Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. aprfl 1960 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Spáð í spilin á Genfar~ráðsiefnunni Siglingaríkin eru í klípu Encgin tillega hefur von um % hluta atkvæða Eftir Þorstein Thorarensen. Genf, 3. apríl. ÞEGAR hlé varð á landhelgis- ráðstefnunni um þessa helgi, höfðu fulltrúar 41 ríkis af 88, sem ráðstefnuna sitja, lokið við að flytja framsöguræður sínar. Þar sem ráðgert er að atkvæða- greiðsla í nefndinni hefjist í miðri viku, virðist varla tími fyrir alla að tala, nema fundir verði lengdir, eða atkvæða- greiðslu frestað, en fundir hafa yfirleitt staðið kl. 10,30—13,00 og kl. 15—17,30. Það má þó allt- af gera ráð fyrir að um miðja viku hafi um eða yfir 60 komizt að til að tala. Stöðugar endurtekningar Eins og ég hef skýrt frá í skeytum heim, eru þessar mörgu ræður nú mikið farnar að verða endurtekning hver á ann- arri. Verja ræðumenn ótrúlega miklum tíma og fyrirhöfn í að skýra út hver fyrir öðrum hvað hafi gerzt á síðustu ráðstefnu og endurtaka sömu rökin, annað- hvort með eða móti 12 mílna landhelgi, 6 plús 6 reglunni, fyr- ir eða gegn snögglegum réttind- um o. s. frv. Enn er haldið áfram að deila um hvað laganefnd Sameinuðu þjóðanna hafi meint þegar hún sagði, að landhelgi mætti ekki vera meira en tólf sjómílur. Einu afbrigðin frá þessum sífelldu endurtekning- um eru að fulltrúarnir skýra frá aðstæðum i,anda sinna og hags- munum. Ræða íslenzka fulltrú- ans var ef til vill áheyrilegri og áhrifaríkari en flestar aðrar, af því að henni var að langmestu leyti varið til að skýra frá sér- stöðu Islendinga og þeim átökum sem orðið hafa við Breta. Allar framsöguræður í heild- arnefndinni byrja eins: Ræðu- maður óskar Correa, - formanni nefndarinnar, Max Sörensen, varaformanni, og Glaser, ritara nefndarinnar, til hamingju með að þeir skuli hafa verið kosnir í þessi embætti, og lýsa því yfir, að svo hafi orðið eingöngu vegna þess hve þeir eru hæfir í starfið og miklir merkismenn í hvívetna. Finnst mér þessar hamingjuóskir nokkuð hjákát- legar, þegar þess er gætt að liðið er hátt á þriðju viku frá því þeir voru kosnir. Búast má við því að þessar hamingjuóskir haldi áfram í garð Wan prins, þegar umræður hefjast svo á allsherjarfundunum. „Einlægar" óskir um að árangur náist Eftir að haming j uóskunum lýkur, ganga langfiestar ræðurn ar í sömu hjólförin, að lýsa yfir einlægri ósk og von um að ein- hver árangur náist á ráðstefn- unni. Eru þau að verða mörg hin fögru orð, sem um þetta hafa fallið er menn strengja þess heit, að láta nú ekki fara eins og á síðustu ráðstefnu, að þeir fari heim að óleystu höfuðvanda málinu. Herða menn á þessum yfirlýsingum með því að segja, að nokkur árangur hafi að vísu náðst á síðustu ráðstefnu, en svo kunni að fara að sá árangur verði að engu og engir alþjóða- sáttmálar verði samþykktir, þegar á vantar samkomulag um stærð landhelgi og fiskveiðilög- sögu. Hrópa menn yfir salinn yfirlýsingar um að slíkt yrði ráð stefnunni hin mesta hneysa, enda ekki sjáanleg nein von um að þriðja ráðstefnan verði þá kölluð saman. Afleiðingin verði algert stjórnleysi og lagaleysi á höfunum, og þar með í land- helgismálunum. 