Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐ1D PrifliiiflaErur 24. mal 1960 tnr~i~ nrnr r rtrrTTr r*~&*r* 0**0 m mir rm" 0 T r i p o 1 i b í ó : OG GUÐ SKAPAÐI KONUNA Þetta er frönsk mynd með Brigitte Bardot í aðalhlutverk- inu og leikstjóri er fyrrverandi eiginmaður hennar, Roger Vad- im. Efni myndarinnar er hvorki margþætt né merkilegt, enda megináherzlan bersýnilega á það lögð að sýna sem rækilegast kroppinn á Brigitte Bardot í sem flestum stellingum og er það gert af meiri rausn og blygð- unarleysi er. yfirleitt gerist — jafnvel í frönskum myndum. Og hér við bætist að listgildi mynd- arinnar er ekkert, enda er leik- gáfa Brigitte Bardot af mjög skornum skammti. — Ég las í dönsku blaði nýlega umsögn eins of þekktunstú rithöfundum Dana um þessa víðfrægu kvikmynda- stjörnu, en hann hafði hitt hana í Feneyjum. „Hún er ekki lengur manneskja", sagði hann, „aðeins leikbrúða ,sem stjórnað er af auglýsingatækni og fégræðgi." — Ég held að í þessum orðum rit- höfundarins felist töluverð sann- indi, því miður, því að þessi unga og fallega kona hefði vissu- lega átt skilið annað og betra hlutskipti. Vafalaust verður mynd þessi mikið sótt, eins og allar myndir, sem Brigitte Bardot leikur í, en holl dægrastytting er hún ekki, allra sízt lítt þroskuðum ungl- ingum. Austurbæjarbíó: NATHALIE HÆFIR í MARK í>etta er frönsk leynilögreglu- mynd og gamanmynd, tekin í litum. Leikstjóri er Christian- Jaque, en aðalhlutverkið leikur hin fríða og skemmtilega leik- kona Martine Carol. Segir þarna frá ungri og glæsilegri sýnirigar- stúlku í tízkuverzlun einni í París. — Greifynja, sem þar er stödd á tízkusýningu, týnir dýr- mætri brjóstnál og heldur því fram að Nathalie, en svo heitir sýningarstúlkan, hafi stolið næl- unni. En málið reynist ekki svo einfalt. Nathalie er tekin til yfir- heyrslu, en er sleppt að lokum. Seinna finnur hún brjsótnálina og fer með hana heim til greif- ynjunnar ,en bregður í brún þeg- ar hún sér að greifynjan hefur verið myrt. Á leiðinni heim til sín lendir Nathalie í klóm tveggja skuggalegra náunga, sem nema hana á brott. Er hér bófa- flokkur að verki, og hafa þeir á samvizkunni stuldinn á brjóst- nálinni og morðið á greifynj- unni ásamt fleiri glæpum. Hefst nú þáttur Nathalie að því að koma upp um glæpamennina. — Gerast nú margir voveiflegir og einnig broslegir atburðir, en Nathalie er bæði slungin og hug- rökk og lögreglunni fremri miklu í því að upplýsa málið. Leikslok eru auðvitað þau að bófarnir eru handsamaðir og Franck, hinum unga lögreglu- foringja þykir öruggara að hand- járna líka Nathalie, svo að hann geti faðmað hana að sér í næði. Mynd þessi er bráðskemmtileg, fyndin og spennandi og ágætlega skrifar um: KVIKMYNDIR Sýning Harðar leikin. Fyrst og fremst er prýðis- góður leikur Martine Carol, en af öðrum leikendum má nefna Armande Navarre, Michel Piccoli, Louis Seigner og Misha Auer. Fara þau öll afbragðs vel með hlutverk sín. Þetta er mynd, sem ég held að flestir hafi gaman af að sjá. HÖRÐUR Ágústsson hefir sýn- ingu á teikningum nú þessa dag- ana, í sýningarsalnum við Freyju götu. Þetta eru ekki mörg verk, en sýningin