Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 20
23 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24, maí 1960 Slziplro tóm enn 17 EFTIR W. W. JACOBS sér aftur á bak og bjóst til að njóta ferðalagsins eftir því, sem heilsa hans leyfði. Þetta var fyrsta ferð hans í bíl, og um stundarsakir gleymdist veika tönnin því sem næst. Aðalstrætið í þorpinu var tals- vert fjölfarið um þetta leyti, svo að Biggs dró úr ferðinni og þó enn meira, er hann kom auga á glæsilega kvenpersónu úti fyrir Kaupfélaginu. Hann stöðvaði bíl- inn og ungfrú Mudge, sneri að honum, skælbrosandi. — Óvænt ánægja, sagði bil- stjórinn hæversklega. — Hvert ertu að fara? spurði ungfrú Mudge og leit á pislar- vottinn aftur í. — Bosham. Ég er að fara með þessa skepnu til að láta draga úr henni tönn. — Aumingja Albert, sagði ung- frúin með kvenlegri samúð. — Er það mjög sárt, elskan? — Hver er elskan þín, ha? spurði drengurinn fokreiður. — Auðvitað er það sárt. Og ef þessi bilstjóri getur ekki flýtt sér, missi ég af tímanum. — Skárra er það skapið, sagði ungfrúin, og hrökk aftur, eins og hún væri dauðhrædd. Láttu mig ekki tefja þig, Biggs. Bless! — O, Ekkert liggur á, sagði bíistjórinn. — Kærðu þig ekki um Albert. Það gerir yfirleitt enginn. Hvers vegna ekki hoppa upp í og koma með okkur? Ungfrú Mudge hristi höfuðið. — Það væri nú gaman, en ég er bara ekki laus nema til klukkan háif-fimm. Þá sagði kerlingin, að ég yrði að vera komin heim. Hún ætlar eitthvað út. — Hálf-fimm? endurtók Biggs. — Þá höfum við prýðilegasta tima. Hann hallaði sér og opnaði dyrnar, og eftir andartaks hik, steig ungfrúin upp í bílinn, og settist við hlið hans. Komumst við til Bjarna í kvöld, Markús? Já, við gerum það. Ég hlakka til að hitta hann, aþð er orðið bvo langt síðan við höfum sézt. — Ég vona, að hatturinn fjúki ekki af mér, sagði hún. — Hann er annars ekki ætlaður fyrir bíl- keyrslu. — Ég. skal fara hægt, svaraði Biggs og horfði á hattinn með ódulinni aðdáun. — Ef mér leyf ist svo að tala, þá fer hann þér eins og á engli. Ungfrúin andvarpaði. — Þá hefðirðu átt að sjá þann, sem ég hafði í íyrra. Það er slæmt, hvað tízkan er fljót að breytast. Mað- ur er ekki fyrr búin að fá sér flik en önnur nýjari tízka er komin í gang. — Hvernig er þessi hraði? spurði Biggs, sem ók nú ekki meira en tólf mílur á klukku- stund. — Alveg mátulegur, svaraði ungfrú Mudge. — Ég vil helzt fara hægt, þá sé ég betur það, sem fyrir augun ber. En vel á minnzt, veiztu, að ég á að fara með hús- hóðurinni í þessa skemmtisigl- ingu. Hún er búin að lofa að taka mig með sér. 0, það verður alveg himneskt! Gleðisvipurinn hvarf af Biggs. — Þarftu að fara? spurði hann. — Og skilja alla vini þína eftir? — Kannske þeir verði bara fegnir að losna við mig, svaraði ungfrúin, glettnislega. — Auk þess skil ég þá nú ekki alla eftir, því að hr. Markham ætlar með, til þess að hafa umsjón með öllu húshaldinu. Hr. Castairs líkar af- skaplega vel við hann, er mér sagt. — Ég gæti trúað, að Markham hafi sagt þér það, sagði bílstjór- inn, nötrandi af reiði. Stúlkan hristi höfuðið. — Nei, það segja bara allir, svaraði hún lágt. Biggs ók áfram þögull. Kröft- ug orð komu fram á varir hans, en sem betur fór ekki lengra, þar eð þau hefðu verið óhæf fyr- Hann sagði í bréfi sínu að hann ætti enn veiðihundinn sinn, hann Bangsa gamla. Bangsi var fyrirmyndar hund- ur, en nú er hann blindur. ir viðkvæmar hlustir ungfrúar- innar. — Ég vildi, að október væri kominn, sagði hún allt í einu. — Mig hefur alltaf langað að sjá heiminn, og það er svo skemmti- legt að sjá hann svona. Engar iestir að ná í, engin pökkun og þeytingur úr einum stað í annan. Ó, það er himneskt. Ef ég hef ekki ánægju af því, skal það, að minnsta kosti ekki vera sjálfri mér að kenna.. Biggs urraði eitthvað og ók. áfram, horfandi beint fram. — Vildirðu ekki, að þú gætir farið líka? spurði stúlkan og hall aði sér að honum. — Vildir þú, að ég kæmi með? spurði hann og hallaði sér ofur- lítið í áttina til hennar. — Ekkert