Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 9. apríl 1960 MORCVN BLAÐIÐ Sigmundur í ,Gamla barnaskolanum’ 90 ára EINN hinna eldri borgara Reykjavikur verður níræður í dag. Eftir að hafa setið og rabb- að góða stund við hann, sagði ég: — Sigmundur, ef ég ætti að skrifa ítarlegt afmælissamtal við þig, þá myndum við vafa- lítið í sameiningu sprengja nokkur 24 síðu Mbl. Og þetta var ekki sagt til þess að sleppa við samtal við Sigmund, heldur til að undirstrika minni hans. Sigmundar, þessi níræði heiðurs- maður, var í gamla daga oft kall aður Sigmundur í Gamla barna- skólanum. Hann er Sveinsson, Suðurnesj amaður. Fór ekki á skútu Sigmundur gerðist eðlilega ungur að árum sjómaður, þar eð vagga hans stóð í Gerðum í Garði en þar fæddist hann 9. apríl 1870. Hann var á opnum áraskipum fram yfir tvítugt. Er hann hætti, eftir að hafa ver- ið happasæll formaður í nokkur ár, lá leiðin ekki á skútu, svo sem við hefði mátt búast, held- ur í land. Hann gerðist skósmið- ur. Á sumrum var hann fylgd- armaður útlendinga á ferðum þeirra um landið. í einni slíkri ferð, voru þeir með útlendinga, hann og Matthías heitinn Einars- son læknir. í 16 ár var Sigmund- ur gestgjafi í gömlu Valhöll á Þingvöllum og jafnframt bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit. 1920 gerðist hann svo húsvörð- ur í Gamla barnaskólanum og síðan hefur hann verið heimilis- fastur hér í Reykjavík. Það var einmitt í starfi húsvarðar barna- skólans, sem hann gegndi í yfir 20 ár, að hann eignaðist marga vini og kunningja hér í bænum. Vill ekki fara — en er viðbúinn — Síðan 1942 hef ég eiginlega Verið að slæpast miðað við allar þær annir, sem ég átti í starfi mínu sem húsvörður. Eigi að síð- ur hef ég alltaf haft nóg að starfa við mín hugðarefni og hef enn. Þó ég sé nú orðinn níræður vil ég ekki fara héðan alveg strax, því svo mörg eru verkefnin, sem enn eru óleyst. En ég er viðbúinn, sagði Sigmundur, hve- nær sem kallið kemur. Ég er sæll og ánægður með lífið og hlutskipti mitt og minna. Þegar maður hefur náð svo háum aldri, skiptir miklu að höfuðið er enn í góðu lagi og eg fær í flestan sjó. Dagsdaglega flækist ég víða um bæinn. Nú eyði ég 200—300 krónum á mánuði í strætisvagna ferðir, því svo víða þarf ég að koma og hitta vini og kunningja og starfa að ýmsum málum. — Eitt sinn vildir þú láta reisa litla kapellu við Aðalstræti? — Já, blessaður, það er alveg rétt. Það er ekki enn orðið að veruleika að vísu, og róðurinn er þungur. En ég get glatt mig við það að eitt af mörgum áhuga- málum er nú að rætast. Nú á að setja upp góða girðingu umhverfis hinn gamla grafreit í Laugarnesi. Þú veizt, sagði Sigmundur, að þar hvílir Hall- gerður langbrók. Kapella og Garðakirkja ___ Veizt þú hvar gröfin henn- ar er? — Þeir taka það nú ekki há- tíðlega, en ég veit það, segir Sigmundur og hlær. Svo á að gróðursetja í kirkjugarðinum og þarna verður fallegur lundur þegar fram liða stundir. Og Sigmundur sagði frá því að hann væri nú að vinna að því að láta byggja kapellu