Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. apríl 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík J'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÓTÍÐINDI PREGNIRNAR frá Genf, * um það að Bandaríkin og Kanada hafi sameinazt um þá breytingartillögu við upp- runalega 12 mílna tillögu Kanada að „sögulegur réttur“ til að fiska á ytri 6 mílunum skuli gilda í 10 ár, eru hin verstu ótíðindi. Það kemur hins vegar engum á óvart, þó Bretar hafi jafnskjótt og kunnugt var um þessa mála- miðlun lýst stuðningi sínum við hana. Söguleguir óréttur Morgunblaðið hefur áður lýst afstöðu sinni til þess, sem kallaður hefur verið „sögulegur réttur“ í þessum efnum. Skoðun blaðsins er að þar sé ekki um neinn „rétt“ að ræða. Eðlilegra væri að tala um sögulegan órétt. Bretar hafa engan sögulegan rétt til þess að fiska uppi í landsteinum á íslandi um allan aldur eða þó ekki sé nema um næsta 10 ára skeið, enda þótt þeir hafi um ára- tugi byggt fiskveiðar sínar bæði hér við land og annars- staðar á úreltu rányrkju- og nýlendusjónarmiði. Á þetta hefur íslenzka sendinefndin á Genfar-ráð- stefnunni greinilega bent. — Utanríkisráðherra lýsti því yfir í ræðu sinni 31. marz sl. að fulltrúar íslands „mundu ekki fallast á að viðurkenna slík réttindi". Berjumst til þrautar fyrir 12 mílunum Sendinefnd okkar í Genf hefur þannig lýst yfir ákveð- inni andstöðu gegn mála- miðlunartillögu Bandaríkja- manna og Kanada. Um afstöðu- íslands komst utanríkisráðherra m. a. á þessa leið í útvarpsræðu, sem hann flutti frá Genf í fyrra- kvöld: „Afstaða íslands til allra þeirra tillagna, sem fram eru komnar og væntanlegar eru er skýr og ótvíræð. Við mið- um allt okkar starf að því að tryggja 12 mílna fiskveiðilög- sögu og stöndum gegn öllu, sem skemmra gengur. Við munum berjast gegn öllum frádrætti, hverju nafni, sem nefnist, tímatakmörkun eða öðru, gegn öllu, sem veitir öðrum þjóðum fiskveiðirétt- indi innan 12 mílna við ís- land“. Afstaða íslenzku sendi- nefndarinnar er þannig skýr og ótvíræð. Er óhætt að fullyrða að íslendingar standi að baki henni sem einn maður. MIKLABRAUTIN |TM fá mannvirki í Reykja- ^ vík mun hafa verið rætt jafnmikið á undanförnum ár- um og Miklubrautina. — Mikið af umræðum og skrif- um um hana hafa mótazt af þekkingarskorti og jafnvel illvilja. — Hið síðarnefnda kemur fram í því, að sumir hafa viljað nota framkvæmd- ir við götuna til árása á meiri hluta bæjarstjórnar eða til árása á verkfræðinga bæjar- ins, nema hvoru tveggja hafi verið. Sjónarmið skipulagsins Fyrir nokkrum dögum birti Mbl. meginefni erindis, sem Einar B. Pálsson hafði haldið á fundi í Verkfræð- ingafélagi íslands um þá margumtöluðu Miklubraut. Þar var gerð fullkomin grein fyrir mannvirkinu og er ástæða fyrir alla, sem áhuga hafa á bæjarmálefnum að lesa um það. Lega Miklabrautar var ákveðm á áruuum 1935— 37 og getur hún ekki verið betri frá sjónarmiði skipu- lagsins. Þá var strax vitað að undirstaðan var ekki góð, en miðað við aðstæð- ur var það ekki talið alvar legt. Þörf umferðarinnar Gata verður líka að liggja þar sem hennar er þörf, en ekki aðeins þar sem undir- staðan er góð. Götur eru ekki byggðar vegna undir- stöðunnar heldur vegna um- ferðarinnar, sem þarf að vera sem greiðust. í sambandi við Miklubraut- ina er aðeins eitt mikilvægt atriði, sem hægt er að gagn- rýna með rökum og það er hvernig hús hafa verið stað- sett við hana vestanverða. Það var ekki ákveðið í sam- ræmi við fullkomnustu skipu lagshætti nútímans. En und- anfarin ár hefur verið tekið fullt tillit til þeirra, eins og sjá má á nýjustu hverfum borgarinnar. UTAN ÚR HEIMI | ÁÐUR en 12 sekúntna jarðskjálfa kippur lagði borgina í rúst að- faranótt hins 29. febrúar sl., var Agadir áltin borg, sem ætti í vændum glæsilega framtíð. Var hún oft nefnd „Paradís ferða- mannanna.