er samt sérstæð og athyglisverð. Það er ekki oft að myndlistamenn okkar halda sér- stakar sýningar á teikningum sín um, og meðal almennings hefir mér oft fundist vera fremur lítill áhugi fyrir teikningu yfirleitt. Ég á hér við þá teiknun sem venju- lega er að finna í málverki, meira eða minna, og eins þá teiknun sem gerð er sérstaklega — sem sérstæð og einangruð listgrein. Þessar teikningar Harðar eru yfirleitt andlit og model teikning- ar gerðar með koli. Áherzla er mest lögð á línu, en minni á ljós og skugga. Teikningarnar bera vott um kunnáttu og góða þjálf- un, og það er næm tilfinning fyrir samræmi og lífi línanna. Mér finnst það skemmtileg tilbreytni í hinu mikla litaveldi okkar ágætu listamanna að sjá bregða fyrir nokkrum svörtum línum, — það minnir mig ofurlítið á vísuna sem ég heyrði í gær----það var þetta . . . „guð gaf mér fætur að standa á“. Við eigum hér heima ágætar teikningar eftir íslenzka lista- menn, eins og Guðmund Thor- steinsson og Jóhannes Kjarval, svo það er langt frá að listamenn okkar hafi vanrækt þá göfugu list, teikninguna. Teikningin ein og útaf fyrir sig hefr ávallt ver- ið í miklum heiðri höfð meðal listamanna, bæði fyrr og síðar. Hún hefir verið undirstaðan og siðferði í listsköpun margra stærstu myndlistamanna sögunn- ar. — Þeir sem hafa áhuga fyrir teikningu ættu að sjá þessa sýn- ingu á Freyjugötunni. Hún er sérstæður viðburður meðal þeirra mörgu ágætu sýninga sem haldn- ar hafa verið nú í vor. Gunnlaugur Scheving. Fulltrúafimdur Norrænu félag- anna hér í sumar HINN árlegi fulltrúafundur Norr ænu félaganna verður haldinn í Reykjavík dagana 26. og 27. júlí í sumar. Fundinn sækja væntan- lega 3—5 fulltrúar frá hverju iandi, Danmörku, Finnlandi, Fær evjum Noregi og Svíþjóð en á íslandi verða 20—30 fulltrúar frá 19 deildum Norræna félagsins hér í Reykjavík. Norræna félagið í Reykjavík mun gangast fyrir kynmsferðum um Suðvesturland meðan á dvöl gestanna stendur. Þetta er fjórði fulltrúafundur Norrænu félag- anna ,sem haldinn er hér á landi, sá síðasti var 1955. Gistihús opnað í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 21. maí. — Frú Unnur Jónsdóttir í Stykkis- hólmi hefur opnað hér gistihús og matsölu og hyggst veita ferða- fólki beina, en eins og kunnugt er brann hótelið í fyrra. Þá gerir hún ráð fyrir að útvega þeim, sem vilja báta til ferða út um eyjar. — Fréttaritari. • Heiðmörk Umhverfi Reykjavíkur er fljótt á litið fremur hrjóstr- ugt. Örfoka holt og harðbala- móar setja svip á næsta um- hverfi bæjarins. En í hraun- unum bak við bæjarlandið leynast þó talsverðar skógar- leifar, kræklóttar að vísu, en samt nægilega öflugar til þess að hindra uppblástur. Fyrir 10 árum gengust nokkrir áhugamenn fyrir því að friða stóra spildu sunnan Elliðavatns til þess að koma upp útivistarstað fyrir bæjar- búa. Þeir vildu, eins og Eirík- ur rauði, að landið héti vel. Sigurður Nordal skírði það Heiðmörk. Þar skyldi klæða land skógi, aðallega barrskógi, og borgarbúar skyldu gróður- setja hann með eigin hendi. Landið var girt í einú lagi og síðan skipt í skákir, er félög- um og fyrirtækjum var ætlað að taka sér