austur á Hall- Sigmundur Sveinsson ormsstað. — Sigrún, skólastj., sem stofnaði kvennaskólann þar, ætlaði að reisa þessa kapellu til minningar um mann sinn er fórst. Það eru þó nokkr- ir peningar í byggingarsjóði og ég hef mikinn áhuga á því að þessi draumur Sigrúnar megi rætast. Hún lézt fyrir allmörg- um árum. Þá hefur það mjög glatt mig að íbúar Garðahrepps vilja end- urreisa sína gömlu frægu Garðakirkju, en ég á miklar minningar tengdar við kirkjuna, því þar gekk ég að eiga mína ágætu konu, Kristínu Símonar- dóttur frá Miðey á Landeyjum. Séra Jens í Görðum, sem ég tel allra fremstan þeirra manna, sem ég hefi kynnzt á langri lífs- leið, gaf okkur saman í kirkju sinni. Okkur Sigmundi kom sam- an um það, að það væri ástæðu- laust að vera að rifja upp þær stórkostlegu breytingar, sem orðið hefðu hér á landi og í þjóðlífi síðan hann var ungur maður, jafnvel þó ekki sé lengra síðan en hann var gestgjafi á Þingvöllum og fór á 7 klst. fót- gangandi milli Þingvalla og Hafnarfjarðar. — Margir af mætustu mönnum þjóðarinnar voru og eru góð- kunningjar Sigmundar, en hann átti einnig marga vini meðal þeirra, sem minna máttu sín, en þó hafa orðið sögupersónur í sögu Rvíkur — Símon Dalaskáld var t.d. með mér í stúku. Góðir kunningjar mínir voru þeir Sæmundur á sextán skóm og Gvendur dúllari og fleiri af þess- um gamansömu og skrítnu ná- ungum, sagði Sigmundur. Og það fór ekki hjó því að ég kynntist ótölulegum fjölda barna og unglinga, þegar ég var í Miðbæjarbarnaskólanum. Allt fram á þennan dag er ég alltaf að hitta fólk, sem segir við mig: — Ég man vel eftir þér í gamla daga, þegar þú varst í Gamla barnaskólanum. Og þú getur ekki trúað því, hvað það gleður mig óumræðilega mikið að hitta þessa gömlu vini. Beðið fyrir Stalin og Hitler 1 þessu samtali við Sigmund ræddi hann mjög mikið um reynslu sína í trúmálum og einn- ig um eilífðarmálin: — Ég er eins mikið hérna megin og hinum megin, sagði Sigmundur og svo sannfærður er hann um að framhald sé af lífinu hér á jörð- inni, að hann talar um það jöfn- um höndum og það jarðlíf, sem hann hefur hrærzt í um 90 ára skeið. Pjöldi fólks virðist vera þeirrar skoðunar að ég muni vera bænheyrður, sagði Sig- mundur, og eg bið fyrir miklum fjölda fólks, sjúku fólki og heil- brigðu og jafnvel dánu fólki. Og hann sagðist eitt sinn hafa komizt í nokkurn vanda, er hann hafði verið beðinn um að biðja fyrir Stalin, sem þá var ný far- inn. Já, ég komst í mikinn vanda þá. En ég sagði þeim sem bað mig um þetta, kommúnista, góð- um vini mínum, að fyrir hann skyldi ég biðja fyrir Stalin eins og nú væri komið fyrir honum. Ég vissi þá að honum leið illa. En ég vissi um annan sem álíka mun hafa verið ástatt um, en það er Hitler Þýzkalands. Ég bað fyrir þeim báðum. Á níunda hundrað Sigmundur sagði, að hann hefði nú í borði sínu liggjandi skrá yfir það fólk, sem hann hefði verið beðinn um að biðja fyrir. Sýndi hann mér þessa skrá og sagði að í henni væri á níunda hundrað nöfn. Það tekur mig stundum nær tvo tíma að biðja