“ Nú er hún hrunin. En framtíðarvonirnar eru ekki hrundar. Mikill einhugur er ríkj- andi um það að Agadir skuli endurbyggð. „Gadirar“, sem lifðu af ósköp- in, en þeir eru um 18,000, yppta gjarnan öxlum yfir atburðunum og segja „mektub", sem þýðir „Skráð stendur . . . “. Gott dæmi um þennan hug eru bændurnir, sem búa í hlíðum Atlasfjallanna í nágrenni við Agadir, en afskekkt þorp þeirra eyðilögðust í jarðskjálftunum, án þess að fréttir bærust um það fyrr en viku seinna. Þegar björg unarsveitir komu á vettvang, höfðu bændurnir þegar jarðað hina látnu, um 600 manns, og hafið endurbyggingu húsa sinna. EVRÓPUMENN FARA HEIM Jarðskjálftinn varð til þess að um helmingur evrópskra íbúa Agadir ákvað að yfirgefa landið og snúa heim til föðurlanda sinna. Trú þeirra á fjárhag Mar- okkó hafði farið minnkandi, enda er fjárhagurinn í megnustu óreiðu. En hinn helmingurinn ákvað að dvelja áfram x landinu. Fyrir þá, eins og fleiri, hafði Agadír mikið aðdráttarafl. Borgin var áður smáþorp, sem nefndist Founti, og stóð á mjög fallegum stað. Rétt norðan við það ganga Atlas fjöllin í sjó fram og Founti, sem fór vaxandi sem ferðamanna og iðnaðarborg, teygði sig meðfram sendinni vík, Að baki hinnar vaxandi borgar voru kjarri vaxnar hlíðar og klettagil, þar sem risu upp gisti hús og nýtízku einbýlishús með útsýni yfir sjóinn. Fjölskrúðug auglýsingaspjöld tilkynntu um- heiminum að í Agadir skini sólin 300 daga ársins. Mestur meðal- hiti fer sjaldan yfir 30 gráður og lægstur hiti sjaldan undir 9 gráður. Veðráttan varð til þess að laða ferðamenn til landsins og fegurð eyðimerkurinnar og fjallanna. Uppbygging. Eftir seinni heimsstyrjöldina hófust miklar aðgerðir til að byggja upp borgina. Hollenzkt fyrirtæki stækkaði höfnina, sem varð fær um að afgreiða eina milljón lesta á ári, og kostaði framkvæmdin um þrjár milljón- ir dollara. Tólf ný gistihús voru byggð og 30 blokkbyggingar, sumar þeirra átta hæða. Fyrir norðan Kasbahhæðina, sem er um 240 metrar á hæð, reis upp iðnaðarhverfi aðallega fyrir fiskiðnað, sem er mjög víð- tækur, en árleg sardínu og tún- fiskveiði staðarins er um 60.000 lestir. Verzlun Agadír nam á seinni árum um 150.000 lestum. Var það aðaldega nýr og niðursoðinn fiskur, nýjir ávextir og græn- meti frá Souss dalnum, sem er fullþroskað mánuði fyrr en í Ev- rópu. Útflutningur málmgrýtis var á byrjunarstigi í febrúar. Jarðskjálftinn lagði í eyði um 90% Kasbah hverfisins, 75% af Founti og Talbordj hverfanna og 60% nýju borgarinnar, en aðeins 25% iðnaðarborgarinnar. MOHAMMED KONUNGUR BORGAR Hvernig verður hin nýja Aga- dir og hvar verður hún staðsett? Vinna er þegar hafin við höfn- ina, en rústir borgarinnar eru enn þá bannsvæði, sem gætt er af herverði. Mohammed V. konungur Mar- Dauðadómur LONDON, 7. apríl — (Reuter) — í dag var 26 ára gamall mað- ur, James Smith, fundinn sekur um morð á lögreglumanni í London, Leslie Meehan, en hann var myrtur 2. marz sl. 1 Bretlandi hefur yfirleitt verið fallið frá dauðarefsingu, en morð á lögreglumanni eru enn í þeirra hópi. er við liggur dauðarefsing. okkó, hefur heitið því að leggja fram eigið fé sitt til að kosta endurbyggingu fyrsta áfanga hinnar nýju borgar, en það verða sennilega fjöldaframleidd hús fyrir um sex þúsund íbúa og eiga þau að vera tilbúin í byrjun næsta árs. Sérfærðingar álíta að það geti verið mjög mikil áhætta að byggja borgina upp á sama stað og gamla borgin stóð, vegna á- framhaldandi jarðskjálta á svæð inu. Það voru ekki aðeins þau hús sem hlaðin voru úr múrsteini og grjóti sem hrundu, heldur einnig nýjustu byggingar úr járnbentri steinsteypu, en marg- ar þeirra lögðust alveg saman: BJARTSÝNI Tvær stefnur ríkja um það, hvar eigi að endurbyggja Aga- dír. Margir eru á þeirri skoð- un að byggja beri borgina á gamla staðnum. Þetta fólk bend- ir á San Francisco, Lissabon og fleiri borgir, sem orðið hafa hart úti vegna jarðskjálfta, en verið1 endurbyggðar á sömu stöðum. Þessir bjarsýnismenn líta horn- auga á jarðskjálftafræðingana, sem spá áframhaldandi jarðhrær ingum og benda á að þessi jarð- skjálfti hafi verið sá fyrsti í sögu Aagadir. Þess vegna sé viðbúið að sá næsti komi ekki fyrr en eftir þúsund ár eða svo. Engin ákvörðun hefur verið tekin og vinna erlendir sérfræð- ingar ásamt Moulay Hassan prins, ríkisarfa Marokkós, að rannsóknum á væntanlegu borg- arstæði. Spútnik III. eyddist WASHINGTON, 6. apríl (NTBj. — í dag barst tilkynning frá bandarísku athugunarstöðinni í Bedford, Massachusettes, þess efnis, að rússneski gervimáninn Spútnik III. hefði eyðzt árdegis í dag. Gerðist það, er hann kom inn í hin þéttari lög gufuhvolfs- ins. Spútnik III. var sendur á loft 15. maí 1958.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.