1 fyrstu hneigðust menn að því að trúa þessum fögru yfir- lýsingum, sem virtust í einlægni frambornar. Menn töluðu líka um það, að sterkur vilji væri til samkomulags, enda hefði nú gefizt tveggja ára frestur til að hugleiða málin og samræma sjónarmiðin. Enn er þó eftir að sjá, hvað á bak við býr. Hinn 1. apríl kom til smávegis orðahnippinga milli fulltrúa Arabaríkisins Jórdaníu og full- trúa ísraels. Sagði sá síðar- nefndi að fulitrúi Jórdaníu væri að gera sig að apríl-fífli með því að koma með fáránlegar yfir- lýsingar um að hafnarborgirnar Jaffa, Accra og Haifa í ísrael tilheyrðu Jórdaníu. Vonandi verður ekki hægt að segja það sama um ráðstefnuna í heild, að hún verði apríl-gabb. Spilin eru 88 Það er að vísu mjög vanda- samt og flókið að spá nákvæm- lega um úrslit ráðstefnunnar og hinna ýmsu atkvæðagreiðslna, sem fram munu fara í ráðstefnu- lok. Það er eins og að spá í spil, eða spila bridge vísindalega. — Kannski hefði verið snjallast að hafa einhverja góða bridge- meistara við hendina til að reikna út sagnir og alla mögu- leika. Munurinn á bridge og ráð- stefnunni er kannski helzt sá, að í bridge eru spilin 52 en hér eru þau eða fulltrúarnir 88. Og hér eru öll spilin jafnsterk, hvert ríki hefur aðeins eitt atkvæði. Og er ráðstefnan þá þessu flóknari og erfiðari úr- lausnar en bridgeð. Fjórar blakkir Löndin á ráðstefnunni skipt- ast nokkuð niður í vissar blakk- ir eftir hinum ýmsu hagsmun- um. Þeim má líkja við spila- tegundirnar. Ein þessara blakka eru þær þjóðir sem stunda veru- legar veiðar við strendur ann- arra landa. I henni eru Bretar og ýmsar þjóðir Vestur-Evrópu, Bandaríkjamenn, eyjarnar í Karibíska hafinu og Japanir, og fylgja þeim síðan flest hin land- lokuðu ríki og smáríki, sem í rauninni er furðulegt að skuli sitja hér eins og San Marino, Mónakó og Páfaríkið. Önnur blokkin eru strandríki, sem vilja losna við ágang ann- arra. Hún er í rauninni ekki mjög stór, en í henni eru lönd eins og ísland, Kanada, Mexíkó, Kórea, Marokkó o. fl. Þriðja blokkin eru svo Rúss- ar og leppríki þeirra og Araba- ríkin, sem vilja ekkert nema 12 mílna landhelgi og ráða fyrst og fremst hernaðarsjónarmið. Fjórða blokkin eru lönd eins og Indland, Burma, Indónesía og Filippseyjar með ýmiss konar sérstöðu og oft mjög erfitt að skilja við hvað er miðað. 1 þess- um hópi eru líka ýmis Suður- Ameríku-ríki, en þau eru hér miklu frekar vegna augsýni- legra fiskihagsmuna. Síðasta ráðstefna rifjuð upp Mér virðist það geta gefið nokkra innsýn í atkyæðahlutföll in að athuga eina úrslita- atkvæðagreiðslu frá síðustu Genfar-ráðstefnu og vel ég til þess loka-atkvæðagreiðsluna um bandarísku tillöguna (6 plús 6 mínus 6), en við hana virðist mér, að Bandaríkjamenn hafi verið búnir að þrautreyna og þurausa eða plægja alla mögu- Ieika á stuðningi og virðist mér að sá stuðningur hafi heldur þorrið síðan (t. d. Noregur). — Raða ég löndunum nokkuð eftir blokkum og vona ég að það verði auðskiljanlegra þannig. Með bandarísku tillögunni voru 46, móti henni 33, en 7 sátu hjá eða voru fjarverandj. Með henni voru þessi lönd: Bretland, Belgía, Danmörk, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Grikkland, Irland, Italía, Hol- land, Noregur, Portúgal, Spánn, Tyrkland, Austurríki, Páfaríkið, Luxemborg, Mónakó, San