fyrir þeim öllum, eri þá nefni ég nafn hvers og eins. Ég hefi aðeins tekið fáa í bókina mína sjálfur. Hitt fólkið hef ég verið beðinn um að biðja fyrir. Auk þess sem Sigmundur hef- ur mikinn hug á að koma upp kapellum og kirkjum, þá á barna heimilið Sólheimar í Grímsnesi hug hans, en dóttir hans, Sesselía, hefur rekið það og stjórnað um fjölda ára. Þetta er hæli fyrir örvita og fávita börn. — Hún Sesselja mín hefur unnið merkilegt og göfugt starf að Sólheimum með því að ann- ast þessa vesalinga. Reyni ég stöðugt að leggja henni lið eftir því sem ég get og á þessu af- mæli mínu á ég þá ósk heit- asta að hún megi sjá Sólheima verða á ókomnum árum styrka stoð þessara barna, sem sitja verða í skugganum alla sína ævi. — Þú brást þér til Rómar fyr- ir tveimur árum, Sigmundur? — Já, þó ferðalagið væri mér nokkuð erfitt, því fjarlægðirnar eru nú meiri í borginni þar en hér, þá var það dásamlegt. Já, og nú er hann látinn blessaður páfinn, sem þá var. Nóg kaffi — Þú skreppur þangað kannski í pílagrímsför um pásk- ana í tilefni af afmælinu og heilsar upp á Jóhannes páfa? — Nei, ætli það. Gaman væri það vissulega. En ég verð nú heima hér á Brávallagötunni og vona að sem flestir komi til mín af vinum og kunningjum. — Skálum við þá? • — Nei, segir Sigmundur. Nei, ég hef ekki smakkað brennivin í 70 ár. Tók forskot á það inn- an við tvítugt. Nei, þú færð ekki, brennivín en nóg kaffi, skaltu fá. — Sv. Þ. Lm sumardvöl í GÆR kom fram á bæjarstjórn- arfundi tillaga um að leitað yrði eftir leigu á einhverjum héraðs- skólanna í sumar til þess að hægt yrði að senda fleiri Reykjavíkur- börn í sveit. Auður Auðuns, borg- arstjóri, lagði til að málinu yrði vísað til bæjarráðs og var það samþykkt samhljóða. Greindi Auður í stuttu máli frá því hvaða stofnanir rækju sumardvalar- heimili fyrir börn í sveit og sagði, að sjálfsagt væri að leita sam- starfs við fleiri félög, t.d. íþrótta- félögin, í þessu sambandi. Villimenn við Dauða- fljót BRAZILÍA er stærsta land S- Ameríku, land fullt af fyrir- heitum um gæfusama og auð- uga framtíð, lítt numið enn og hverfandi lítið nytjað. Hluti þess liggur í hitabeltinu þar sem víða eru hættulegir þjóð flokkar. Nokkrir Svíar hafa kvik- myndað fjölskrúðugt dýralíf landsins og er sú mynd nú sýnd í Stjörnubíó. Inn í það fléttast myndir af hinum villtu þjóðflokkum, líferni þeirra, stríðsleik og herdansi. Myndin sem ber nafnið „Villimennirnir við Dauða- fljót“ hefur allsstaðar hlotið miklar vinsældir. Það eru ekki hversdagslegir hlutir sem sjást á tjaldinu. Fimmtugur í dag: Sigurður S. Scheving skrifstofustjóri Af því ég veit, hvað Sigurði vini mínum Soheving þykir vænt um Morgunblaðið og flokk þess, má ég til með að biðja það fyrir kveðju og heillaóskir til þessa gamla skólabróður míns og jafn- a’dra. Sigurður er fæddur að Steins- stöðum í Vestmannaeyjum 9. apríl 1910, sonur Sveins Shevings lögregiuþjóns þar og Kristólínu Berg:’teinsdóttur frá Fitjamýri undir Eyjafjöllum. Arið 1929 lá leið Sicurðar til Reykjavíkur, í