ástríðuþyrst: :r æsku til óá- byrgs lífs í nautn og frygð .... En — gafst það upp fólkið á Hjalla og á Giljum hér fyrr á öldum, þegar öryggisleysið var oft og tíðum slíkt, að fár gat frekar við því búizt í haust, að hann yrði á lífi að hausti? Verð- ur ekki sérhver að vera ábyrgur fyrir sér og sinum, hvort sem honum á að verða auðið að lifa eitt, tvö ár til viðbótar eða til hárrar elli? Kaupir sig nokkur fri, þegar kallið kemur? Túlkun hins nýja og æsilega og um margt ægilega veruleika knýr meir og meir á, víkur æ meir á bug gömlum hugðar- og viðfangsefnum, en Jón er þegar orðinn það listrænt þroskaður, að hann gerir sér grein fyrir því, að túlkunin krefst sérstæðs forms sem sé í samræmi við háttfall hins nýja veruleika, forms, sem gefi færi á að sýna ekki að- eins einstök og einangruð atriði, heldur táknræna heild, heim í hnotskurn. En hvernig má takast að finna það form? Skáld- ið óar við þeim vanda, sem bíður hans á þessum vettvangi. Hann hikar — og svo þreifar hann fyrir sér, tekur gömul hugð arefni, handleikur þau, mótar þau og fágar, grípur einstök sprek, sem flóðaldan mikla hefur fleygt upp í hamra stapans, og telgir þau til. Hann virðir fyrir sér árangurinn, gefur öðrum kost á því í Þytur um nótt, hlust- ar á hvað þeir segja — er í raun- inni farið eins og manni, sem kastar spýtum í straumþunga og grugguga elfu, sem hann verður að vaða, og segir við þá, sem hjá standa: hvernig lízt ykkur á þetta, piltar? — en leggur síðan frá landi og svo verður þá fyrst til raunar ekki fullsmíðuð sagan Bréf að austan. 3. Vandi þess lífs, sem lýsa skal, er flókinn og torræður. Þess vegna fer vel á að .vikja ekki beint að sjálfri atburðarás sög- unnar, heldur varpa yfir hana dul og eftirvæntingu, svo að les- andinn spyrji: hvert er skáldið að fara? — og bregða þegar upp þeim stílblæ, sem á að einkenna heildina, svip æsikennds óræðis og stuttra, hálfyrtra tilsvara, sér kenna lífs, sem er á hverfanda hveli og öll afstaða til þess ó- jafnvæg eða hikbundin, — en að öðrum þræði blæ öreyminnar og ljóðrænnar stemningar, sem skír- skotar til brothætts lífsdraums viðkvæms og misþyrmds æsku- manns. Þegar svo kemur að sög- unni sjálfri, krefjast heildaráhrif hennar þess, að inn í stuttar frá sagnir æsikenndra atburða sé stundum bætt eða við þær skeytt bréfköflum, sem gefi í skyn örlögþrungin áhrif atburð- anna á opna kviku þess unga manns, sem á flóttanum undan minningum illrar bernsku leitar 4. Sjávarföll mun næst að aldri þessara þriggja sagna. Þar not- ar höfundurinn aðra sögutækni, þó að hann láti raunar — eins og í Bréfi að austan — ólgu og æsilíf styrjaldar — og hersetuafleiðinga speglast í stíln- um, atburðarásinni og gerð per- sónanna. Hann tekur þár upp söguþráðinn, sem aðalpersónan sprengir af sér fjötra og athurðir gerast, sem vart hefðu verið hugsanlegir í þann tíð, sem flóð. um ófyrirsj áanlega framtíð—eins og föðurleifð konu Óla Finns í Bréfi að austan leysir allan hans vanda. Það geta ekki allir flúið á náðir moldarinnar og fundið þar fullnægingu — flestir verða að leita vandfundari og vandrat aðri leiða, þegar þeir hlýða þeirri hvöt sinni að freista þjónustu við öfl lífsins. Og loks er sagan gædd einhverjum í senn hrjúf- um og barnslega mildum töfrum, sem mundu eiga rót sína í hinum hrópandi andstæðum, annars vegar villimennsku Stóruvíkur- hyskisins, hins vegar einlægri, aldan mikla hafði ekki sprengt jen hálfráðþrota og vanmegna hurðalokur'hófsemi og velsæmis I lí^rú og hjartahlýju fólksins á og hrundið upp dyrum ástríðna Hjalla. og fýsna. Síðan rekur hver æsi- Jón Dan sér á sviði hinnar miklu flóðöldu uppreisnar æru og manndóms, leitar sér stað,festu, sem ekki