Mar- inó, Svíþjóð, Sviss, Bolivía, Paraguay, Bandaríkin, Kúba, Dóminikanska lýðveldið, Haiti, Honduras, Nikaragua, Brasilía, Astralía, Nýja-Sjáland, Suður- Afríka, Ghana, Líbería, Kína (Formósa), Viet Nam, Kamb- odja, Laos, Malaja, Síam, Ind- land, Ceylon, Pakistan, Persía, Jemen og ísrael. Móti henni voru þessi riki: Kanada, ísland, Jórdanía, Líbanon, Líbya, Marokkó, Saudi Arabía, Túnis, Arabalýðveldið, Burma, Indónesía, Kórea, Arg- entína, Chile, Kolumbía, Ekva- dor, E1 Salvador, Guatemala, Mexíkó, Panama, Perú, Úru- guay, Venezúela, Rússland, Hvíta-Rússland, Úkraína, Al- banía, Búlgaría, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Pólland, Rúmen- ía og Júgóslavía. Hjá sátu eða voru fjarverandi: Afganistan, Costa Rica, Finn- land, írak, Japan, Nepal og Fil- ippseyjar. Þröskuldur í vegi Það athyglisverðasta við þessi úrslit var að 33 ríki stóðu fast og ákveðið á móti bandarísku tillögunni. Til þess að hún hefði átt fram að ganga hefði hún þurft hvorki meira né minna en 66 meðatkvæði, sem voru að sjálfsögðu ekki til á ráðstefn- unni. Bandaríska tillagan núna á e. t. v. ennþá erfiðara uppdráttar. Það virðist ljóst, að nokkur ríki, sem studdu hana á síðustu ráð- stefnu, séu nú orðin á móti henni, eins og Noregur, Dan- mörk, Indland, Ghana, Kamb- odja og auk þess eru komin ný ríki á ráðstefnuna, sem eru á móti henni, eins og Gínea og Súdan. Það virðist því ljóst, að andstæðingar bandarísku tillög- unnar séu orðnir nálægt 40, en ekki þarf nema 29 mótatkvæði til að koma í veg fyrir % hluta samþykkt — og færri en það, því að alltaf sitja einhverjir hjá eða eru fjarverandi. Kanadíska tillagan hefur i fyrstu atrennu ennþá minni von- ir. Því að gegn henni standa hin mörgu Vestur-Evrópu-lönd og fiskveiðilönd í ýmsum hlutum heims og önnur brezk samveldis- lönd, eins og Ástralía, Nýja-Sjá- land og Suður-Afríka. Hún virð- ist hafa alveg örugg um 30 mót- atkvæði. Á siðustu ráðstefnu sátu kommúnistaríkin hjá við atkvæðagreiðslu um hana, lík- lega vegna þess, að þeir vissu að hún myndi ekki ná fram að ganga. Ef einhver von væri um það, væru þau vís að greiða at- kvæði gegn henni. Þannig hefur kanadíska tillag- an ekki í byrjun miklar líkur með sér. Þó mun ég hér í lok greinarinnar koma að því, að sérstök atvik geta valdið því, að undir lokin verði hún e. t. v. eina tillagan, sem hægt verður að ná meirihluta fyrir, ef allt annað brestur. HÖFN Hornafirði, 4. apríl. — Síðastliðinn miðvikudag kom upp eldur í Mb. Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði, er hann var í róðri. Skipshöfn var öll við vinnu á dekki og varð ekki eldsins vör fyrr en um seinan og var allur lúkarinn þá alelda, stiginn brunn inn og miklar skemmdir orðnar. Tjórn varð á fatnaði háseta og öðru, en eldinn tókst hásetunum að slökkva af eigin rammleik Reyn^ er að gera við bátinn til bráðabirgða og hefur hann farið í róður annan hvern dag en hinn daginn er unnið við viðgerðina. Góðar gæftir — lítill afli Síðari hiuta marz mánaðar Uppsagnarfrestur? Vegna þess hve bæði banda* ríska og kanadíska tillagan virðast vera vonlausar í