Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.1960, Blaðsíða 24
r /bróttasíðan er á bls. 18. 117. tbl. — Þriðjudagur 24. maí 1960 Moskva Sjá bls. 13. Um 50 kindur og lömb týndust í áhlaupinu Stórhrið geisaði á Snæfjallaströnd i rúman sólarhring Blómamynd eftir Kristínu Jónsdóttur er til sölu á listmuna- uppbuðinu. — ListmunauppboS Sigurð- ar Benediktssonar í dag SIGlíRÐUR BENEDIKTSSON hefur listmunauppboð í Sjálfstæðis- húsinu i dag. Hefst það stundvíslega kl. 5 síðdegis. Til söiu er margt merkra listmuna, svo sem 3 málverk eftir Kristínu Jónsdóttur, 9 málverk eftir Kjarval, 3 myndir eftir Ásgrím, m. a. Heklu-mynd Irá 192C. — Þá verða seldar á uppboðinu 10 myndir eftir Kristján Magnús son frá ísafirði. Hann lézt, eins og kunnugt er aðeins 35 ára gamall, árið 1937. Eru þessi mál- verk öll úr dánarbúi hans. Meðal muna á uppboðinu má Sieína 2 skrifborð og eitt antik- Fresta enn verkfalli Grimsby, 23. maí. (NTB-Reuter) TFIRMENN á togurum í Grims- by samþykktu í dag að fresta enn boðuðu verkfalli, en fyrir- hugað var, að það kæmi til framkvæmda á miðnætti aðfara- nótt þriðjudags. — Eftir viðræð- ur milli fulltrúa togaraeigenda og yfírmanna, var ákveðið að gefa ríkisstjórninni þriggja mán- aða frest til samninga. — Nefnd fulltrúa þessara sömu tveggja aðlia skai áfram fjalla um við- horfin gagnvart Jöndunum er- lendra togara, sem yfirmennirn- ir vilja hindra, og um veiðarnar á íslandsmiðum, en togaramenn vilja fá leyfi til að fara inn fyrir 12 mílna mörkin — allt inn að C míium. SI. fimmtudag komu fulltrúar allra greina fiskiðnaðarins 1 Bretlandi til fundar í Lundúnum til að ræða fiskveiðideiluna við Island og fyrirætlanir Norð- manna um útfærslu fiskveiðilög- sögu sinnar. Á þessum fundi skýrði John Hare, fiskimálaráð- herra, frá því, að kappsamlega hefði verið unnið í þessu máli „e/tir diplomatiskum leiðum“. borðstofuborð, sem er franskt. Listmunirnir eru til sýnis í dag kl. 10 til 4. SENNILEGA mun norðan- veðrið fyrir helgina hvergi hafa orðið eins hart og norð- ur á Snæfjallaströnd. — Þar geisaði að heita má iðulaus stórhríð á annan sólarhring. í þessu veðri hafa týnzt milii 25—30 kindur og yfir 20 ung- lömb, en sauðburður var rett að hefjast, er veðrið brast á. Um klukkan 10 ó föstudags- morguninn tók að fenna, og herti þá jafnframt veðrið. Var komið ofsaveður og ófært að vera úti um hádegisbilið. Hélzt það veð- ur allan daginn og fram um nón- bil á laugardag. Óttazt um kindaskaða Bændurnir í Unaðsdal, Mýri og Bæjum fóru þá þegar ásamt heimilisfólki sínu að leita að fénu. Var þá komin þar svo mikil fönn fram í dölum og í fjöllum, að erfitt var að komast áfram. 1 fyrstu óttuðust bændurnir að miklir fjárskaðar hefðu orðið í þessu harða áhlaupi. Á sunnu- daginn fór veður batnandi og var þá haldið áfram að leita og enn í gær. 1 gærkvöldi vantaði á þessa þrjá bæi 8—10 kindur á hverjum þeirra, en auk þess nokkuð af lömbum. Á Bæjum voru týnd 12—14 lömb og í Un- aðsdal 8—10. I Æðey var allt fé í húsi, er veðrið brast á. Tveggja metra skafl Kjartan bóndi í Unaðsdal sagði að veðurhamurinn hefði verið óskaplegur — eins og verstu haustveður. Rétt utan við bæinn var í gær langur skafl, sem nær fram túnið og sagði Kjartan hann vera um 2 metra háan. í gær var sólskin þar og seig snjórinn mikið á þessum eina degi, en hiti var rétt ofan við frostmark. Taldi Kjartan að mesta frost í áhlaupinu hefði verið 3 stig. — Hann sagði að bændur myndu ekki fara til frekari leita fyrr en eftir 2—3 daga, þegar færð væri orðin betri. — 'k — Páll bóndi á Þúfum í Reykja- fjarðarhreppi símaði í gær, að sér væri ekki kunnugt um að hretið hefði valdið neinum fjár- sköðum þar í sveitinni. Dauöaslys Hafnarfiröi HAFNARFIRÐI. — Um þrjú leytið í gærdag varð 8 ára dreng ur fyrir strætisvagni hér á Strandgötunni og beið bana. Hét hann Markús Kjartansson og var sonur hjónanna Guðrúnar Guð- mundsdóttur og Kjartans Mark- ússonar, Hringbraut 