svipti hann því frelsi til gróandi lífs, sem hann finnur sig hafa öðlazt, þegar hann ungur brauzt úr ánauð og tókst þá ábyrgð á herðar að leiða sjálfur sjálfan sig. Það form, sem höfundurinn hefur valið, er vandunnið, og á því eru brotalöm, en samt sem áður hefur honum tekizt að gefa sögunni sérstæðan svip, sam- ræmdan því efni, sem um er fjallað, og svo eftirminnilegan, að hvaða athugasemdir sem rýninn, en næmur og vökull les- andi kann að gera við eitt og ann- að að lestri loknum, verður hann þess vís, að þessi svipur gleym- ist honum ekki, en minnir á sig við og við og vekur til íhug- unar eins og fengin reynsla. Við persónurnar í sögunni legg ur höfundurinn mjög misjafna rækt, en sumar þeirra eru full- trúar manngerða og ákveðinnar lífsafstöðu. Lífrænastar eru sjálf ur Óli Finnur, fólkið á Þúfu, fulltrúar lágkúru og næstum ó- mennsks kotungsháttar gamalla neyðartíma, og öldungurinn áGilj um, ímynd trúarinnar á gróandi og græðandi öfl moldarinnar. Hins vegar eru kaupmannshjónin fyrst og fremst persónugervingar þess, sem höfundurinn ekki að- eins fyrirlítur, heldur hatar, hóf- lausrar fégræðgi, hégómagirni og fjandskapar við sjálft lífsundrið, en sem slík afskræmi eru þau sýnd af miskunnarlausri og hár- beittri hnitmiðun. í þessari sögu finnur aðalper- sónan, hinn kvikusári, mistíguli Óli Finnur, staðfestu á föður- leifð konu sinnar. Jörðin gefur honum fyrirheit um, að börn hans fái að leika sér í grasi með öðru gróandi ung- viði, njóta sólar og vor- ilms og vaxa sjálf án þess að varg ar ófrjórrar gróðahyggju og stein geldrar hispursmennsku geti þar við þeim amazt — og hann lofar þessari jörð í staðinn þjónustu bylurinn annan á einu og sama dægri, á milli þeirra þó skotið slotum fjölskyldu- og ástalífs, sem gætt er Ijúfum og stundum rómantískum sætleika, þrátt fyr- ir það, þótt einmitt þar komi fram í samtölum og ráðleysis- legum og svo sem fálmkenndum athöfnum persónanna harmrænn bakgrunnur hinna hömlulausu atburða þessa dægurs. Hrynjandi stílsins er ýmist andknappt stutt- ur eða seimdrægt lotulangur, táknrænn upp á mál og athafnir fólks, sem veit sér hvorki veg né stíg, og persónulýsingarnar eru dregnar fáum dráttum, sumum alldjúpum og einkennandi, öðr- um nokkuð óljósum, enda per- sónurnar yfirleitt fulltrúar sam- tíðar, sem sýna skal til gagnrýni og vamaðar. Þorri er æsku- maðurinn, sem hömlulaus flagð- kona fýsnanna hefur veitt í net sitt og síðan gæddur orku ungs dýrs sekkur manndómi sínum og hvöt sinni til frelsis í hyl ó- mennskrar frygðar, en slítur annað veifið möskvana — og ioks endanlega, — og vill lifa lífinu í ábyrgð og njóta mennskrar ást- ar. Sæunn er persónugerð þeirrar heiltæku, ófrjóu og eyðandi fýsnar, sem ekki dýrin, heldur einungis manneskjan, gædd ímyndunarafli, markvísum vilja og hnitmiðun hugsunar, getur hjá sér tendrað og viðhaldið; faðir Sæunnar og bræður eru fulltrúar þeirrar fégræðgi, sem á sér engan mennskan tilgang og víkur til hliðar öllu mann- legu siðgæði, svo að sá, sem henni er haldinn, verður lík- astur tígrisdýrinu, sem komizt hefur á að vera mannæta. Hálf- gildings fávitinn er ímynd þeirr- ar ranghverfu mannlegs eðlis, sem kemur fram í nautn hins skefjalausa slefbera, ókindarinn- ar, sem sjálf kvalin og misþyrmd nýtur þess að ata sauri og sora allt það, sem er henni meinað, en aðra tekur sárast til. Gömlu hjónin á Hjalla túlka fornar dyggðir, fóstraðar af trúrri seiglu kynslóðanna, en Gróa er lítt mótað, frumstætt, en óspillt kven eðlið, með þess ríku þrá til að njóta ástríkis og miðla af gnægð sinni, og loks er litli drengur- inn ímynd þeirra barna, sem á- byrgðarlaust og tómlátt líf for- eldra í algleymi óhófs eða