fyrstu atrennu, hefur sterkur orðróm- ur gengið um það á ráðstefn- unni og fær hann nú stuðning í ýmsum áttum, að fram kunni að verða sett málamiðlunartil- laga, sem takmarki hin sögulegu réttindi bandarísku tillögunnar við ákveðinn árafjölda, e. t. v. milli fimm og tuttugu ár. Þetta verði einskonar uppsagnarfrest- ur, sem fiskiþjóðirnar fái til að breyta útvegi sínum í samræmi við hinar breyttu aðstæður. — Sumir telja kánnski likur til að slík tillaga nái fram að ganga. Þó er víst, að ákveðinn hópur verður henni andvígur, fyrst og fremst Arabaríkin og Rússar, nema þeir síðarnefndu gangi inn á tillögu um að þeir haldi sinni 12 mílna landhelgi, einnig á grundvelli „sögulegs réttar“. Pressa á siglingaríkjum Og svo er það sem kannskl verður þyngst á metunum. Sum strandríkin sem vilja 6 plús 6 mílur eða 12 mílur telja sig hafa sterka aðstöðu. Þau líta sum svo á að þau þurfi ekkert að vera að binda sig eða takmarka. Þeim sé alveg sama þó ráðstefnan fari út um þúfur. Þá muni þau geta tekið sér ofur einfaldlega þá landhelgisstærð sem þeim sýnist. Hinsvegar er í þessu þófi veruleg pressa á þeim löndum, sem vilja þrönga landhelgi, vegna þess, að þau mega búast við því, að ef engin niðurstaða fæst nú, þá muni sú þróun halda áfram að landhelgi ýmissa ríkja fari víkkandi, æ fleiri taki sér 12 mílna landhelgi og jafnvei fari að brydda meir á 16 mílum. Slíkt myndu hinar miklu sigl- ingaþjóðir telja stórkostlega hættu fyrii'’ siglingar sinar og getur þá farið svo, þegar nálg- ast lok • ráðstefnunnar, að þær neyðist til, eða kjósi heldur, að fórna fiskihagsmunum sínum, bara ef hægt verður að stöðva landhelgina við sex mílur. Ég gæti því bezt trúað, að þegar fer að nálgast lok ráð- stefnunnar, fari aftur aS vænkast hagur kanadísku til- lögunnar, því að hún er e. t. v. eina leiðin til að fá nægi- legt atkvæðamagn til að tak- marka stærð sjálfrar lög- gæzlulandhelginnar við S mílar. En um leið og ég lýk þessu lauslega rabbi um horf- urnar á Genfarráðstefnunni, vil ég þó endilega taka fram, að margt annað getur auðvit- að komið fyrir og breytt gangi mála og óvarlegt að treysta um of á spádóma um úrslitin. 1 öllu þessu spili er það verkefni íslenzku fulltrúanna að fylgjast sem bezt með og velja í hvert skipti þá leið, sem er líklegust til að tryggja hagsmuni íslands sem bezt, því að engin þjóð á hér meira í húfi en íslendingar. hafa gæftir verið með ágætum, en afli aftur á móti lítill. Alls hafa borizt á land í Hornafirði á þessum tíma 922.6 lestir, en bát- arnir eru 16. Þar af hafa heima- bátarnir sjö fengið 753.5 lestir I 73 sjóferðum. Hæstur á þessu tímabili er Gissur hvíti með 164.4 lestir í sjö sjóferðum. Frá áramótum er hann einnig hæstur með 615.7 lestir í 45 sjóferðum. Næstur er Sigur- fari með 467.2 lestir í 48 sjóferð- um og þriðji er Helgi með 429.2 lestir í 48 sjóferðum. Frá áramótum er heildaraflina orðinn 2.659.2 lestir og er það um 700 lestum meira en á sama tíma 1 fyrra. Úr blaðamannastúkunni í Genf. íslenzku fréttamennirnir, Jón Magnússon og Þor- steinn Thorarensen sjást fyrir miðju. Þ. Th- Heildaroflinn 700 leslum meiri en á snmn tímn í fyrrn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.