hefði ég á móti því,, var svarið. Biggs hallaði sér ofurlítið lengra, þangað.til hann fann hár iokk strjúkast við kinn sér. — Þannig ók hann áfram í sælu- draumi, þangað til honum fannst eins og heitur loftstraumur leika um háls sér að aftan, og hann hrapaði samstundis til jarðar aftur. Hann sneri sér við reiði- lega og fölt andlitið á Albert forðaði sér undan. — Flýttu þér! hvæsti Albert. — Ég er alveg að missa af tim- anum. — Já, ég skal svei mér flýta þér, svaraði Biggs ofstareiður. — Hvernig dirfistu að stinga þessu skítuga smetti þínu fram, þar sem dama er til staðar. Hvað nieinarðu? Hvað varstu að segja? — Ég segi bara að mitt andlit kom ekki eins nærri henni og þitt, sagði Albert. — Ég hef ver- ið að horfa á ykkur. Og ég veit ekki betur en ferðin væri gerð mín vegna, af því að ég þurfti að komast til tannlæknisins og það á tilteknum tíma. Þótt einkennilegt væri í aug- um ungfrú Mudge, kom Biggs við eitthvað á stýrinu og bíllinn greikkaði sporið, jafn og þétt. Þegar mælirinn sýndi þrjátiu míl ur, leit hún á hann spyrjandi og fékk í staðinn ofurlítið svar frá vinstra augnaloki hans. Vísirinn skreið upp í þrjátíu og fimm, en tók síðan að falla aftur. — Það er eitthvað að, sagði Biggs og hreyfði aftur augnalokið ofurlít- ið. — Það er víst kerti. Síðan stöðvaðist hann svo sem fimmtíu skrefum framar og án þess að gefa neitt út á spurning- ar Alberts, lyfti hann vélarhús- inu og gætti að vélinni. Síðan bað hann stúlkuna að standa snöggvast upp, lyfti upp fram- sætinu og tók fram eitthvað af verkfærum. — Er nokkuð að? spurði hún. — Ekkert verulegt. Það tekur svo sem tiu mínútur. Verst fyrir „feita andlitið“, en við því er ekkert að gera. Það er það versta við þessa bíla. Þarna getur mað- ur þotið áfram með fjörutíu gætis náungi og sérfræðingur í meðferð hunda. Á meðan mílna hraða á klukkutíma, og í næsta vetvang er maður að bíða eftir einhverjum til að slefa sér á verkstæði. Ég man eftir einu sinni, áður en ég kom til Carsta- irs.... — Hvers vegna flýtirðu þér ekki? spurði Albert. — Afsakið, herra, sagði Biggs og var yfir sig kurteis. — Ég verð eins fljótur og ég get. Kannske herrann vildi fara út og rétta ofurlítið úr fotunum. Mér finnst einhvern veginn ég myndi vinna fljótlegar ef ég hefði ekki arnarauga hins stranga herra á mér á meðan. Albert renndi óhýru auga til ungfrú Mudge, sem skrikti, en svaraði bílstjóranum engu, og bílstjórinn setti upp kunnáttu- svip og blístraði eins og sá mað- ur gerir, sem hefur eitthvert vandasamt vefk með höndum, og tók að athuga bílinn. Stúlkan settist á vegarbrúnina, en stóð brátt upp aftur og tók að ganga um gólf. — Ertu ekki nærri búinn? spurði hún loksins. — Þú veizt, að ég þarf að vera komin heim stundvíslega klukkan hálf-fimm. — Það er allt í lagi, svaraði Biggs. — Það verður meira að segja nógur tími til að draga allar tennurnar úr Albert og setja í hann nýjar. Ég er búinn að þessu! Siðan lokaði hann vélarhúsinu, kom fyrir verkfærúnum, setti vélina í gang og settist siðan í sæti sitt og ungfrú Mudge hjá honum. — Þetta er skammarlegt, sagði hún hálf hlæjandi, þegar þau voru komin af stað. — Hvernig geturðu verið að stríða krakka- greyinu svona? — Það er ekkert við því að gera, sagði Biggs. — Enginn get- ur forðað svona slysum. Hefði það ekki verið, hefðum við komizt í tæka tíð. Að launum hlaut Biggs íbygg- ið bros frá ungfrúnni, og nú ók hann það, sem eftir var leiðarinn ar í bezta skapi. — Jæja, hazkaðu þér nú, drengur minn, sagði hann, er hann staðnæmdist hjá tannlækn- inum. — Lokaðu augunum, opn- aðu munninn og passaðu að gleypa ekki tengurnar. — Tuttugu og fimm mínútur yfir þrjú, sagði ungfrú Mudge er dyrnar opnuðust og drengur- inn hvarf inn. — Þú skalt vera komin heim, kortér yfir fjögur, sagði Biggs. — Líttu eftir bílnum eitt andar- tak, ég þarf að ná í nokkuð. Síðan hljóp hann inn í sæl- gætisbúð þar skammt frá og að vörmu spori kom hann aftur með konfektöskju, sem dinglaði á silkibandi við einn fingur hans. Hann lagði öskjuna í kjöltu stúlk unnar, afþakkaði að smakka sjálf ur á góðgætinu, en fékk sér vindl ing í staðinn, og horfði með ánægju á stúlkuna gera góðgjörð unum skil eftir ströngustu siða- reglum. Hann fann með sjálfum sér, að hann gæti setið svona og talað við hana, tímunum saman. —Nú vantar hana kortér í fjögur, sagði hún allt í einu. — Hann hlýtur að fara alveg að koma, sagði Biggs öruggur. Ungfrúin át enn þrjá eða fjóra súkkulaðimola, lokaði síðan öskj unni og barði á hana með fingr- unum, óþolinmóð. Bílstjórinn smitaðist af þessum óróa hennar, en um mig, Bjarni! 