til gróðursetningar en Skógræktarfélag Reykja- vikur og Skógrækt ríkisíns hétu að leggja til trjáplöntur ókeypis. Nú eru 10 ár liðin og nú gæti mörgum verið forvitni á að heyra hvernig starfinu í Heiðmörk hefur miðað áfram. •^Jj^JLjeinnaJjraut- seiffast Velvakandi brá sér upp í Heiðmörk eitt kvóldið í vik- unni sem leið, því að sjón er sögu ríkari. Mörkin hefst milli Jaðars og Elliðavatns. Þar er ekið gegnum voldugt hlið, og síðan liggur vegurinn til suð- urs um hæðir og hjalla upp í norðurjaðarinn á Hólms- hrauni. Þar efra er birkikjarr allmikið, en nær Elliðavatni eru víða blásin börð og skóg- laust. Upp undir hrauninu, nálægt vegarenda blasir við reisulegur skáli, eina bygg- ingin í Heiðmörk. Hann heítir Torgeirsstaðir og stendur á landspildu, sem Nordmanns- laget hefur helgað sér i Heið- mörk. Ekki var mannmargt í Mörk inni þetta kvöld, en á vegar- enda stóð langferðabíll og hjá honum hópur manna að búa sig til starfa. Var hann frá Ferðafélagi íslands, sem á efstu og austustu skákina á Heiðmörk. Það hefur sýnt einna mesta þrautseigju við gróðursetninguna. Er spildan girt úfnu og gróðurlitlu hrauni að austan og sunrian. Velvakandi slóst í hóp skóg- ræktarfólksins, 14 manns, undir forustu Jóhannesar Kol- beinssonar trésmíðameistara. Sagði hann að F. í. hefði gróðursett 5000—7000 plöntur árlega sl. 10 ár og væru nú alls komnar um 60 þúsund plöntur í reit félagsins, en á- ætlað væri að setja þar alls 120 þúsund plöntur. ♦ ' Gróðursetja 2var í viku Við fyrstu sýn hafa ekki ☆ FERDINAIMD \f'\S L i 696 orðið miklar breytingar á landinu. Birkikjarrið setur enn svipinn á það. En ekki þarf langt að fara til að rekast á heilar breiður af vöxtuleg- um greniplöntum 40—70 sm. háum. „Þær atla nú að fara að taka við sér greyin“, segir Jóhannes „Þær fara sér hægt fyrstu árin, svo ná þær sér á strik og vaxa ört. Eftir 5—10 ár verða komnir svo háir grenirunnar, að vel má fela sig bak við þá“. Með hópnum var líka Reyn- ir Sveinsson verkstjóri frá Skógræktinni, bæði til að af- henda trjáplöntur og leið- beina við gróðursetninguna. Tveir og tveir unnu saman. Annar sveiflaði haka og gróf holur, en hinn gróðursetti í holuna og hlúði að með á- burði og mold. Jóhannes Kol- beinsson og kappar hans koma tvisvar í viku hverri, á þriðju dögum og fimmtudögum upp í Heiðmörk. Þeir leggja upp frá Austurvelli, þegar Dómkirkju klukkan slær áttunda högg að kvöldi og virðast eins stund- vísir og hún. „Ef ég ætti þrjár óskir“ sagði Jóhannes, „Þá mundi mér fara líkt og Steini Bollasyni. Ég mundi óska mér fleiri efnilegra trjábarna í Heiðmörk fyrsta annað og þriðja sinn — og ofurlítið fleiri sjálfboðaliða í ofanálag" Þetta er fróm ósk, sem Vel- vakanda er ánægja að gera heyrum kunna. f hópnum í Heiðmörkinni þetta kvöld voru konur og karlar á mjög mismunandi aldri. Veður var fagurt þetta kvöld. Sól gyllti sundin og seig bak við Jökulinn um það leyti er Jóhannes hætti störfum. Velvakandi ákvað á stundinni að drifa sig eitt- hvert góðviðriskvöldið upp eftir með köppunum, gróður- setja plöntur og njóta góða veðursins og útiverunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.