Samvinnuskólann, og þaðan lauk hann verzlunar- prófi vorið 1931. Síðan hefir hann gegr.t margháttuðum verzlunar- og skrifstofustörfum, bæði í Eyjum og eins eftir að hann 1946 flutti búferlum til Reykjavíkur og nágrennis — ýmist hjá því opinbera, einkayrirtækjum eða sjálfstætt, en hann er skrifari óvenju góður og slyngur bók- færslumaður — gaf m.a. út leið- beiningar til bókhalds fyrir út- vegsmenn meðan hann var í Vest mannaeyjum. Nú er Sigurður skrifstofustjóri hjá Hraðfrysti- húsi Ölafsvíkur. Ég kynntist Sigurði Scheving fyrst, þegar við vorum samtímis í Samvinnuskólanum. Bar ýmis- legt til, að sérstaklega við meg- um muna hvorn annan, m. a. það, að við erum mjög jafnaldra, en um fátt gátum við orðið ásátt- ir, a. m. k. ekki opinberlega í viðræðum, og vorum einna mest- ir orðhákar í skólanum þá, báð- ir ungir og nokkuð ótamdir. Var þá rnörg snerran tekin og vand- séð, hvor verri var. En þó að við værum harla ólíkir um flest, drógumst við þó ósjálfrétt hvor að öðrum og höfum alla tíð síðan verið mestu mátar. Sigurður Scheving er maður ekki hár vexti, grannur, ber sig vel, snar í snúningum og snagg- aralegur. -Þótt hann sé þrætu gjarn nokkuð, einkum við skál, harður í horn að taka og jafnvel ófyrirleitinn stöku sinnum, er bann elnlægur, viðkvæmur og til finningaríkur gæðadregur. Hann er líka gæddur listamannstaug — hefir haft mjög mikinn áhuga íyrii leiklist og verið forystu- maður á þeim vettvangi bæði í heimbyggðinni og í Kópavogi, auk þess sem hann hefir sjálfur ieikið og stjórnað flutpingi leik- rita. Þá hefir hann og haft af- skipti af öðrum félagsmálum, einkum stjórnmálalegum, enda þrælpólitískur. Hann er tryggða- tröll hið mesta og mikill vinur vina sinna. Kvæntur er Sigurður Schevlng góðri og dugmikilli konu, sem vcrið hefur honum styrk og stoð í iifsbaráttunni, Margréti Skafta- dóttur frá Suður-Fossi í Mýrdal. Eiga þau nokkur mannvænleg börn, og er dóttir þeirra Edda dansmær þekktust sem komið er. Ég óska Sigurði S. Scheving og fjölskyldu hans allra heilla í til- efni af merkisafmælinu, og þakka þeim fyrir öll elskulegheit, sem ég hefi notið á heimili þeirra fyrr og síðar. Hlýtt handtak til hans sjálfs að lokum, fyrir tryggð og vináttu um hartnær aldar- þriðjungs skeið. Baldvin Þ. Kristjánsson. Góður afli Isafjarðarbáta ÍSAFIRÐI, 7. apríl. — Afli vél- báta á ísafirði var yfirleitt mjög góður í marzmánuði og gæftir með eindæmum. Farið var á sjó hvern einasta dag í mánuðinum. Er það einsdæmi um árabil. Fyrri hluta mánaðarins voru bátarnir allir með línu,' en síðari hiutann tóku margir bátanna net. Hafa þeir sótt aflann suður und- ir Jökul og ísað um borð. Aflahæsti báturinn er Gunn- hildur með 215 lestir, þá Hrönn með 212 lestir, Guðbjörg með 211 lestir, Straumnes með 186 lestir, Víkingur II. 184 lestir, Gylfi með 176 iestir, Gunnvör með 152 lest- ir, Asólfur með 155 lestir og Sæ- björn með 137 lestir. í fyrra var Guðbjörg aflahæst með 175 lestir í 23 sjóferðum. — J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.