nautna sviptir skilyrðum til eðlilegs vaxtar og þroska. Það eru vankantar á þessari sögu. Hið liðna, sem birtist í sam tölum persónanna, er fullóljóst til að verða nógu djúpur bak- grunnur atburða þess dægurs, er sagan gerist á. Gróa er dregin of daufum dráttum, og sumt það, sem sögufólk er látið segja, er of áberandi túlkun þess, sem höfundurinn sjálfúr vill koma að. 5. Yngsta sagan er Nótt í Blæng. Hún heitir nafni, sem alls ekki er réttnefni, þrátt fyrir þau raun ar veiku rök, sem að því liggja í frásögninni. Það segir almenn- um lesanda ekkert og hefur held ur ekki neina táknræna þýð- ingu í augum þeirra, sem vita, hvað orðið Blængur merkir. — Nafnið verkar hins vegar af- káralega og mundi hafa spillt sölu á sögunni, ef hún hefði verið gefin út sem sérstök bók, en þannig hefði hún sómt sér vel, því hún er bezt gerð þess- aar sagna og sýnir, að Jón Dan hefur nú skrifað það af sér, sem dvaldi hann. En þrátt fyrir þetta er sagan engan veginn óhagleg eða óskáld leg. Speglun tímanna tákna í stíl, söguformi og persónu- og at- burðalýsingum verður hugstæð- og sterk og virk eðliseinkenni höfundarins, að öðrum þræði djúptækt raunsæi en að hinum bjarmandi lífsást og lífstrú, auka henni áhrifavald, en þessir eigin leikar koma ekki sízt fram í sögu lok. Aðalsögumaðurinn sleppur /ekki svo vel, að gróðrartorfan í I Höfundurinn byrjar á því að vekja ugg og eftirvæntingu hjá lesandanum, svo að hann spyr: hvað og hvernig? Síðan hefst sjálf sagan, sem sögð er af manni, sem fylgzt hefur með rás atburð anna og tekið nokkurn þátt í þeim eða heyrt frá þeim sagt sem trúnaðarmaður þess, er kem ur mest yið sögu. Og atburða- rásin er spanþung og rismikil. Þar láta ekki til sín taka nein annarleg öfl eða sjónarmið, held ur vindur öllu fram eftir eðlis- og skapgerðarrökum persónanna sjálfra. Höfundurinn lýsir þeim hvergi með eigin orðum, en ies- andinn kynnist þeim af athöfnum þeirra og tilsvörum. Að þessu leyti og raunar gerð persónanna og þeim öflum sálarlífsins, sem þarna gætir mest, er sagan mjög í ætt við íslendingasögur. Miðdepill frásagnarinnar er hinn viðkvæmi og skapmikli Hrafn Ketilsson, sem er að eðlis- gerð þróttmikið karlmenni og góður drengur, en ömurlegar að- stæðúr hafa meinað að njóta í bernsku og æsku jafnvægs og heilbrigðs skapgerðarþroska. Móð ir hans deyr, þegar hann fæðist, faðir hans sýnir honum tómlæti og frænka hans og fóstra kulda og jafnvel óvild, því að þau hyggja hann getinn í meinum. Viðkvæmt eðli hans verður enn sárara af þessum sökum, hið stóra skap skortir eðlilegar höml ur, og þrá hans til ástríkis og lífs- nautnar verður ákafari en ella. Faðirinn deyr úr slagi, þegar drengurinn er tólf ára, og fimm árum síðar fer á sama veg um eldri bróður hans. Því er það, að þá er annar bróðirinn, einungis 26 ára. gamall, deyr af sömu or- sökum, hefur. Hrafn fyllstu ástæðu til að ætla, að hann eigi skammt ólifað, þótt hann sé að- eins tuttugu og tveggja ára og hreystiskrokkur, sem kenni sér einskis meins, enda verður hann þess vís, að sú er illa eða alls ekki dulin ætlun allra. Dauða- uggurinn grípur hann ægitökum og blæs að glóðum lífsþorsta og lítt fullnægðri þrá til ástríkis, og þá er unnusta Hrafns bregzt hon um, þorir ekki að leggja líf sitt í hendur manns, sem dauðinn hefur merkt sér rúmlega tvítug- an, verður uggurinn að angist, og vágustur úr veröld illra ör- laganoma blæs svo í elda lífs- þrár og ástríðna, að þeir verða að báli. Hrafn glatar öllu sínu jafnvægi, treður ýmist eldinn eirðarlaus og móðlaus eða slöngv ar um sig bröndum úr bálinu. Úr þeim toga gerðar og skapa Hrafns, sem nú hefur verið lýst, Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.