'Svona Lísa mín, Bangsi er gam all og blindur, ég er aðeins að reyna að gera honum lífið þægi- legra. og tvisvar eða þrisvar stóð hann upp og kíkti á gluggann hjá tann lækninum, svo sem eins og til að herða á Albert. En gluggarnir létu eins og ekkert væri og horfðu dauðalega á hann á móti. — Nú fæ ég skömm í hattinn, sagði stúlkan óróleg. — Þú ættir heldur að keyra mig heim í snatri og taka svo strákinn á eftir. Biggs hristi höfuðið. — Þetta er svoddan bölvað illyrmi, sagði hann dræmt, — og myndi verða fljótur að nota tækifærið til að gera mér einhverja bölvun, ef hann fyndi mig hvergi, þegar hann kemur út. Sennilega myndi hann fara með lestinni til Pettle og ganga svo þaðan, sex milur, heim, bara til að geta klagað mig. , Nú sló kirkjuklukkan fjögur, hægt og einbeittlega. — Ég skal ná í skepnuna, hvæsti Biggs. — Ég skal.... Hann þaut upp dyraþrepin og ýtti á bjölluhnappinn. Eftir hæfi íega bið, kom stúlka til dyra. — Hann er enn í biðstofunni, svar- aði hún spurningu bílstjórans. — í biðstofunni? Hvers vegna kemur hann þá ekki út? Stúlkan glápti á hann. — Hann bíður vitanlega eftir afgreiðslu, sagði hún einbeitt. — Bið .... Biggs greip and- ann á lofti. — Hvar er biðstofan. Ég þarf að tala við hann. Síðan elti hann stúlkuna inn í biðstofuna, sem var óvistlegt herbergi með gömlum, lúnum myndablöðum á borði. Albert, sem hafði verið að lesa í blaði, leit á hann letilega. — Hvað á þetta að þýða? spurði bílstjórinn. — Hvers vegna ertu ekki búinn? Hvað hef urðu verið að drolla? — Ég missti af tímanum mín- um, sagði Albert og andvarpaði ofturlítið. — Ég hélt ég hefði sagt þér nógu greinilega, að ég átti að vera kominn klukkan þrjú. En mér er alveg sama þó að ég bíði dálítið, Þetta er svo skemmtileg saga. — Þú gerir svo vel og flýtir þér, ellegar þú skalt sjálfan þig fyrir hitta, bölvaður pottormur- inn, sagði Biggs ófriðlega. aSlItvarpiö 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar «— 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 túngfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þjóðlög frá Bæheimi (Tékknesk- ir listamenn flytja). 20.50 Hjúskaparvandamál í Hruna, — erindi (Gunnar Benediktsson rit- höfundur). 21.10 Tónleikar: Sónata fyrir knéfiðlu og píanó í e-moll op. 38 eftir Brahms (Ernst Klaus Schneider og Peter Doberitz leika). 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas'* eftir Nikos Kanzantzakis, í þýð- ingu t>orgeirs Þorgeirssonar; XX (Erlingur Gíslason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 25. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.15 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. (13.30 „Um fiskinn4*). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 t*ingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Lönd fortíðar og framtíðar; III erindi: Barn sólarinnar (Rann- veig Tómasdóttir). 21.00 Gísli Magnússon og Stefán Edel- stein leika fjórhent á píanó són- ötu í C-dúr eftir Mozart. 21.20 Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson frá Haukagili). 21.35 Ferðavísur og fjallalög, sungin af íslenzkum söngvurum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.30 „Um sumarkvöld": Park-drengja kórinn, Guðrún A. Símonar, Los Paraguayos, Johnnie Ray, Editb Piaf, Evert Taube, Sarah Vaug- han og Comedian Harmonists skemmta, 23.00 Dagskrárlok. a r L ú ó Þér þykir vænna um hundinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.