80. Stóð hann á gangstéttinni við verzlun Valdimars Long og mun hafa verið að bíða eftir strætis- vagni frá Rvík. Ók þá þarna um vagn, sem ekki var í áætlun, og stanzaði því ekki fyrir drengn- um. Ekki er fyllilega ljóst með hvaða hætti slysið hefir borið að, en þegar að var komið, lá Skógræktarferð MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN efnir til skógræktarferðar í Heiðmörk í kvöld. — Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8. Jóhann Hannesson Kristmann Guðmundsson Ævar Kvaran Þrir bjóðkunnir menn ræðo: Skipulagt almenningsálit á almennum Heimdallarfundi i kvöid í KVÖLD kl. 21 verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu á veg- um Heimdallar almennur um ræðufundur. Verður þar rætt um efni, sem nefnt hefur ver- ið skipulagt almenningsálit. Ræðumenn verða þrír þjóð- kunnir menn, þeir Jóhann Hannesson, prófessor, Krist- mann Guðmundsson, rithöf- undur, og Ævar Kvaran, leikari. Enginn efi er á því, að um- ræðuefni fundarins mun vekja áhuga almennings, en fundar- sókn er öllum heimil og að lokn- um ræðum framsögumanna verða frjálsar umræður. Umræðuefnið, sem nefnt hef- ur verið skipulagt almenningsálit ætti að vera öllum almenningi sérstakt umhugsunarefni á þess- um síðustu tímum. Aldrei hefur verið beitt eins mikilli tækni og nú, til að skipuleggja almennings álitið, einstökum stefnum eða mönnum í vil. Reynt hefur verið að hneppa heilar þjóðir í and- lega fjötra, þeim skammtað lestrarefni, útvarpsefni og jafn- vel reynt að skammta þeim um- hugsunarefni, og til alls þessa er beitt allri þeirri gífurlegu tækni, sem áróðursmeistarar nútímans hafa yfir að ráða. Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af tækninni í þess- um efnum. Harðsnúinn hópur manna hér á landi, kommúnistar, hafa um langt skeið reynt að skapa hér sérstakt almennings- álit í listum og menningarmál- um og beitt til þess allskyns brögðum. Einstakir listamenn hafa verið lagðir í einelti, ef þeir hafa ekki viljað taka þátt í því að draga áróðursvagn kommúnista, en aðrir hafa verið hafnir upp til skýjanna, margir án nokkurra verðleika. Um allt þetta verður fjallað á hinum almenna fundi í kvöld, og er þess að vænta að menn fýsi að heyra hvað hinir landskunnu ræðumenn fundarins hafa um þetta efni að segja. litli drengurinn fyrir framan aft urhólið. Komu læknar, sjúkra- bíll og lögregla fljótlega á stað- inn, og var ekið með drenginn á slysavarðstofuna í Reykjavík, en þá var hann látinn. Þetta er þriðja dauðaslysið af völdum bíla hér í Hafnarfirði það sem af er þessu ári. — G. E. Nokkrir fóru inn fyrir línu ALLMARGIR brezkir tog- arar voru staðnir að veið- um innan fiskveiðilögsög- unnar út af Suð-Austur- landi í gærmorgun. Veður hafði verið slæmt um nótt- ina og Ieitaði varðskipið, sem annast gæzlu á þessum slóðum, vars af þeim sök- um. Er skipið kom svo út á miðin aftur í morgun, kom það að nokkrum brezkum togurum að veiðum innan fiskveiðilögsögunnar við Hvalsbak. Ekkert brezkt herskip var þar í nánd. Togararnir höfðu sig út fyr ir línuna, þegar varðskipið kom á vettvang. íslandsnnótið í bridge SIGLUFIRÐI, 23. maí. — Bridge- mót íslands stendur yfir hér í bænum þessa dagana og hafa ver ið spilaðar fjórar umferðir. Taka alls sex sveitir þátt í mótinu. Eru fjórar þeirra frá Reykjavík en 2 héðan. Lýkur mótinu væntan- lega í kvöld. — Nú er efst sveit Ármanns Jakobssonar, Siglu- firði, með 6 stig. sveit Halls Sim- onarsonar Reykjavík 5, Stein- gríms Magnússonar Siglufirði 4 Brands Brynjólfssonar 4 og Ástu Flygenring Reykjavík 0 stig. í hálfleik stóðu leikar þannig í kvöld að sveit Ástu hafði 6 punkta yfir sveit Ármanns og sveit Halls 11 punkta yfir sveit Gísla. — Stefán. Fundur í LÍÚ í dog í DAG klukkan 2 heldur stjórn L.l.Ú. fund með útgerðarmönn- um. Þar verður rætt um fisk- verðssamningana og rætt verður einnig um afkomuhorfur útvegs- ins í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.